Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg jarðaför....

Ég ætla að gerast mjög persónulegur í dag og segja frá jarðarför sem ég var viðstaddur í gær, það var verið að jarða háaldraða konu hér í bæ og hef ég þekkt hana frá því ég var krakki eins og svo ofboðslega margir á mínu reki og yngir já eins og allflestir bæjarbúar.

Þegar við krakkarnir vorum að renna okkur á kvöldin á skíðum þá renndum við okkur fram hjá húsinu hennar og yfir túnið og niður að götu en þar var stoppað.

það voru farnar nokkrar ferðir um kvöldið og var þjappað upp og rennt sér niður en það var engin lyfta á svæðinu en það gerði bara ekkert til. Meðan þjappað var upp brekkuna þá var spjallað um heima og geyma.

En aftur að gömlu konunni hún átti það til að koma út spjalla við okkur og alltaf að gauka að okkur einhverjum sætindum oftast kandís, en svo kom fyrir að það var gefið Mackintosh en sonur hennar var þá á togurum og þegar komið var úr siglingu þá færði hann móður sinni allskyns góðgæti og fengum við krakkarnir að njóta þess, reyndar eins og svo margir aðrir í kringum hana, en hann segir einmitt svo skemmtilega frá einu atriði í minningargrein um móður sína í gær.

En hún var alltaf að gefa af sér hvort heldur var í orði eða ávaxtadósum eða öðru góðgæti. Eins og ég sagði hér að framan þá var þetta einstaklega falleg og skemmtileg jarðarför og var einmitt í hennar anda léttleiki og hlýja og þegar presturinn las minningarorðin um hana þá var eins og hún væri á staðnum og stjórnaði þessu öllu saman, þetta var svo líkt henni að öllu leiti.

Presturinn sagði frá því að hann hafi fengið sent frá Mogganum kvöldið áður afrit af minningar- greinum um hana og hann vitnaði í nokkrar þeirra og viti menn þetta var allt á sömu bókina allir minntust hennar eins og hún var góð, glettin, hjarthlý og jákvæð. Svo var sungið lagið Fyrr var oft í koti kátt og óskaði prestur eftir því að allir risu á fætur og syngdu þetta lag saman því það ætti svo vel við þessa heiðurs konu, já það voru sko orða að sönnu þetta var heiðurs kona.

Ég man eftir fleiri einstaklingum sem settu svip sinn á bæjarlífið en mér finnst svo skrýtið í dag að allir eru að verða svo svipaðir svona einslitt allt saman, ef einhver er að einhverju leiti öðruvísi "þá er alveg örugglega eitthvað að honum" að margra mati.

Eigum við ekki að leyfa hverjum einstaklingi að vera hann sjálfur þarf að setja alla á eins bás þurfum við að ver öll eins "biluð" :)

Minning um frábæra konu lifir með okkur öllum, það er mikið sem maður getur lært af henni,  ætla ég að vona að mín jarðarför verði skemmtileg það verður ekki sungið Fyrr var oft í koti kátt heldur eitthvað með KK það er alveg ljóst.

Langt síðan ég hef verið komin í morgunkaffi fyrir kl níu svona á sunnudagsmorgni bara svona að ástæðu lausu ætli þetta sé aldurinn ja hver veit........ ætla að hlusta á viðtalið hennar Valdísar á Bylgjunni við Össur Skarp alltaf gaman að hlusta á kallinn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 94424

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband