18.2.2009 | 13:33
Taktu til í eigin garði,,, Ásta Ragnheiður
Er ekki oft ágætt að byrja að taka til í eigin garði. En eins og undarlegt og það hljómar þá er Samfylkingin ekki að standa sig mjög vel í jafnræði kynjanna þrátt fyrir falleg orð og loforð.
Skýrasta dæmið er sennilega atburðir frá síðustu helgi á kjördæmaþingi í NA kjördæmi þegar konur gengu út af fundinum vegna þess að þeim misbauð afstaða karlanna og svo gerist það í framhaldinu að einn karlkyns frambjóðandi dregur framboð sitt til baka vegna þeirra ákvörðunar sem tekin var.
Tekið af bloggi hjá Helgu Völu http://eyjan.is/helgavala/
Hef verið ... hugsi.. (understatement of the year) yfir kjördæmaþingi í NA kjördæmi sem fram fór í gærkvöldi.
Þess vegna verð ég að fagna því að Suðrið ætli að tryggja jöfn hlutföll kynja í efstu tveimur. Það hefur ekkert upp á sig að vera með 40/ 60 reglu varðandi kynin ef um er að ræða efstu tíu sætin.
Það eru auðvitað sætin sem eiga möguleika inn á þing sem skipta máli. Ekki efstu fimm.. eða efstu tíu.
Þegar rökin um hæfileika vs. kyn koma svo fram vil ég segja eitt.
Í síðustu þingkosningum komst engin kona í þau níu sæti sem eru fyrir NV kjördæmi á alþingi. þrjár konur komust í þau tíu sæti sem eru í Suðrinu, engin fyrir samfylkingu.. ekki einu sinni fyrsti varamaður.
Það þarf enginn að segja mér að karlar í þessum kjördæmum - allir með tölu - séu svona miklu frambærilegri en þær konur sem þar búa.
Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á þá menn sem þarna eru. Alls ekki. Ég er bara að benda á staðreyndir. Rannsóknir Auðar Styrkársdóttur m.a. sýna fram á að prófkjör gagnast konum verr en körlum. Af hverju veit ég ekki, en þetta er engu að síður staðreynd.
Svo ef við ætlum að hafa opin prófkjör - þá verðum við amk að tryggja það að jöfn hlutföll séu tryggð. Hið nýja Ísland verður að heyra raddir beggja kynja í jöfnum hlutföllum, svo mikið er víst.
Tekið af vef Framsóknarflokksins
http://framsokn.is/Flokkurinn/Fyrirfjolmidla/Frettir?b=1,1257,news.html
Stjórnmálaflokkar tryggi jafnræði kynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2009 | 09:57
Samfylkingin í NA treg til jafnræðis
það kemur á óvart að lesa á www.visir.is eftirfarandi
Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í gærkvöldi.
Þar eru nú Kristján Möller samgönguráðherra og Einar Már Sigurðsson alþingismaður auk þess sem Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sætinu og greiddu þeir allir atkvæði gegn tillögunni. Um tíma gengu konur af fundinum en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt og jafnframt tillaga um opið prófkjör.
Tekið af heimasíðu Samfylkingar......
Jafnræði kynja í forystusætum
Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á kjördæmisráð flokksins um land allt að tryggja jafnræði kynja í forystusætum framboðslistanna fyrir þessar alþingiskosningar.
Engin kona er þingmaður Samfylkingarinnar fyrir landsbyggðarkjördæmin þrjú. Þetta er staðreynd þrátt fyrir margyfirlýsta jafnréttisstefnu Samfylkingarinnar um að baráttan fyrir jafnrétti og kvenfrelsi sé órjúfanlegur hluti jafnaðarstefnunnar.
Minnt skal á ítrekaðar landsfundasamþykktir flokksins frá 2003 og 2005 þar sem því er heitið að viðhalda jafnréttismarkmiðum "hvarvetna innan flokksins" (2003) og að gripið skuli til "sérstakra aðgerða til að jafna hlut kynjanna" (2005).
Stjórn Kvennahreyfingarinnar vekur á því athygli að við stofnun Samfylkingarinnar árið 2000 voru kynjahlutföll jöfn í hópi þingmanna. Nú, áratug síðar, er einungis þriðjungur þingmanna flokksins konur, eða sex konur og tólf karlar. Við þetta verður ekki unað.
Við skorum því eindregið á kjördæmisráð flokksins um land allt að standa við landsfundarsamþykktina frá 2005 og grípa til sérstakra aðgerða til þess að jafna hlut kynjanna í leiðandi sætum framboðslistanna fyrir næstu alþingiskosningar.
15.2.2009 | 11:15
Bóndinn á Bessastöðum
Í allri þeirri umræðu og öllum þeim mótmælum sem hafa verið þá þykir mér ekki fara mikið fyrir gagnrýni hvað þá mótmælum gagnvart forseta vorum. Ætli "þjóðin" þ.e.a.s. þeir sem telja sig talsmenn og mótmælendur þjóðarinnar hafi gleymt forseta vorum eða er það embætti of heilagt og hafið yfir gagnrýni og potta og pönnuglamur að þeirra mati?
Það er orðið merkilegt í mínum huga að hundurinn á býlinu hann Sámur fær orðið meiri og jákvæðari umfjöllun en bóndinn sem líkt er orðið við Arabahöfðingja.
Eða eru Bessastaðir of nálægt "þjóðinni" eins og gerðist þegar ráðist var í Hellisheiðavirkjun þá heyrðist ekkert í ríkisreknu rithöfundunum eða ríkisreknu tónlista eða leikara fólkinu. Virkjun sem er þess valdandi að fólk í næsta nágrenni er með höfuðverk og ælandi ef vindátt er þeim óhagstæð.
Ég rakst á þessa grein í DV já DV sem er með ritstjóra sem birtir það sem eigenda blaðsins er þóknanlegt.
Villigötur forsetans
Leiðari Föstudagur 13. febrúar 2009 kl 07:59
Aldrei hefur embætti forseta Íslands átt eins mikið á brattann að sækja og nú. Ólafur Ragnar Grímsson þarf að una því að vera í neikvæðri umræðu dag eftir dag. Að vísu er það þekkt staðreynd að ákveðinn hluti Sjálfstæðisflokksins hefur af annarlegum ástæðum lagt fæð á forsetann allt frá því hann var fyrst kosinn og viljað láta leggja niður embættið. Einstakir fjölmiðlar hafa nært þá umræðu.
En það hefur fjölgað í hópnum. Vísbendingar eru uppi um að einungis helmingur þjóðarinnar sé sáttur við störf hans. Það hlýtur að teljast vera áfall fyrir forsetann og aðra þá sem vilja embættinu vel. Forsetinn hefur sýnt bæði góðar og slæmar hliðar á löngum embættisferli sínum. Oftast hefur hann komið fram sem sameiningartákn þjóðarinnar í gleði sem sorg. Undanfarin ár hefur ímynd hans breyst í þá veru að hann hefur verið eins konar söngstjóri útrásarinnar og lítið skeytt um þjóðina sem heima sat.
Sú umræða hefur nú dúkkað upp að hann eigi að segja af sér. Ólafur Ragnar reyndi í áramótaávarpi sínu að biðjast afsökunar á sínum þætti í stóru bólunni sem sprakk. Óljóst er hvort afsökunarbeiðnin verður tekin til greina. Vandi Ólafs er hins vegar sá að hann og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, snobba fyrir erlendum fjölmiðlum en sniðganga þá íslensku. Þar hafa þau misst fótanna því deilur hjónanna hafa ratað inn í heimspressuna og til Íslands.
Túlkuð ummæli Ólafs Ragnars um að Íslendingar eigi ekki að greiða það tjón sem sparifjáreigendur erlendis verða fyrir hafa valdið miklum vandræðum. Embætti þjóðhöfðingjans hefur sett niður með þessu. Aldrei fyrr hefur svo neikvæð ímynd leikið um Bessastaði. Forseti sem sniðgengur þjóð sína er á villigötum. Hann verður að taka sér tak og ná aftur hylli Íslendinga. Annars er eins gott að hann fari.
11.2.2009 | 13:38
Eru að komast í gegn,,,
Þá styttist óðum í að verktakar við Héðinsfjarðargöng nái að sprengja í gegn aðeins eftir 510m.
Í gær þegar við nokkrir bæjarfulltrúar fórum á bæjarstjórnarfund í Ólafsfjörð þá komum við aðeins fyrr og tókum rúnt um bæinn og meðal annars að vinnusvæðinu við göngin.
Var haft á orði "ja það verður mikill munur og mikil breyting þegar tengingin verður komin" aðeins 15 mín að renna í gegn í stað 50 mín í dag þegar styttri leiðin er fær.
Tekið af vef Vegagerðar.......http://vgwww.vegagerdin.is/hedinsfjardargong.nsf
Héðinsfjarðargöng er stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið útog var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakans Metrostav a.s. og Háfell ehf undirritaður á Siglufirði þann 20. maí sl. Upphæð verksamnings er um 5,7 milljarðar króna en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar. Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig byggð á svæðinu. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 km í um 15 km miðað við leið um Lágheiði og úr 234 km í 15 km miðað við leið um Öxnadalsheiði. |
Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar, samtals um 450 m að lengd. Heildarlengd ganga verður því ríflega 11 km.
9.2.2009 | 09:41
Nýir Pólverjar, þetta er ekkert nýtt
Ég hef nú sagt það áður að þeir sem búið hafa á landsbyggðinni hafa verið hinir Íslensku Pólverjar. Af hverju segi ég þetta jú ástæðan er einfaldlega sú að laun hafa verið lægri úti á landi þar hefur heilt yfir ekki verið þensla og svo mætti lengi telja.
Húsnæðisverð er lágt hvort sem er atvinnu eða íbúðarverð. En landsbyggðin hefur mikla þekkingu og reynslu í nýsköpun og getur því miðlað þar miklu til fyrrverandi þenslusvæða. Því það er jú það sem á að bjarga svo miklu í dag.
Íslendingar nýju Pólverjarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 12:06
Heilsuspillandi umhverfi
Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati, getur þetta þýtt að verð á íbúðum í Lindarhverfi, Norðlingaholti og Hveragerði falli í verði.
Það hlýtur að vera áhyggjuefni ef íbúðahverfi eru orðin heilsuspillandi vegna mengunar frá virkjunum, ég man ekki eftir miklum mótmælum við Hellisheiðavirkjun þegar ráðist var í þær framkvæmdir.
Var það vegna þess að virkjunin var of nálægt þeim sem hafa haft sig hvað mest í frammi þegar virkjanaframkvæmdir voru á hálendinu?
Brennisteinsvetnismengun við heilsuverndarmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 23:04
Listaverkagjöf Arngríms Ingimundarsonar og Bergþóru Jóelsdóttur
Í kvöld var formleg opnunarhátíð fyrir alla íbúa sveitarfélagsins á Listasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði. Listfræðileg leiðsögn var um sýninguna sem Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur setti upp.
Óhætt er að segja að þetta hafi verið glæsileg sýning og faglega unnið á öllum sviðum, mér er það mikil ánægja að hafa lagt þessu máli öllu lið sem bæjarfulltrúi.
Gjöf þessi frá þeim heiðurshjónum er meiri en orð fá lýst, oft hafði maður séð málverk á veggjum í ráðhúsinu og víðar í stofnunum í bænum.
En það er svo ekki fyrr en ég kem í bæjarstjórn og er þar af leiðandi meira í "augnsambandi" við listaverkin sem hanga uppi í Ráðhúsinu t.d. í fundarsölum og víðar að ég gerði mér grein fyrir hversu mikil verk þarna eru.
Síðan gerist það að menningarnefnd og menningarfulltrúi fara að vinna í því að gera verkunum hærra undir höfði og þá má segja að boltinn hafi loks farið að rúlla. Í framhaldinu er ráðinn listfræðingur sem búsett er í sveitarfélaginu og henni falið að koma verkunum í skráningu og aðhlynningu.
Svo gerist það að í kvöld er formelg opnun eins og áður segir, bæjarstjóri Þórir Kr Þórisson setti opnunarhátíðina og síðan tók til máls Þórarinn Hannesson formaður menninganefndar og á eftir honum Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur. Sigríður setti upp sýninguna og var svo með listfræðilega leiðsögn um sýninguna og má segja að mjög vel hafi tekist til.
Á sýningunni voru þrír afkomendur dætur þeirra heiðurshjóna og sögðu nokkur orð og færðu góða kveðju frá Arngrími sem er níutíu og sex ára og býr í Reykjavík en móðir þeirra er látin. Þær systur létu ekki þar við sitja heldur færðu Listasafninu þrjár myndir til viðbótar þeim fjölda verka sem fyrir voru.
T.d var þarna verk eftir Kjarval sem Bergþóra fékk að gjöf frá Kjarval þegar hún var sextán ára en húnn vann fyrir hann og fékk borgað í mynd.
Afhendingartími gjafarinnar var júnímánuður 1980 en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu mæðra þeirra beggja. Að sögn Arngríms þá vildu þau hjón með málverkagjöfinni sýna Siglfirðingum í verki þakklæti fyrir stuðninginn sem þeir veittu foreldrum hans á erfiðleikatímum eftir að þau brugðu búi í Fljótum vegna heilsubrests föður hans og fluttust til Siglufjarðar.
Móðir hans mun oft hafa haft á orði, að þennan stuðning hefðu þau hjón aldrei getað launað Siglfirðingum og vildu Arngrímur og Bergþóra með gjöfinni láta bæjarbúa njóta hjálpsemi og vinsemdar þeirra.
M+álverkasafn þeirra hjóna, sem talið hefur verið eitt allra vandaðasta og fjölbreytilegasta listaverkasafn í einkaeign hér á landi, hlýtur að verða ómetanleg lyftistöng fyrir menningarlíf Siglufjarðarkaupstaðar nú Fjallabyggðar.
Ég verð að játa það að þegar þær systur færðu svo sveitarfélaginu þessi þrjú verk í viðbót þá varð salurinn orðlaus og ekki laust við að tár sæist á hvarmi þetta var ógleymanleg stund, gjöfin var gefin með svo mikilli hlýju og væntumþykju og óeigingirni að maður var orðlaus.
Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur segir " Tímamótaverk í íslenskri myndlist og listasögu 20. aldarinnar.
Hér eru frumherjar á ferð eins og Kjarval,Þorvaldur Skúla,Nína Tryggva,Svavar Guðna, Jón Engilberts,Kristján Davíðs, Erró, Guðmundur Andrésar, sem allir höfðu mikil áhrif á listalíf landsins og komandi kynslóðir listamann.
Verk þeirra veita innsýn í þjóðlega jafnt sem alþjóðlega þróun í listaheiminum og helstu strauma og stefnur þ.e.a.s. allt frá hinu hefðbundna landslagsmyndformi til afstraktmyndlistar, kúbisma,súrrealisma, popplistar,klippimyndatækni og allt geometrískra myndforma."
Meðal listaverka sem eru í safninu má nefna verk eftir Jóhannes S. Kjarval "Landslag" "Botnsúlur"
"Úr Þingvallasveit" eftir Karl Kvaran "Kyrrð" eftir Ragnheiði Jónsdóttur "Glundur" og "Palli getur ekki verið einn í heiminum" eftir Nínu Tryggva "Rimma" og eftir Erró "Páfinn og stúlkan og svo Dali Salvador "Kappreiðahestur" svo einhver verk séu upptalin.
Svona að lokum þá langar mig að þakka þessu heiðursfóli fyrri þessa stórkostlegu gjöf sem er ómetanleg og er upphafið að Listasafni Fjallabyggðar komandi kynslóðum til ánægju og yndisauka.
4.2.2009 | 17:23
Skútan sekkur
Meðan skútan er að sökkva þá er áhugavert að sjá viðbrögð fyrrverandi skipstjórnenda. Áhöfnin hefur gert uppreisn og nýir skipstjórnendur teknir við.
Þá er hægt að rífast um það hver á að stýra einum af björgunarbátnum, nei skipverjar góðir notið tímann betur til þess að bjarga þeim farþegum sem ennþá eru uppistandandi og komið þeim á þurrt. Áhöfnin á skilið að henni sé komið á þurrt og forgangsröðunin sé á hreinu.
Mögnuð fráhvarfseinkenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 13:04
Nýtt fólk tilbúið í slaginn
Eftir góðan miðstjórnarfund hjá Framsóknarflokknum þá verð ég að segja að það eru miklir breytingartímar að ganga í garð hjá Framsókn.
Nú sér maður ný nöfn sem eru að bjóða krafta sína til starfa og til framboðs í öllum kjördæmum. Það eru að koma til baka framsóknarfólk sem hafði yfirgefið flokkinn af ýmsum ástæðum, þetta er jákvætt og vonandi verður þetta fólk allt sem eitt tilbúið að leggjast á árarnar og vinna með flokknum og vinna í þeim málefnum sem hann stendur fyrir.
tekið af vef Framsókn.is
Fjölmennur miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn í dag, sunnudag, í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Mikil stemning og samstaða ríkti á fundinum og kom m.a. fram mikil ánægja með framgöngu nýrrar forystu og þingflokks framsóknarmanna í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarna daga.
Á fundinum var eindregnum stuðningi lýst við þá afstöðu þingflokks framsóknarmanna að verja minnihlutastjórn Vg og Samfylkingar vantrausti fram að alþingiskosningum í lok apríl. Var jafnframt mikilli ánægju lýst með skilyrði framsóknarmanna fyrir vantraustsyfirlýsingu við nýja ríkisstjórn en þau lúta m.a. því að alþingiskosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs, auk þess sem komið verði á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
31.1.2009 | 13:17
Drengur góður
Þá er það ljóst að Magnús er að hætta afskiptum af pólitík á landsvísu. Ég hef átt nokkur samskipti við Magnús og verð ég að segja að hann er drengur góður það held ég að allir sem til hans þekkja geta tekið undir. Kæmi mér ekki á óvart að Magnús verði bæjar/sveitastjóri áður en langt um líður.
Með þessari ákvörðun þá er ljóst að Framsóknarflokkurinn er að endurnýjast mikið þetta er þróun sem er áhugaverð að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli fara í þvílíka endurnýjun á fólki í forystu er eitthvað sem ég átti ekki von á en er mjög ánægður með og styð heilshugar.
Magnús þakka þér fyrir þín störf í þágu þjóðarinnar.
Ég hef velt fyrir mér hvað komi til með að gerast í öðrum flokkum og spá mín er eftirfarandi.
Fromaður Varaformaður
Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Benediktsson Hanna Birna Kristjánsd.
Samfylking: Ingibjörg Sólrún Dagur B Eggertsson
Vinstri grænir: Katrín Jakobsdóttir Árni Þ Sigurðsson
Frjálslyndir: Guðjón A. Kristjánsson Jón Magnússon
Íslandshreyfingin: rennur inn í annað framboð, Kvennalisti sé meira svona 1970 og svo koma tvö ný framboð eitt svona þjóðarrembu eftir allt tal Samfylkingar um ESB og annað rit,mál og leiklista frambjóðendur því þeir fá svo lítið út úr styrktarsjóðum á vegum ríkisins :-)
Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested