Leita í fréttum mbl.is

Beðið eftir stórslysi eða dauðaslysi?

Ég hef spurt mig af því að undanförnu hvort að virkilega þurfi stórslys eða dauðaslys til þess að gerðar verði úrbætur á veginum á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar?

Það hafa fallið nokkuð mörg snjóflóð á þennan veg að undanförnu og í gegnum tíðina, eða 35 frá 2006 já 35.

 Nú ber svo við að oftar en ekki er þetta að gerast á sama stað þ.e.a.s við Sauðanes. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur ítrekað óskað eftir við samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir byggingu vegsvala á þessu kafla.

Það á bara eftir að aukast umferðin um þennan veg með tilkomu Héðinsfjarðaganga og framhaldsskóla í Ólafsfirði, en fyrir þau ykkar sem ekki vita, að með tilkomu Héðinsfjarðaganga þá opnast hringleið um Tröllaskaga sem er opin allt árið.

sjá mynd af Tröllaskaga.

tröllaskagi-3d-með texta

En því miður er talað fyrir daufum eyrum, þess vegna spyr ég þarf virkilega að verða stórslys eða þaðan af verra áður en úrbætur verða?

Tekið að vef www.ruv.is

 

Ólafsfjarðarvegur slysagildra

 

Ólafsfjarðarvegur er slysagildra vegna tíðra snjóflóða. Lögregluvarðstjórinn á Dalvík segir að grípa verði til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, en stórt snjóflóð féll á veginn um helgina.

Um er ræða um eins kílómetra kafla Dalvíkurmegin á Ólafsfjarðarvegi, en tíð snjóflóð á vegkaflanum síðustu misseri hafa verið bundin við nokkur gil við Sauðanes. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skráð 35 snjóflóð á þessu svæði frá því í mars árið 2006, sem öll féllu á veginn. Það sem af er vetri eru flóðin orðin á annan tug talsins.

Felix Jósafatsson, lögregluvarðstjóri á Dalvík, segir snjóflóðin að jafnaði 10-15 talsins á vetri og þau séu mörg hver í stærra lagi. Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af öryggi vegfarenda á svæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband