Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 10:33
Vilji til að halda byggingu tónlistarhússins áfram, forgangsröðun á hreinu hjá báðum ríkisstjórnum
tekið af www.visir.is
Það má ekki gerast að tónlistarhúsið verði gapandi sár í miðborginni, segir menntamálaráðherra. Borgarstjóri og menntamálaráðherra munu hittast í næstu viku til að fara yfir hvernig ríki og borg geti haldið áfram með verkefnið.
Fréttastofa Stöðvar tvö sagði frá því í gær að Portus hafi gefist upp á verkefninu. Félagið hafði verið í viðræðum við Austurhöfn, sem er í eigu ríkis og borgar, um að yfirtaka verkefnið en engin niðurstaða hafði fengist. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir pólitískan vilja fyrir því að halda verkefninu áfram.
Náist ekki samkomulag milli ríkis og borgar að halda verkinu áfram er gert ráð fyrir að framkvæmdir muni stöðvast í næstu viku. Ekki náðist í Sigurð Ragnarsson, framkvæmdastjóra Austurhafnaverkefnisins hjá íslenskum aðalverktökum, til að svara því hvort að einhverjum af þeim 200 starfsmönnum sem vinna að byggingu hússins hafi verið sagt upp störfum.
Þorgerður Katrín segir mikilvægt að halda verkinu áfram m.a. til þess að halda uppi atvinnustiginu í landinu.
Eftirfarandi er tekið af heimasíðu Samfylkingar
Nýtt jafnvægi í efnahagsmálum
Brýnasta hagsmunamál heimilanna og fyrirtækjanna í landinu er að endurheimta jafnvægi í efnahagslífinu og tryggja þannig lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Endurskoða þarf skattkerfið og almannatryggingarnar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks og leggja grunn að réttlátari tekjuskiptingu. Samfylkingin vill:
- Efna til náins samstarfs milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir á sviði efnahags- og félagsmála sem myndað geti þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum.
- Tryggja jafnvægi og ábyrgð í hagkerfinu sem er forsenda þess að vextir og verðbólga lækki til muna og gengisstöðugleiki aukist.
- Bæta skipulag hagstjórnar af hálfu hins opinbera til þess að efnahagsaðgerðir verði samstilltar og markvissar.
- Ákvarðanir um stórvirkjanir og tengdar framkvæmdir verði teknar með tilliti til umhverfissjónarmiða og jafnvægis í efnahagsmálum.
- Setja hagstjórninni þau markmið að þjóðin hafi í næstu framtíð raunhæft val um inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru.
Ég get ekki stillt mig um að feitletra eins og sést ekki ætla ég Samfylkingu að standa við allt sem hún segir, einfaldlega vegna þess að margt hefur breyst í heiminum eftir að hún komst til valda og þá ekki til góðs.
Nei það sem ég feitletra er áhugavert að mínu mati í ljósi orða ráðherra íþrótta og menntamála hérna að ofan. Spennandi að sjá hver verður forgangsröðun hjá þessum tveimur ríkisstjórnum á klakanum kalda.
Annarsvegar sú er kennir sig við einstaklingsfrelsi og allt gefins til vina og flokksfélaga.
Og svo hinnar sem kennir sig við jafnaðarmennsku og 50+ og fjölgar vinum og félögum í sendiherraembættum og annarstaðar sem þarf að koma sínum að.
28.11.2008 | 17:34
Fór eins og Gvend grunaði
Ég var búin að nefna fyrr í dag hvað leiðir ég teldi líklegar til niðurskurðar hjá RÚV, og viti menn það fór eins og Gvend grunaði.
Óðinn segir að harkalegasti niðurskurðurinn verði í íþróttafréttum, en þar er bæði sagt upp fréttamönnum og tæknifólki. Við lítum ekki á þær sem okkar innstu kjarnastarfsemi. Það er auðvitað umdeilanlegt og menn geta haft ýmsar skoðanir á því, en ég valdi þessa leið," segir hann.
Þá er niðurskurður á vaktinni hér, í veffréttunum og á svæðisstöðvunum, en reyndar bara á Akureyri," segir Óðinn. Þegar menn neyðist til þess að skera niður þurfi að forgangsraða. Mín forgangsröðun gengur út á að styrkja okkur í innlendum fréttum á þessum tímum," segir hann. Innlendu fréttirnar verði ekki veiktar með beinum hætti, nema helst á vefnum.
Hann segir ekki hægt að líta svo á að verið sé allt að því að leggja svæðisútvörpin niður með sparnaðaraðgerðunum. Nei, þvert á móti," segir Óðinn. Verið sé að hætta með svæðisbundnar útsendingar, en fólkinu sem verði eftir verði ætlað að setja inn fréttir á landsrásir RÚV. Áætlunin gengur út á það að það muni styrkja innlenda fréttahlutann," segir Óðinn.
Undanfarið hefur RÚV verið með tvær fréttamannastöður erlendis, í London og í New York. Óðinn segir að staðan í Lundúnum verði lögð af í tengslum við aðgerðirnar, en fréttamaðurinn sem hefur starfað þar komi til starfa hjá stofnuninni hér heima. Staðan í New York sé í skoðun.
Eftir þennan lestur þá mætti ætla að Ragnar Reykás hafi talað í gegnum Óðin Jónsson í þessu viðtali þetta getur ekki verið meira í hringi eða hvað?
Svo hlustar maður á það á Rúvak að svæðisútvarpið verði lagt af já það er ekki að spyrja af hagfræði 101.
Ég legg til að Páll Magnússon taki poka sinn og hatt.
Kemur á versta tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 11:10
RÚV sker niður
Það hlaut að koma að þessu, ég giska á að svæðisútvörpin verði skorin niður og ungt og efnilegt fólk verði látið taka poka sinn.
Ekki er von á að sjónvarpsrásum fjölgi eða hvað?
Boðað til starfsmannafundar hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 22:35
Tillögur um RÚV að fæðast, já já er það ekki
"Orðið á götunni er að nú fari að styttast í tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um aðgerðir til að jafna samkeppnisskilyrði á fjölmiðlamarkaði. Starfshópur um þessi mál er sagður skila af sér öðru hvorum megin við helgina.
Tillögurnar munu ganga út á að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði verði takmörkuð. Jafnframt er leitað leiða til að bæta RÚV með einhverjum hætti upp tekjumissinn sem af því hlýst." www.eyjan.is
Hvernig er þetta með RÚV það heldur úti einni sjónvarpsrás, tveimur útvarpsrásum og fimm svæðisstöðvum að ég held.
Ég hef aldrei skilið það a fhverju þarf að senda t.d. tvo íþróttafréttamenn á leiki erlendis til þess að lýsa sama handknattleiksleiknum annarsvegar í sjónvarpi og hinsvegar á Rás2, hverslags bull er þetta?
Er ekki hægt að notast við einn lýsanda og svo þetta með að hafa eina sjónvarpsrás á 21. öld hverslags þjónusta er þetta eiginlega við okkur skildu áskrifendur mar getur varla orða bundist svei mér þá.
Að RÚV skuli svo vera á almennu auglýsingamarkaði setur svo punktinn yfir alla vitleysuna, það eru risaeðlur þarna innandyra sem ekki má hreyfa við og framkvæmdastjóri og sviðstjórar sem eru á mega launum og ekki má gleyma bílastyrk útvarpsstjóra.
Ég er þess full viss að það er líka mjög hæft fólk sem starfar hjá Rúv á mörgum sviðum en fær ekki notið sýn vegna innri aðstæðna, það verður að skera þessa stofnun upp núna á krepputímum og endurskipuleggja og nútímavæða strax.....
24.11.2008 | 15:10
Dr. Gylfi Zoëga, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Sjá nánar á www.samband.is
Staða efnahagsmála orsakir og framtíðarhorfur
Dr. Gylfi Zoëga, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Síðustu fréttir af hagtölum síðustu mánaða
Einkaneysla dróst saman um 3,2% milli ára.
Fjármunamyndun er talin hafa dregist saman um fjórðung. Mestu skiptir þar rúmlega 30% samdráttur atvinnuvegafjárfestingar, en íbúðafjárfesting dróst samanum rúmlega fjórðung og fjárfesting hins opinbera dróst saman um rúmlega 1½%.
Þjóðarútgjöld drógust saman um 8%. Hafa þau ekki dregist meira saman frá því að farið var að birta ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga árið 1997.
Innflutningur dróst saman um 12% og verður að leita aftur til fyrsta fjórðungs ársins 2002 til að sjá meiri samdrátt innflutnings.
Áætlað er að viðskiptahallinn hafi numið 35% af landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi og skýrist hallinn að langmestu leyti af neikvæðum jöfnuði þáttatekna.
Nýskráningar bifreiða voru 72% færri í ágúst en fyrir ári. Kaupmáttur minnkaði um 4,7% milli ára og hefur ekki minnkað jafn mikið frá því íoktóber 1993.
Hættulegt ástand!
Eignaverð innan lands sem utan fara lækkandi. Skuldir fyrirtækja hækkandi vegna gengisþróunar.
Þetta veldur gjaldþrotum og útlánatapi fjármálastofnana. Vextir seðlabankans og útlánavextir banka mjög háir.
Því meiri verðbólga, þeim mun lengur verða háir vextir. Háir vextir eyða eiginfé fyrirtækja, bankakreppa ef eigið fé bankanna rýrist um of
Október
Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna.Hrun gjaldeyrismarkaðar.
Yfirvofandi gjaldþrot fjölda fyrirtækja og mikið atvinnuleysi.Mikil lífskjaraskerðing.En;
Umsnúningur í viðskiptum við útlönd, afgangur á vöruskiptum
Framtíðin:
Gjaldþrot, atvinnuleysi og lífskjaraskerðing til skamms tíma, ca. út árið2009.
En betri tíð þegar til lengri tíma er litið:Þjóð sem lifir á verðmætasköpun og útflutningi en ekki á lántökum ogeignabraski, útflutningur stóreflist en innflutningur, byggingastarfsemi ogfjármálastarfsemi dregst saman.Þjóð sem safnar eignum en ekki skuldum í útlöndum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 12:55
Aðhalds skal gætt í rekstri Fjallabyggðar, laun bæjarfulltrúa lækka um 10%
Eftir 115. fund bæjarráðs Fjallabyggðar í gær þá er alveg ljóst að við þurfum að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins. Við sveitarstjórnafólk leggjum til að laun og nefndarlaun okkar lækki um 10 % og viljum með því setja ákveðið fordæmi.
Það veldur mér og öðrum bæjarfulltrúum áhyggjum að ekki er enn ljóst hvort og hversu mikið framlag Jöfnunarsjóðs verði til sveitarfélaga og er sú óvissa óviðunandi öllu lengur.
Meðan þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er erfitt eða nánast illmögulegt að vinna í áætlun þegar svo stórar forsendur liggja ekki ljóst fyrir.
það er staðreynd að Fjallabyggð eins og mörg önnur sveitarfélög hafa fengið verulegar fjárhæðir frá Jöfnunarsjóði undan farin ár og mikilvægt er að framlagið skerðist sem minnst.
Það var viðtala við ráðherra sveitarstjórnarmála KLM á mbl.is fyrir ekki svo löngu síðan og þá sagðist hann gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja framlagið frá Jöfnunarsjóði, ég verð að treysta því að ráðherra standi við orð sín í þessum efnum.
Ef að framlag Jöfnunarsjóðs verðu með sama hætti og undanfarið ár þá breytast forsendur þeirrar áætlunar sem við höfum lagt upp með. Og meiri möguleiki á framkvæmdum og frekari uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Eftir að hafa fundað með sviðstjórum og forstöðumönnum sveitarfélagsins þá væri áhugavert ef þú lesandi góður hefur tillögur um hagræðingu og aðhald í rekstri sveitarfélagsins gætir sent mér línu og henni verður komið á framfæri.
Ákveðið var að leggja eftirfarandi línu af bæjarráði
"Farið var yfir fjárhagsáætlunartillögur sem eru til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við áætlunargerð 2009 að:
Nefndarlaun og laun bæjarfulltrúa lækki um 10%.
Aðhalds verði gætt með því að takamarka innkaup við það sem bráðnauðsynlegt er að endurnýja.
Tryggingar, sími og tölvuþjónusta, verði boðin út.
Ferðakostnaður bæjarfulltrúa og starfsmanna verði lágmarkaður.
Samningsbundnar akstursgreiðslur verði endurskoðaðar.
Stefnt verði að því að tryggja sem mesta vinnu í byggðarlaginu með ýmsum aðgerðum.
Upphæð til styrkúthlutunar hækki ekki milli ára.
Í ljósi aðstæðna leggur bæjarráð til að fyrirhuguðum bæjarstjórnarfundi næsta þriðjudag, verði frestað. "
20.11.2008 | 22:39
Ótrúleg lýsing á ástandinu í Finnlandi þegar þeir bjuggu við kreppu..
Eins og ég hef komið inná áður í mínum skrifum þá var ég staddur sl fimmtudag og föstudag á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Mig langar að deila með þér lesandi góður þeim fyrirlestri sem Sigurbjörg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bjálkans ehf flutti og fjallar um ástandið í kreppu sem frændur vorir Finnar gengu í gegnum 1991-1995 og afleiðingar og eftirköst.
Mig langar einnig að nefna til marks um þátttöku kvenna í sveitarstjórnarmálum þá var um tíma eingöngu konur við háborðið. Sveita bæjar og borgarstjóri þetta er mjög jákvætt og verður vonandi áfram, ég held að móðurumhyggjan sé mikilvæg á þeim tímum sem við eru gengin inní. Ekki að ég sé að gera lítið úr föðurumhyggju það er af og frá.
Óhætt er að fullyrða að fundargestir voru orðnir daprir á svip og svei mér þá að ef ekki mátti sjá tár á hvarmi svo magnþrungin var lýsing Sigurbjargar, sjálfur fékk ég mikinn hroll þegar talað var um dópsala fyrir utan grunnskóla.
Vonandi getum við lært af þeim misstökum sem gerð voru í Finnlandi, þó svo að ekki sé hægt að stílfæra þeirra lausnir og Svía yfir á okar samfélag því jú eins og við vitum eru þjóðirnar misjafnar að upplagi og aðstæður einnig misjafnar.
Hér er slóðin
http://www.samband.is/files/1605393448Sigurbjorg.pdf
20.11.2008 | 11:39
VERÐ landsframleiðsla hvað er það??
Halló hvernig er það með þá sem skrifa á mbl.is þarf það fólk ekki að hugsa aðeins meira en fréttin fer í loftið?
Verð landsframleiðsala hvað er það? Kannast verg landsframleiðsla en aldrei heyrt um verð í þessu sambandi, klaufa villa og VERÐur vonandi löguð strax.
Fyrsti samdrátturinn í sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 23:44
Laun hækka hjá sumum meðan aðrir skera niður sín laun og segja upp fólki
Ég ætla að leggja það til við þingmenn ráðherra og síðast og ekki síst forseta vor að úr þeirra munni komi tillaga um að þeir taki á sig launalækkun á árinu 2009 og hún verði 10-15%.
Með þessu eru þeir að sýna gott fordæmi og leggja "eitthvað" í púkkið á þessum síðustu og verstu, ég hef fyrir því áreiðanlegar heimildir að hjá nokkrum sveitastjórnum sem eru að reina að vinna í fjárhagsáætlun ársins 2009 ætli að gera eitthvað í þessa áttina og sýna þannig fordæmi fyrir niðurskurði sem virðist vera óumflýjanlegur hjá mörgum sveitarfélögum.
Aðeins að fjárhagsáætlun 2009 sem margir sveitarstjórnarfulltrúar sitja sveittir yfir þessa daganna er það helst að frétta að fólk er komið í strand, ástæðan er einfaldlega sú að ríkið hefur ekki klárað sýna fjárlagagerð og þar af leiðandi eru forsendur mjög óljósar þannig erfitt er að áætla svo einhverju viti sé við komandi.
annars tók ég þessa frétt af visir.is og það er ástæða þessara skrifa....
"Alþingismenn, ráðherrar og aðrir opinberir embættismenn fengu ríflega launahækkun aðeins mánuði áður en bankarnir hrundu. Ekki stendur til að endurskoða þá hækkun.
Kjararáð ákvað að í lok ágúst að hækka laun þeirra sem undir ráðið heyra um rétt rúmar 20 þúsund krónur. Hækkunin var afturvirk um fjóra mánuði og því fengu þeir eingreiðslu upp á rúmar 80 þúsund krónur.
Í ákvörðun Kjararáðs er meðal annars vísað til samninga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins - sem gerðir voru í byrjun árs - en þar var áhersla lögð á að bæta lægstu laun á vinnumarkaði.
Þannig hækkaði þingfararkaup úr fimmhundruð fjörtíu og tvö þúsund krónum í 562 þúsund.
Laun ráðherra hækkuðu úr níu hundruð sjötíu og tvö þúsund krónum í níu hundruð nítíu og tvö þúsund.
Laun forseta Ísland hækkuðu úr einni milljón átta hundruð og sjö þúsund krónum í eina milljón áttahundruð tuttugu og sjö þúsund krónur.
Á síðustu vikum hafa um eitt þúsund og fjögur hundruð manns misst vinnuna. Seðlabankinn spáir því að atvinnulausum muni fjölga hratt á næstu mánuðum og að atvinnuleysi verði orðið um tíu prósent í lok næsta árs.
Mörg fyrirtæki hafa einnig boðað launalækkanir til að takast á við yfirstandandi efnahagsþrengingar.
Í lögum um kjararáð segir að ætíð skuli taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.
Guðrún Zoöega, formaður Kjararáðs, sagði - í samtali við fréttastofu - að ekki standi þó til að endurskoða ákvörðun ráðsins frá því í ágúst - að minnsta kosti ekki eins og sakir standa.
Þannig á meðan almenningur í landinu þarf að búa við atvinnumissi og launalækkanir fá æðstu starfsmenn ríkissins sannkallaðan kreppubónus."
13.11.2008 | 15:45
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2008 í Rvík í dag og morgun
Þá er maður mættur í höfuðstað kreppunnar sjálfa Reykjavík, óhætt er að segja að það er annar bragur á öllu í dag en var 2006 og 2007 annars átti ég ekki heimangengt 2007.
En árið 2006 voru mörg góð erindi flutt eins og reyndar eru alltaf á þessari ráðstefnu, en mér er minnistætt þegar Landsbankinn sálugi bauð sveitarstjórnarmönnum í heimsókn í aðalstöðvarnar á fimmtudagskvöldinu og þar tóku starfsmenn á móti okkur með léttum veitingum og kynningu á ýmsu því sem bankinn hafði uppá að bjóða í sínum viðskiptum.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2008 í Rvík í dag og morgun
það var virkilega vel tekið á móti fólkinu og man ég sérstaklega þegar við vorum sem flest niðri á gólfi þegar Björgólfur kemur gangandi niður tröppurnar og veifa til allra en þá var hann með erlenda gesti gott ef hann var þá ekki að kaupa West Ham.
Vinkið frá Björgólfi var flott og þar fór virðulegur leiðtogi sem vann frameftir og allir dáðust að. Já það er stutt á milli hetju og skúrks eins og mér heyrist margir tala í dag.
þegar ég hugsa til baka þá hvarflaði ekki að manni að ástandið yrði eins og það er í dag, gjaldeyrisskömmtun starfsmenn uppi í Seðlabanka að ákveða hvaða lyf á að flytja inn og hvaða ekki svo dæmi sé tekið.
Hef heyrt af því að sveitarstjórnarmönnum verði boðið uppá eina með öllu á Bæjarins Bestu já Íslenskt já takk :)
Annars er spennandi dagskrá í dag og svo aftur á föstudaginn.
09:30 | Skráning og afhending fundargagna |
10:00 | Ræða formanns sambandsins Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga |
10:20 | Ræða fjármálaráðherra Árni Mathiesen fjármálaráðherra |
Fyrirspurnir og umræður | |
11:00 | Hvert stefnir í fjármálum sveitarfélaga? Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga |
11:20 | Lánasjóður sveitarfélaga |
Fyrirspurnir og umræður | |
12:15 | HÁDEGISVERÐUR |
13:30 | Sveitarfélögin á tímamótum Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála og samgönguráðherra |
13:45 | Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar breyttar forsendur, breyttar áherslur Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri |
14:00 | Áætlunargerð í skugga kreppu Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar |
14:15 | Lítið sveitarfélag í ótryggu umhverfi Eyrún I. Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps |
14:30 | Almennar umræður um fjármálalega stöðu sveitarfélaga |
15:30 | KAFFIHLÉ |
15:50 | Kreppan í Finnlandi, hlutverk sveitarfélaga og atvinnuuppbygging á erfiðleikatímum Sigurbjörg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bjálkans ehf. |
Fyrirspurnir og umræður |
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested