Leita í fréttum mbl.is

Stórt þorrablót í kvöld

Jæja þá er að koma að því að stærsta þorrablót sem haldið hefur verið í Siglufirði verður í íþróttahúsinu. Enda ekkert annað hús sem getur tekið við þeim fjölda sem ætlar að mæta, hef heimildir fyrir því að um 250 manns verði á blótinu.

Það er Karlakór Siglufjarðar sem stendur fyrir blótinu og er þetta liður í fjáröflun kórfélaga, gott framtak hjá þeim söngmönnum. Ég er svo spenntur að ég get ekki sofið nei segi svona, hlakka engu að síður til kvöldsins eins og svo margir aðrir.

Það fór ekki framhjá þeim sem voru staddir í miðbænum í gær að allstaðar var verið að tína til stóla og borð og setja í flutningabíl og raða þessu öllu upp í íþróttahúsinu, vonandi verður þetta árviss viðburður. Svona fjöldasamkoma þjappar okkur öllum saman og þurfum við einmitt á því að halda akkúrat núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 94425

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband