Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Innantóm loforð

Ágætu lesendur.

Á endaspretti þessa árs þá langar mig að rifja upp hvað ríkisstjórnin ætlar sér að gera meðal annars í atvinnumálum en eftirfarandi er úr samstarfssamningi ríkisstjórnaflokkanna “Meginverkefni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum verður að draga úr atvinnuleysi með markvissum aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Áhersla verður lögð á fjölbreytt atvinnulíf, jafnan en stöðugan hagvöxt, nýsköpun og sjálfbæra nýtingu til lands og sjávar. Brýnt er að verja störf samhliða því sem gripið verði til aðgerða til að störfum fjölgi.”

Hljómar vel ekki satt? Ég hef því miður aðra sögu að segja og snýr að verkefni sem ég ásamt öðrum hef unnið að í nokkurn tíma. Það hefur ekki skort á loforðin þar heldur en einhverra hluta vegna þá gerist allt á hraða snigilsins og veltir maður því fyrir sér af hverju svo er? Eins og við sem eldri eru en tveggja vetra vitum þá hægir á okkur eftir því sem við eldumst, ég velti því fyrir mér hvort að þeir sem þjóðarskútunni stýra eru orðin of gömul og lúin? Þegar ég heyri lagið um hann "sorry gamla grána" þá kemur upp í huga mér mynd af stýrimönnum þjóðarskútunnar það er bara eitthvað sem gerist og ég fæ engu um ráðið.

Ágætu lesendur mínar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár.


Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 94384

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband