Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
11.11.2008 | 21:12
Vodafone bjargaði bæjarráði
Ég má til með að setja á "blað" upplifun mína og samherja í bæjarráði Fjallabyggðar í gær.
Þannig er mál með vexti að bæjarráð er að hitta alla forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins, en verið er að vinna í fjárhagsáætlun fyrir 2009.
Ákveðið að byrja í Ólafsfirði og enda svo í dag á Siglufirði, nú við lögðum af stað bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og fjármálastjóri lagt af stað kl 8 og ákveðið að fara Lágheiði enda ekki nema 60km á milli bæjarhluta.
það rigndi á Sigló þegar við leggjum af stað allir í betri fötum og blankskóm, það byrjar svo að hríða þegar komið er í Almenninga enda kannski ekki við öðru að búast kominn í Skagafjörðinn heimkynni ísbjarna á Íslandi.
Áfram er haldið bæjarstjórinn keyrir (sunnlendingur) mikið skrafað og málin rædd í þaula enda gott í þessum ferðum að fara yfir stöðuna. Nú við erum svo að leggja í hann á Lágheiði þegar við náum tveimur jepplingum sem eru á sömu leið fyrstu bílar og ekið rólega.
Svolítill snjór er kominn efst á heiðina og vill ekki betur til en svo að fremsti bíllinn rennir útaf, sem betur fer ekki á neinni ferð og nær að stoppa áður en í óefni er komið.
Á nákvæmilega sama stað komu ég og formaður bæjarráðs að bíl fyrr í vetur sem hafði farið útaf en því miður þá fór hann á hliðina en enginn slys á fólki.
Við stoppum og spjöllum við ökumanninn ungur drengur en rétt á eftir okkur kom öflugur jeppi sem náði að draga hann upp.
Við komum í Ólafsfjörð um 9:30 og strax stokkið í kaffikönnuna og heilsað uppá liðið, síðan tóku við fundir með starfsmönnum og stóðu þeir til kl 15:20.
Þá var komið að því að halda heim í vesturbæinn hvort á nú að fara Lágheiði eða lengri leiðina í gegnum Dalvík; Öxnadalinn og Skagafjörð ekki vænlegur kostur enda tekur þetta tæpa þrjá tíma.
Við höldum á Lágheiði allavega prufum og ég fullur bjartsýni að þetta sé nú ekkert mál, það er farið að reyna svolítið að jeppann þegar við komum að Bakka.
Fjármálastjórinn hringir og lætur vita að við séum á leið uppá heiðina. Nú það gerist svo að jeppinn festist við ekki kominn á há heiðina og búmmm pikkfastur.
Bæjarstjórinn (sunnlendingur:) ) við stýrið nú eru úr vöndu að ráða við utan símasvæðis allir taka upp gemsanna ekkert merki og allir á blankskóm og engin skófla í bílnum.
það var varla hægt að vera verr útbúinn, ég fer út og byrja að sparka og krafla frá dekkjunum, Jónína labbar aðeins lengra og kemur með þær gleðifréttir að það sé ekki svo mikill snjór framundan.
Það voru tveir kuldagallar og húfur og vettlingar í bílnum Óli og Egill skella sér í galla og byrja að moka með plastlokinu af kassanum sem gallarnir eru geymdir í og þar sem skóflurnar áttu að vera líka....
Ég fer inní bíl að ná í mig smá hita og viti menn síminn minn hringir já Vodafone IS takk fyrir þetta er félagi minn að upplýsa mig um stöðu verkefnis sem við þurftum að skila af okkur. Langt síðan ég hef verið svona ánægður að heyra í símanum hringja.
Ég þurfti svo mikið að flýta mér að segja honum að við værum fastir uppá Lágheiði og biðja hann að hringja og senda björgunarsveitina að bjarga bæjarráði. það var eins og þetta væri mitt síðast símtal á ævinni, allavega hlógu þau mikið Jónína og Þórir bæjar og bílstjóri..
Við vorum ekkert að segja mokstursmönnum okkar frá því að björgunarsveitin væri á leiðinni að sækja okkur enda eins gott þeir mokuðu undan bílnum og við ýttum honum svo í gegnum skaflinn.
Nú það varða að halda áfram hvergi hægt að snúa við og viti menn við komumst niður af heiðinni og stoppuðum á innsta bænum í Fljótunum og fengum að hringja og afturkalla björgunarsveitina en hún var sem betur fer ekki kominn neitt langt.
Og viti menn við græddum hálftíma á þessu brasi okkar en það sem er skemmtilegast er að segja frá því að við mokuðum upp bílinn í jakkafötum með bindi og blankskóm.
Svo var núna að enda bæjarstjórnarfundur og þurftu bæjarfulltrúar í Ólafsfirði að koma lengri leiðina en í þetta ferðalag fara um 6 tímar. Já við bíðum spennt eftir því að það opnist á milli með Héðinsfjarðargöngum.
9.11.2008 | 10:28
Sprotafyrirtækið SiglÓL stofnað
Eflaust finnst mörgum það full mikil bjartsýni á þessum tíma fjármálahruns og óvissu um framtíðina að stofna fyrirtæki. Við félagarnir sem stöndum að stofnun þessa fyrirtækis erum engu að síður bjartsýnir og miðað við þær móttökur sem við höfum fengið er ekki ástæða til annars.
Ég hef sagt það áður að landsbyggðin hefur undanfarin ár búið við "kreppu" skort á atvinnutækifærum og mikilli fólksfækkun. En afleiðing þessa ástands hefur gert það að verkum að mikið að nýsköpun hefur átt sér stað og allskonar hugmyndir kviknað og fjöldi sprotafyrirtækja orðið til.
Ég hef lúmskt gaman af því að heyra í Björk Guðmunds lýsa því að það þurfi að gera þetta og gera hitt til bjarga. Ég hef líka sagt að landsbyggðarfólkið gæti komið að uppbyggingu og hugmyndavinnu sem vonandi fer nú á fullt, það er jú fólkið sem hefur búið við þetta ástand undanfarin tíu til fimmtán ár.
Svona getur maður misst sig í riti um ástandið í landinu, ég ætla að setja hérna inn tilkynningu frá okkur eigendum í SiglÓl. Ef þú lesandi góður hefur einhverjar hugmyndir sem þú villt skjóta að okkur þá endilega hafðu samband á netfangið hemmieinars@internet.is
Tilkynning frá SiglÓl ehf
Fyrirtækið SiglÓl var stofnað um verkefni sem byrjað var að vinna í síðastliðið sumar.
Verkefnið gengur út á það að vinna úr vannýttu hráefni sem fellur frá kjöt og fiskvinnslum,einnig er horft til þess tækifæris að nýta vatnið sem nú streymir ónýtt úr Héðinsfjarðargöngum
Næstu fjóra mánuði verður unnin fullmótuð viðskiptaáætlun og vöruþróun og er unnið í samvinnu við sveitarfélagið Fjallabyggð, Sparisjóð Siglufjarðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannsóknarstofnun í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri.
Meginmarkmið er að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið í Fjallabyggð og vinna úr þeim auðlindum sem fyrir eru í sveitarfélaginu.
Eigendur félagsins eru:
Baldvin Steinar Ingimarsson
F.Steinar Svavarsson
Hermann Einarsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.11.2008 | 19:56
Hagvöxt í heimabyggð
Nú sem aldrei fyrr þurfum við íbúar Fjallabyggðar að standa saman öll sem eitt.
Bæjarráð samþykkti á fundi í gær framlag sveitarfélagsins til verkefnis sem stuðlar að meiri samþjöppun.
Fyrir viku síðan þá hvatti bæjarráð til þess að fólk stæði saman og nýtti sér þá þjónustu sem fyrir er í sveitarfélaginu.
En eitt er alveg víst að fólk (neytendur) gera líka kröfur á söluaðila að standa sig og bjóða áfram góða þjónustu og samkeppnishæft vöruverð.
Það eru miklir möguleikar í kaupum á jólagjöfum hjá öllum þeim handverks og listafólki sem við erum svo heppin að eiga í sveitarfélaginu.
Ég skora á brottflutta sveitunga okkar í Fjallabyggð að hugsa heim og athuga hvort að ekki væri sniðugt að gefa jólagjöf sem framleidd er í heimabyggð..
Eftirfarandi er tekið af vef Fjallabyggðar í dag......
Auglýsing til verslana, þjónustuaðila, handverks- og listamanna
Hugmyndin er að í samvinnu við verslanir, þjónustuaðila og handverks- og listamenn í Fjallabyggð verði gert markaðsátak til að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að versla í heimabyggð fyrir jólin. Átakið felur í sér að gerður verði sameignlegur auglýsingabæklingur með jólagjafahugmyndum frá þessum aðilum. Vinna og kostnaður við bæklinginn verður á hendi Fjallabyggðar.
Af því tilefni er þessum aðilum boðið til fundar til að fá nánari upplýsingar um verkefnið. Jólin nálgast hratt og mikilvægt er að vinna fari af stað sem fyrst og allt gangi sem hraðast fyrir sig.
Fundirnir verða sem hér segir.
Siglufjörður: mánudaginn 10. nóvember kl 17:00 í fundarsal Ráðhúsinu Siglufirði.
Ólafsfirði: þriðjudaginn 11. nóvember kl 17:00 í Gagnfræðaskólahúsinu Ólafsfirði.
Öll fyrirtæki og allir einstaklingar innan Fjallabyggðar sem hafa áhuga á að selja íbúum Fjallabyggðar jólagjafir eru hvattir til að mæta. Hugsum út fyrir kassann hvað varðar jólagjafir þessi jólin.
Við óskum eftir að sjá fólk frá öllum verslunum, jólagjafir geta verið jafn misjafnar og þær eru margar. Við óskum eftir að sjá alla þjónustuaðila í Fjallabyggð, hárgreiðslufólk, snyrtifræðinga, nuddara, ljósastofur o.þ.h. Við óskum eftir hugmyndir frá öllum listamönnunum okkar. Og síðast en ekki síst viljum við koma hinum margvíslegu handverksmunum sem unnir eru í Fjallabyggð undir jólatréð í ár.
Með kveðju
Inga Eiríksdóttir, markaðs og kynningarfulltrúi
6.11.2008 | 10:13
Alþingi með útibú í Brussel
Athyglisverð grein í Fréttablaðinu í dag.
Alþingi ætti að koma sér upp starfsmanni í Brussel, með aðsetur í Evrópuþinginu, til að vinna skýrslur, reka erindi og skipuleggja heimsóknir frá Alþingi til Evrópuþingsins.
Þetta er ein af tillögum utanríkismálanefndar, sem fram koma í skýrslu um fyrirkomulag á meðferð mála tengdum Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Utanríkismálanefnd telur mikilvægt að endurskoða skipulag og meðferð EES-mála í þinginu. Nefndin telur að of lítið samráð hafi verið haft við Alþingi um meðferð slíkra mála á undanförnum árum, og gildandi reglum ekki fylgt.
Þannig hafi fjölmargar ESB-gerðir, tilskipanir og reglugerðir verið teknar inn í EES-samninginn án þess að tryggt hafi verið að Alþingi vissi um tilvist þeirra fyrir fram, eða að til stæði að innleiða þær í EES-samninginn.
Leggur nefndin því til að upplýsingagjöf til Alþingis verði aukin og formfest. Aukin áhersla verði lögð á að meta fyrr hver áhrif EES-gerðar gætu orðið fyrir íslensk lög og hagsmuni. Þannig er meðal annars lagt til að utanríkisráðuneytið taki reglulega saman minnisblöð fyrir utanríkismálanefnd um ESB-gerðir á mótunar- og tillögustigi
5.11.2008 | 23:47
Framhaldsskólinn ekki blásinn af takk ÞGK fyrir fundinn í dag
Ég kom heim rétt fyrir 23 í kvöld ,eftir góðan vinnufund sem við flest allir bæjarfulltrúar hófum í Ólafsfirði kl 17 í dag. Unnið var í fjárhagsáætlun og það sem mér þykir einna best við þennan fund að þarna voru meiri og minnihlutafulltrúar ásamt bæjar og skrifstofustjóra að vinna sameiginlega að fjárhagsáætlun 2009.
En fyrr í dag funduðu á Akureyri bæjarstjóri ásamt einum fulltrúa frá hverju framboði í Fjallabyggð og bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar með Þorgerði K Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Skemmst er frá því að segja að fundarmenn allir sem einn skildu sáttir eftir, og skilaboð ráðherra eru einföld skólinn verður að veruleika og hefst í einhverri mynd haustið 2009.
Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur íbúa við utanverðan Eyjafjörð svo ekki sé meira sagt, Þorgerður hafðu þakkir fyrir.
Fréttir
Framhaldsskólinn
Tekið af vef www.fjallabyggd.is
Fræðslumál - miðvikudagur 5.nóv.08 - Inga Eiríksdóttir - Lestrar 18
Á fundi með menntamálaráðherra og forsvarsmönnum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var rætt um málefni fyrirhugaðs framhaldsskóla í Ólafsfirði. Fundurinn var að sögn þátttakenda mjög gagnlegur og var þar ákveðið í framhaldinu að skipa skólanefnd og byggingarnefnd. Fyrir er starfandi fagnefnd vegna skólans.
Jafnframt var ákveðið að leitað yrði allra leiða til að kennsla megi hefjast í skólanum haustið 2009.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 23:03
Bogi Nilsson skynsamur maður
Kjarni málsins er þessi að mínu mati..
"Í raun eru örfáir ef nokkrir hér á landi sem búa yfir sérfræðiþekkingu til að sinna nákvæmri úttekt á starfsemi bankanna síðustu mánuðina og geta um leið talist óvilhallir og trúverðugir í því starfi, skrifar Bogi og bendir á að hann hafi ítrekað í bréfum til ríkissaksóknara bent á nauðsyn þess að leita til erlendra óháðra sérfræðinga sem framkvæmi úttekt á starfsemi bankanna, útibúa þeirra og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar fyrir grun þeirra. "
Bogi Nilsson er skynsamur og vel gefinn maður það er ósk mín að ráðamenn fari að hans tillögu.
Bogi Nilsson hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 16:38
Þorgerður Katrín við krefjumst svara
Það bárust skilaboð frá ráðherra íþrótta og menntamála síðastliðin föstudag að hún verði enn eitt skiptið að fresta undirskrift um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði.
Þetta eru enn ein vonbrigðin, en það er búið að bíða eftir ráðherra síðan í vor, búið er að ráða verkefnisstjóra og hefur hann unnið mjög gott starf með undirbúningsnefndinni og öðrum þeim aðilum sem málið varða.
Ég og fleiri bæjarfulltrúar höfðum skilning á tímaleysi ráðherra í sumar það voru persónuleg mál sem gerðu það að verkum að hún átti ekki heimangengt, fullur skilningur af okkar hálfu eins og áður segir.
Síðan kom upp sú staða að við áttum séns á liði á verðlaunapall á Ólimpíuleikunum og ráðherra studdi þá með ráðum og dáðum gott og vel, ennþá er þolinmæðin til staðar þó farin sé að minnka.
Loks gerist það að ráðherra er tilbúin að skrifa undir samning 5. nóvember allir ánægðir nú skal haldin veisla í Fjallabyggð hnallþórur og pönnukökur bakaðar, spurning þetta með pönnsurnar gáfu ekki svo góða raun þegar Solla beitti þeim í kosningu til öryggisráðsins.
En viti menn ÞKG má ekkert gera Árni dýralæknir setti allt á frost,, eða var það kannski Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem stoppaði það.
Ég neyta að trúa því að ráðherrar þessara tveggja ríkisstjórna sem nú eru í landinu ætli að láta okkur íbúum við utanverðan Eyjafjörð blæða hægt út.
Hvar eru loforðin um að auka menntunarstigið og auðvelda aðgengi að menntun í kreppunni,,,,
það er óþolandi að sitja undir þessum loforðum endalaust og þau svikin jafnóðum, getur verið að forseti bæjarstjórnar Akureyrar fyrsti þingmaður NA kjördæmis sjái einhverja ógnun í þeim skóla sem fyrirhugaður er í Ólafsfirði, getur verið að skólastjóri VMA og bæjarfulltrúi D listans á Akureyri sjái einhverja ógn við sinn skóla þegar skólinn rís í Ólafsfirði?????
Ágæti lesandi það er skítalikt af málinu og mörgum spurningum ósvarað, en vonandi verða skýr svör eftir fund með ráðherra á Akureyri á morgun ég hlakka til að hitta ráðherra.
3.11.2008 | 17:35
Geir túlkar fyrir Þorgerði K
Þetta er alveg með ólíkindum hvað Geir NORSKI er orðinn úr takt.
"Það hefur aldrei staðið upp á okkur að ræða málin. Við settum á laggirnar sérstaka Evrópunefnd sem skilaði skýrslu fyrir ári síðan undir forystu Björns Bjarnasonar. Þar eru dregnar fram mikilvægar upplýsingar um þetta. Við munum að sjálfsögðu halda áfram okkar umræðu, það er það sem varaformaður flokksins er að tala um. "
Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 16:52
Björn Bjarna og Sámur frændi
Hann er samur við sig dómsmálaráðherrann okkar. Mígur utan í USA meðan hann og flokkurinn þessi sem situr í hægri ríkisstjórninni eru að sverma fyrir láni frá Rússunum.
ATH Yfirlýsingin byggist á samkomulagi Bandaríkjanna og Íslands frá 11. október 2006 eins og ekkert hafi breyst síðan þá.
Samstarfsyfirlýsing bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, rituðu í gær, 29. október 2008, undir yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands á fundi í Washington. Yfirlýsingin byggist á samkomulagi Bandaríkjanna og Íslands frá 11. október 2006 um öryggis- og varnarmál, en þar eru ákvæði um samstarf borgaralegra stofnana landanna á sviði öryggismála.
Samkvæmt yfirlýsingunni munu strandgæslan og landhelgisgæslan styrkja samstarf sitt á ýmsum sviðum, svo sem við leit og björgun, stjórn á siglingum, mengunareftirlit á hafinu og almenna öryggisgæslu þar. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiginlegri þjálfun og menntun starfsmanna eftir því sem nauðsynlegt er til að treysta samstarfið sem best.
2.11.2008 | 13:20
Seðlabankinn markmið og hlutverk
þar sem að Samfylkingin er að afneita Davíð Oddssyni seðlabankastjóra og vil ekkert kannast við hans vinnubrögð og þá væntanlega ráðleggingar.
Getur verið að Samfylkingin komist upp með það að sverja embættismenn af sér þegar þeir vinna undir hennar stjórn?
Er fólkinu í landinu bjóðandi slík vinnubrögð?
Er fólk fífl?
Datt mér þá í hug að skoða heimasíðu Seðlabankans og sjá hvað kemur í ljós.
Tekið af heimasíðu Seðlabanka Íslands:
Markmið og hlutverk
Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu. Að auki skal Seðlabanki Íslands sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Þá hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar.
Seðlabanki Íslands tekur við innlánum frá innlánsstofnunum og öðrum lánastofnunun.
Helstu verkefni Seðlabanka Íslands eru annars þessi:
- Seðlabankinn skal stuðla að stöðugu verðlagi
- Seðlabankinn skal stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu
- Seðlabankinn gefur út seðla og mynt
- Seðlabankinn fer með gengismál
- Seðlabankinn annast bankaviðskipti ríkissjóðs og er banki lánastofnana
- Seðlabankinn annast lántökur ríkisins
- Seðlabankinn varðveitir og sér um ávöxtun gjaldeyrisforða landsmanna
- Seðlabankinn safnar upplýsingum um efnahags- og peningamál, gefur álit og er ríkisstjórn til ráðuneytis um allt er varðar gjaldeyris- og peningamál
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested