Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

FRAMSÓKN TIL FRAMTÍÐAR

Guðni Ágústson formaður skrifar meðal annars eftirfarandi í 6.tbl fréttabréfs Framsóknar og kemst hann vel að orði eins og svo oft áður.

"Framsóknarflokkurinn er og hefur verið frjálslyndur og umbótasinnaður félagshyggjuflokkur á miðju íslenskra stjórnmála. Við förum ekki fram með offorsi eða fagurgala heldur byggjum okkar stefnu á því að berjast fyrir bættum hag íslensku þjóðarinnar og standa vörð um sjálfstæði hennar og sérkenni. Við framsóknarmenn byggjum á frjálslyndri hugmyndafræði og teljum því farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika. Aðeins þannig og með því að vinna að umbótum og framþróun sem byggist á virðingu fyrir hverju öðru og ólíkum sjónarmiðum hvers annars náum við fram þeim árangri sem þarf að nást.
Ég bið alla góða menn og konur að horfa beint fram á veginn. Framundan er tími uppbyggingar í Framsóknarflokknum. Við eigum flokk sem mun standa fast við sín grunngildi. Atvinna fyrir alla, menntun fyrir alla, heilbrigðisþjónusta fyrir alla, sterkur Íbúðalánasjóður fyrir alla. Ísland í fremstu röð þjóða í lífsgæðum. Við vörðuðum þá leið með sterkum hætti í ríkisstjórn og ætlum okkur að berjast áfram fyrir framförum og árangri almenningi til handa."
Nú þurfa frjálslyndir og umbótasinnaðir að fylkja liði og styðja Framsóknarflokkinn í þeirri miklu vinnu sem framundan er......

Borg ótta og ofankomu

Halló halló er allt að verða vitlaust eða hvað? Það snjóar í höfuðstaðnum og samfélagið ætlar allt á annan endann, ég vona að þeir fari nú að læra eitthvað sem enn aka um á sumardekkjum og eins þeir sem stíga bensíngjöfina í botn og bíta á jaxlinn.

Það er nefnilega með svo marga sem lenda í því að komast ekki leiðar sinnar vegna ófærðar að þeir standa drusluna eins og þeir eigi lífið að leysa.

Bara smá ráð gefa inn afar varlega og ekki að spóla.

Og svo þetta sjá fyrirsögn hvað gengur fólki til maður bara spyr?

Ætla yfir þrátt fyrir lokun

Vegurinn um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokaður vegna ófærðar síðan klukkan níu í morgun, og segir lögreglan á Selfossi að ekki geti talist miklar líkur á að leiðin verði opnuð í dag. Þrátt fyrir lokunina sé röð bíla veggja vegna heiðarinnar og ökumenn vilji ólmir leggja á hana.

Vegagerðin hefur gert tilraunir til að opna Þrengslaveg, en hann hefur orðið ófær jafnharðan. Lögreglan á Selfossi beinir þeim eindregnu tilmælum til ökumanna að þeir sýni biðlund og virði lokunina.


Konur eru klárar karlar eru einfaldir????

Sá þetta á skrifstofu hjá góðri vinkonu minni sem er mikill femínisti

 

Konur hafa ótal galla

Karlar bara tvo

Allt sem þeir segja og allt sem þeir gera.

 

Ég hef velt þessu fyrir mér ef þetta væri uppá vegg í skrifstofu karlamanns og þá með öfugum formerkjum þá væri allt vitlaust eða hvað?

 

Í huga minn kemur stundum upp það atvik úr Hellisbúanum þar sem hann fær salinn til að segja í einum kór  karlmenn eru aumingjar karlmenn eru aumingjar og  hvað gerist það tóku allir undir og fannst þetta sjálfsagt, en ef hann hefði beðið alla að segja konur eru aumingjar þá hefði nú komið annað hljóð í salinn.

 

Það er nefnilega svo með okkur karlmenn að við erum að mínu mati mun umburðalyndari gagnvart þessari sjálfgagnrýni og getum frekar gert grín af okkur.

 

Tökum dæmi þættir eins og According to Jim  þá er það miðaldra karl í þykkari kantinum og konan (gella) sem eru alltaf  í innbyrðis deilum.

 

Og hvaða mynd er dregin upp af karlinum jú hann og mágur hans sem er feitari þeir eru svo einfaldir og halda að þeir ráði einhverju en konan (gellan) hún er svo klók og gáfuð og ræður öllu að lokum.

 

Það er þetta sem truflar mig þ.e.a.s. sú ímynd sem dregin er upp af karlmönnum er frekar neikvæð eða hvað, er þetta svona í raun? Kannski í USA hver veit.

 

Jú ég man eftir einni íslenskri auglýsingu karl setur í þvottavél og svo kemur kærastan til hans byrjar að strjúka hann á tröppunum og ríkur svo í burtu hvað var þetta?

 

Hann kunni ekki að setja í þvottavél daaaaaa af því hún var ekki með íslenskum leiðbeiningum ef ég man rétt.

 


Jordan er óánægð með brjóstin/daaa

Gúrkutíð í fjölmiðlum..............

En ég segi nú bara ja hérna aumingja stúlkan hún sem var svo brjóstgóð.

Glamúrmódelinu Jordan finnst brjóst sín allt of stór, þrátt fyrir að hún hafi látið minnka þau í desember síðastliðnum. Jordan, sem réttu nafni heitir Katie Price, hafði ætlað að fara úr stærð 32G niður í 32C. Þegar bólgan hjaðnaði og marið hvarf kom hinsvegar í ljós að þau voru enn í stærð 32F.

Price segir í viðtali við the Sun að hún sé hundóánægð með brjóstin. Þau séu allt of stór og hangi of langt niður þegar hún stendur. Fjölskylda og vinir hafi skoðað þau og verið sammála. Hún ætlar því að fljúga aftur til Bandaríkjanna og leggjast aftur undir hnífinn.

En þó skipt hafi verið um fyllingar í brjóstunum ætlar hún ekkert að henda þeim gömlu. Hún og eiginmaðurinn, Peter Andre, geyma þær í peningaskáp á heimili sínu. Ástæða þess mun fyrst og fremst vera fjárhagsleg. Hjónakornin ætla að selja þær fyrir milljón pund, og gefa tíu prósent ágóðans til góðgerðarmála.

Já það mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar ekkert smá brjóstgóð.


VODAFONE bara góðir :)

Eins og sést hérna á blogginu mínu þá var ég að tala um nýjan sendi hjá Vodafone sem gerir það að verkum að gsm samband er komið á við Almenningana.

þetta er svæði sem mörgum hverjum finnst alveg hrikalegt yfirferðar og ætla ég ekki að gera lítið úr því, það er mikið atriði að koma á sambandi á þessari leið og eiga þeir Vodafone menn þakkir skyldar, en það er nú svo með Símann að eftir að það "bákn" var einkavætt þá hefur þjónustan alveg steinlegið  á landsbyggðinni.

Ég fékk email frá Hrannari Péturssyni upplýsingafulltrúa fyrirtækisins og sýnir þetta manni bara hversu vakandi þetta fyrirtæki er fyrir markaðnum og viðskiptavinunum, mættu mörg önnur fyrirtæki á hinum frjálsa markaði taka þá sér til fyrirmyndar.

Ég hvet Vodafone og þeirra starfsfólk til áframhaldandi starfa á þessum nótum.


Háir hælar ekki bara flottir heldur bæta að auki kynlífið

 

Tekið af eyjan.is

skor.jpgAð langir kvenleggir og háir hælar fangi athygli karlmanna er nákvæmlega engin frétt. En að háu hælarnir séu beinlínis góðir fyrir kynlífið er vissulega frétt.

Og því er einmitt haldið fram af ítölskum lækni að grindarbotnsvöðvarnir styrkist þegar konur ganga á háum hælum - sem sé svo aftur bót fyrir kynlífið.

Maria Cerutti, vísindamaður við háskólann í Verona, gerði tilraunir með að þetta.
Hún mældi spennuna í grindarbotnsvöðvum tilraunakvennanna með fæturna í mismunandi stellingum.

“Þegar fóturinn er boginn þannig að hann myndar vinkil upp á 15 gráður, sem samsvarar sjö sentimetra háum hæl, eru grindarbotnsvöðvarnir spenntir þannig að besta er að æfa þá,” segir Maria.

Jahá þetta eru gagnlega upplýsingar eða hvað?

 


LOKSINS GSM SAMBAND

Vodafone sem sér um uppsetningu senda fyrir svokallað GSM 2 útboð lofaði mér að tengja Almenningana sem fyrst og nú eru mér að berast fréttir af því að þeir séu búnir að setja upp fyrstu sendana sem m.a. eiga að þjóna svæðinu á Almenningunum, en sá galli er á að þetta virkar bara fyrir þá sem eru í viðskiptum við Vodafone, þar sem Síminn er ekki búinn að semja við Vodafone um svokallað reiki samband á þessum sendum.

Tekið af heimasíðu www.sksiglo.is þetta er mikið framfara skref fyrir okkur Siglfirðinga og alla þá sem ferðast um þetta svæði.

Ég sagði upp þjónustu minni við Símann þegar þeir lögðu niður öll störf á Siglufirði og þarf af leiðandi lækkun á þjónustustigi. Gerði ég samning við Vodafone og skráði mig í Og1 það er eitthvað sem ég get mælt með, verðið og þjónustan eins og best gerist skora á ykkur að skoða heimasíðu www.vodafone.is

 


Álver á Bakka

Ég fékk í pósti á dögunum bækling frá Norðurþing og ber hann yfirskriftina

Framsækið Samfélag með álver á Bakka.

Bæklingur þessi vakti athygli mína fyrir margra hluta sakir, meðal annars þær upplýsingar og staðreyndir um fækkun starfa þarna kemur þetta fram svart á hvítu.

"það hefur verið gríðarlegur samdráttur á Norðausturlandi síðustu ár, einkanlega í fiskvinnslu og landbúnaði og því þarf að snúa við. Hér eru veruleg tækifæri fólgin í jarðhitanum sem nú er ónýtt auðlind, engum til gagns. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að nýta jarðhitann til heilla fyrir íbúa og uppbyggingu á svæðinu. Verði orkan ekki nýtt og íbúum Norðausturlands tryggð örugg vinna með álveri á Bakka munum við ekki búa við óbreytt ástand í framtíðinni, heldur mun þróunin halda áfram, íbúum fækkar, fyrirtæki hætta starfsemi og áframhaldandi búseta á svæðinu verður sífellt erfiðari fyrir þá sem þar búa." Helgi Kristjánsson, iðnrekandi á Húsavík

Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Ég var á sínum tíma fylgjandi því að álver yrði reist á Dysnesi við Eyjafjörð en það fórn eins og það fór. Ég styð íbúa Norðurþings í þessari framkvæmd hún mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu svæðisins og eining ákveðin ruðningsáhrif fyrir Eyjafjarðarsvæðið.

það þurfa að verða áherslubreytingar í atvinnu uppbyggingu mjög víða á landsbyggðinni, ég ætla ekki að leggja að jöfnu þau áhrif sem ákvörðun HB Granda hefur á atvinnulífið á Akranesi og þau áhrif sem ákvörðun SVN hefur fyrir Siglufjörð þessu er ekki saman að jafna, bara landfræðilega séð fyrir utan allt annað, ekki má skilja þessi orð mín þannig að ég sé hlynntur ákvörðun HB Granda það er af og frá.


KIWANIS

Ég var með fundarefni hjá Kiwanis klúbbnum Skildi í gærkvöldi og var fundarefni Búsetu íbúðir í Siglufirði. Það er skemmst frá því að segja að fundurinn var mjög skemmtilegur og umræður mjög málefnalegar. það er gaman að vera á fundum með Kiwanisfélögum fundarsköp eru góð og maturinn klikkar ekki.

En mér var boðið uppá drykk þegar ég kom og síðan komu "skotin" en það er hluti af þessu öllu saman er Bingi að fara að vinna í Herragarðinum eða ertu með hnífa í bakinu  og svo framvegis þetta er bara gaman og tek ég fullan þátt í slíkum leik.

Nú eins og áður sagði þá eru fundarsköp og meðal annars þá er lesin fundargerð síðast fundar og var augljóst á þeim lestri að mikið hefur verið gaman enda þorrafundur og um sextíu kallar samankomnir og skemmtiatriðin ekki af verri endanum. Nú síðan var kynntur matseðill kvöldsins og eftir það tóku menn til matar síns og var maturinn mjög góður að vanda.

Síðan kom að þætti mínum að flytja mönnum fundarefnið en það var um Búseta réttaíbúðir í Siglufirði. Það er skemmst frá því að segja að það var mjög góður rómur gerður af þessu framtaki mínu og er ég þaklátur fyrir þau viðbrögð sem málefnið fékk. Það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um staðsetningu  íbúðanna og er það vel, en heilt yfir þá var samstaða um þetta verkefni og allir töldu það hafa jákvæð áhrif á samfélagið og er þá tilganginum náð.

Eftir að fundi var slitið af forseta þá settust menn niður og ræddu málin góðar umræður og skemmtilegar sögur, ég verð að segja þeim Kiwanis félögum það til hrós að þeir eru skemmtilegir það verður ekki af þeim tekið, og einnig það starf sem þeir vinna fyrir samfélagið það er þeim til sóma. Takk fyrir mig ágætu félagar.

Nú eftir fund fékk maður heimkeyrslu og það sem eftirlifði kvölds var meðal annars hlustað á EAGLES FARWELL DVD diskinn.


Bolla bolla

Jæja þá er allt að verða vitlaust í þessu bolluáti sá að Aðalbakarí auglýsir frábær tilboð fimmtu,föstu og laugardaga og svo verður opnað kl 07:00 á sjálfan bolludaginn. Ekki það að þetta snerti mig mikið enda enginn bollu aðdáandi, man þegar ég var krakki þá mátti koma með bollu í skólann en ég kom með rúnstykki þótti og þykir það bara betra. Óska ykkur bollu ætum góðrar listar og verðið þið sem feitust af þessu öllu saman,,, heheheheee.

Forseti Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði kom að máli við mig í gær og spurði hvort að ég vildi koma og tala yfir þeim(fræða) um Búsetaíbúðir sem stefnt er að að reisa í Siglufirði? Ég þáði það og hlakka mikið til. Ég hef einu sinni áður hitt þá félaga og var það mjög góður fundur, hlutirnir ræddir og skoðanir viðraðar sem er alveg bráðnausynlegt.

Kannski verða bara kjötbollur í matinn í kvöld hjá þeim félögum hver veit?

 


« Fyrri síða

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband