Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Össur samur við sig

Já hann Össur fer mikinn á heimsíðu sinni og tuktar þar til ungstirnið Gísla Martein sem mér fannst ágætur sjónvarpsmaður. Össur sagði í góðu viðtali við Valdísi á Bylgjunni að hann væri ekki svona A eða B týpa heldur meira svona C týpa og vísaði hann í það að hann þyrfti lítinn svefn.

Nú spyr maður sig hvort að kallinn hafi sofið of lítið eða hvort að hann sé svona hreinskilinn?

Allavega þá er hann farinn að pirra Sjallanna töluvert og hlýtur þetta að vera orðið alvarlegt ef þetta blogg hans er tekið fyrir á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert gott dæmi um þá Inflúensu sem er að ganga

Nú er svo komið fyrir mér að ég hef verið frekar slappur eða öllu heldur mjög slappur síðan sl föstudag. Ég lét mig nú hafa það að fara á Þorrablótið eins og sést á blogginu mínu en ég var nú bara á matnum og skemmtiatriðum.

Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að vera laus við veikindi eða meiðsli svo heitið getið frekar heilsuhraustur og er ég þakklátur fyrir það.

En nú er svo komið að ég hef verið nánast meðvitundarlaus frá því á sunnudag og í gær, sofið í fjórtán tíma samfellt og svei mér þá ef ég sá ekki ljósið síðastliðna nótt. En í dag var ákveðið að heimsækja Doktorinn þar sem ástandið á kallinum er ekkert sérstakt.

Og viti menn ég er ekki dauðvona sem betur fer, en ég er svona gott dæmi um sjúkling með INFLÚENSU sem er að ganga núna.

Og haldið þið að Doktorinn taldi mig ekki á það að ég ánafnaði sýktu blóði og horsýni til þeirra á Heilbrigðisstofnunni til frekari rannsóknar og skráningar.

Já ég hef ákveðið að fórna mér fyrir tæknina og vísindin og verð meðhöndlaður sem tilrauna dýr í fyrramálið, spennandi dagur á morgun eða þannig.

Ég ætla nú bara að viðurkenna það hér á prenti að ég er ekki sá hugaðasti þegar kemur að nálum og spítölum bara svona almennt. Fór einu sinni í sprautu útaf öxlinni, þessu gleymi ég ekki meðan ég lifi.

Ég kem inná stofuna og klæði mig úr að ofan svo sit ég sallarólegur á bekknum en sé svo hvar Doktorinn er að sjúga vökvann upp í þessa svaka sprautu, það næsta sem ég man eftir er að Doktorinn er að hrista mig og ég í huganum er að syngja lagið "ég held ég gangi heim held ég gangi heim" Doktornum var ekki síður brugðið en mér. Ég skammaðist mín ekkert smá og get stunið upp "svei mér þá ef ég blundaði ekki bara smá."

Þá kom þetta gullkorn frá Doktornum "eftir því sem menn eru meiri karlmenni þá líður fyrr yfir þá þegar þeir sjá sprautur." Þetta voru mikil huggunar orð og ég trúði þeim þá og geri enn.

Mér var mikið létt og var svo sprautaður og leið ekki yfir mig þá, en þetta var í hádeginu og þegar ég kom heim þá spurði konan mín hvað væri að ég væri svo hvítur, sagði henni að ég væri bara eitthvað slappur og lagði mig í smá stund.

Ég sagði ekki frá þessu fyrr en mörgum árum seinna að það hafi liðið yfir mig áður en sprautan var komin nálægt mér, en í dag er þetta öðruvísi ekkert liðið yfir mig þó blóðprufa hafi verið tekin. Þetta segir mér tvennt annað hvort er karlmennskan að minnka eða ég er að venjast þessu öllu saman.

Ég ætla að ná þessari flensu úr mér sem fyrst hef ekki tíma í svona leiðindi, fyrir utan það hvað ég verð leiðinlegur og pirraður og bitnar það þá á þeim sem síst eiga það skilið. 


Takk fyrir frábært Þorrablót KKS menn í gærkvöldi

Það er ekki að spyrja af því ef Karlakórinn á Sigló tekur eitthvað að sér þá skilar hann því vel. Það var virkilega gaman að verða vitni af því í gærkvöldi þegar 300 manns komin saman í íþróttahúsinu á Sigló. Étinn var súr og ósúr matur og skemmtiatriðin ekki af verri endanum.

Hápunktur kvöldsins var að mínu mati Sigurður Helgi Sigurðsson eða Siggi Dallas eins og við þekkjum hann, það er óhætt að segja að þarna fari "stór" skáld og húmoristi mikill. Siggi er ein af þessum perlum sem samfélagið okkar á og ætla ég að vona að hann haldi áfram á þessari braut.

Ég held að það sé alveg ljóst að þetta sé komið til að vera þ.e.a.s. stórt Þorrablót og síðan góður dansleikur á eftir. Annars er með ólíkindum í ekki stærra sveitarfélagi hvað við eigum mikið af menningarsinnuðu fólki t.d. er um næstu helgi frumsýning hjá leikfélaginu, það er boðið uppá að fara út að borða á Bíó café og síðan í leikhús.

Og þessa sömu helgi þá erum við blakarar með okkar árlega Siglómót og er von á góðum gestum í heimsókn þannig að næsta helgi er alveg fullbókuð.

þeir sem vilja sjá myndir frá Þorrablótinu geta skoðað þessa heimsíðu www.sksiglo.is

 


Stórt þorrablót í kvöld

Jæja þá er að koma að því að stærsta þorrablót sem haldið hefur verið í Siglufirði verður í íþróttahúsinu. Enda ekkert annað hús sem getur tekið við þeim fjölda sem ætlar að mæta, hef heimildir fyrir því að um 250 manns verði á blótinu.

Það er Karlakór Siglufjarðar sem stendur fyrir blótinu og er þetta liður í fjáröflun kórfélaga, gott framtak hjá þeim söngmönnum. Ég er svo spenntur að ég get ekki sofið nei segi svona, hlakka engu að síður til kvöldsins eins og svo margir aðrir.

Það fór ekki framhjá þeim sem voru staddir í miðbænum í gær að allstaðar var verið að tína til stóla og borð og setja í flutningabíl og raða þessu öllu upp í íþróttahúsinu, vonandi verður þetta árviss viðburður. Svona fjöldasamkoma þjappar okkur öllum saman og þurfum við einmitt á því að halda akkúrat núna.


Rúmið frekar en ræktin, fróðleikur dagsins

Regluleg ástundun kynlífs getur minnkað hættuna áhjartasjúkdómum og jafnvel komið í veg fyrir hrukkumyndunsamkvæmt heilbrigðisþjónustu Englands, NHS. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.Auk ofangreindra verkana getur kynlíf bætt ónæmiskerfiðog dregið úr líkum á krabbameini.Jafnframt brenna um 300 hitaeiningar á klukkustund uppvið kynlífsiðkun. Því hefur heilbrigðisþjónustan enska brugðið á það ráð að að hvetja tilaukinnar kynlífsiðkunnar sem leiðar til að draga úr álagi á

heilbrigðiskerfið

Skildi heilbrigðisráðherra vita af þessu?


Slefbert samur við sig.......

Eftir símtal sem ég fékk í morgun en ég fór í Ólafsfjörð kl 8 og var staddur þar í dag, fór ég að hugsa hvort að ég ætti ekki að setja inná bloggið hjá mér svona söguhorn þ.e.a.s. sögur úr samfélaginu.

Pistlarnir gætu heitið "Slefbert slefar um fólk"

En aftur að símtalinu sem ég fékk, það var alveg magnað og hló ég mikið og deili ég þessu með ykkur lesendur góðir.

Sagan segir að á Hverfisgötu 16 þar sem búa hugmyndafræðingar framsóknarflokksins í Fjallabyggð hafi verið krísufundur í gær þar sem komnir voru saman helstu frammámenn samfélagsins og var umræðu efnið launahækkun bæjarstjóra. Þetta var langur og strangur fundur og lauk honum um klukkan átta.   

Sagan eins og hún hljómar rétt: Á Hverfisgötu 16 var haldin stjórnarfundur hjá Kirkjukór Siglufjarðar og var stjórnin öll mætt, ýmis mál rædd sem snerta starfsemi Kirkjukórs Siglufjarðar.

En ég verð að viðurkenna að fyrri útgáfan er öllu safameiri.

Ég hef oft sagt svona í góðum hópi að við þurfum ekki nema tvær útvarpsstöðvar Slefbertarnir sjá um hitt, ætli þeir geta rukkað um stefgjöld heheheheeee.........?

 

 


Lengsta aðalbraut í þéttbýli ófær.........

Já við í Fjallabyggð búum við það að Lágheiði sem tengir bæjarhlutana Siglufjörð og Ólafsfjörð er ófær og hefur verið í nokkurn tíma. Þetta eru bagalegar aðstæður fyrir alla íbúa sveitafélagsins og ekki síst þá sem standa í framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng.

Það var ákveðið á síðast bæjarráðsfundi að skrifa Vegagerðinni bréf og þess krafist að mokstur yfir Lágheiði verði settur í forgang þrjú, en það þýðar að mokað verður oftar.

það vantaði ekki loforðin hjá stjórnmálamönnum þegar framkvæmdir hófust við gerð Héðinsfjarðarganga "það verður mokað hafið ekki áhyggjur" en það var aldrei gert ráð fyrir því í fjárlögum til Vegargerðarinnar og er það slæmt, vonum við að bréfið sem var skrifað hafi þau áhrif að tekið verði tillit til aðstæðna okkar. 

Í dag varð að fresta bæjarstjórnarfundi sökum ófærðar, fundi var frestað til n.k. fimmtudags, vegna þessa þá þarf að færa til aðra fundi sem fyrirhugaðir voru t.d. í atvinnunefnd og bæjarráði.

Framsóknarfélögin í Fjallabyggð eru búin að auglýsa félagsfund á fimmtudagskvöld og sýnist mér á öllu að við bæjarfulltrúar náum ekki að mæta alveg á mínútunni.

Ef klárast að moka heiðina í fyrramálið þá verður farið í Ólafsfjörð og Akureyri og fundað á báðum stöðum, nóg að gera og vonandi skilar þessi barningur einhverju til sveitafélagsins.


Takk fyrir mig......góður siður sem vert er að halda í

Ég rakst á þessa grein á Vísir.is og finnst hún merkileg nokk, ég ólst upp við það að þakka fyrir mig. Ég ól dætur mína einnig upp við það að þakka fyrir matinn og eins að þakka fyrir gjafir eða annað sem að manni er rétt.

Að þakka fyrir sig er að mínu mati almenn kurteisi og kostar ekki neitt, en veitir þeim sem þakkað er hrós.

Fæstir vel uppaldir Íslendingar standa upp frá borðum án þess að þakka fyrir matinn,enda þykir það ókurteisi við þann sem hafði fyrir því að elda.Þessi góði siður, sem þekkist ekki víða annars staðar en á Íslandi, er sennilega þóættaður frá Danmörku samkvæmt upplýsingum af vísindavefnum og gæti ennfremur

átt uppruna sinn í frásögninni af síðustu kvöldmáltíðinni þar sem Jesú „braut brauðiðog færði þakkir“.

 Samkvæmt grein frá árinu 1896 úr blaðinu Dagskrá er þessi siður að þakka fyrirmatinn sagður meira stundaður til sveita ogmeðal fátækra og á því rót sína í örbirgð landsmanna og kom til vegna aldalangs harðræðis og hungursneyða sem Íslendingar

bjuggu við.

 „Guðlaun fyrir matinn“ var alsiða að segja áður en matast var en var þó að leggjast af kringum 1900 þegar greinin í Dagskrá

birtist því það þótti full hátíðlegt.

 En venjan að segja „takk fyrir mig“ og fá svarið „verði þér að góðu“ eftir matinn er góður siður sem er alls ekki of hátíðlegurheldur sjálfsagður og til að halda fast í. 

Skemmtileg jarðaför....

Ég ætla að gerast mjög persónulegur í dag og segja frá jarðarför sem ég var viðstaddur í gær, það var verið að jarða háaldraða konu hér í bæ og hef ég þekkt hana frá því ég var krakki eins og svo ofboðslega margir á mínu reki og yngir já eins og allflestir bæjarbúar.

Þegar við krakkarnir vorum að renna okkur á kvöldin á skíðum þá renndum við okkur fram hjá húsinu hennar og yfir túnið og niður að götu en þar var stoppað.

það voru farnar nokkrar ferðir um kvöldið og var þjappað upp og rennt sér niður en það var engin lyfta á svæðinu en það gerði bara ekkert til. Meðan þjappað var upp brekkuna þá var spjallað um heima og geyma.

En aftur að gömlu konunni hún átti það til að koma út spjalla við okkur og alltaf að gauka að okkur einhverjum sætindum oftast kandís, en svo kom fyrir að það var gefið Mackintosh en sonur hennar var þá á togurum og þegar komið var úr siglingu þá færði hann móður sinni allskyns góðgæti og fengum við krakkarnir að njóta þess, reyndar eins og svo margir aðrir í kringum hana, en hann segir einmitt svo skemmtilega frá einu atriði í minningargrein um móður sína í gær.

En hún var alltaf að gefa af sér hvort heldur var í orði eða ávaxtadósum eða öðru góðgæti. Eins og ég sagði hér að framan þá var þetta einstaklega falleg og skemmtileg jarðarför og var einmitt í hennar anda léttleiki og hlýja og þegar presturinn las minningarorðin um hana þá var eins og hún væri á staðnum og stjórnaði þessu öllu saman, þetta var svo líkt henni að öllu leiti.

Presturinn sagði frá því að hann hafi fengið sent frá Mogganum kvöldið áður afrit af minningar- greinum um hana og hann vitnaði í nokkrar þeirra og viti menn þetta var allt á sömu bókina allir minntust hennar eins og hún var góð, glettin, hjarthlý og jákvæð. Svo var sungið lagið Fyrr var oft í koti kátt og óskaði prestur eftir því að allir risu á fætur og syngdu þetta lag saman því það ætti svo vel við þessa heiðurs konu, já það voru sko orða að sönnu þetta var heiðurs kona.

Ég man eftir fleiri einstaklingum sem settu svip sinn á bæjarlífið en mér finnst svo skrýtið í dag að allir eru að verða svo svipaðir svona einslitt allt saman, ef einhver er að einhverju leiti öðruvísi "þá er alveg örugglega eitthvað að honum" að margra mati.

Eigum við ekki að leyfa hverjum einstaklingi að vera hann sjálfur þarf að setja alla á eins bás þurfum við að ver öll eins "biluð" :)

Minning um frábæra konu lifir með okkur öllum, það er mikið sem maður getur lært af henni,  ætla ég að vona að mín jarðarför verði skemmtileg það verður ekki sungið Fyrr var oft í koti kátt heldur eitthvað með KK það er alveg ljóst.

Langt síðan ég hef verið komin í morgunkaffi fyrir kl níu svona á sunnudagsmorgni bara svona að ástæðu lausu ætli þetta sé aldurinn ja hver veit........ ætla að hlusta á viðtalið hennar Valdísar á Bylgjunni við Össur Skarp alltaf gaman að hlusta á kallinn.

 

 

 


Ekki sama hver er Ólafur F eða Ástþór 2000 kall

Það vakti athygli mína þegar ég horfði á síðasta þátt þeirra Spaugstofumann, í einu atriðinu var verið að leggja Ástþór Magnússon inn á "geðdeild" og ætlaði hann að borga fyrir sig og líka Ólaf Ragnar. Hvað var verið að gefa í skin er Ástþór geðveikur en Ólafur F var bara veikur í bol merktum eign sjúkrahúsanna? Að vísu svaraði Ólafur F gúukúklukkunni en hvað með það, ég hef nefnt það áður að Spaugstofan gaf þá ímynd af Halldóri Ásgrímssyni að hann væri "heimskur" og öllum fannst það bara í góðu lagi, eða hvað?

Ég heyrði marga hafa orð á því að þetta "grín" með Halldór jaðraði við einelti, og get ég tekið undir það. Það er alltaf línudans að grínast á kostnað annarra.

En ég hef ekki tekið eftir neinni umræðu með það að Ástþór 2000 sé ekki geðveikur eða ekki það hefur enginn tekið hans málstað að mér vitandi á opinberum vettvangi.

Ástþór 2000 er að hugsa um að bjóða sig fram til forseta og verðum við íbúum þessa lands að sætta okkur við það hvort sem okkur líkar betur eða ver það er jú lýðræði í landinu (svona oftast.)

Er það þá spurning um hver býður sig fram sá er lýðnum þóknast og flestir eru ánægðir með eða sá sem ber hausnum við steininn og reynir aftur og aftur sama hvað flestum finnst?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband