Leita í fréttum mbl.is

FRAMSÓKN TIL FRAMTÍÐAR

Guðni Ágústson formaður skrifar meðal annars eftirfarandi í 6.tbl fréttabréfs Framsóknar og kemst hann vel að orði eins og svo oft áður.

"Framsóknarflokkurinn er og hefur verið frjálslyndur og umbótasinnaður félagshyggjuflokkur á miðju íslenskra stjórnmála. Við förum ekki fram með offorsi eða fagurgala heldur byggjum okkar stefnu á því að berjast fyrir bættum hag íslensku þjóðarinnar og standa vörð um sjálfstæði hennar og sérkenni. Við framsóknarmenn byggjum á frjálslyndri hugmyndafræði og teljum því farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika. Aðeins þannig og með því að vinna að umbótum og framþróun sem byggist á virðingu fyrir hverju öðru og ólíkum sjónarmiðum hvers annars náum við fram þeim árangri sem þarf að nást.
Ég bið alla góða menn og konur að horfa beint fram á veginn. Framundan er tími uppbyggingar í Framsóknarflokknum. Við eigum flokk sem mun standa fast við sín grunngildi. Atvinna fyrir alla, menntun fyrir alla, heilbrigðisþjónusta fyrir alla, sterkur Íbúðalánasjóður fyrir alla. Ísland í fremstu röð þjóða í lífsgæðum. Við vörðuðum þá leið með sterkum hætti í ríkisstjórn og ætlum okkur að berjast áfram fyrir framförum og árangri almenningi til handa."
Nú þurfa frjálslyndir og umbótasinnaðir að fylkja liði og styðja Framsóknarflokkinn í þeirri miklu vinnu sem framundan er......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 94468

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband