Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Af hverju tók Geir H ekki mark á Davíð?

Ég skil ekki af hverju Geir H og Ingibjörg Sólrún hlustuðu ekki á varnarorð Davíðs, hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eitthvað gruggugt í sínum pottum sem orsaka það aðgerðaleysi sem raunin varð.

Davíð benti einnig á að ráðlegt væri að koma á þjóðstjórn en enn var ekki hlustað á hann, getur verið að persónuleg áhrif Ingibjargar og þá líka Geirs í garð Davíðs hafi verið tekin framyfir þjóðarhagsmuni?

Ég hlakka til að hlusta á TRÚÐA þáttinn hjá Inga Hrafni næst þegar þeir sjálfstæðistrúðar sem "drulla" yfir alla aðra en sjálfstæðisflokksfélaga og hafa ennþá trú á að engir aðrir en sjálfstæðisflokksfélagar geti komið þjóðinni úr þeim hörmungum sem svo einkennilega vill til að þeir hinir sömu komu henni í. Það verður eflaust fróðlegt eða hitt þá heldur umræðuefnið í næsta TRÚÐA þætti á ÍNN....


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur takið ábyrgð

Er ekki orðið tímabært fyrir konur að taka á þessum málum á eigin forsendum það er orðið úrelt að kenna einhverju karlaveldi um það að konur nái ekki og séu ekki í pólitík í eins miklum mæli og margar konur vildu.

 Konur sitja að jafnaði skemur á þingi en karlar hver er skýringin á því hefur það verið "rannsakað" ?

"Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í erindi sínu á fundinum að hún hefði talsverðar áhyggjur af stöðu kvenna í stjórnmálum. Þó að margar konur vildu taka þátt sæktust þær ekki eftir oddvitasætum í nægilegum mæli. Í síðustu kosningum leiddu aðeins sjö konur lista á öllu landinu. Siv sagði það vera ógnvænlega stöðu og lagði áherslu á að fólk þyrfti að veita konum framgang í pólitík."

Ég tek undir með Siv að það er áhyggjuefni að konur vilji ekki taka oddvitasæti í nægilegum mæli, en hver er ástæðan verður það ekki alltaf persónubundið hefur það eitthvað að gera með kynferði ég held ekki?

Ég vil benda á að það eru til dæmis nokkrir bæjarstjórar og borgarstjóri sem eru kvenkyns og er það hið besta mál, tel ég að þær vinni sín störf ekkert ver frekar en karlkyns kollegar.

Er þetta ekki orðin þreytt umræða karlar eru svona margir í þessum störfum en konur ekki?

Á móti má þá ekki spyrja hvort að alltof margar konur eru í kennara og leikskólastörfum?


mbl.is Konur sitja skemur á þingi en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugfélag Íslands TILBOÐ hvar eru þau???

Ég er á netfangaskrá hjá Flugfélagi Íslands eins og svo margir aðrir geri ég ráð fyrir.

En nú hef ég ákveðið að hætta á þessum lista, ástæðan er einföld það koma TILBOÐ reglulega sem er gott en nú hef ég lent í því margoft að um leið og póstur hefur borist þá hef ég skoðað möguleika á  ódýru fargjaldi.

Nú var að berast tölvupóstur um til boð og viti menn á sömu mínútu og tilboð berst þá er ekkert laust á "góðum verðum"

 

Tekið af heimasíðu Flugfélagsins.

 

Forsíða

 

Brottför Reykjavík - Akureyri 23.2.200924.2.200925.2.200926.2.200927.2.200928.2.20091.3.2009

Brottför

Koma

Flugtími

Flugnr

Flugvél

Forgangur skilmálar

Ferðasæti skilmálar

Sparsæti skilmálar

Bónussæti skilmálar

Netfargjald skilmálar

Nettilboð skilmálar

Sértilboð skilmálar

07:15

08:00

0:45

NY-112

F50

14.090 ISK

11.370 ISK

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

10:30

11:15

0:45

NY-122

F50

14.090 ISK

11.370 ISK

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

13:00

13:45

0:45

NY-132

F50

14.090 ISK

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

15:30

16:15

0:45

NY-134

F50

14.090 ISK

11.370 ISK

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

17:45

18:30

0:45

NY-142

F50

14.090 ISK

11.370 ISK

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

18:45

19:30

0:45

NY-162

DH8

14.090 ISK

11.370 ISK

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

Ekkert laust

 

 


Sennilega hjartastopp og svo má æfa sig á Hermanni

Ekki auðvelt að vera Hermann í dag ;-) 

Hermann verður fluttur frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi á morgun með sjúkrabifreið yfir á Háskólatorg. Flutningarnir munu verða strax upp úr hádegi og má reikna með ýmsum uppátækjum í Hermanni.

Eins og gefur að skilja má reikna með að slíkur flutningur reyni mjög á Hermann sem getur rétt eins þóst fá mikla verki og jafnvel að hann fái fyrir hjartað blessaður, segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og kynningarstjóri Háskóla Íslands. „Fari svo að hjartað í Hermanni stöðvist, sem er alveg eins líklegt, er sem betur fer hersing hjúkrunarfræðinga og lækna til staðar í Háskólatorgi vegna námskynningarinnar í Háskólanum á morgun," segir Jón Örn.

Hann segir að sjúkraflutningamennirnir séu líka sérmenntaðir til að glíma við bráðatilvik og muni þeir án efa sýna snör viðbrögð. „Ég hvet alla til að koma og fylgjast með því hvernig bráðaliðið mun í heild sinni bregðast við uppgerðinni í Hermanni, en hann leikur þetta svo vel blessaður að það lætur nærri að hann sé lifandi... og dauður," segir Jón Örn

Annars segir Jón Örn að á bak við Hermann búi talsverð alvara þótt það megi líka brosa af tilburðum hans. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands notar Hermann, sem er afar flókið tæki og eftirlíking af manni og/eða konu í fullri líkamsstærð, til að meðhöndla óteljandi sjúkdóma.

Kannski að gestir í HÍ á laugardag fái að æfa sig eilítið á Hermanni, hver veit.

 


Taktu til í eigin garði,,, Ásta Ragnheiður

Er ekki oft ágætt að byrja að taka til í eigin garði. En eins og undarlegt og það hljómar þá er Samfylkingin ekki að standa sig mjög vel í jafnræði kynjanna þrátt fyrir falleg orð og loforð.

Skýrasta dæmið er sennilega atburðir frá síðustu helgi á kjördæmaþingi í NA kjördæmi þegar konur gengu út af fundinum vegna þess að þeim misbauð afstaða karlanna og svo gerist það í framhaldinu að einn karlkyns frambjóðandi dregur framboð sitt til baka vegna þeirra ákvörðunar sem tekin var.

Tekið af bloggi hjá Helgu Völu http://eyjan.is/helgavala/

Hef verið ... hugsi.. (understatement of the year) yfir kjördæmaþingi í NA kjördæmi sem fram fór í gærkvöldi.

Þess vegna verð ég að fagna því að Suðrið ætli að tryggja jöfn hlutföll kynja í efstu tveimur. Það hefur ekkert upp á sig að vera með 40/ 60 reglu varðandi kynin ef um er að ræða efstu tíu sætin.

Það eru auðvitað sætin sem eiga möguleika inn á þing sem skipta máli.  Ekki efstu fimm.. eða efstu tíu.

Þegar rökin um hæfileika vs. kyn koma svo fram vil ég segja eitt.

Í síðustu þingkosningum komst engin kona í þau níu sæti sem eru fyrir NV kjördæmi á alþingi. þrjár konur komust í þau tíu sæti sem eru í Suðrinu, engin fyrir samfylkingu.. ekki einu sinni fyrsti varamaður.

Það þarf enginn að segja mér að karlar í þessum kjördæmum - allir með tölu - séu svona miklu frambærilegri en þær konur sem þar búa.

Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á þá menn sem þarna eru. Alls ekki. Ég er bara að benda á staðreyndir. Rannsóknir Auðar Styrkársdóttur m.a. sýna fram á að prófkjör gagnast konum verr en körlum. Af hverju veit ég ekki, en þetta er engu að síður staðreynd.

Svo ef við ætlum að hafa opin prófkjör - þá verðum við amk að tryggja það að jöfn hlutföll séu tryggð. Hið nýja Ísland verður að heyra raddir beggja kynja í jöfnum hlutföllum, svo mikið er víst.

 

Tekið af vef Framsóknarflokksins

http://framsokn.is/Flokkurinn/Fyrirfjolmidla/Frettir?b=1,1257,news.html


mbl.is Stjórnmálaflokkar tryggi jafnræði kynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í NA treg til jafnræðis

það kemur á óvart að lesa á www.visir.is eftirfarandi

Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í gærkvöldi.

Þar eru nú Kristján Möller samgönguráðherra og Einar Már Sigurðsson alþingismaður auk þess sem Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sætinu og greiddu þeir allir atkvæði gegn tillögunni. Um tíma gengu konur af fundinum en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt og jafnframt tillaga um opið prófkjör.

Tekið af heimasíðu Samfylkingar......

Jafnræði kynja í forystusætum
Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á kjördæmisráð flokksins um land allt að tryggja jafnræði kynja í forystusætum framboðslistanna fyrir þessar alþingiskosningar.

Engin kona er þingmaður Samfylkingarinnar fyrir landsbyggðarkjördæmin þrjú. Þetta er staðreynd þrátt fyrir margyfirlýsta jafnréttisstefnu Samfylkingarinnar um að baráttan fyrir jafnrétti og kvenfrelsi sé órjúfanlegur hluti jafnaðarstefnunnar.

Minnt skal á ítrekaðar landsfundasamþykktir flokksins frá 2003 og 2005 þar sem því er heitið að viðhalda jafnréttismarkmiðum "hvarvetna innan flokksins" (2003) og að gripið skuli til "sérstakra aðgerða til að jafna hlut kynjanna" (2005).

Stjórn Kvennahreyfingarinnar vekur á því athygli að við stofnun Samfylkingarinnar árið 2000 voru kynjahlutföll jöfn í hópi þingmanna. Nú, áratug síðar, er einungis þriðjungur þingmanna flokksins konur, eða sex konur og tólf karlar. Við þetta verður ekki unað.

Við skorum því eindregið á kjördæmisráð flokksins um land allt að standa við landsfundarsamþykktina frá 2005 og grípa til sérstakra aðgerða til þess að jafna hlut kynjanna í leiðandi sætum framboðslistanna fyrir næstu alþingiskosningar.


Bóndinn á Bessastöðum

Í allri þeirri umræðu og öllum þeim mótmælum sem hafa verið þá þykir mér ekki fara mikið fyrir gagnrýni hvað þá mótmælum gagnvart forseta vorum. Ætli "þjóðin" þ.e.a.s. þeir sem telja sig talsmenn og mótmælendur þjóðarinnar hafi gleymt forseta vorum eða er það embætti of heilagt og hafið yfir gagnrýni og potta og pönnuglamur að þeirra mati?

Það er orðið merkilegt í mínum huga að hundurinn á býlinu hann Sámur fær orðið meiri og jákvæðari umfjöllun en bóndinn sem líkt er orðið við Arabahöfðingja.

Eða eru Bessastaðir of nálægt "þjóðinni" eins og gerðist þegar ráðist var í Hellisheiðavirkjun þá heyrðist ekkert í ríkisreknu rithöfundunum eða ríkisreknu tónlista eða leikara fólkinu. Virkjun sem er þess valdandi að fólk í næsta nágrenni er með höfuðverk og ælandi ef vindátt er þeim óhagstæð.

Ég rakst á þessa grein í DV já DV sem er með ritstjóra sem birtir það sem eigenda blaðsins er þóknanlegt.

Villigötur forsetans

 

Reynir Traustason

rt@dv.is

Leiðari Föstudagur 13. febrúar 2009 kl 07:59

Aldrei hefur embætti forseta Íslands átt eins mikið á brattann að sækja og nú. Ólafur Ragnar Grímsson þarf að una því að vera í neikvæðri umræðu dag eftir dag. Að vísu er það þekkt staðreynd að ákveðinn hluti Sjálfstæðisflokksins hefur af annarlegum ástæðum lagt fæð á forsetann allt frá því hann var fyrst kosinn og viljað láta leggja niður embættið. Einstakir fjölmiðlar hafa nært þá umræðu.

En það hefur fjölgað í hópnum. Vísbendingar eru uppi um að einungis helmingur þjóðarinnar sé sáttur við störf hans. Það hlýtur að teljast vera áfall fyrir forsetann og aðra þá sem vilja embættinu vel. Forsetinn hefur sýnt bæði góðar og slæmar hliðar á löngum embættisferli sínum. Oftast hefur hann komið fram sem sameiningartákn þjóðarinnar í gleði sem sorg. Undanfarin ár hefur ímynd hans breyst í þá veru að hann hefur verið eins konar söngstjóri útrásarinnar og lítið skeytt um þjóðina sem heima sat.

Sú umræða hefur nú dúkkað upp að hann eigi að segja af sér. Ólafur Ragnar reyndi í áramótaávarpi sínu að biðjast afsökunar á sínum þætti í stóru bólunni sem sprakk. Óljóst er hvort afsökunarbeiðnin verður tekin til greina. Vandi Ólafs er hins vegar sá að hann og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, snobba fyrir erlendum fjölmiðlum en sniðganga þá íslensku. Þar hafa þau misst fótanna því deilur hjónanna hafa ratað inn í heimspressuna og til Íslands.

Túlkuð ummæli Ólafs Ragnars um að Íslendingar eigi ekki að greiða það tjón sem sparifjáreigendur erlendis verða fyrir hafa valdið miklum vandræðum. Embætti þjóðhöfðingjans hefur sett niður með þessu. Aldrei fyrr hefur svo neikvæð ímynd leikið um Bessastaði. Forseti sem sniðgengur þjóð sína er á villigötum. Hann verður að taka sér tak og ná aftur hylli Íslendinga. Annars er eins gott að hann fari.

 


Eru að komast í gegn,,,

Þá styttist óðum í að verktakar við Héðinsfjarðargöng nái að sprengja í gegn aðeins eftir 510m.

Í gær þegar við nokkrir bæjarfulltrúar fórum á bæjarstjórnarfund í Ólafsfjörð þá komum við aðeins fyrr og tókum rúnt um bæinn og meðal annars að vinnusvæðinu við göngin.

Var haft á orði "ja það verður mikill munur og mikil breyting þegar tengingin verður komin"  aðeins 15 mín að renna í gegn í stað 50 mín í dag þegar styttri leiðin er fær.

Verkframvinda

 

Tekið af vef Vegagerðar.......http://vgwww.vegagerdin.is/hedinsfjardargong.nsf

 

HedinsfjLitil

Héðinsfjarðargöng er stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið útog var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakans Metrostav a.s. og Háfell ehf undirritaður á Siglufirði þann 20. maí sl. Upphæð verksamnings er um 5,7 milljarðar króna en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar.

Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig byggð á svæðinu. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 km í um 15 km miðað við leið um Lágheiði og úr 234 km í 15 km miðað við leið um Öxnadalsheiði.


Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar, samtals um 450 m að lengd. Heildarlengd ganga verður því ríflega 11 km.

Nýir Pólverjar, þetta er ekkert nýtt

Ég hef nú sagt það áður að þeir sem búið hafa á landsbyggðinni hafa verið hinir Íslensku Pólverjar. Af hverju segi ég þetta jú ástæðan er einfaldlega sú að laun hafa verið lægri úti á landi þar hefur heilt yfir ekki verið þensla og svo mætti lengi telja.

Húsnæðisverð er lágt hvort sem er atvinnu eða íbúðarverð. En landsbyggðin hefur mikla þekkingu og reynslu í nýsköpun og getur því miðlað þar miklu til fyrrverandi þenslusvæða. Því það er jú það sem á að bjarga svo miklu í dag.


mbl.is Íslendingar „nýju Pólverjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsuspillandi umhverfi

Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati, getur þetta þýtt að verð á íbúðum í Lindarhverfi, Norðlingaholti og Hveragerði falli í verði.

Það hlýtur að vera áhyggjuefni ef íbúðahverfi eru orðin heilsuspillandi vegna mengunar frá virkjunum, ég man ekki eftir miklum mótmælum við Hellisheiðavirkjun þegar ráðist var í þær framkvæmdir.

Var það vegna þess að virkjunin var of nálægt þeim sem hafa haft sig hvað mest í frammi þegar virkjanaframkvæmdir voru á hálendinu?

 

 


mbl.is Brennisteinsvetnismengun við heilsuverndarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 94418

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband