Leita í fréttum mbl.is

Fjölgun starfa og fjölbreytni í atvinnulífið

Ég var á ágætis fundi með Samfylkingarfólki í gærkvöldi þar voru meðal annars samgönguráðherra KLM og varaformaður flokksins Ágúst Ólafur, það var farið vítt og breytt yfir sviðið og fór nú ekki framhjá fundarmönnum að KLM líður vel í stól ráðherra og einnig í sjórnar samstarfinu en að hans mati er þetta óska ríkisstjórn. Það voru nú einhverjar efasemdir hjá einstaka fundarmönnum um að þetta væri sannleikur.

Eins og áður sagði þá var farið vítt og breytt yfir sviðið Ágúst talaði mikið um kjör eldri borgara og þeirra sem minna mega sín ég man eftir einu dæmi sem hann tók en það var um að lagt hafi verið niður komugjald barna á heilbrigðisstofnanir og er það rétt en Sveinn Björnsson(strigakjaftur) var nú ekki lengi að benda þeim félögum á að það hafi þá bara hækkað komugjald allra annarra þar á meðal elli og örorkuþega.

Það var auðheyrt á fundarmönnum að atvinnumál eru efst á baugi og skyldi engan undra eins og ástandið er í dag á okkar svæði, nú voru mál sveitarfélaga flutt á milli ráðuneyta fóru frá félagsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis, nokkrar umræður spunnust um nýútkomna könnun frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og er hún mjög áhugaverð en þar kemur meðal annars fram að störfum hins opinbera fjölgaði um 3000 á suðvesturhorninu en ekki nema um 100 í Eyjarfirði en hefðu þurft að vera 300 til að hafa sama vægi.

Ráðherra kom reyndar nokkrum sinnum inná það að það væri ekki lausn að fjölga bara opinberum störfum í sveitarfélaginu, af hverju hann nefndi þetta skil ég ekki það er ekki eins og við höfum verið að drukkna í flutningi opinbera starfa í Fjallabyggð allavega ekki ennþá.

 Svona að lokum þá fannst mér það standa uppúr hvað Samfylkingin ætlar að gera varðandi gjaldmiðilinn okkar krónuna, hjá Ágústi var þetta alveg ljóst það er ekki fólkinu i landinu bjóðandi að notast við þennan gjaldeyrir það verður að taka upp evruna og það strax.

Ég ætla ekki að ræða stöðu krónunnar eða gjaldeyrismál þjóðarinnar hér ég velti því fyrir mér hvort að Ágúst og co hafi ofmetnast við að komast í ríkisstjórn og gleymt því að þeir starfa með Sjálfstæðisflokknum sem hefur allt aðra sýn á þessi mál, eins og svo mörg önnur t.d. heilbrigðismálin svo eitthvað sé nefnt.

Ég velti því svo líka fyrir mér þegar ég heyrði KLM lýsa því yfir að hann hafi verið að hitta fólk fyrr um daginn afhverju hann hafi ekki heimsótt bæjarstóra Fjallabyggðar, þó ekki væri nema bara að fá upplýsingar um gang mála hjá sveitarfélaginu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband