Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar niðurskurður um 50 milljónir

það er með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn með fullu samþykki Samfylkingar er hreinlega að rústa því góða heilbrigðiskerfi sem verið hefur við lýði á Íslandi.

Nú á landsbyggðin að spara í heilbrigðisgeiranum 550 milljónir og þar af á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar að spara um 50 milljónir, hverslags eiginlega er þetta?

Með þessum aðgerðum er verið að skerða þá grunnþjónustu sem er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt.

Framsóknarfélögin í  Siglufirði ályktuðu um þetta mál í gærkvöldi og er hún svona

Ályktun 

Framsóknarfélögin í Siglufirði mótmæla harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er hjá Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Einnig eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið hörmuð.

 

Framsóknarfélögin í Siglufirði furða sig á að Samfylkingin, sem kennir sig við jafnrétti og

félagslegt öryggi, skuli standa að slíkri aðför að okkar góða heilbrigðiskerfi.

 

Framsóknarfélögin skora á ríkisstjórnina að endurskoða þessi áform og sína í verki samvinnu og samráð við heimaaðila en ekki taka slíkar einhliða ákvarðanir sem hafa mjög neikvæð áhrif á siglfirskt samfélag.

 
mbl.is Enn ein aðförin að landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er mjög snúið fyrir Guðlaug að ætlað stoppa í gatið sem óstjórn og Icesave hafa búið til.

Það sem mér finnst óábyrgt hjá Guðlaugi og hinum í ríkisstjórninni er að neita að skoða hvort hægt sé að auka tekjurnar í samfélaginu með því að auka veiðar.  Ástandið á Siglufirði er að mörgu leyti furðulegt það er ein lítil fiskvinnsla starfandi en þegar ég var að vinna í fiski í Þormóði ramma í den voru 2 stórar fiskvinnslur og nokkuð örugglega hátt í 20 minni fiskvinnslur, fjöldi trilla, báta og nokkrir togarar sem gerðu út. 

Sigurjón Þórðarson, 9.1.2009 kl. 10:43

2 identicon

Til hvers var evrið að grafa göng ef ekki til þess að gefa möguleika á hagræðingu? Einangrun er rofin. Göngin kosta ca7- 9 milljarða með öllu . Voru þetta ekki rökin með göngunum? Bæta samgöngur og þá auka samvinnu við nágrannasveitarfélög. Það verður nú að vera einhver skynsemi i galskapnum

Jon B G Jonsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 94448

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband