Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

V.V.V.

 Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi

Egilsstöðum 26. október 2008


 Vöxtur, vinna, velferð

Framsóknarflokkurinn mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir því að hagsmunir fjölskyldunnar verði ávallt í fyrirrúmi. Að ákvarðanir sem teknar eru af stjórnvöldum á hverjum tíma miði að því að styrkja undirstöður samfélagsins með því að hlúa að þeim sem erfitt eiga, styrkja heimilin og búa vel í haginn fyrir börnin okkar. Framsóknarflokkurinn hefur þá stefnu að heilbrigðisþjónusta og menntun sé fyrir alla óháð efnahag, stöðu og búsetu.


Tekið verði föstum tökum á fyrirsjáanlegum vandamálum atvinnulífs og launafólks og reynt með öllu móti að vinna gegn atvinnuleysi. Afar mikilvægt er að áfram verði stutt við hið félagslega hlutverk Íbúðalánasjóðs og starfsemi hans tryggð.


Er þetta ekki innspýting í atvinnulífið?

Ætli þeir viti ekki hvað þeir eru að gera,þjóð sem varð að byrja á núlli eftir seinni heimstyrjöld?

Vonandi horfa ráðamenn okkar til þessara aðgerða Japana til að örva efnahagslífið og hjól atvinnulífsins fari að snúast á fullu.


mbl.is 30 billjóna björgunarpakki í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáfstæðisflokkurinn klofinn, minnist málgagnið ekki á þetta?

Tekið af vef Vísis

,,Það vekur athygli að tvisvar sinnum á stuttum tíma kemur fram þónokkur mikill áherslumunur hjá Geir og Þorgerði og þá er ég tala um afstöðu þeirra til stýrivaxtahækkunarinnar og í Evrópumálum," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, aðspurður um ólíka afstöðu ráðherra Sjálfstæðisflokksins til stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti í 18%, vera afar óheppilega. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur sagt að ákvörðun Seðlabankans sé viðkvæm en jafnframt nauðsynleg.

Þá hefur Þorgerður sagt að skoða eigi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evrunnar. Geir hefur ekki talað í þá veru.

Ljóst er að mjög skiptar skoðanir eru hjá formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokks, í þessu máli eins og reyndar í fleiri málum minni á stöðu DO í Seðlabankanum.

Ég tek ofan fyrir Þorgerði þessi kraftmikla kona og leiðtogaefni NÝJA Sjálfstæðisflokksins hún stendur uppi í hárinu á þeim gömlu og afturhaldssömu gildum sem eru að stjórna flokknum á bak við tjöldin.

Getur verið að það séu að koma nýir vindar í pólitíkina á klakanum nýtt og yngra (í pólitíkinni) fólk sem hefur aðra sýn á framtíð lands og þjóðar.


Krónan gjaldmiðill til framtíðar

Davíð Oddsson efast ekki um sjálfstæði Seðlabankans og hækkar stýrivexti að KRÖFU Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Davíð Oddsson telur einnig að KRÓNAN sé gjaldmiðill til framtíðar.....

 

Er Davíð Oddsson seðlabankastjóri til næstu framtíðar?


mbl.is Efast ekki um sjálfstæði bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siv stendur fyrir sínu

Gott hjá þér Siv þú stendur fyrir þínu.

Leggjum áherslu á meira og nánara samstarf við vini okkar á Norðurlöndum þar er grunnur okkar.

 


mbl.is Siv þakkaði hlýhug í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr hvernig efni er ég smídd?

Einn svona til að létta undir á þessum síðustu og verstu.

 

 

Þessi gullvæga setning heyrðist við kvöldmatarborð frá einni á
leikskólaaldri nýverið.
Dóttirin: "Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"


Sem er tilefni þessarar vísu

Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?

Við spurningu barnsins svarar pabbinn svona


Úr ágætis efn' ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd



 
 


Sex milljarða $ lánapakki kláraður í dag?

Tekið að vef eyjan.is

nl-radherrar.jpgErlend heildaraðstoð við Ísland vegna bankahrunsins upp á samtals 6 milljarða dala verður hugsanlega kláruð með aðstoð Norðurlandanna eingöngu.

Financial Times segir frá því í frétt í kvöld að vonast sé til þess að Ísland tryggi sér aðstoð grannþjóðanna á Norðurlöndum á fundi norrænu forsætisráðherranna sem haldinn verður við upphaf Norðurlandaráðsþingsins í Helsinki síðdegis á morgun.

Ennfremur segir í frétt FT að lánin frá Norðurlöndunum séu annar hluti áætlunarinnar til að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi eftir að tilkynnt var fyrir helgi að sótt hefði verið um 2 milljarða dala lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þá segir að lánin gætu auk þess hjálpað í því að reisa við pólitíska stöðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem sæti nú vaxandi þrýstingi um að segja af sér og axla þannig ábyrgð á kreppunni.

Sagt er frá mótmælunum í Reykjavík í gær þar sem krafist hafi verið afsagnar Geirs og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, sem hafi verið forsætisráðherra 1991 til 2004. Þeir tveir eru sagðir arkitektar þeirrar frjálsu markaðsstefnu, sem hafi skapað mörgum Íslendingum auðlegð sl. 17 ár, en gjaldi nú pólitískt fyrir umsnúninginn sem endaði með hruni.

Segir ekki máltækið "frændur eru frændum verstir"? Kannski þarf að breyta þessu eftir daginn í dag "frændur eru frændum bestir"

Svona sjá fréttamenn hlutina með misjöfnum augum hvernig ætli hinn nýi varðhundur íhaldsins Agnes Braga sjái þetta?

ps. takið eftir myndinni er ekki Geir alveg frosinn?


Sjór og snjór flæða

Seinnipart gærdagsins þá varð töluvert sjóflóð á Sigló, há sjávarstaða gerði það að verkum að smábátar flutu nánast yfir bryggjur og sjór flæddi um nokkrar götur neðst á eyrinni.

Mér er ekki kunnugt um tjón að völdum þessa, en í gegnum tíðina þá hefur það gerst að sjór hafi flætt á land og oft á tíðum valdið miklu tjóni á íbúðar og atvinnuhúsnæði.

Félagar úr björgunarsveitinni, bæjarstarfsmenn og trillukallar voru að bjarga verðmætum og afstýra frekari tjóni. Svo gerðist það í morgun að snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla og lokaði veginum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sent samgönguyfirvöldum erendi þess efnis að byggðar verði vegsvalir á þeim stað sem þessi snjóflóð eru hvað oftast að falla og eftir því sem ég best veit eru vegsvalirnar komnar á fjárlög.

það skipast skjótt veður í lofti ekki bara í fjármálaheiminum, fyrir nokkrum dögum síðan þá var ég á ferð um Lágheiði til Ólafsfjarðar og veður hið besta svo ákveðið var að skella sér á fyrsta vetrardag skemmtun í Ólafsfirði í kvöld, en því miður þá verður ekkert úr því, verð bara með þeim í huganum og vona að þeir skemmti sér vel sem þar verða.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af vef sksiglo 

2008-10-24_20-24-46_0029_resize

2008-10-24_21-12-13_0040_resize


Stöndum þétt saman

Eftirfarandi ályktun var samþykkt í bæjarráði Fjallabyggðar í gær.

Bæjarráð samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum  23. október 2008.
Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir með forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að lögð verði áhersla á eftirfarandi þætti í samskiptum við ríkisvaldið á næstunni:


Ekki verði gerðar neinar breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í því ástandi sem nú ríkir, tillögum endurskoðunarnefndar frá desember 2007 verði slegið á frest um sinn.
Áfram verði greitt 1.400 m.kr. aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Í ljósi þeirra þrenginga sem steðja að landsmönnum þá vill bæjarráð beina því til forsvarsmanna og íbúa sveitarfélagsins að standa saman að eflingu innviða samfélagsins t.d. með því að versla í heimabyggð og nýta til fulls þá þjónustu sem fyrir er í sveitarfélaginu.


Vilja kaupa SPS

Ég verða að segja að þessi frétt gleður mig mikið, að Vildarvinir Siglufjarðar skuli taka þetta skref er að mínu mati mjög gott og sé ég ekkert nema jákvætt ef að þessu verður.

Það er mikill styrkur fyrir sveitarfélagið að hafa svo öfluga vini eins og raun er um þá athafnamenn sem nefna sig Vildarvinir Siglufjarðar.

En eins og ástandið er í landinu í dag þá gæti þetta orðið erfitt skref að stíga en meðan unnið er í málinu þá er möguleiki. Ég óska þeim sem að þessu standa alls hins besta.


mbl.is Vilja kaupa Sparisjóð Siglufjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband