Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sótt um 3,2 miljarðar til úthlutunar 360 milljónir 2008 og 2009

Þá er komið að því að úthlutanir fari fram á þessum styrkjum sem áttu að bjarga landsbyggðar vandanum og mótvægisaðgerðir vegna þorsksniðurskurðar. Ljóst er að margir verða fyrir vonbrigðum, ég hef fjallað um þetta áður á blogginu og meðal annars velt því upp hvort að mótvægis aðgerða sé þörf á neysluborgarsamfélaginu?

Tekið af heimsíðu Byggðastofnunar

Mótvægisaðgerðir á sviði ferðaþjónustu og eflingu atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Alls bárust 543 umsóknir og sótt var um styrki til verkefna samtals að upphæð rúmlega 3,2 milljarða. Til ráðstöfunar eru 360 milljónir árin 2008 og 2009.

Þann 5. febrúar rann út frestur til að sækja um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar.  Alls bárust 303 umsóknir samtals rúmlega 1,8 milljarðar.

Skipting eftir svæðum er eftirfarandi:

Ferðaþjónusta:

SvæðiFjöldi umsóknaSamtals sótt um
Höfuðborgarsvæðið22147.040.000
Suðurnes858.000.000
Vesturland36212.544.925
Vestfirðir87489.564.758
Norðurland vestra41264.820.000
Eyjafjörður30191.920.000
Þingeyjarsýslur27149.780.000
Austurland37238.732.000
Suðurland1488.465.000
Samtals3031.840.966.683

Unnið er að mati á umsóknum og stefnt er að niðurstöður um styrkveitingar liggi fyrir í lok mars 2008.


Vill efla fótboltann úti á landi,Grétar Rafn ætlar að vera með fótboltaskóla á Íslandi ásamt Bolton

Á síðasta fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var eftirfarandi bókun:

Bæjarráð fagnar áformum Grétars Rafns Steinssonar, leikmanns Bolton Wanderers og íslenska landsliðsins um að starfrækja knattspyrnuskóla á Siglufirði í sumar



 

Tekið af heimasíðu fotbolti.net

"Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton Wanderers og íslenska landsliðsins stefnir á að vera með fótboltaskóla á Íslandi í sumar. Skólinn yrði í samstarfið við Bolton og myndu þjálfarar frá enska félaginu koma til landsins en væntanlega yrði um að ræða tvo námskeið til að byrja með, eitt á Siglufirði og annað á Akranesi.

,,Ég ætla að reyna að byrja með knattspyrnuskóla í sumar sem yrði fyrir krakka utan af landi. Mér finnst fótboltinn utan af landi hafa dalað mjög mikið síðustu tíu ár, þetta hefur færst nær höfuðborgarsvæðinu með tilkomu allra hallanna. Þetta er gert til að gefa krökkum á ákveðnum aldri tækifæri til að æfa eins og atvinnumenn og sjá hvað þarf að gera til að vera atvinnumenn,” sagði Grétar Rafn við Fótbolta.net um þessa hugmynd sína.

Grétar Rafn segir að margir leikmenn með íslenska landsliðinu og atvinnumenn undanfarin ár hafi komið utan af landi en sjálfur ólst hann upp á Siglufirði þangað til í þriðja flokki að hann gekk til liðs við ÍA og lék með Skagamönnum þar til hann fór í atvinnumennsku árið 2005.

,,Það er erfitt að láta drauma sína rætast þegar þú kemur frá litlum stað, maður veit það sjálfur. Þeir sem búa úti á landi þurfa að leggja helmingi meira á sig heldur en krakkar sem eru hjá stórum liðum. Þá ertu með hallirnar, þjálfarana, Reykjavíkurmót og öll þessi mót. Krakkar utan af landi þurfa að leggja harðar að sér og það gerir oftar en ekki það að verkum að þeir hafa þetta “Extra” sem krakkar út í heimi hafa ekki.”

,,Hugmyndin er að fá Bolton til liðs við mig, fara út á land og vekja athygli á fótbolta, fá fleiri í fótbolta og kenna krökkum hugarfarið og hvað þarf að gera til að verða afburðarknattspyrnumenn og komast í atvinnumennsku,”
sagði Grétar Rafn en hann vonast til að geta verið með námskeið á Siglufirði og Akranesi í sumar.

,,Ég er með tvo klúbba í huga, KS Siglufirði og ég myndi síðan líklega fara upp á Skaga. Ég myndi byrja þar sem ég þekki vel til og færa þetta síðan í framhaldinu á aðra staði og önnur landshorn. Núna er ég að hafa samband við þá sem ég þekki á Íslandi og styrktaraðila.”

,,Það er dýrt batterí að byrja með svona og núna er ég að fá fólk til liðs við mig, fólk sem hefur áhuga á að koma fótbolta utan af landi aftur á kortið. Vonandi eru einhverjir sem skoða síðuna og hafa áhuga á að hjálpa til við þetta og vera með mér í liði í að koma fótboltanum utan af landi aftur á kortið.”


Námskeiðin myndu standa yfir í fimm daga og dagskráin yrðu vel skipuð. Þjálfarar frá Bolton myndu koma og sjá um námskeiðið og íslenskir landsliðsmenn myndu kíkja í heimsókn.

,,Þetta yrðu fimm dagar, við fengjum þjálfara frá Bolton til að sjá um tæknilegu hliðina, taktík, mataræði og í raun sjá um allt og kenna krökkum að æfa eins og atvinnumenn. Leikmenn úr landsliðinu munu koma, ég verð þarna og ég mun fá leikmenn úr landsliðinu til að koma.”

,,Þetta yrði gert almennilega því að þetta er eitthvað sem þarf á Íslandi. Þetta er til í Reykjavík, það eru morgunæfingar og þetta er frábært hjá Arnóri (Guðjohnsen), Guðna (Bergsyni) og þessum köllum.”

,,Við erum það fámenn að við þurfum að búa til leikmenn allsstaðar að og við þurfum að fá fleiri í fótboltann til þess að halda áfram að búa til afburðaleikmenn. Ég held að þetta sé leiðin og ef fólk er tilbúið að hjálpa til við þetta þá eigum við eftir að búa til fleiri leikmenn í framtíðinni,”
sagði Grétar Rafn Steinsson að lokum við Fótbolta.net. "


Herhúsið

Í gær fór ég á málverkasýningu en Auður Aðalsteinsdóttir, listmálari sýndi málverk sem hún hefur unnið í Herhúsinu á síðustu vikum. Í Herhúsinu á Siglufirði er gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda eða aðra sem vinna að listsköpun.

Málverkin hjá Auði eru mjög tengd náttúrunni eða móður náttúru eins og hún komst að orði fallegir litir og var grænn allsráðandi og formið mjög flott, takk fyrir góða sýningu Auður og vonandi eigum við eftir að verða þeirra gæfu aðnjótandi að sjá meira eftir þig hérna á Siglufirði.

Ég vil hvetja alla þá sem stunda list af einhverju tagi að skoða þann möguleika sem Herhúsið býður uppá, það hlýtur að vera magnað að geta verið í eigin heimi(Herhúsinu) og unnið að sinni list.

 

Tekið af heimasíðu

Saga hússins.

Herhúsið var byggt árið 1914 og um áratuga skeið, á tímum síldarævintýrsins mikla, voru haldnar þar samkomur fyrir sjómenn og heimafólk, Guði til dýrðar. Frá fyrstu árum starfseminnar er til þessi lýsing Laufeyjar Þóroddsdóttur: "Enginn sem ekki hefur verið á samkomu á Siglufirði getur gert sér fulla grein fyrir hvernig hún fer fram. Þar eru samankomnir Baptistar, Medodistar, Pinsevenner, Kínatrúboðsmenn, Innratrúboðsmenn, KFUM meðlimir o.s.frv., en á Siglufirði eru þeir allir hermenn í Hjálpræðishernum, það er að segja þeir hópast um oss og taka þátt í starfi voru sem væri það þeirra eigið starf. Það er alls ekki sjaldgæft að heyra á einni samkomu vitnisburði á sænsku, norsku, dönsku, færeysku og íslensku. Allt fer mjög frjálslega fram, þeir sem hafa löngun til að vitna þeir gera svo".
Heimildir herma að sr. Bjarni Þorsteinsson, sóknarprestur, tónskáld og þjóðlagasafnari hafi látið flytja harmoníum kirkjunnar í Herhúsið og tekið þátt í samkomum þar ásamt konu sinni, Sigríði Blöndal, en hún lék á gítar og söng kvenna fegurst. Frá árinu 1980 dró mjög úr starfsemi Hjálpræðishersins og vorið 1999 komst húsið í eigu Herhúsfélagsins. Saga þess er nátengd sögu síldarbæjarins Siglufjarðar og bernskuminningar margra Siglfirðinga tengjast starfsemi hússins, kristniboði, söng og handavinnu undir leiðsögn norskra herkvenna.


Rífa þetta og rífa hitt

Vegna þeirrar miklu umræðu sem verið hefur vegna niðurrifa gamalla húsa þá datt mér í hug að setja hérna inn hluta af grein sem er á Sksiglo í dag.


Steingrímur er duglegur að segja sögu húsanna á Siglufirði og kemur margt skemmtilegt í ljós við lestur á sögu húsanna. Gott framtak Steingrímur og fróðlegt.
 
Aðalgata 27
Siglufirði - Norska sjómannaheimilið - Tónlistarskólinn – Fiskbúðir og....

fikarheimen010000_696

Saga þessa húss er mjög sérstök.
Og ástæður þess að það var byggt, aðstæðurnar hér á Siglufirði, voru svo óvenjulegar að líta má á sem einstakan kafla í sögu landsins.
Um þær verður að fjalla sérstaklega áður en kemur að húsinu sjálfu.

 

Aðdragandi húsbyggingar
Það er laugadagur í júlí 1914. Skip liggja bundin við bryggjur eða akkeri úti á firði. Skonnortur, slúppur, kútterar, barkar, gufuskip – 200 a.m.k., flest þeirra norsk.

Þeir halda hvíldardaginn heilagan. Um kvöldið hafa flestir sjómennirnir stigið á land – í sínu besta taui og spássera í kvöldblíðunni um moldargötur þessa ,,fiskernes Eldorado” Allar knæpur og ölstofur þéttsetnar og þjóruð er súrsaft sem ekki fer vel í þreytta og vansvefta sjóarana. Mannmergðin úti er á stöðugu iði eftir Aðalgötunni, inn í verslanir og um bryggjurnar. Harmóníkumúsík ómar sunnan frá hinu víðáttumikla Róaldsplani. Þar dansa sjöguttar og síldarjentur eftir nýjustu norsku danslögunum.


Fjölgun starfa og fjölbreytni í atvinnulífið

Ég var á ágætis fundi með Samfylkingarfólki í gærkvöldi þar voru meðal annars samgönguráðherra KLM og varaformaður flokksins Ágúst Ólafur, það var farið vítt og breytt yfir sviðið og fór nú ekki framhjá fundarmönnum að KLM líður vel í stól ráðherra og einnig í sjórnar samstarfinu en að hans mati er þetta óska ríkisstjórn. Það voru nú einhverjar efasemdir hjá einstaka fundarmönnum um að þetta væri sannleikur.

Eins og áður sagði þá var farið vítt og breytt yfir sviðið Ágúst talaði mikið um kjör eldri borgara og þeirra sem minna mega sín ég man eftir einu dæmi sem hann tók en það var um að lagt hafi verið niður komugjald barna á heilbrigðisstofnanir og er það rétt en Sveinn Björnsson(strigakjaftur) var nú ekki lengi að benda þeim félögum á að það hafi þá bara hækkað komugjald allra annarra þar á meðal elli og örorkuþega.

Það var auðheyrt á fundarmönnum að atvinnumál eru efst á baugi og skyldi engan undra eins og ástandið er í dag á okkar svæði, nú voru mál sveitarfélaga flutt á milli ráðuneyta fóru frá félagsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis, nokkrar umræður spunnust um nýútkomna könnun frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og er hún mjög áhugaverð en þar kemur meðal annars fram að störfum hins opinbera fjölgaði um 3000 á suðvesturhorninu en ekki nema um 100 í Eyjarfirði en hefðu þurft að vera 300 til að hafa sama vægi.

Ráðherra kom reyndar nokkrum sinnum inná það að það væri ekki lausn að fjölga bara opinberum störfum í sveitarfélaginu, af hverju hann nefndi þetta skil ég ekki það er ekki eins og við höfum verið að drukkna í flutningi opinbera starfa í Fjallabyggð allavega ekki ennþá.

 Svona að lokum þá fannst mér það standa uppúr hvað Samfylkingin ætlar að gera varðandi gjaldmiðilinn okkar krónuna, hjá Ágústi var þetta alveg ljóst það er ekki fólkinu i landinu bjóðandi að notast við þennan gjaldeyrir það verður að taka upp evruna og það strax.

Ég ætla ekki að ræða stöðu krónunnar eða gjaldeyrismál þjóðarinnar hér ég velti því fyrir mér hvort að Ágúst og co hafi ofmetnast við að komast í ríkisstjórn og gleymt því að þeir starfa með Sjálfstæðisflokknum sem hefur allt aðra sýn á þessi mál, eins og svo mörg önnur t.d. heilbrigðismálin svo eitthvað sé nefnt.

Ég velti því svo líka fyrir mér þegar ég heyrði KLM lýsa því yfir að hann hafi verið að hitta fólk fyrr um daginn afhverju hann hafi ekki heimsótt bæjarstóra Fjallabyggðar, þó ekki væri nema bara að fá upplýsingar um gang mála hjá sveitarfélaginu?


Það er mikið að einhverjir láta til sýn taka

Er þetta ekki bara í góðu lagi, láta aðeins til sýn taka? Erum við neitendur tilbúnir að láta ríkisvaldið og þessa aðila sem arðrændu neytendur með samráðsaðgerðum fyrir ekki svo löngu síðan að bjóða okkur hvað sem er?


mbl.is Vörubílstjórar stöðva umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fréttastofa Rúv á hælunum?

Það var gaman að sjá formann bæjarráðs Fjallabyggðar trítla í gegnum göngin í Héðinsfjörð, loksins er einangrun Héðinsfjarðar rofin og nú bíðum við eftir formlegri sprengingu ráðherra og fylgdaliðs.

Hef heyrt af því að gera eigi snúningsplan í Héðinsfirði og þegar formlegu sprengingunni lýkur gefst bæjarbúum kostur á að keyra í gegn þennan eina dag.

Það sem vakti athygli mína af fréttaflutningi þessum er einkum tvennt fyrir það fyrsta Stöð2 birti á mánudaginn ítarlega og vel unna frétt meðal annars sýndar myndir af starfsmönnum Metrostav og Háfells þegar þeir fögnuðu áfanganum, en frétt Rúv sólarhring seinna var mun styttir og snubbóttari (að mínu mati).

En það sem mér fannst einna ömurlegast hjá Páli sjónvarpsstjóra og fréttaþuli var að í tíu fréttunum þá var farið yfir helstu fréttir klukkan sjö og viti menn ekki minnst einu orði á þessa frétt jú afsakið þeim tókst klukkan sjö að fara rangt með hver var verktaki og urðu að leiðrétta.

Nei það þótti til dæmis merkilegra að fjalla enn og aftur um eldgamla hauskúpu og er búið að tyggja á þessari ekki frétt síðan á sunnudag og kom svo í ljós að hún hefur verið notuð sem öskubakki af eigandi sínum.

Þetta fær mann til að hugsa um hlutleysi fréttamanna og þá væntanlega fréttastjóra, en það er mörgum ljóst að mjög margir meðal annars fjölmiðlamenn eru á móti þeirri framkvæmd sem Héðinsfjarðargöng eru og reyndar með margar aðrar framkvæmdir úti á landi.

Ég skil ekki hvernig (sá afar leiðinlegi mitt mat) Egill Silfur Helgason getur fullyrt án nokkurs rökstuðnings að þessi framkvæmd sé sú vitlausasta í sögu lands og þjóðar, og er á launum hjá mér og öðrum já með sinn eigin sjónvarpsþátt.

Ég sem skyldugreiðandi af Rúv og að auki gamall skólabróðir Þórhalls Gunnarssonar Kastljós (forstjóra) krefst þess að fá þó ekki væri nema þrjátíu mínútur á viku til að segja mínar skoðanir og er ég líka tilbúin að taka nokkra í viðtala og leifa þeim að hafa nokkur orð.

Að mínu mati er það bara sanngjörn krafa og ég er ekki leiðinlegri en rauðkrullaða silfrið að sögn vina minna og eru þeir ekki fáir skal ég segja ykkur, ég hef von bráðar söfnun undirskrifta og óska eftir stuðningi ykkar lesendur góðir.


Fortíð og framtíð

 Ég set stundum svona hugrenningar á blað, þetta kallast ekki skáldskapur heldur meira svona "pæling" hér er ein slík......

Fortíð og framtíð Siglufjarðar

Það var mikil vinna og mikið af fólki í firðinum allir voru að vinna Í síldinni silfri hafsins og peningalyktin var yfir öllu og í öllu meira að segja þvottinum á snúrunum. Það þótti sjálfsagt að bræðslulyktin væri í þvottinum en ekki Ariel ultra eins og allir vilja hafa í dag. Það var innilokað meirihluta vetrar og einungis sjóleiðin fær. I dag er ekki eins mikið af fólki bræðslulyktin er farin það er eiginlega engin lykt í dag nema kannski þá svona Ariel ultra sem bregður fyrir vitin annað slagið. Það er ferðamaðurinn sem margir veðja á og er allskonar lykt sem fylgir honum og mikið af fólki sem vinnur í kringum hann, en ferðamaðurinn er ekki silfur hafsins hann er annarskonar silfur kannski bara gull. Það eru göng á báðar hendur og auðvelt að komast á milli staða nú verða allir á faraldsfæti í gegn og allt um kring.


Á skíðum skemmti ég mér trallala

Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið sá allra besti í Skarðinu þessa pákanna. Ég og yngir geimsteinninn vorum mætt á svæðið hálfellefu og voru ekki margir mættir en fljótlega uppúr ellefu fór að fjölga svo um munaði á svæðinu.

Veðrið var alveg magnað sól og bongó blíða enda náði maður að skíða margar ferðir án þess að bíða í röð, ég veitti því athygli að heimamenn vor þeir óþolinmóðustu í röðunum enda það eitthvað sem við þekkjum ekki, þeir sem koma úr fjölmennara samfélagi þekkja þetta mun betur og eru ekkert að kippa sér upp við það þó bíða þurfi í fimm mínútur í röð.

Ég hafi ætlað mér að sjá báða leikina sem voru á dagskrá i ensku deildinni en vegna blíðu og góðs færis í fjallinu þá tímdi maður ekki að fara, fór svo síðustu ferðina sem byrjað í neðstu lyftu og alla leið á toppinn(Bungu) og skíðaði þetta niður í einum áfanga og viti menn ég hreinlega víbraði þegar niður var komið kallinn alveg búin á því enda ekki nein smá leið(ekki lélegt form) alveg magnað verð að segja það. Síðan var farið og horft á leikinn og mínir menn unnu það var alveg til að toppa daginn.

Sat við hlið ungs manns sem er mikill Arsenla maður(greyið) og þvílík gleði sem braust fram þegar þeir náðu að skora gaman að fylgjast með því, en mínir menn eru ósigraðir á heimavelli í síðustu sjötíu og sjö leikjum og það var engin breyting á bættu bara í og unnu verðskuldað tvö- eitt, já það á alltaf að spyrja að leikslokum enginn leikur er búinn fyrr en dómarinn hefur flautað til leiksloka.

 


Komnir í Héðinsfjörð

það var mikil gleði í herbúðum starfsmanna Metrostav þegar þeir sáu ljósið birtast í síðustu sprengingu en þá komust þeir í Héðinsfjörð.  Að sögn heimildarmanna þá verður formleg sprenging eftir tvær vikur þar sem ráðherrar og aðrir verða viðstaddir síðan gefst fólki kostur á að keyra í gegn þennan eina dag og skoða herlegheitin, ekki amalegt það.

Tekið af heimsaíðu Lífið í Fjallabyggð

Það var lítið hrópað við samskonar tækifæri árið 2008, en það væri synd að segja að ekki hafi legið vel á Metrostav mönnum og þeir brosað blítt, sem og aðrir sem voru viðstaddir “síðustu” sprenginguna í Héðinsfjarðargöngum í dag föstudaginn 21. mars klukkan 17:30, er dagsbirtan frá Héðinsfirði lýsti upp gangamunnann að austanverðu.
Tappar voru dregnir úr nokkrum flöskum og skipst á handatökum og faðmlögum

2008-03-21_17-56-07_086


Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband