Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
21.3.2008 | 10:47
Ég og tíkurnar
Ég man þá tíð þegar þessi dagur var svo langur að hann ætlaði aldrei að verða búinn. Þá var bara gamla gufan og ekki var nú dagskráin neitt fyrir krakka eða unglinga nei maður fær bara hroll þegar hugsað er aftur til þess tíma verð að segja það.
En í dag þá byrjar sjónvarpsglápið kl átta hjá börnunum með barnaefni og gleðjast eflaust margir uppalendur og geta þá kúrt eða sofið lengur saman. Svo eru skíðasvæðin opnuð um tíuleitið og sundstaðir margir hverjir á sama tíma, já það leiðist engum í dag frekar en hann vill, já svo eru margir á faraldsfæti innanlands og utan svona er nútíðin.
Ég og Halldóra yngir geimsteinninn tókum að okkur í dag pössun á ungri stúlku henni Sirrý dóttir stórleikarans Tuma Cruise en leikfélagsfólkið fór snemma í morgun í Ólafsfjörð að setja upp leikmynd og öllu sem því tilheyrir en þau ætla að sína leikrit sitt þar á morgun. Þau sýndu fyrir troðfullum og skemmtilegum sal á Siglufirði í gærkvöldi og vonast eftir annarri eins aðsókn í Ólafsfirði á morgun.
Nú skal haldið í Skarðið með liðið og skíðast og svo verður pottast á eftir þessu öllu, ekki amalegt það.
En það eru ekki bara stelpur sem ég hef með mér í dag, nei nei það eru líka tvær tíkur og má því segja að maður hafi ekkert nema tíkur i kringum síg í dag :) eða þannig sko
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 10:49
Nýr snjótroðari tekinn í notkun í Skarðsdal
Tekið af vef Fjallabyggðar
Í dag bættist heldur betur við vélakost skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði. Troðari að gerðinni PistenBully 300W var tekinn í notkun. Troðarinn kemur á mjög heppilegum tíma þar sem mikið hefur snjóað síðustu daga og páskarnir framundan. Að sögn þeirra sem voru í Fjallinu sl laugardag þá var færið eins og best gerist á erlendri grundu hvorki meira né minna.Komið á skíði í Skarðið það er ævintýri sem seint gleymist.
17.3.2008 | 20:48
Mikið fjör mikið gaman
Ég tók daginn snemma síðastliðinn laugardag en það er orðið svo merkilegt með mig(hef heyrt af fleirum) ég vakan orðið óþolandi snemma um helgar en þennan laugardag var kallinn kom á lappir um 7:30 já góðan daginn. Það var alveg magnað veður þennan morgun og ég byrjaði að moka mig inn að útihurð Þjóðlagasetursins um kl 09 og var því verki lokið um kl 11 þetta var góð byrjun á afar góðum degi.
Ég var búin að bjóða nokkrum vinum og vandamönnum til samfagnaðar í tilefni afmælis míns, gleðin skyldi fara fram í Þjóðlagasetrinu og er það hús tilvalið fyrir smærri veislur og uppákomur. Enda kom í ljós að margir þeir sem mættu í gleðina höfðu aldrei komið í setrið, skemmst er frá því að segja að þetta tókst í alla staði alveg frábærlega. Ég var ekkert smá glaður að sjá frænku mína eða eiginlega stóru systir Bryndísi og Mumma manninn hennar en þau komu alla leið frá ísafirði.
Ég fékk Þórarinn Hannessonljóðskáld og trúbador til að koma og flytja lög úr smiðju sinni og tókst honum það afskaplega vel úr hendi og átti ég ekki von á öðru, þó var toppurinn þegar hann flutti lag eftir EAGLES mína uppálhalds hljómsveit. Tóti hafðu bestu þakkir fyrir og eins þið öll sem komuð hlóguð og sunguð og sögðu sögur með mér og mínum þetta var afar vel heppnað kvöld og gleymi ég því vonandi aldrei.
þar sem ég er búin að dásama daginn svona mikið þá verð ég að setja hérna slóð sem vísar á mjög flottar myndir úr Siglufirði þennan dag mikið af myndum af skíðasvæðinu og fræknum skíðaköppum, en bæjarstjóri okkar Þórir Kr Þórisson var góður á myndavélinni þennan dag. Endilega skoði þessa slóð
http://picasaweb.google.com/siglufjordur01/SkAsvISiglufirIOFl
15.3.2008 | 08:46
Siglufjörður miðstöð skútusiglinga í Norður Atlantshafi
Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður og ganga frá samningi við Sigmar B. Hauksson um að taka að sér verkefnastjórn. Þetta verkefni er að mínu mati og margra annarra mjög spennandi og á eftir að koma Siglufirði aftur á kortið sem "heimsbæ".
Verkefnið er nýsköpun og margfeldisáhrifin eiga eftir að verða mikil nái áformin að ganga upp, en það gengur út á það að Siglufjörður verði miðstöð skútusiglinag í Norður Atlantshafi. Um verður að ræða siglingakeppnir, skútuhótel og þjónusta við siglingafólk.
Í dag eru skútusiglingar orðnar mjög vinsælar og þeir sem þær stunda eru sífellt að leita að nýjum svæðum og áskorunum.
Siglufjörður liggur vel við gagnvart siglingum um Norðurhöf t.d. á svæðinu Færeyjar-Ísland -Grænland. Hugmynd um siglingakeppni norður fyrir heimskautsbaug (Grímsey) er spennandi kostur og hefur aldrei verið framkvæmd, en hefur augljóslega aðdráttarafl fyrir skútusiglingafólk.
þar sem að ferðaþjónustan er orðin stóriðja á Íslandi þá ætti þessi hluti af ferðaþjónustu að falla vel að þeirri flóru sem yfir er og auka fjölbreytnina. Verkefnið mun að sama skapi styrkja ferðaþjónustu á Norðurlandi sem og um land allt.
Eftir kynningarfund með Sigmari um daginn þá er ekki vafi í mínum huga um að þetta á bara eftir að styrkja alla innviði okkar sem hér búum og ætlum að byggja í auknum mæli okkar afkomu á ferðaþjónustu. Ég sé fyrir mér siglingakeppni í beinni útsendingu á erlendum sjónvarpsstöðvum og stórfyrirtæki styðja við keppnina, ímyndið ykkur öll þau margfeldisáhrif sem þetta á eftir að hafa fyrir samfélagið allt.
Ég lofa því að um leið og línur fara að' skýrast þá á ég eftir að fjalla meira um þetta.
14.3.2008 | 13:45
Álver í Helguvík
Vonbrigði með framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2008 | 10:35
EINELTI ER HELVÍTI Á JÖRÐ
þegar ég heyri orðið einelti þá kemur ónotatilfinning yfir mig, af hverju jú þetta er athöfn sem á engan rétt á sér. Þegar ég var ungur þá var einelti í mínum bekk og í skólanum og reyndar í samfélaginu öllu þegar maður hugsar um það.
Nú gerist það mörgum árum seinna þegar við skólasystkinin hittumst á 40 ára afmæli okkar að þar kemur að máli við mig stúlka sem var fyrir mjög miklu einelt svo ekki sé meira sagt og fer að rifja upp skólaárin meðal annars það sem var gert á hennar hlut. Ég dáist af henni hvernig hún sem átti virkilega bágt á þessum árum var ekki að erfa það við þá sem gerðu á hennar hlut, hún hafði fyrirgefið og var sátt við sig og líf sitt eins og það er í dag. Það eru líka margir gerendur sem sjá eftir gjörðum sínum og skammast sín og er það vel, það er nefnilega með okkur flest að við þroskumst með árunum.
Af hverju er ég að rifja þetta upp núna, jú það hefur verið unnið markvisst hjá Grunnskóla Siglufjarðar að eineltismálum og er ég sem íbúi í Siglufirði mjög stoltur af því framtaki sem stjórnendur og starfsfólk skólans hefur lagt af mörkum.
Það sem ég vildi að þessi umræða og þekking hafi verið til staðar á mínu skólaárum, það hefði hjálpað mjög mörgum þá bæði þolendum og gerendum. það er nú svo með eineltið að það virðist grassera mjög víða í samfélaginu því miður.
Eftirfarandi er tekið af heimasíðu Fjallabyggðar
Föstudaginn 29. febrúar sl. var haldið málþing um einelti og Olweusaráætlunina í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu var leitast við að svara því hvernig Olweusaráætlunin hefur gjörbreytt skólastarfi frá því árið 2002 þegar verkefnið var sett á laggirnar. Um 130 manns mættu á þingið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt og þar spiluðu starfsmenn Fjallabyggðar stórt hlutverk. Jónína skólastjóri Grunnskólans á Siglufirði var með erindi er nefndist; Skólastarf fyrir og eftir Olweus. Nemendur á Siglufirði höfðu smíðað Olweus sjálfan í fullri stærð og var hann á sviðinu á meðan á ráðstefnunni stóð. Karítas fræðslufulltrúi Fjallabyggðar stjórnaði fjöldasöng ráðstefnugesta með undirspili og texta sem nemendur 7. bekkjar Grunnskólans í Ólafsfirði gerðu fyrir um 5 árum sem ber heitið; Einelti er helvíti á jörð (við ,,Lagið um það sem er bannað). Að lokum stjórnuðu Róbert kennari á Siglufirði og Karítas málstofum fyrir ráðstefnugesti.
Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að minnka einelti í grunnskólum Fjallabyggðar
13.3.2008 | 14:30
Stutt eftir í Héðinsfjörðinn aðeins 72 metrar
Tekið af vef www.sksiglo.is
13.3.2008 | 00:00
Hæ Hemmi ég ætla að vera lyklabarn.....
Ég fór í Ólafsfjörð snemma í morgun og vorum við með þeim fyrstu yfir Lágheiðina(lengsta aðalgata í þéttbýli) frétti af bílum sem komu nokkuð á eftir okkur og lenti einn utanvegar og ekkert nema vesen vegna ófærðar, sem betur fer urðu engin slys eða tjón og allir komust leiðar sinnar stuttu seinna.
Ég fór í fyrirtæki í Ólafsfirði og var að frá kl 09:00-18:00 en þá fór ég frá síðasta fyrirtækinu, þetta var mjög fróðlegt og ástandið hjá þeim sem ég heimsótti almennt mjög gott.
þarna eru menn að framleiða fiskvinnsluvélar í hæsta gæðaflokki og smíða innan í sjúkrabíla og smíða slökkvibíla svo eitthvað sé nefnt. Ég endaði svo daginn á skrifstofunni í Ólafsfirði og var þar til rúmlega 19 en þá sótti ég fólk frá Sigló sem var á fundi í umhverfis og skipulagsnefnd en honum lauk rúmlega 19
Það var þæfingur á heiðinni (lengstu aðalgötu í þéttbýli) og fórum við rólega en vorum komin heim um 21, skemmtilegt fólk í bílnum á heimleið og mörg mál rædd og mikið hlegið svona eiga ferðalög að vera.
Ég er rétt komin heim þegar ég fékk alveg æðislegt símtal frá vinkonu minni sem er nú ekki neitt smá skemmtileg og svo er hún líka fyrirsæta með sítt krullað hár og bros sem bræðir alla.
En vinkona mín er sex ára og býr í þeim skrýtna bæ Hafnarfirði, hún tjáði mér að hún væri að byrja í skóla og svo kom þessi gullna setning "Hemmi ég ætla svo að vera lyklabarn" já hún Rakel María er alveg einstök og yndisleg ætlar að koma í heimsókn í sumar til mín og gista í marga dag. Pabbi hennar átti ekki til orð þegar hann tók svo við símanum þetta með lyklabarnið var ekki alveg að falla í kramið hjá kallinum.
Svo varð hún að fá símann aftur og segir mér þá þær fréttir að mamma hennar sé með lítið barn í maganum og hún var sko stolt og spennt, síðan kom Hemmi getur þú ekki talað aðeins við hann pabba. Já pabbi hennar er jafn gamall mér og það er alveg að fara með hann að nýtt barn sé á leiðinni, Súddi minn það verður að taka afleiðingum leikfimisæfinga sinna. Við höfum sama "skíta" húmorinn og göntuðumst með það þegar barnið fermist þá segi það öllum að þetta sé afi sinn:)
Já það er gaman af þessum blessuðum börnum og þá sérstaklega henni Rakel Maríu fyrirsætu í Hagkaups bæklingum.
11.3.2008 | 23:37
Mýs og móðursjúk systir taka tvö
Það fór eins og litla systir vonaðist eftir allar mýs á bak og burt, kannski spurning hvort að einhverja haldi til í bílskúrnum nei nei segi bara svona.
Það var ekki sjón að sjá parketlögð gólfin öll þakin brauðsneiðum þetta minnti á eyðimörk, áferðin var alveg stórkostleg. Þegar litla systir skreið frammúr í morgun algerlega ósofin því mýsnar voru víst komnar undir sængurverin(hennar ímynd) þá var ekki búið að eiga neitt við eyðimerkur gólfið henni til mikils léttis en dóttirin sem er mikill dýravinur var ekki alveg eins glöð fannst þessar mýs ósköp krúttlegar.
Skemmst er frá því að segja að húsbóndinn sem er víðsfjarri vígvellinum sagði að hún gæti þá sofið alveg róleg næstu nætur, en dóttirin á setningu dagsins þegar hún vaknaði í morgun "mamma það suðar ennþá í eyrunum eftir öskrin í þér í gær).
Já það þarf sennilega ekki að kaup hátíðnihögna á þessu heimili. Vil benda litlu systur á að hafa orð bróður iðnaðarráðherra í huga og verum góð við mýsnar.
Ég ætla síðar að segja sögu af viðskiptum fjölskyldumeðlima við annað svipað kvikindi en það var rotta, sem er öllu óðgeðslegri kvikindi en mús. Sú saga er ekki síður lífleg get ég sagt ykkur en þar kom við sögu haglabyssa,barnakerra gólfsópur svo einhver áhöld séu nefnd, segi ekki meir.
Svona eftirá að hyggja hvað er með þessa fjölskyldu og mýs og rottur það er rannsóknar efni útaf fyrir sig hefði ég haldið?
11.3.2008 | 01:49
Mýs og móðursjúk systir
Ég ákvað að bjóða fjölskildu og vinum í mat í kvöld í tilefni þess að ég á 45 ára afmæli já árin eru orðin 45, mikið svakalega líður tíminn hratt.
Nema hvað það var mikið borðað og þóttu veitingarnar hinar ágætustu, ég hringdi á Skypinu í Mörtu eldri geimsteininn en hún er stödd á Ítalíu og var það nú ekki leiðinlegt að hafa hana með í veislunni, allavega fannst ömmu og afa þetta alveg mögnuð tækni.
Nú svo er fólk að tínast út þegar heyrast þessi svaka öskur og dóttir Stínu systur kemur hlaupandi yfir götuna og kallar Hemmi þú verður að koma mamma bara öskrar, ég þeysist yfir enda sprettharður mjög og vit menn þegar ég kem inn þá er litla systir alveg skjannahvít og kemur varla upp orði bendir og fálmar út í loftið og svo kemur smá hvísl "mús, mús það var mús á eldhúsbekknum" ég veit ekki afhverju hún var að óska eftir minni aðstoð þessi kvikindi eru ekki í neinu uppáhaldi hjá mér það verð ég að segja. Það hafði þá verið skilinn eftir opinn gluggi í eldhúsinu og svo einkennilega vildi til að snjórinn var akkúrat í glugga hæð þannig að eldhúsbekkurinn blasti við kvikindunum og opið hlaðborð sem var að sjálfsögðu raunin.
Hún öskraði svo hátt að músar kvikindið hentist út um gluggann, og ég hetjan og bjargvætturinn ný orðinn 45 skyldi nú skanna svæðið og fann ekki neitt annað kvikindi. Mínu verki lokið og ég fer aftur yfir götuna að kveðja restina af gestunum.
Nei viti menn það heyrist nú annað öskur mun kröftugra en hitt og heyrðist það alla leið vestur á firði. Ég og kjarkaður gestur stórleikarinn Tumi Cruise hlaupum yfir og er þá systir nær því að líða útaf en nær að stynja því upp að það hafi verið tvö kvikindi undir grillinu, stórleikarinn sá á eftir kvikindunum út um gluggann og hafði á orði að þær hefðu nú varla geta labbað svo feitar voru þær orðnar eftir átið af hlaðborðinu.
Nú var tekið til við að skanna allt húsið öll vasaljós tínd til í hverfinu og leitað hátt og lágt í öllum skúmaskotum og ekkert fannst. Nú eins og áður sagði þá heyrðust öskrin vestur á firði og húsbóndinn sem er þar í útlegð hringdi heim og fékk þá þessar skelfilegu fréttir, hann hafði bar eitt ráð "settu brauðsneið á disk á gólfið og ef það er ekki búið að eiga við það á morgun þá er allt í stakasta lagi og mundu svo að' haf gluggann lokaðan". Já systir var ekki neitt smá ánægð með ráð bóndans eða hitt þá heldur.
Vonandi sofa þær mæðgur vel í nótt og mýsnar halda til fjalls það sem þær eiga heima.
Svona í lokin langar mig að þakka þeim sem voru hjá mér í kvöld fyrir ánægjulega kvöldstund og músar atriðið, eins öllum þeim sem sendu mér sms og hringdu.
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested