Leita í fréttum mbl.is

Siglómóti í blaki 2008 lokið

það var skemmtilegt og fjörugt  mótið í gær hjá okkur blökurum á Sigló eins og endranær. það voru 12 lið sem mættu til leiks og hófst mótið kl 10:30 og lauk kl 17:00. Síðan var smá hittingur í Þjóðlagasetri Sr. Bjarna og var dreypt á léttum veigum og snakki og svo var lagið að sjálfsögðu tekið en við erum svo heppin að hafa í hópnum gítar og harmonikku leikara og þá mjög góða verð að segja það. Síðan var haldið í Allan og snæddur dýrindis mataur og dansað fram á nótt.

Á mótið koma sömu liðin ár eftir ár og hefur skapast mjög gott samband á milli þessara félaga svo ekki sé meira sagt, við höfum haft það fyrir sið að hittast í einhveju af þeim söfnum sem eru í bænum og var núna komið að Þjóðlagasetrinu. Allir  voru sammála um að þetta væri hið glæsilegasta safn og uppbyggingin alveg einstök ég heyrði á heimamönnum sem höfðu ekki komið þarna inn fyrr að þeir voru alveg furðu lostnir.

Svona að lokum þá verð ég að geta úrslita en í karlaflokki þá voru Fylkismenn sigurvegarar og hjá dömunum þá báru Krækjurnar (þessar elskur) sigur úr býtum. Svona að lokum þá vil ég þakka öllum þeim sem mættu og skemmtu sér með okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband