29.1.2009 | 16:49
Hinsegin tímar,,,,
það er með ólíkindum hvernig fréttaflutningur er orðin ekki bara í útlandinu heldur líka á klakanum kalda. Nú er það svo að margir frétta og blaðamenn eru að velta fyrir sér kynhneigð fólks eins og það sé mál málana.
Í framhaldi af þessum fréttaflutningi þá fer maður ósjálfrátt að hugsa sem svo já skyldi fólk sem er samkynhneigt hugsa eða hafa aðrar áherslur en þeir sem gagnkynhneigðir eru?
Og hvað svo, eins og þetta skipti einhverju máli ég held ekki það er nú einu sinni svo að landið og heimurinn allur er í ólgusjó og mikilli óvissu svo að kynhneigð fólks kemur lausn þeirra mála ekkert við að mínu mati.
Ekki frekar en að forseti Bandaríkjanna er svartur.
Rakst á þetta í DV í dag.... alveg merkileg grein að mínu mati.
Samkynhneigða byltingin Fimmtudagur 29. janúar 2009 kl 16:26Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)Nokkuð hefur verið gert með það að Jóhanna Sigurðardóttir, sem að öllu óbreyttu verður næsti forsætisráðherra Íslands, er samkynhneigð. Aðalfréttin í því er sú staðreynd að Jóhanna verður að öllum líkindum fyrst samkynhneigðra á heimsvísu til að fara fyrir ríkisstjórn.RÚV er á meðal þeirra sem gert hafa þetta að umtalsefni, þar á meðal í kvöldfréttum sínum í fyrrakvöld. Fréttina gerði fréttamaðurinn Guðfinnur Sigurvinsson sem er samkynhneigður. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef Guðfinnur hefði ekki vitnað í stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson. Eins og margir væntanlega vita er hann einnig samkynhneigður.Óhætt er að segja að eitt af því sem öðru fremur varð til þess að ný ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur er í burðarliðnum séu mótmælin á Austurvelli alla laugardaga síðustu mánuði. Stjórnandi þeirra er samkynhneigði tónlistarmaðurinn, Hörður Torfason. Á hinn bóginn má svo geta þess að einn helsti talsmaður kapítalisma og einkavæðingar hér á landi er Hannes nokkur Gissurarson.29.1.2009 | 13:19
Sveitarfélagið og hagsmunaaðilar moka þjóðvegi landsins á sinn kostnað
Er þetta ekki orðið dapur ástand þegar Vegagerðin getur ekki orðið mokað vegi landsins? Það standa yfir miklar framkvæmdir við borun Héðinsfjarðarganga og var það öllum ljóst þegar þetta var boðið út að verktakar þyrftu að hafa greiðan aðgang milli borunarstaðar (bæjarkjarna).
Nú er ekkert verið að skammast eða agnúast við því að moka og halda opnu með ærnum tilkostnaði eða ef allt færi á kaf í snjó það skilur maður svo sem.
En aðstæður undanfarið hafa nú verðið þannig að ekki hefur snjóþyngsli verið að sliga þetta svæði. Stærstu mistökin voru þau að ekki var gengið frá því að setja Lágheiðina á annað þjónustustig og fyrir vikið þá búa verktakar og sveitastjórn í sameinuðu sveitarfélagi uppi með það að borga snjómokstur sjálf takk fyrir.
Tekið af vef Fjallabyggðar
Lágheiði opnuð á kostnað hagsmunaaðila
Fjallabyggð hefur í samstarfi við aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu látið moka Lágheiðina. Lágheiðin er því opin og munu starfsmenn sveitarfélagsins og aðrir hagsmunaðilar því stytta akstur sinn á milli byggðalaga til muna.
Þess má geta að vegalengd milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar yfir Lágheiði er 62 km. Að öðrum kosti þarf að fara öxnadalinn og eru það 232 km og munar því 170 km.
28.1.2009 | 10:34
Þjónustuhöfn í Siglufirði
Á bæjarstjórnafundi 26. janúar var meðal annars samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2009.
Niðurstaða B hluta er neikvæður um 137. mkr en A hluti sýnir jákvæða niðurstöðu um 27 mkr.
Heildartekjur A og B hluta eru 1.604 milljónir kr. og þar af eru skatttekjur og framlag Jöfnunarsjóðs 1.144 milljónir kr. eða sem nemur 71,2%. Skatttekjur og framlag Jöfnunarsjóðs hækka um 11 mkr. frá árinu 2008 m.v. endurskoðaða áætlun eða um 1%.
Heildarútgjöld bæjarsjóðs eru 1.559 mkr. án fjármagnsliða. Þar af er launakostnaður 856 mkr. eða 55%. Fjármagnsgjöld eru hærri en fjármunatekjur sem nemur 156 mkr. og er rekstrarniðurstaða neikvæð að fjárhæð 110 mkr. samanborið við 178 mkr. samkvæmt endurskoðaðri áætlun 2008.
Fjárfestingar ársins nema 118 mkr. og reiknað er með að selja eignir fyrir 9 mkr.
Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti er gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 184 mkr. eða sem nemur 11,5%. Er hér um að ræða hækkun um 0,9 mkr. miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun 2008.
Bregðast verður við hallarekstri með einhverju móti á ákveðið hefur verið að fá ráðgjafafyrirtæki til þess að taka út rekstur þjónustumiðstöðva og skóla í Fjallabyggð, það þarf að fara vel yfir alla þætti og þegar tengingin er komin þá næst fram hagræðing á ýmsum sviðum þess er ég fullviss.
Einnig það að athuga möguleika á frekari tekjum fyrir hafnirnar og er þetta eitt skref í þá áttina.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 9 atkvæðum.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á stjórnvöld að skoða vel og kynna allar ákjósanlegar staðsetningar þjónustuhafna fyrir væntanlegar olíurannsóknir og olíuleit.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar bendir á frábærar aðstæður á Siglufirði. Á Siglufirði eru náttúrulegar og landfræðilegar hafnaraðstæður afar hagstæðar með góðum stækkunarmöguleikum. Í Fjallabyggð er þegar sú þjónusta sem þarf til, flugbraut fyrir innanlandsflug og stutt er í alþjóðaflugvöllinn á Akureyri. Það eitt og sér hlýtur að skipta miklu máli við val á þjónustuhöfnum. Bæjarstjórn Fjallabyggðar ítrekar því þá afstöðu sína að ekki verði rasað um ráð fram við ákvörðun sem þessa og hagkvæmur kostur eins og Siglufjörður verði skoðaður vandlega áður en farið er út í dýrar framkvæmdir annars staðar.
Afgreiðsla 17. fundar staðfest á 34. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
25.1.2009 | 14:36
Dampur / stampur
Þá eru stoðir þessara tveggja ríkisstjórna að bresta, ráðherra viðskipta sagði af sér. Með þessu leik sínum er hann að koma hvítþveginn til baráttu í kosningaslaginn.
Mér þykir mjög athyglisvert að strákurinn skuli gera það með þessum hætti. Að hans sögn þá tók hann þessa ákvörðun í gærkvöldi einn og óstuddur, það er bara svona ætli hann hafi verið að horfa á Spaugstofuna og búinn að fá sér einn kaldann og hugsað sem svo "þetta er búið" kosningar á næstunni og ég ætla í framboð???
Að forsvarsmenn ríkisstjórnanna tveggja komi svo nánast af fjölum(leikhússins) er alveg ótrúlegt, strákurinn stóð sig vel hann á mikla framtíð í pólitík segir Geir ja hérna hér Geir þú kemur endalaust á óvart verð ég að segja.
Dýralæknirinn er límdur við fjármálastólinn það er ekkert farasnið á honum, búið er að stilla íhaldinu upp við vegg hvað ætlar það að verja Seðlabankastjóra lengi?
Vinnubrögð þessara tveggja ríkisstjórna eru fyrir neðan allar hellur hásetar og nú síðast stýrimenn eru ekki að gefa skipstjórunum frið til að vinna í sínum veikindum nei þeir níðast á þeim sem aldrei fyrr.
Það er skítalykt í loftinu og meinlegir skuggar á ferð, fólkið er að drukkna og björgunarbátarnir eru ekki settir fyrir borð því skipstjórarnir á Klaka skútunni geta ekki gert upp sín á milli hvort setja á fyrst út á stjórnborða eða bakborða og stýrimenn stokknir fyrir borð og stór hluti háseta einnig.
Farþegarnir hafa gert uppreisn og Klaka skútan er stjórnlaus hún hoppar og skoppar á öldutoppum úthafsins og stefnir hraðbyr niður og allir með.
Geir: Má ekki missa dampinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 13:01
Ekki rétt að mynda þjóðstjórn???
Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju Geir H Haarde hafi ekki viljað mynda þjóðstjórn eftir að allt hrundi. Meira að segja Davíð Oddsson lagði það til, en nei forystumenn núverandi stjórnarflokka sáu ekki ástæðu til.
Geir heldur því fram að ennþá séu núverandi flokkar best til þess fallnir jafnvel meðan aðilar innan þessara tveggja ríkisstjórna tali út og suður og níði skóinn hvert af öðru.
Þetta er líklega fólkið sem er best til þess fallið, það er í björgunarleiðangri og ekki má trufla þær aðgerðir.
Varaformaður Samfylkingar sem virðist nú vera orðinn einangraður í eigin flokki talar um að ekkert traust sé á milli þessar flokka og þar fram eftir götunum. Ja hérna hér ég skrifa ekki meir.....
Tekið af www.visir.is
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að mynda þrátt fyrir veikindi sín og formanns Samfylkingarinnar.
Geir sagði í þættinum Vikulokin í morgun engan annan kost betri en núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Hvort sem um væri að ræða minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með hlutleysi Framsóknarflokks, utanþingsstjórn eða þjóðstjórn.
Svo er þessi frétt á mbl núna áðan,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Það sem hefur gerst á Íslandi er í raun ekki stjórnmálakreppa," hefur Reutersfréttastofan eftir Chris Turner, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu ING.
Hann segir, að fjármálamarkaður horfi einkum á þá hættu, sem talin er vera á lánveitingum til Íslands og bati sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að íslenskum efnahagsmálum.
Reutersfréttastofan segir, að engin alþjóðleg viðskipti hafi verið með íslensku krónuna frá því á miðvikudag þótt gengi gjaldmiðilsins hafi styrkst nokkuð á millibankamarkaði á Íslandi. Himinn og haf sé á milli gengis krónunnar á íslenskum markaði, þar sem 160 krónur fást fyrir evru, og á alþjóðlegum markaði sem greiða þarf 210-215 krónur fyrir evruna.
Fram kemur að fjárfestar séu afar tortryggnir í garð íslenskra stofnana eftir bankahrunið, sem varð í október en margar fjármálastofnanir hafa tapað miklu fé á falli bankanna. Þetta leiðir til þess, að lítil sem engin alþjóðleg viðskipti eru með krónuna.
Afar fáir bankar vilja taka lánaáhættu gagnvart íslenskum bönkum eins og stendur," segir Turner. Þetta kemur í veg fyrir að krónumarkaður myndist utan Íslands.
Alþjóðleg matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verulega á síðasta ári. Haft er eftir Michael Ganske, sérfræðingi hjá Commerzbank, að veikindi íslenska forsætisráðherrans og nýjar kosningar bæti ekki úr skák. Og þótt ekki sé hægt að segja að íslenska ríkisstjórnin hafi verið sérlega farsæl muni þessir atburðir enn auka á óstöðugleikann.
Kenneth Orchard, sérfræðingur hjá matsfyrirtækinu Moody´s, segir að fylgst verði grannt með stöðu mála á Íslandi næstu mánuðina. Nauðsynlegt sé að þar komist á stöðugleiki þannig að stjórnvöld geti slakað á þeim höftum, sem sett hafi verið á gjaldeyrisviðskipti og peningamál.
Moody's segir, að fyrirtækið myndi líta á tilraunir Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið jákvæðum augum en stjórnmálaþróunin á Íslandi væri þó minna áhyggjuefni.
23.1.2009 | 16:18
Leysir af / tekur á móti
Það er misjafnt hlutverk varaformanna stjórnarflokkana meðan Þorgerður Katrín leysir formanninn af þá er Ágúst Ólafur í bílstjórahlutverki hjá Samfylkingunni sér um að sækja formanninn í Leifsstöð.
Þarna er tvennu ólíku að jafna íhaldið notar varformann til þess að leysa af eins og varamenn gera jafnt í íþróttum og öðru en í flokknum sem kennir sig við jöfnuð þá er varaformaðurinn ja hvar er hann?
Ekki nothæfur til vara ekki nothæfur til ráðherra hvert er þá hans hlutverk?
Sá þetta á www.visir.is
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er nú á leið til Keflavíkur til þess að taka á móti formanni sínum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem verið hefur í læknismeðferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi undanfarið, mun lenda á Leifsstöð klukkan fjögur í dag.
Þorgerður leysir Geir af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 00:10
Lengi getur vont versnað
Ég verð að segja að mér stendur ekki á sama varðandi þróun mótmæla og einnig viðbrögð lögreglu. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta endi með líkamstjóni eða einhverju verra, það er rafmagnað loftið reiði og biturð er að brjótast út í miklum mæli.
Uppákoma eins og í dag þar sem að mér sýnist lögregla hafi farið á taugum veit ekki á gott, við skulum ekki gleyma því að lögregluþjónn er líka mennskur og er að sinna vinnu sinni.
Hann getur misst stjórn á sér alveg eins og þeir sem mótmæla og þá er fjandinn laus óeirðir er ekki það sem þjóin þarf á að halda þessa stundina.
Við getum mótmælt með því að sýna samstöðu af hverju ekki að mæta saman fjölskyldufólk, eldri borgarar, námsmenn öryrkjar og allir þeim sem vettlingi geta valdið. Af hverju gat allur þessi hópur fólks mætt á úti tónleika á Menningarnótt?
Ég skora á fólk að leggja niður vinnu fara úr skólunum og safnast saman á Austurvöll og sýna samstöðu, tugi þúsunda saman á svo táknrænan hátt virka betur en eggja og málningarkast í hús að mínu mati.
Og svona að lokum fyrir ríkisstjórnina
Að gera meira af því sem er ekki að ganga, fær hlutina ekki til að ganga betur
Charles J. GivensMótmæli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 00:45
Beðið eftir stórslysi eða dauðaslysi?
Ég hef spurt mig af því að undanförnu hvort að virkilega þurfi stórslys eða dauðaslys til þess að gerðar verði úrbætur á veginum á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar?
Það hafa fallið nokkuð mörg snjóflóð á þennan veg að undanförnu og í gegnum tíðina, eða 35 frá 2006 já 35.
Nú ber svo við að oftar en ekki er þetta að gerast á sama stað þ.e.a.s við Sauðanes. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur ítrekað óskað eftir við samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir byggingu vegsvala á þessu kafla.
Það á bara eftir að aukast umferðin um þennan veg með tilkomu Héðinsfjarðaganga og framhaldsskóla í Ólafsfirði, en fyrir þau ykkar sem ekki vita, að með tilkomu Héðinsfjarðaganga þá opnast hringleið um Tröllaskaga sem er opin allt árið.
sjá mynd af Tröllaskaga.
En því miður er talað fyrir daufum eyrum, þess vegna spyr ég þarf virkilega að verða stórslys eða þaðan af verra áður en úrbætur verða?
Tekið að vef www.ruv.is
Ólafsfjarðarvegur slysagildra
Ólafsfjarðarvegur er slysagildra vegna tíðra snjóflóða. Lögregluvarðstjórinn á Dalvík segir að grípa verði til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, en stórt snjóflóð féll á veginn um helgina.
Um er ræða um eins kílómetra kafla Dalvíkurmegin á Ólafsfjarðarvegi, en tíð snjóflóð á vegkaflanum síðustu misseri hafa verið bundin við nokkur gil við Sauðanes. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skráð 35 snjóflóð á þessu svæði frá því í mars árið 2006, sem öll féllu á veginn. Það sem af er vetri eru flóðin orðin á annan tug talsins.
Felix Jósafatsson, lögregluvarðstjóri á Dalvík, segir snjóflóðin að jafnaði 10-15 talsins á vetri og þau séu mörg hver í stærra lagi. Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af öryggi vegfarenda á svæðinu.
12.1.2009 | 12:57
Skipum starfshópa og nefndir út í eitt
Eru ekki í dag starfandi stofnanir og nefndir á vegum hins opinbera sem fara með þessi mál. Er þetta kannski ein aðgerðin gegn atvinnuleysi stofna starfshópa og nefndir.
Nú er það fullyrt í mín eyru að ómenntað starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar (sem er búin að skera niður rekstur um 50 milljónir) hafi vereið bent á þá leið að leita til verkalýðsfélags síns og fá bætur á móti skertri vinnu. Er þetta lausn að skrá sig á atvinnuleysisbætur og fá borgað frá ríkinu en ekki að halda áfram vinnu sinni og fá launin sín þar í gegn.
Er þetta stefnan sem ríkisstjórnirnar tvær reka í landinu önnur sem kennir sig við jafnrétti og hin sem kennir sig við frjálsræði. Ljóst er á þeim aðgerðum sem viðhöfð hafa verið undanfarið gegn sjúklingum og þeim sem minna mega sín eru fyrir neðan allar hellur. Halda grunnstoðum samfélagsins gangandi= setjum liðið á atvinnuleysisbætur, nei þetta er ekki að virka og hefur reyndar verið varað við af fjölmörgum fræðimönnum ætlum við ekki að læra af frændum okkar í Finnlandi og öllum þeim misstökum sem þar voru gerð í kreppunni miklu?
Spyr sá er ekki veit.......
tekið af vef Eining Iðja...
-aukin úrræði til að sporna gegn atvinnuleysi |
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem atvinnuleitendur geta tekið þátt í samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur, svo sem þátttöku í sérstökum átaksverkefnum, frumkvöðlastörfum og sjálfboðaliðastörfum. Enn fremur fjallar reglugerðin um búferlastyrki, atvinnutengda endurhæfingu og fleira. Ráðherra hefur einnig sett reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði. Reglugerðirnar eru settar með stoð í lögum um atvinnuleysistryggingar. Meginmarkmið vinnumarkaðsúrræða eins og þeirra sem kveðið er á um í reglugerðunum er að sporna gegn atvinnuleysi, auðvelda fólki í atvinnuleit að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa fólki leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á nýjan leik.
Og meira Starfsþjálfun, reynsluráðning, átaksverkefni og frumkvöðlastörf Í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um heimildir fyrirtækja og stofnana til að ráða tímabundið til sín atvinnuleitendur sem fá greiddar atvinnuleysisbætur þannig að bæturnar fylgi viðkomandi inn í fyrirtækið en atvinnurekandinn greiði það sem upp á vantar svo hann njóti sambærilegra launakjara og aðrir sem starfa hjá hlutaðeigandi atvinnurekanda. Vinnumálastofnun greiðir jafnframt mótframlag í lífeyrissjóð. Ráðningar sem þessar þurfa að byggjast á samningi Vinnumálastofnunar við viðkomandi atvinnuleitanda og atvinnurekanda. Heimildir til tímabundinna ráðninga af þessu tagi ná til starfsþjálfunar og ráðningar til reynslu, sérstakra átaksverkefna sem fela í sér tímabundin verkefni umfram venjuleg umsvif og til frumkvöðlastarfa þar sem einstaklingur er ráðinn til að þróa nýja viðskiptahugmynd. Vinnumálastofnun er einnig heimilt að semja beint við atvinnuleitendur um að þeir vinni að þróun eigin viðskiptahugmyndar í tiltekinn tíma án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Þegar atvinnuleitendur eru ráðnir til frumkvöðlastarfa er skilyrði að Nýsköpunarmiðstöð Íslands votti um nýsköpunarvægi verkefnisins og fylgist með framgangi þess. |
Starfshópur skipaður vegna aukins atvinnuleysis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 13:13
Áfram er ályktað en dugar það til?
Við í bæjarráði lögðum fram ályktun á bæjarráðsfundi í gær, en það er fyrsti fundur á nýju ári. Það er hörmulegt að byrja árið með slíkum aðgerðum sem boðaðar hafa verið af ráðherra heilbrigðis og heilsu niðurskurður sama hvaða afleiðingar hann hefur.
Það er einnig áhugavert þessi sameining sem sami ráðherra er að boða, og ætla að reyna að telja okkur fólkinu á landsbyggðinni trú um bætta þjónustu og aukið öryggi. Mikil er "fáviska" ráðherra svo ekki sé meira sagt.
Nei boðaður er niðurskurður sama hvað rausar og tautar og fólk á bara að láta þetta yfir sig ganga. Sjálfstæðisflokkurinn er að rústa ekki bara heilbrigðiskerfinu heldur er þessi stefna þeirra að rústa landinu og þegnu sínum. Það er nöturlegt að horfa uppá forgangsröðun hjá Sjálfstæðisflokknum það á að halda áfram með byggingu tónlista og ráðstefnu hús sem einkaaðili "skeit á sig " með og ráðherra skuldbatt ríkissjóð um rúmar 800 milljónir á ári næstu 35 árin til reksturs þessa frábæra og afar nauðsynlega verkefnis, eða hitt þó heldur.
Það er ekki oft sem ég er sammála þingmanninum Pétri Blöndal en ég tek undir hans orð þegar hann talar um það að láta tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina standa í þeirri mynd sem mynnisvarða um þá óráðsíu sem var hér í gangi. Þarna er gott útsýni og gæti verið áhugaverður ferðamannstaður.
Enn er ályktað í Fjallabyggð um aðgerðir heilbrigðis og heilsumála ráðherra og fylgir hún hér með.
Tekið af vef Fjallabyggðar
Ályktun frá bæjarráði
Ályktun frá 119. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar 8. janúar 2009 um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir vanþóknun sinni á þeim niðurskurði sem yfirvöld hafa boðað á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þær einhliða skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt og óskar eftir viðræðum sem fyrst vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested