Leita í fréttum mbl.is

Fundur Framsóknarfélaga Siglufjarðar var góður

Fundur var í félögum okkar á Siglufirði og mættu 23 félagar sem er góð mæting. Veitingar að hætti hússins og eins og alltaf alveg hrikalega góðar.

Fundurinn var tvískiptur fórum við fyrst yfir bæjarmálin og að venju voru fjörugar umræður skipts á skoðunum og allur pakkinn.

Svo var komið að umræðu um frambjóðendur til áhrifa innan Framsóknarflokksins, en það er alveg ljóst að við skiptum okkur ekki í fylkingar um frambjóðendur enda voru skiptar skoðanir um það ágæta fólk sem er í framboði til starfanna.

Við göngum hreint og til kosninga og engum bundin það ríkir jú lýðræði og frjáls hugsun hjá okkur í þessum góða félagsskap á Sigló.

Alls hafa Framsóknarfélögin á Siglufirði 12 fulltrúa með atkvæða rétt og eftir því sem næst verður komist mæta þeir allir til þátttöku á flokksþinginu.

Ég ætla að upplýsa það hér að ekki hef ég gert upp hug minn og ástæðan er einföld á fundinum ætla ég að hlusta á frambjóðendur og hvað þeir standa fyrir, ég geri síðan upp hug minn eftir að frambjóðendur hafa selt mér þá hugmynd að kjósa sig frekar en einhvern annan.

þetta verður fjöruggt flokksþing og hlakka ég til að taka þátt í því.


mbl.is Farsæll fundur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hermann hvern á að kjósa ?

Ég hef ekki gert upp hug minn

Sjáumst á flokksþinginu

leedsari (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Hermann Einarsson

Sæll og bless.

ég hef ekki gert upp hug minn eins og ég segi þá er gott að hlusta á alla frambjóðendur og taka síðan afstöðu :-)

sjáumst hressir

Hermann Einarsson, 8.1.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Ég mæli með því að þú kjósir Birki Jón sem varaformann. Ég hef heyrt góða hluti um þann ágæta mann.

Stefán Bogi Sveinsson, 8.1.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 94446

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband