Leita í fréttum mbl.is

Siglufjörður miðstöð skútusiglinga í Norður Atlantshafi

Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður og ganga frá samningi við Sigmar B. Hauksson um að taka að sér verkefnastjórn. Þetta verkefni er að mínu mati og margra annarra mjög spennandi og á eftir að koma Siglufirði aftur á kortið sem "heimsbæ".

Verkefnið er nýsköpun og margfeldisáhrifin eiga eftir að verða mikil nái áformin að ganga upp, en það gengur út á það að Siglufjörður verði miðstöð skútusiglinag í Norður Atlantshafi. Um verður að ræða siglingakeppnir, skútuhótel og þjónusta við siglingafólk.

Í dag eru skútusiglingar orðnar mjög vinsælar og þeir sem þær stunda eru sífellt að  leita að nýjum svæðum og áskorunum.

Siglufjörður liggur vel við gagnvart siglingum um Norðurhöf t.d. á svæðinu Færeyjar-Ísland -Grænland. Hugmynd um siglingakeppni norður fyrir heimskautsbaug (Grímsey) er spennandi kostur og hefur aldrei verið framkvæmd, en hefur augljóslega aðdráttarafl fyrir skútusiglingafólk.

þar sem að ferðaþjónustan er orðin stóriðja á Íslandi þá ætti þessi hluti af ferðaþjónustu að falla vel að þeirri flóru sem yfir er og auka fjölbreytnina. Verkefnið mun að sama skapi styrkja ferðaþjónustu á Norðurlandi sem og um land allt.

Eftir kynningarfund með Sigmari um daginn þá er ekki vafi í mínum huga um að þetta á bara eftir að styrkja alla innviði okkar sem hér búum og ætlum að byggja í auknum mæli okkar afkomu á ferðaþjónustu. Ég sé fyrir mér siglingakeppni í beinni útsendingu á erlendum sjónvarpsstöðvum og stórfyrirtæki styðja við keppnina, ímyndið ykkur öll þau margfeldisáhrif sem þetta á eftir að hafa fyrir samfélagið allt.

Ég lofa því að um leið og línur fara að' skýrast þá á ég eftir að fjalla meira um þetta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 94408

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband