Leita í fréttum mbl.is

KIWANIS

Ég var með fundarefni hjá Kiwanis klúbbnum Skildi í gærkvöldi og var fundarefni Búsetu íbúðir í Siglufirði. Það er skemmst frá því að segja að fundurinn var mjög skemmtilegur og umræður mjög málefnalegar. það er gaman að vera á fundum með Kiwanisfélögum fundarsköp eru góð og maturinn klikkar ekki.

En mér var boðið uppá drykk þegar ég kom og síðan komu "skotin" en það er hluti af þessu öllu saman er Bingi að fara að vinna í Herragarðinum eða ertu með hnífa í bakinu  og svo framvegis þetta er bara gaman og tek ég fullan þátt í slíkum leik.

Nú eins og áður sagði þá eru fundarsköp og meðal annars þá er lesin fundargerð síðast fundar og var augljóst á þeim lestri að mikið hefur verið gaman enda þorrafundur og um sextíu kallar samankomnir og skemmtiatriðin ekki af verri endanum. Nú síðan var kynntur matseðill kvöldsins og eftir það tóku menn til matar síns og var maturinn mjög góður að vanda.

Síðan kom að þætti mínum að flytja mönnum fundarefnið en það var um Búseta réttaíbúðir í Siglufirði. Það er skemmst frá því að segja að það var mjög góður rómur gerður af þessu framtaki mínu og er ég þaklátur fyrir þau viðbrögð sem málefnið fékk. Það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um staðsetningu  íbúðanna og er það vel, en heilt yfir þá var samstaða um þetta verkefni og allir töldu það hafa jákvæð áhrif á samfélagið og er þá tilganginum náð.

Eftir að fundi var slitið af forseta þá settust menn niður og ræddu málin góðar umræður og skemmtilegar sögur, ég verð að segja þeim Kiwanis félögum það til hrós að þeir eru skemmtilegir það verður ekki af þeim tekið, og einnig það starf sem þeir vinna fyrir samfélagið það er þeim til sóma. Takk fyrir mig ágætu félagar.

Nú eftir fund fékk maður heimkeyrslu og það sem eftirlifði kvölds var meðal annars hlustað á EAGLES FARWELL DVD diskinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 94468

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband