Leita í fréttum mbl.is

"Tveggja þjónn" frumsýnt hjá Leikfélagi Siglufjarðar

Leikfélag Siglufjarðar frumsýndi föstudaginn 22. febrúar, ærslafulla gamanleikinn Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni í leikstjórn Elvars Loga Hannessonar.

Leikarar eru 12 talsins en fjöldi manns hefur lagt leikfélaginu lið við þessa uppsetningu.  T.a.m. fékk L.S. til liðs við sig unglinga í leiklistarvali í 9. bekk Grunnskóla Siglufjarðar og hafa þau staðið sig fádæma vel.  Mikill áhugi er hjá krökkunum en þau leika, sjá um tæknimál og hafa aðstoðað við æfingar.  Eiga þau mikið hrós skilið fyrir elju og dugnað.

 

Ég veit að allir sem koma að þessari sýningu hafa lagt mikið á sig og eru þau líka að uppskera árangur erfiðisins. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa séð sýninguna að þetta sé mjög skemmtilegt og vel gert hjá leikurunum, ég kannast við strákinn Tuma sem fer með þokkalega stórt hlutverk og gengur hann undir nafninu Tumi Cruse eftir frammistöðu sína í leikritinu. Stefnt er á að sjá leikritið á næstunni, til lukku Leikfélag Siglufjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband