Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Stóra stundin að renna upp

Jæja þá er búið að strauja :) keppnisbúninginn og pakka í töskurnar og nú skal lagt í ferðalag úr slyddunni hérna fyrir norðan. Þetta verður bara gaman rútan fer um 14 og við áætlum um 8 tíma ferðalag. Veit að Siggi sjúki og Tóti trúbador eru með nýtt lag sem þarf að æfa og hvergi er betra að æfa en í langferðabifreið.

Ég ætla ekki að vera í tölvusambandi þar til á sunnudag og flyt þá fréttir af gangi mál innan vallar sem utan, en það er nefnilega ansi oft á þessum skemmtilegu blakmótum sem hlutirnir gerast ekki síður utanvalla. Megið þið öll eiga góða helgi og gleðilegan 1. maí.............


Blakmót BLÍ á Ísafirði og nágrenni.

33. Öldungamót BLÍ verður haldið á Ísafirði og nágrenni, leikið verður líka á Suðureyri, Flateyri og Bolungavík.
Það verða 3 kvennalið frá Súlunum og 2 karlalið frá Hyrnunni, sumir úr Hyrnunni hafa mætt á öll fyrri mót og eru enn í fullu fjöri að eigin sögn.


Alls verða þetta um 40 manns frá Siglufirði sem leggja land undir fót á næst- komandi miðvikudag og án efa koma heim með fullt fangið af verðlaunagripum.

 Óhætt er að segja að mikil tilhlökkun er komin í hópinn, flestir fara með rútu og er meiningin að leggja af stað kl 14 á morgun. Það verður stoppað hjá Ester Sigfúsdóttur(Siglfirðingur) en hún ásamt manni sínum rekur veitinga og gististaðinn Kirkjuból í nágrenni Hólmavíkur þar verður snædd súpa.

Síðan á að taka létta æfingu yfir Steingrímsfjarðarheiði en þá verður skokkað á eftir rútunni. fyrsti leikur hjá okkur yngir körlum verður kl 8 á fimmtudagsmorgun.

20080428_181717_011cc_120 Blak

Myndin er af hópnum sem var á sinni síðustu æfingu fyrir mótið, tekið af www.sksiglo.is

 


Telur að BIÐstjórnin eigi að segja af sér.

Þá er formaður Framsóknarflokksins búin að gefa það út að Biðstjórnin skuli segja af sér. Hver ætli sé helsta ástæðan jú Biðstjórnin er búin að missa öll tök á efnahagsvanda þjóðarinnar að hans mati og reynda margra annarra.

Hvað þýðir innfluttur verðbólguvandi, tengist það kannski öllum Þeim innflutning á vörum og "nauðsynjum" sem raun ber vitni? En hvað er þessi ríkisstjórn að gera núna varðandi frjálsan innflutning á hráu kjöti eykst þá innflutnings verðbólguvandinn? Spyr sá er ekki veit.

Svona smá pæling varðandi frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og sitt sýnist hverjum um það eins og gefur að skilja, en hvað með aflaheimildirnar mikil umræða hefur átt sér stað varðandi yfirráð yfir 200 mílunum við missum öll tök á þeim o.s.f.r.v.

Hverjir eiga auðlindir hafsins ekki ég og þú nei það eru útgerðirnar og svo kallaðir kvótagreifar? Gilda önnur viðmið við kvótaeign í fiski eða mjólk og kjöti? Sagt er að með auknum heimildum og þá samningum við þau lönd sem við flytjum inn hrátt kjöt frá þá skapist aukin tækifæri fyrir íslenska bændur til útrásar gott og vel. Skapast þá ekki líka tækifæri fyrir íslenskar útgerðir eða kvótagreifa til útrásar með sama hætti......?

Bara svona pæling í hríðinni kannski litast þessi skrif af veðurfarinu?


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10-11 þar færðu ofbeldi og ost á góðu verði

Er það þess virði að hafa þessa verslun opna allan sólahringinn? Búið að limlesta nokkra starfsmenn getur það verið að salan sé svo mikil að þessi opnunartími sé réttlætanlegur?

Ég hef nefnt áður á bloggi mínu opnunartíma verslana á stóreyðslusvæðinu, mér sýnist svona heilt yfir að opnunartími sé einfaldlega of langur. Er ekki núna lag hjá eigendum að stytta opnunartímann og ná þá hagræðingu í rekstri og vöruverðið gæti þá lækkað, en það er alveg ljóst að langur opnunartími þýðir hærra vöruverð. Gaman væri að vita hvenær verslun er mest í þessari búð er það þegar drukkið fólk er að koma af öldurhúsum eða er það yfir daginn?


mbl.is Réðist á öryggisvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það svart allt orðið hvítt

Það var ekkert sérstakt að líta út í morgun og sjá að jörðin var nánast orðin alhvít. Maður var orðin svo góðu vanur, en það hefur aldrei snjóað svo mikið að ekki hafi stytt upp.Grin

Mikið um að vera í dag inntaka tveggja nýrra bræðra í Fræðslustúkuna Dröfn í dag og fer inntakan fram á Siglufirði, ég samgleðst þeim félögum en ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera tekin inn fyrstur bræðra á Siglufirði fyrir nokkru síðan. Þetta er dagur sem maður gleymir aldrei það er alveg ljóst.

Nú svo er stórleikur í dag mínir menn mæta þá Man-United og verða þeir að vinna, sem ég hef fulla trú á. Á morgun verður rennt í borg óttans og tekin ein fermingarveisla og heimsæki ég geimsteinanna mína. En Marta Björg eldri geimsteinninn var að koma heim frá Ítalíu búin að vera þar síðan í byrjun janúar, gott að fá hana heim heila og mikið skólaða úr lífsins ólgusjó.


Berbrjósta í sund

Já það er mikið jafnréttismál að konur megi vera berbrjósta í sundlaugum Kaupmannahafnarborgar. Má búast við því að femínista félagið á klakanum taki málið upp á næsta fundi?

Man eftir að hafa séð myndir frá gamalli tíð úr sundlaugum þar sem karlmenn voru í sundbolum, gætu þessi tíska ekki komið aftur, nú eða þá að karlar sem eru frjálslega vaxnir fengið toppa lánaða hjá þeim dömum sem vilja baða sig eins og karlmenn og berar að ofan? Bara svona pæling í allri jafnréttis umræðunni :)


mbl.is Konur mega bera brjóstin í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýra vel út fyrir kjósendum í sjávarbyggðum???

Ég skora á Sturlu og flokksbræður hans að skýra fyrir mér og þá öðrum kjósendum sem búum í sjávarbyggðum hvað hann er að fara.

Eins og staðan er á Siglufirði í dag já og hefur verið nú í nokkurn tíma þá er aðeins trillu útgerð á Siglufirði, ekki svo að ég sé að gera lítið úr henni það er af og frá. Heldur hitt að hérna er stórt fyrirtæki sem er með mjög mikinn þorskkvóta en hann er veiddur af frystitogurum og svo í Þorlákshöfn eina starfsemin sem er á Siglufirði eru skrifstofur sem nú eru þar sem frystihúsið var áður. Góð þróun ég held ekki?

Loðnuverksmiðja sem var áður Síldarverksmiður ríkisins voru einkavæddar og þá afhenti Þorsteinn Pálsson félögum sínum þær á silfurfati og voru skírðar SR Mjöl síðan gerist það að SVN eignast þetta allt saman og hefur nú lagt niður verksmiðjuna. Góð þróun ég held ekki?

Það gerðist svo hérna í febrúar að togari sem við kjósendur sjávarbyggða(Siglufirði) vitum varla hvernig lítur út kom inn til að setja fisk til geymslu í frystiklefa Ramma að hann strandaði fyrir framan bensínstöðina og höfðu gárungarnir á orði að það væri ekki skrýtið. Skipstjórnarmenn rata ekki inn fjörðinn þeir hafa bara komið akandi og rata á bensínstöðina. Góð þróun ég held ekki.

Sturla og co þú ert velkomin hvenær sem er og við skulum fara yfir þetta með nýtingu sjávarauðlindanna.


mbl.is Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar :)

Já þá er sumarið komið og vil ég senda ykkur öllum mínar bestu sumarkveðjur og vonandi á sumarið eftir að verða okkur öllum gott og gæfuríkt. Ekki ætla ég að kvarta undan veðrinu undanfarna daga það hefur verið alveg ótrúlega gott hérna á Sigló og tekur snjóinn hratt upp.

Nú verður brugðið undir sig spýtunum og farið í Skarðið enda nógur snjór þar til að renna sér og síðan grillað á pallinum, ekki amaleg byrjun á sumrinu........


Geisla Baugur

Það fór þá aldrei svo að Ólafur Ragnar gæti ekki hampað vinum sínum.

Hvað er Baugur að flytja út?

Er Baugur ekki meira svona að flytja inn?

Tekið af heimasíðu Útflutningsráðs

Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Frá árinu 1989 hafa verðlaunin verið veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflunar. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru.

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Verðlaunahafar:

2007        Lýsi hf.

 

2006        3X-Stál hf.

 

2005        Kaupþing banki hf.

2004        Bláa lónið hf.

2003        Samherji hf.

 

2002        Delta hf.

2001        GoPro Landsteinar hf.

2000        Bakkavör hf.

1999        Flugfélagið Atlanta hf.

1998        SÍF hf.

1997        Hampiðjan hf.       

1996        Hf. Eimskipafélag Íslands

1995        Guðmundur Jónasson hf.

1994        Sæplast hf.

1993        Íslenskar sjávarafurðir hf.

1992        Össur hf.

1991        Flugleiðir hf.

 

 

1990        Marel hf.

1989        Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf.


mbl.is Baugur Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúnaðarbrestur

Það er alltaf leiðinlegt þegar svona aðstæður koma upp, ég hef alltaf furðað mig á því hversvegna ekki sé búið að sameina Bolungarvík og ísafjörð það er jú ekki langt á milli staðana. Ég veit þess dæmi að fólk fer frá Ísafirði til Bolungarvíkur til að æfa íþróttir í íþróttahúsinu, og svo er betri sundlaug í víkinni.

Það er alveg ótrúlegur hrepparígur á milli þessara staða og nýjasta dæmið er yfirlýsing bæjarstjóra Bolungarvíkur með flutning Innheimtustofnun sveitarfélaga sem fer á Flateyri. Gætu menn ekki unnið saman að málunum, og náð þá þeim slagkrafti sem svæðið þarfnast svo sannarlega?

Ég kem vestur 30.apríl og keppi í Öldungablakinu og verður þá spilað á fjórum stöðum, hlakka mikið til að skoða staðina og bera saman meðal annars Bolungarvík og Flateyri verð að segja Það.

Skora á íbúa þessara staða að skoða þetta með sameiningu það tel ég vera íbúum svæðisins til hagsældar og framfara, hætta svona hrepparíg þetta er liðin tíð.


mbl.is Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband