Þá er það klárt, verður þá ekki næsta skref að fá menntamálaráðherra til að koma í Ólafsfjörð og taka fyrstu skóflustungu, maður bíður spenntur?
"Jón Eggert Bragason framhaldsskólakennari í Reykjavík hefur verið ráðinn verkefnisstjóri væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð." tekið að vef www.fjallabyggð
það er alveg ljóst að þetta er stóriðja okkar íbúa við utanverðan Eyjafjörð svo ekki sé meira sagt, að þurfa að senda 16 ára börn að heiman er ekkert grín og margir áhyggjufullir foreldrar sem það hafa upplifað sjá fram á bjartari tíma þegar þessi skóli okkar rís.
Ég hef fengið nokkra tölvupósta frá brottfluttum Siglfirðingum sem segjast lesa þessar hugrenningar mína og hafa hvatt mig til að koma með upplýsingar úr stjórnsýslunni og bæjarmálunum. Ég reyni að verða við þeirra beiðni eins og mér er mögulegt.
Ég var með fyrirspurnir undir önnur mál í bæjarráði í gær.
Önnur mál:
1) Snjótroðari.
Fyrirspurn frá Hermanni Einarssyni.
Hvenær má búast við að nýr snjótroðari sem búið er að kaupa verði komin í Skarðið, Siglufirði?
Bæjarstjóri greindi frá því að snjótroðari sé væntanlegur til Siglufjarðar fyrir páska.
2) Byggðakvóti.
Fyrirspurn frá Hermanni Einarssyni.
Hvernig standa mál varðandi byggðakvóta?
Bæjarstjóri greindi frá fyrirhuguðum fundi með sjárvarútvegsráðherra í næstu viku.
svo er hægt að nálgast allar fundargerðir hérna www.fjallabyggd.is