Leita í fréttum mbl.is

Mikið fjör mikið gaman

Ég tók daginn snemma síðastliðinn laugardag en það er orðið svo merkilegt með mig(hef heyrt af fleirum) ég vakan orðið óþolandi snemma um helgar en þennan laugardag var kallinn kom á lappir um 7:30 já góðan daginn. Það var alveg magnað veður þennan morgun og ég byrjaði að moka mig inn að útihurð Þjóðlagasetursins um kl 09 og var því verki lokið um kl 11 þetta var góð byrjun á afar góðum degi.

Ég var búin að bjóða nokkrum vinum og vandamönnum til samfagnaðar í tilefni afmælis míns, gleðin skyldi fara fram í Þjóðlagasetrinu og er það hús tilvalið fyrir smærri veislur og uppákomur. Enda kom í ljós að margir þeir sem mættu í gleðina höfðu aldrei komið í setrið, skemmst er frá því að segja að þetta tókst í alla staði alveg frábærlega. Ég var ekkert smá glaður að sjá frænku mína eða eiginlega stóru systir Bryndísi og Mumma manninn hennar en þau komu alla leið frá ísafirði.

Ég fékk Þórarinn Hannessonljóðskáld og trúbador til að koma og flytja lög úr smiðju sinni og tókst honum það afskaplega vel úr hendi og átti ég ekki von á öðru, þó var toppurinn þegar hann flutti lag eftir EAGLES mína uppálhalds hljómsveit. Tóti hafðu bestu þakkir fyrir og eins þið öll sem komuð hlóguð og sunguð og sögðu sögur með mér og mínum þetta var afar vel heppnað kvöld og gleymi ég því vonandi aldrei.

þar sem ég er búin að dásama daginn svona mikið þá verð ég að setja hérna slóð sem vísar á mjög flottar myndir úr Siglufirði þennan dag mikið af myndum af skíðasvæðinu og fræknum skíðaköppum, en bæjarstjóri okkar Þórir Kr Þórisson var góður á myndavélinni þennan dag. Endilega skoði þessa slóð

http://picasaweb.google.com/siglufjordur01/SkAsvISiglufirIOFl

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband