Leita í fréttum mbl.is

Ekki rétt að mynda þjóðstjórn???

Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju Geir H Haarde hafi ekki viljað mynda þjóðstjórn eftir að allt hrundi. Meira að segja Davíð Oddsson lagði það til, en nei forystumenn núverandi stjórnarflokka sáu ekki ástæðu til.

Geir heldur því fram að ennþá séu núverandi flokkar best til þess fallnir jafnvel meðan aðilar innan þessara tveggja ríkisstjórna tali út og suður og níði skóinn hvert af öðru.

Þetta er líklega fólkið sem er best til þess fallið, það er í björgunarleiðangri og ekki má trufla þær aðgerðir.

Varaformaður Samfylkingar sem virðist nú vera orðinn einangraður í eigin flokki talar um að ekkert traust sé á milli þessar flokka og þar fram eftir götunum. Ja hérna hér ég skrifa ekki meir.....

 

 

Tekið af www.visir.is

mynd
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að mynda þrátt fyrir veikindi sín og formanns Samfylkingarinnar.

Geir sagði í þættinum Vikulokin í morgun engan annan kost betri en núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Hvort sem um væri að ræða minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með hlutleysi Framsóknarflokks, utanþingsstjórn eða þjóðstjórn.

 

Svo er þessi frétt á mbl núna áðan,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

„Það sem hefur gerst á Íslandi er í raun ekki stjórnmálakreppa," hefur Reutersfréttastofan  eftir Chris Turner, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu ING.

Hann segir, að fjármálamarkaður horfi einkum á þá hættu, sem talin er vera á lánveitingum til Íslands og bati sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að íslenskum efnahagsmálum.

Reutersfréttastofan segir, að engin alþjóðleg viðskipti hafi verið með íslensku krónuna frá því á miðvikudag þótt gengi gjaldmiðilsins hafi styrkst nokkuð á millibankamarkaði á Íslandi. Himinn og haf sé á milli gengis krónunnar á íslenskum markaði, þar sem 160 krónur fást fyrir evru, og á alþjóðlegum markaði sem greiða þarf 210-215 krónur fyrir evruna.

Fram kemur að fjárfestar séu afar tortryggnir í garð íslenskra stofnana eftir bankahrunið, sem varð í október en margar fjármálastofnanir hafa tapað miklu fé á falli bankanna. Þetta leiðir til þess, að lítil sem engin alþjóðleg viðskipti eru með krónuna. 

„Afar fáir bankar vilja taka lánaáhættu gagnvart íslenskum bönkum eins og stendur," segir Turner. „Þetta kemur í veg fyrir að krónumarkaður myndist utan Íslands.

Alþjóðleg matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verulega á síðasta ári. Haft er eftir Michael Ganske, sérfræðingi hjá Commerzbank, að veikindi íslenska forsætisráðherrans og nýjar kosningar bæti ekki úr skák. Og þótt ekki sé hægt að segja að íslenska ríkisstjórnin hafi verið sérlega farsæl muni þessir atburðir enn auka á óstöðugleikann.

Kenneth Orchard, sérfræðingur hjá matsfyrirtækinu Moody´s, segir að fylgst verði grannt með stöðu mála á Íslandi næstu mánuðina. Nauðsynlegt sé að þar komist á stöðugleiki þannig að stjórnvöld geti slakað á þeim höftum, sem sett hafi verið á gjaldeyrisviðskipti og peningamál.

Moody's segir, að fyrirtækið myndi líta á tilraunir Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið jákvæðum augum en stjórnmálaþróunin á Íslandi væri þó minna áhyggjuefni. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég get út af fyrir sig tekið undir með þér um að ekki sé fýsilegt að skipta út þeirri stjórn sem nú situr, fyrir aðra stjórn skipaða þingmönnum. Ég er þeirrar skoðunar að núverandi stjórn sé ekki samstíga og því sé vænlegasti kosturinn að skipa utanþingsstjórn, ekki þjóðstjórn. Ég er líka stuðningsmaður þess að kjósa til Stjórnlagaþings, þar sem samin verði ný stjórnarskrá og ný kosningalög fyrir lýðveldið Ísland, sjá http://www.nyttlydveldi.is/

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband