8.1.2009 | 16:28
Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar niðurskurður um 50 milljónir
það er með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn með fullu samþykki Samfylkingar er hreinlega að rústa því góða heilbrigðiskerfi sem verið hefur við lýði á Íslandi.
Nú á landsbyggðin að spara í heilbrigðisgeiranum 550 milljónir og þar af á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar að spara um 50 milljónir, hverslags eiginlega er þetta?
Með þessum aðgerðum er verið að skerða þá grunnþjónustu sem er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt.
Framsóknarfélögin í Siglufirði ályktuðu um þetta mál í gærkvöldi og er hún svona
ÁlyktunFramsóknarfélögin í Siglufirði mótmæla harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er hjá Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Einnig eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið hörmuð.
Framsóknarfélögin í Siglufirði furða sig á að Samfylkingin, sem kennir sig við jafnrétti og
félagslegt öryggi, skuli standa að slíkri aðför að okkar góða heilbrigðiskerfi.
Framsóknarfélögin skora á ríkisstjórnina að endurskoða þessi áform og sína í verki samvinnu og samráð við heimaaðila en ekki taka slíkar einhliða ákvarðanir sem hafa mjög neikvæð áhrif á siglfirskt samfélag.
Enn ein aðförin að landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 00:24
Fundur Framsóknarfélaga Siglufjarðar var góður
Fundur var í félögum okkar á Siglufirði og mættu 23 félagar sem er góð mæting. Veitingar að hætti hússins og eins og alltaf alveg hrikalega góðar.
Fundurinn var tvískiptur fórum við fyrst yfir bæjarmálin og að venju voru fjörugar umræður skipts á skoðunum og allur pakkinn.
Svo var komið að umræðu um frambjóðendur til áhrifa innan Framsóknarflokksins, en það er alveg ljóst að við skiptum okkur ekki í fylkingar um frambjóðendur enda voru skiptar skoðanir um það ágæta fólk sem er í framboði til starfanna.
Við göngum hreint og til kosninga og engum bundin það ríkir jú lýðræði og frjáls hugsun hjá okkur í þessum góða félagsskap á Sigló.
Alls hafa Framsóknarfélögin á Siglufirði 12 fulltrúa með atkvæða rétt og eftir því sem næst verður komist mæta þeir allir til þátttöku á flokksþinginu.
Ég ætla að upplýsa það hér að ekki hef ég gert upp hug minn og ástæðan er einföld á fundinum ætla ég að hlusta á frambjóðendur og hvað þeir standa fyrir, ég geri síðan upp hug minn eftir að frambjóðendur hafa selt mér þá hugmynd að kjósa sig frekar en einhvern annan.
þetta verður fjöruggt flokksþing og hlakka ég til að taka þátt í því.
Farsæll fundur í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 02:58
Sóknarfæri og aftur sóknarfæri
Ég rakst á grein eftir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á vísir.is. Ég er ánægður með margt í þeirri grein og það sem mér þykir einna merkast er sú leið sem Össur beitir sér fyrir vegna stofnunar nýrra fyrirtækja og hugmynda að fullnýtingu vöru osfrv.
Ég vil samt nefna það að í dag eru margir frumkvöðlar á mörgum sviðum sem eru að berjast við "reglugerða kerfið" og þau mál þarf að laga, ég nefni sem dæmi fyrirtæki í Ólafsfirði sem er að smíða slökkvi og sjúkrabíla en hann hefur lengi barist við "reglugerða kerfið" en ekki haft árangur sem erfiði. þar getur ráðherra beitt sér meira og þykist ég vita að hann er að skoða þau mál eftir heimsókn í fyrirtækið með bæjarfulltrúum Fjallabyggðar sl haust.
Ég er ánægður með þá leið sem Össur er að skapa með auknu fjármagni inní sprotafyrirtæki og nýsköpun og hvet alla þá sem eru að hugsa á þeim nótum að dusta rykið af gömlu hugmyndinni eða koma nýrri hugmynd í réttan farveg.
það eru til leiðir og eiga þeir sem hafa hugmyndir gamlar eða nýjar að snúa sér til Nýsköpunarmiðstöðvar og leita ráða og aðstoðar.
Ég tala af eigin reynslu þegar ég nefni Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Akureyri en þar er fólk sem er að vinna vinnuna sína mjög vel og er allt af vilja gert til að aðstoða og leiðbeina.
Tekið af www.visir.is
Sókn til nýrra starfa
Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heimskreppu, og bankahrun á heimaslóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli.
Við þurfum að efla atvinnugreinar sem skapa gjaldeyri, ráðast í stórframkvæmdir og aðrar aðgerðir sem skapa störf meðan dýpsta lægðin gengur yfir. Samhliða vinnum við í iðnaðarráðuneytinu hörðum höndum að því að leggja grunn að nýju og fjölbreyttu atvinnulífi í framtíðinni, þar sem náttúra, þekkingarframleiðsla, afþreying og nýsköpun verða sterkar stoðir í atvinnulífi hinnar dreifðu áhættu.
Sprotar morgundagsins
Bætt umhverfi sprotafyrirtækja er í forgangi í iðnaðarráðuneytinu. Það birtist í að þrátt fyrir erfiðan niðurskurð í ríkisfjármálum er fjármagn til að efla sprota morgundagsins aukið umtalsvert. Tækniþróunarsjóður hefur meira fjármagn en nokkru sinni. Hann verður nú opnaður nýjum greinum einsog ferðaþjónustu og sérstakar markáætlanir unnar til að ryðja nýjum sviðum braut. Nýsköpunarsjóður er á mun traustari grunni en áður. Þýðingarmikil hraðbraut í frumkvöðlafræðum á háskólastigi er tekin til starfa. Fjögur öndvegissetur í völdum framtíðargreinum verða sett á laggir á næstu mánuðum. Mestu skiptir þó, að uppúr bankahruninu var Frumtak, sjóður sem mun hafa á fimmta milljarð til að sinna sóknarfjárfestingum í sprotafyrirtækjum, reistur til nýs lífs.
Varðandi sköpun starfa er þýðingarmikið að iðnaðarráðuneytið náði samkomulagi við atvinnuleysistryggingasjóð, sem mun gera sprotunum kleift að ráða til sín þjálfað starfsfólk úr röðum atvinnulausra. Sprotasamtökin telja að þegar við staðfestingu reglugerðar um málið muni fast að 300 manns þannig fá nýtt starf. Séu afleidd störf talin, þá er mat samtakanna að með þessum hætti verði senn til þúsund ný störf. Ég tel að þessi störf geti orðið miklu fleiri strax á þessu ári.
Ótaldir eru þá möguleikar á að skapa fjölmörg störf strax á næstu misserum fyrir skapandi greinar með því að markaðssetja kvikmyndalandið Ísland, bæði á sviði auglýsingagerðar og listrænnar afþreyingar. Hærri endurgreiðslustyrkir, frjálsara regluverk og lagaákvæði sem láta stafræna eftirvinnslu njóta sama stuðnings og sjálfa framleiðsluna gætu skipt sköpum. Svipaða möguleika þarf að kanna varðandi íslenskan tónlistariðnað.
Sóknarfæri í ferðaþjónustu
Ein fljótvirkasta leiðin til að skapa störf og dýrmætan gjaldeyri er að efla ferðaþjónustu. Iðnaðarráðuneytið er nú á fullum skriði við að bæta innviði greinarinnar með auknu fjármagni til markaðssóknar, bættu aðgengi og uppbyggingu ferðamannastaða, eflingu rannsókna og betra skipulagi á markaðsmálum.
Verulegir fjármunir hafa þannig runnið til að styðja efnilega sprota í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sérstök fjárveiting var jafnframt samþykkt til markaðsmála í landshlutunum. Nýlega ákvað svo iðnaðarráðuneytið að veita nýjum fjármunum til að styrkja innviði fjölsóttra ferðamannastaða á næsta ári, og bæta móttöku ferðamanna. Einnig er nýhafið gæðaátak sem er forsenda tekjuaukningar í greininni. Sérstakt rannsóknarsetur fyrir ferðaþjónustu er í undirbúningi í samvinnu við háskólann á Hólum.
Gagnger uppstokkun á markaðsmálum greinarinnar er líka hafin þar sem ný og náin samvinna utanríkis- og iðnaðarráðuneyta verður sóknarfleygurinn. Sérhvert sendiráð á að verða að markaðsstofu fyrir ferðaþjónustuna. Um leið hafa sérstakar fjárveitingar ráðuneytisins til markaðssóknar erlendis fimmfaldast frá 2008 - þrátt fyrir niðurskurð í ríkisfjármálum.
Stórframkvæmdir
Skjótvirk leið til að draga úr tímabundnu atvinnuleysi er arðsamar stórframkvæmdir sem skapa störf fyrir fjölmarga iðnaðarmenn, byggingaverkafólk, verkfræðinga og arkitekta. Undir lok árs tók ég því ákvörðun um að láta staðfesta fjárfestingarsamning vegna allt að 360 þúsund tonna álvers í Helguvík. Hann er forsenda þess að fimm erlendir bankar veiti lán til framkvæmda þar. Þær munu skapa atvinnu fyrir ríflega 2.500 manns á byggingartíma, sem fellur saman við dýpstu efnahagslægðina, og mesta atvinnuleysið. Í fullreistu veri munu 650 manns starfa, og afleidd störf verða ríflega 1000. Ekki verður þörf á virkjun Neðri-Þjórsár vegna Helguvíkur, og framleiðslan rúmast innan Kýótó-sáttmálans.
Landsvirkjun er jafnframt að ljúka samningum um aukna orkusölu frá Búðarhálsi til Straumsvíkur. Hún tryggir endurbætur á álverinu sem hefjast á næsta ári, og skapa störf fyrir 350-400 iðnaðarmenn, verkfræðinga og arkitekta. Öll leyfi liggja fyrir vegna virkjunar Búðarháls. Um hana gildir hins vegar sama og aðrar virkjanir að lánsfjárlínur eru helfrosnar í bili. Sama gildir um fjármagn til að þróa jarðhitasvæði sunnanlands og norðan.
Skapandi lausnir
Við þurfum því skapandi lausnir til að bægja frá fjármagnsskorti svo hægt sé að halda áfram skynsamlegri og umhverfisvænni orkunýtingu. Í þröngri stöðu verður að skoða allar leiðir. Ein er að freista samninga við eigendur jöklabréfa um að leggja fjármagn í arðvæn orkuvirki, sem myndi jafnhliða létta þrýstingi af gengi krónunnar. Önnur er að fela einkamarkaðnum, eða hreinlega eigendum stóriðjuvera, að taka að sér þróun einstakra orkusvæða, svo fremi þau geti sýnt fram á öflun fjármagns. Þetta er kleift í krafti nýrra orkulaga, sem hið framsýna Viðskiptablað kallaði tæran sósíalisma, en tryggir að orkulindir í eigu hins opinbera fara aldrei úr höndum þess þótt fyrirtæki á markaði fái tímabundinn rétt til orkuvinnslu. Þriðja gæti falist í samvinnu opinberra og einkafyrirtækja um öflun orku. Fleiri en eitt umhverfisvænt hátækniver hefur enn áhuga á að reisa starfsstöðvar á Íslandi fáist orka.
Við eigum ekki að láta víl og bölmóð glepja okkur sýn á þau mörgu og öflugu tækifæri sem við eigum til að vinna okkur út úr erfiðleikunum.
Höfundur er iðnaðarráðherra.
4.1.2009 | 15:20
Frábær sambúð eða hvað?
Ég verð að segja eins og er að þessar tvær ríkisstjórnir sem nú eru í landinu eru farnar að pirra mig frekar mikið. Þessar yfirlýsingar ráðherra úr báðum ríkisstjórnum eru að mínu mati orðnar þreyttar og minna á lélegt og lúið samband.
Best væri ef þær báðar segðu af sér og gengið yrði til kosninga ekki seinna en á vordögum.
Komið nóg af þessum leiðindum og gremju köstum útí hvort annað slítið sambandinu áður en það endanlega slítur "fjölskyldunni" í frumeindir..... en ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru "fjölskyldumeðlimir" farnir að lúskra hver á öðrum brjóta og bramla rúður og kinnbein svo eitthvað sé nefnt.
Þið talið um að vera góð hvert við annað en sýnið svo enga tilburði í þá áttina, eða eins og segir í kvæðinu "talar og talar og segir ekki neitt"
ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 14:32
Ríkisstjórnin féll á Borginni
Eitthvað á þessa leið gæti orðið fyrirsögn fjölmiðla í dag, eða hvað? Þeir sem mótmæla núna fyrir utan Hótel Borg óska þess svo sannarleg að ég tel, en líkurnar á að þessi ríkisstjórn sé að falla frá og það vegna nokkurra mótmælenda eru að ég tel hverfandi.
Ég spyr hvers vegna er fólk með klúta fyrir andliti, ætli það sé svo pabbi og mamma sem styðja kannski ríkisstjórnina verði ekki reið og finnst sér misboðið.
Ég er fylgjandi því að kosið verði næsta vor en fram að þeim tíma á mikið eftir að breytast bæði í pólitík og efnahags málum þjóðarinnar.
Ég óska ykkur lesendur allir gleðilegs árs og friðar á komandi ári, mokum okkur saman í gegnum þá skafla sem fyrirsjáanlegir eru árið 2009.
Hafa ruðst inn á Hótel Borg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2008 | 15:10
Íbúðalánasjóður bjargvættur alls
Þetta kemur mér verulega á óvart, Íbúðalánasjóður á að bjarga atvinnulífinu.
Hvernig væri ástandið ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki varið Íbúðalánasjóð með kjafti og klóm fyrir núverandi gjaldþrota einkavæðingarstefnu íhaldsins?
Íbúðalánasjóður til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2008 | 11:03
Jólin koma
Kæru lesendur ég vil óska þér og þínum mína bestu ósk um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.
Öll erum við meðvituð um að komandi ár verður mörgum mjög erfitt og þá skulum við muna að það þarf oft ekki mikið til að rétta systrum okkar og bræðrum hjálparhönd.
Hlúum vel að þeim sem minna mega sín og verum góð hvert við annað, öll þurfum við jú á stuðning einhvern tímann á lífsleiðinni. Gott er að geta veitt öðrum stuðning þegar maður hefur tækifæri til.
18.12.2008 | 10:17
Nýtt landslag
Eftirfarandi grein birtist í Bæjarblaðinu blaði okkar framsóknarfólks í Fjallabyggð.
Set hana hérna fyrir þau ykkur sem áhuga hafa á málefnum okkar í Fjallabyggð þar sem blaðið er eingöngu borið út í Ólafsfirði og Siglufirði.
Nýtt landslag.Lesandi góður.
Ég vil óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Árið sem nú er að enda hefur verið mikið framkvæmdaár hjá sveitarfélaginu Fjallabyggð og bera báðir byggðakjarnar þess augljós merki. Það er margt gott sem hefur verið gert en eins og alltaf er hægt að gera betur og á það jafnt við um okkur sem förum með stjórnun Fjallabyggðar og aðra sem hér búa og starfa.
Öll verðum við vör við breytt landslag í samfélaginu já og í öllum heiminum. Það hafa margir haft á orði að við í sveitarfélaginu Fjallabyggð höfum verið í kreppu undanfarin tíu til fimmtán ár það má kannski segja sem svo.
Af hverju segi ég þetta jú hér hefur ekki verið þensla og uppbygging eins og hefur verið á suðvesturhorni landsins og fyrir austan. Hér hefur störfum fækkað mjög mikið undanfarin ár og fólksfækkun sömuleiðis, þetta er þróun sem ekki hefur gengið að snúa við því miður. En margt hefur verið reynt og hefur verið sótt á ríkið að koma með störf sem svo sannarlega eiga heima hérna t.d. fjölgun starfa hjá Síldarminjasafni Íslands svo dæmi sé nefnt. En því miður hefur verið talað fyrir daufum eyrum ráðmanna.
Hvað er hægt að gera til að snúa vörn í sókn? Ég hef heyrt það nokkuð oft að sveitarfélagið Fjallabyggð sé ekki að gera neitt til að snúa þessari þróun við. Þá spyr maður sig á sveitarfélagið að fara útí fyrirtækja rekstur svarið er alveg ljóst í mínum huga það er NEI?
Hversvegna ætti sveitarfélagið Fjallabyggð að fara að stofna fyrirtæki? Það hefur nóg með að veita þá grunnþjónustu sem því ber skylda til, en í dag erum um 150- 170 stöðugildi hjá sveitarfélaginu.
Sveitarfélagið Fjallabyggð fór af stað með kynningu Fjallabyggð er frumkvöðull með því var verið að vekja athygli fólks á því sem sveitarfélagið Fjallabyggð hefur uppá að bjóða.Sendur var magnpóstur á ungt fjölskyldufólk á suðvestur horni landsins.
Þetta fólk horfir nú til upprunans og spyr hvort ekki sé möguleiki að koma heim?
Eins og ég segi hérna framar þá hefur störfum fækkað mjög mikið á undanförnum árum og lítið komið í staðinn. Ég hef spurt þetta unga fólk hvort það gæti ekki hugsað sér að koma með hugmynd eða fyrirtæki með sér? Jú það er nefnilega svo að nokkrir aðilar hafa og eru að hugsa um það, þetta er það sem okkur vantar í okkar samfélag ungt og framtaksamt fólk fullt af eldmóði og krafti.
Það skal þá ekki standa á þeim sem þetta skrifar að styðja þá sem sýna vilja og áræðni til að skapa hérna eitthvað nýtt og uppbyggilegt fyrir samfélagið.
.
Nýtt landalag hefur skapast í samfélaginu já og á landinu öllu þetta eru mjög erfiðir tímar og eiga margir um sárt að binda. Við sem hér búum verðum að þjappa okkur enn frekar saman og moka okkur í gegnum þennan skafl, við íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar höfum í gegnum árin mokað okkur út úr stórum sköflum áður. En með samstilltu átaki okkar allra sama hvaða pólitískar skoðanir við höfum þá tekst okkur þetta þess er ég full viss.
Nú erum við bæjarfulltrúar allir sem einn að vinna að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009 og fyrri umræða fór fram í Ólafsfirði 9 desember jólafundur bæjarstjórnar.
Það voru ekki fallegar tölur en við skulum hafa í huga að ekki er gert ráð fyrir aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram fjárlögin svo þarna er stór óvissuþáttur.
Í stuttu máli þá lítur þetta svona út við fyrri umræðu.
Skatttekjur 1.076.445.000
Félagsþjónusta -88.461.000
Fræðslu og uppeldismál -499.007.000
Æskulýðs og íþróttamál -175.294.000
Sameiginlegur kostnaður -165.469.000
Hafnarsjóður -36.085.000
Íbúðasjóður -18.564.000
Veitustofnun -50.828.000
Loka niðurstaða er sem sagt sú að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu er með niðurstöðu tölur uppá -95.458.000 .
En eins og áður segir þá á þetta eftir að taka töluverðum breytingu og þá til hins betra, við megum ekki fyllast örvæntingu. En við sem kosin vorum til þess að fara með stjórn sveitarfélagsins verðum að gæta okkar og hlúa sem best að þeim sem minnst mega sín og láta grunnþjónustuna hafa algeran forgang.
Það sést á þeim tölum sem hér eru að nánast helmingur tekna sveitafélagsins fer í rekstur fræðslu og uppeldismála og svo koma íþrótta og æskulýðsmál. Þetta tvennt stendur uppúr í fjárhagsáætlun okkar og hefur reyndar gert undanfarin ár.
Ég ætla að enda þessi skrif mín á ljóði eftir góðan dreng sem við mörg könnumst við en hann hét Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi e hann lést 27. mars síðastliðinn eftir mikla og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Það kom út ljóðabók eftir hann nokkrum dögum eftir andlát hans og nefnist hún Agnarsmá brot.....
HugarhiminnHugur þinn
Er sem himinn
Ýmist heiður og blár
Eða hrannaður skýjum
Hver hugsun er ský.
Sum eru sólbjört og létt
Önnur svargrá og þung.
En skýjafar allt
Er á þínu valdi.
Þú getur eytt öllum
Illviðrisskýjum
Svo heiðríkt verði
Á hugarhimni þínum.
Og þá skín sól
Ekki aðeins á þig
Heldur alla
Í návist þinni.
Minnstu þess ávallt
Að þú einn
Ert þinn veðurguð.
Hermann Einarsson Oddviti B-lista í Fjallabyggð
18.12.2008 | 09:35
Þá er jólagjöfin klár
Hvort ætli sé meiri eftirspurn eftir svefnlyfjum eða stinningarlyfjum?
Skilaboðin skýr minni svefn meira kynlíf, í sambandi við þennan þá datt mér í hug brandari.
Strákur kemur í heimsókn til aldraðs afa síns og þar sem hann situr hjá þeim gamla kemur hjúkkan með lyfjaskammt fyrir gamla. Tvær dýrar svefntöflur og eina Viagra ódýrt stinningarlyf. Strákur er hissa og spyr hjúkkuna hversvegna tvær svefntöflur og eina Viagra. Jú svefntöflurnar svo afi þinn sofi betur og Viagra svo hann detti ekki frammúr.
Ætli Guðlaugur Þór hafi haft hönd í bagga með álagninguna, þarna er hægt að spara fólk á sjúkrahúsum gefa stinningarlyf og minnka eftirlitið...
Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 10:42
Of jólalegt, er hægt að kæra þessi ósköp?
Sá þetta blogg hjá prakkaranum og líkaði mjög vel húmorinn í þessum skrifum.... njótið vel.
Þetta verður að stöðva áður en eitthvað verulega krúttlegt hefst af!
Það er orðið svo Jólalegt hérna á Siglufirði að ég er að hugsa um að hringja á lögregluna. Þetta gengur ekki. Hér eru öll hús skreytt með glitrandi jólaljósum og drifhvít mjöllin svífur niður og leggst á trjágreinarnar merlandi eins og silfur í húminu. Þetta gengur bara ekki lengur. Hvar eru stjórnvöld? Hvejir eru það sem eiga að taka ábyrgð á svona nokkru? Maður er hér búandi í Jólakorti, sem hugsanlega getur verið sent til Kúalalúmpúr og hvað ætla ráðamenn að gera í því? Er stjórnleysið orðið algert í þessu landi? Ætla menn að missa Jólastemmninguna alveg úr böndum eins og allt annað?
Ég ætla að útbúa bréf til umboðsmanns Alþingis og reyna að leita réttar míns.
Hér eru nokkrar lélegar og hreyfðar myndir, sem teknar voru áðan í geðshræringunni.
Hér er torgið að drukkna í Jólasnjó og ljósadýrð.
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested