Leita í fréttum mbl.is

Þú ert gott dæmi um þá Inflúensu sem er að ganga

Nú er svo komið fyrir mér að ég hef verið frekar slappur eða öllu heldur mjög slappur síðan sl föstudag. Ég lét mig nú hafa það að fara á Þorrablótið eins og sést á blogginu mínu en ég var nú bara á matnum og skemmtiatriðum.

Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að vera laus við veikindi eða meiðsli svo heitið getið frekar heilsuhraustur og er ég þakklátur fyrir það.

En nú er svo komið að ég hef verið nánast meðvitundarlaus frá því á sunnudag og í gær, sofið í fjórtán tíma samfellt og svei mér þá ef ég sá ekki ljósið síðastliðna nótt. En í dag var ákveðið að heimsækja Doktorinn þar sem ástandið á kallinum er ekkert sérstakt.

Og viti menn ég er ekki dauðvona sem betur fer, en ég er svona gott dæmi um sjúkling með INFLÚENSU sem er að ganga núna.

Og haldið þið að Doktorinn taldi mig ekki á það að ég ánafnaði sýktu blóði og horsýni til þeirra á Heilbrigðisstofnunni til frekari rannsóknar og skráningar.

Já ég hef ákveðið að fórna mér fyrir tæknina og vísindin og verð meðhöndlaður sem tilrauna dýr í fyrramálið, spennandi dagur á morgun eða þannig.

Ég ætla nú bara að viðurkenna það hér á prenti að ég er ekki sá hugaðasti þegar kemur að nálum og spítölum bara svona almennt. Fór einu sinni í sprautu útaf öxlinni, þessu gleymi ég ekki meðan ég lifi.

Ég kem inná stofuna og klæði mig úr að ofan svo sit ég sallarólegur á bekknum en sé svo hvar Doktorinn er að sjúga vökvann upp í þessa svaka sprautu, það næsta sem ég man eftir er að Doktorinn er að hrista mig og ég í huganum er að syngja lagið "ég held ég gangi heim held ég gangi heim" Doktornum var ekki síður brugðið en mér. Ég skammaðist mín ekkert smá og get stunið upp "svei mér þá ef ég blundaði ekki bara smá."

Þá kom þetta gullkorn frá Doktornum "eftir því sem menn eru meiri karlmenni þá líður fyrr yfir þá þegar þeir sjá sprautur." Þetta voru mikil huggunar orð og ég trúði þeim þá og geri enn.

Mér var mikið létt og var svo sprautaður og leið ekki yfir mig þá, en þetta var í hádeginu og þegar ég kom heim þá spurði konan mín hvað væri að ég væri svo hvítur, sagði henni að ég væri bara eitthvað slappur og lagði mig í smá stund.

Ég sagði ekki frá þessu fyrr en mörgum árum seinna að það hafi liðið yfir mig áður en sprautan var komin nálægt mér, en í dag er þetta öðruvísi ekkert liðið yfir mig þó blóðprufa hafi verið tekin. Þetta segir mér tvennt annað hvort er karlmennskan að minnka eða ég er að venjast þessu öllu saman.

Ég ætla að ná þessari flensu úr mér sem fyrst hef ekki tíma í svona leiðindi, fyrir utan það hvað ég verð leiðinlegur og pirraður og bitnar það þá á þeim sem síst eiga það skilið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðinlegur og pirraður?

Þú hlýtur þá að vera búinn að vera veikur lengi kallinn minn

Annars bið ég bara að heilsa þér og endilega

haltu áfram að skrifa um það sem er að ské fyrir norðan    Kv.Leifi

Leifi (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:41

2 identicon

Sæll Hemmi

Þú ert nú meiri ......... ekki hissa að það hafi tekið þig mörg ár að viðurkenna þetta með yfirliðið ha,ha.ha

Annars bara gaman að lesa bloggið þitt kæri félagi, haltu áfram ótrauður og reyndu að hrista af þér þessa flensu.  Hafragrautur og lýsi á morgnana og þú veikist aldrei, verður að fara venja þig af Coca puffsinu.

kveðja

BG

Birgir G (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband