16.12.2008 | 19:43
Tak hatt þinn og staf og gakk út
Reynir Traustason er rúin því trausti hversu lítið eða mikið sem það var svo sem. Ef að maður í þessari stöðu segir ekki af sér hver þá?
Er Reynir efni í ráðherra situr og situr, verða næstu mótmæli við DV húsið grímuklædd ungmenni að grýta eggjum í húsið og gera hróp að starfsfólki og ritstjóra, eða verður þar staðsett kona sem stendur og prjónar Reynir í burtu?
![]() |
Reynir biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 13:38
Framhaldsskólinn í Ólafsfirði ÞKG stendur við orð sín.
Flott frétt á visir.is Orð í tíma töluð, nú er bara að halda áfram að hola steininn.
Minna fé í skóla og rannsóknir
Menntamálaráðuneytið á að hagræða um þrjú prósent, eða sem nemur þremur milljörðum króna, samkvæmt sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Rannsóknaframlagi upp á 800-900 milljónir er frestað og gerð þriggja prósenta hagræðingarkrafna á háskóla og framhaldsskóla. Hún á að skila samtals 900 milljónum króna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að sparnaðaraðgerðirnar reyni á þanþol skólakerfisins. Allir gera sér grein fyrir að þetta er áhlaup og verður erfitt alls staðar. Í kreppu er ekkert undanskilið en við reynum að láta þetta verða sársaukaminna fyrir velferðarkerfið og menntakerfið," segir hún.
Háskólar landsins verða með sama rannsóknarfjármagn á næsta ári og á þessu ári því nýjum framlögum er frestað. Við þurfum að þjappa í skólana. Við þurfum að halda skólunum opnum en nú þurfa þeir að sýna fram á að þeir geti þjappað og breytt í sínum rekstri," segir hún.
Þorgerður Katrín segir að haldið verði áfram með nýja skóla, til dæmis í Mosfellsbænum og við utanverðan Eyjafjörð.
Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, stendur vel. Hann á að spara milljarð. Þorgerður Katrín vonast til að geta nýtt eigið fé sjóðsins. Það er eins skiptis aðgerð og því er spurning hvort við blöndum vaxtahækkun saman við en hún skilar sér ekki fyrr en eftir átta til tíu ár. Við þurfum að koma með tillögur sem leysa vandann á næstu tveimur árum." - ghs
16.12.2008 | 10:30
Gott í skóinn
15.12.2008 | 20:22
Mótmæli að mínu skapi
Ég segi nú ekki annað en það að svona á að gera hlutina, enda kona sem hefur lifað tímanna tvenna.
Hún fær ekki minni athygli en þeir klaufar sem ráðast inná lögreglustöð og aðrar byggingar.
Áfram með málefnaleg mótmæli elskum friðinn og kyssum á ???????
![]() |
Mótmælir og stagar í sokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 14:57
Kristján Þór hefur ekki fengið bónorðið
Eftirfarandi er tekið af vef Vísir.is en ég sá ekkert um þetta á mbl.is skil ekki af hverju.
Það er ekki mitt að dæma um það," segir Kristján Þór Júlíusson þegar Vísir spyr hann að því hvort eitthvað sé hæft í því að hann verði ráðherra á næstunni.
Háværar raddir hafa verið um það á síðustu dögum að Árni Mathiesen og Björn Bjarnason yfirgefi ráðherrahóp sjálfstæðismanna á næstu dögum og að Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson komi í þeirra stað. Björn útilokar ekki þann möguleika að hann víki úr ríkisstjórn í færslu sem hann skrifar á vefsíðu sína. Kristján Þór Júlíusson segir þó að enginn hafi boðið sér ráðherrastól enn sem komið er.
Aðspurður segir Kristján að enginn Íslendingur hafi komist hjá því að hlusta á þá umræðu sem hafi átt sér stað um mögulegar breytingar á ríkisstjórninni síðustu daga.
Kristján er alveg að skilja þetta rétt eða hitt þó heldur, er það krafa fólksins í landinu að það verði skipt um ráðherra innan þessarar ríkisstjórnar?
Ég skil umræðuna á þann veg að það eigi að kjósa nýja ríkisstjórn, ótrúleg tregða hjá þeim aðilum sem nú sitja við völd.
15.12.2008 | 01:48
Framhaldsskóli hefjist haustið 2009
Fundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar, haldin í Ólafsfirði 10. desember 2008 beinir þeim eindregnu tilmælum til menntamálaráðherra að kennsla hefjist á framhaldsskólastigi við utanverðan Eyjafjörð strax haustið 2009, enda er það í samræmi við niðurstöðu stýrihóps sem unnið hefur að undirbúningi að stofnun skóla þar.
Áfram verði unni að skólastefnu, námsframboði og kennsluháttum og frumathugun hefjist nú þegar vegna nýrrar skólabyggingar í Ólafsfirði.
Það er skemmtilegt frá því að segja að á þessum fundi var svolítið annað andrúmsloft heldur en fyrir ári síðan, nú eru allir fulltrúar sveitarfélaganna að vinna að sama marki gera þennan skóla að veruleika.
Mér fannst ég skynja mikinn einhug hjá nefndarmönnum um þau málefni sem voru á dagskrá og vonandi skilar það sér í betra samfélagi frá Grenivík í austri til Siglufjarðar í vestri, ég hlakka meira til að starfa á þessum vettvangi en hefur verið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 09:49
Síldarbærinn Siglufjörður varð í gærkvöldi að listabænum Sigló
Í gærkvöldi stóð Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir listagöngu heimsóttar voru átta listastofur og úrvalið af listmunum var með ólíkindum. Ég eins og svo margir aðrir voru nánast orðlausir yfir öllum þeim munum og öllu því fólki sem stundar list sína í ekki stærra samfélagi. Ég held að óhætt er að segja að Síldarbærinn gamli sé að breytast í listabæ.
Ég vil nota tækifærið og færa þessu fólki mínar bestu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur og hvet þau til að halda áfram á sömu braut, og ekki má gleyma þætti Ferðafélags Siglufjarðar sem stóð fyrir þessu öllu hafið bestu þakkir öll. Nánar má sjá um þetta á vef sksiglo.is
Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir listagöngu í gærkvöld þar sem heimsóttar voru vinnustofur listamanna á Siglufirði. Rétt innan við hundrað manns tóku þátt í göngunni að listamönnunum meðtöldum og skemmtu sér hið besta.
Gangan hófst við jólatréð á torginu en þaðan var haldið í Gallerí Sigló, Iðjuna og Sjálfsbjargarhúsið. Síðan í vinnustofu Fríðu og í Kvennasmiðjunna sem staðsett er í Pólar. Þaðan lá leiðin í Herhúsið til ljósmyndaranna Kevin Cooley og Bridget Batch og í endann var svo litið inn hjá Abbý og Bergþóri Mortens. Fólk hafði orð á því hve listaflóran er fjölbreytt hér á Siglufirði og hve fjölmennur hópur fólks stundar listsköpun.
5.12.2008 | 14:03
Seðlabankinn þar sem sandkassaleikur er aðalmálið
Eins og margoft hefur komið fram hjá svo "kölluðum ráðmönnum" þjóðarinnar þá þarf þjóðin að snúa bökum saman.
Það er alveg með ólíkindum að verða vitni að þessari sápuóperu sem ennþá viðgengst á milli svo "kallaðra ráðamanna".
Það hefur margoft komið fram að sveitarstjórnarfólk hefur snúið bökum saman og lagt til hliðar pólitískar erjur meðan verið er að vinna að lausn á þeim misjöfnu aðstæðum sem sveitarfélögin búa við.
Það er krafa okkar atkvæða þessa lands að svo "kallaðir ráðmenn" sýni vilja í verki og hafi hagsmuni þjóðarinnar (atkvæða) sinna að leiðarljósi og hætti í sandkassaleik.
![]() |
Eitthvað rotið í Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 11:11
Framhaldsskóli í Mosfellsbæ
Ég samgleðst þeim í Mosfellsbæ að loks sjái fyrir endann á því að framhaldsskóli komist á laggirnar.
Þetta er vonandi það sem koma skal víða og nefni ég þá framhaldsskóla í Fjallabyggð, en við bíðum ennþá eftir undirskrift ráðherra.
Uppbygging í menntamálum er afamikilvæg á þeim tímum sem við lifum á núna og hefur það sýnt sig þar sem "kreppur" hafa skollið á, ekki þarf nema að skoða þá aukningu sem er í ásókn í framhalds og háskóla.
Næsta frétt ætti að vera á þessa leið.
Menntamálaráðherra skrifar undir samkomulag við Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjarfjörð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði.
![]() |
Framhaldsskóli í Brúarlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 20:56
Davíð segir, Ingibjörg segir og Geir hann bara þegir
Ég man eftir sápu sem hét Dallas og á þennan sjónvarpsþátt horfði meirihluti þjóðarinnar. þarna voru persónur sem voru góðar, vondar, og allt þar á milli.
Pamela var flottust JR var drullusokkur Bobby var vorkunn og svona mætti lengi telja, mér finnst það sjónarspil eða á ég kannski að segja sú sápa sem okkur er boðin í dag vera eitthvað í þessa áttina.
En ég vona nú að þessu fari að ljúka Dallas gekk í mörg mörg ár það sama gerist vonandi ekki með þá sápu sem okkur er boðið uppá á klakanum skítkalda og skítblanka.
Má ég þá biðja um sjónvarpslaus fimmtudagskvöld, sparnaður fyrir skattborgara og kærkomin hvíld frá þessari þreyttu sápu sem dynur á landanum þessa daganna og því miður sér ekki fyrir enda á.
![]() |
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94774
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Birkir Jón Jónsson
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
-
Heiðar Lind Hansson
-
Ketilás
-
Sigurður Árnason
-
Vefritid
-
maddaman
-
Einar Björn Bjarnason
-
FUF í Reykjavík
-
Gestur Guðjónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Rauða Ljónið
-
Samband ungra framsóknarmanna
-
Sigurjón Norberg Kjærnested