Leita í fréttum mbl.is

Laun hækka hjá sumum meðan aðrir skera niður sín laun og segja upp fólki

Ég ætla að leggja það til við þingmenn ráðherra og síðast og ekki síst forseta vor að úr þeirra munni komi tillaga um að þeir taki á sig launalækkun á árinu 2009 og hún verði 10-15%.

Með þessu eru þeir að sýna gott fordæmi og leggja "eitthvað" í púkkið á þessum síðustu og verstu, ég hef fyrir því áreiðanlegar heimildir að hjá nokkrum sveitastjórnum sem eru að reina að vinna í fjárhagsáætlun ársins 2009 ætli að gera eitthvað í þessa áttina og sýna þannig fordæmi fyrir niðurskurði sem virðist vera óumflýjanlegur hjá mörgum sveitarfélögum.

Aðeins að fjárhagsáætlun 2009 sem margir sveitarstjórnarfulltrúar sitja sveittir yfir þessa daganna er það helst að frétta að fólk er komið í strand, ástæðan er einfaldlega sú að ríkið hefur ekki klárað sýna fjárlagagerð og þar af leiðandi eru forsendur mjög óljósar þannig erfitt er að áætla svo einhverju viti sé við komandi.

annars tók ég þessa frétt af visir.is og það er ástæða þessara skrifa....

"Alþingismenn, ráðherrar og aðrir opinberir embættismenn fengu ríflega launahækkun aðeins mánuði áður en bankarnir hrundu. Ekki stendur til að endurskoða þá hækkun.

Kjararáð ákvað að í lok ágúst að hækka laun þeirra sem undir ráðið heyra um rétt rúmar 20 þúsund krónur. Hækkunin var afturvirk um fjóra mánuði og því fengu þeir eingreiðslu upp á rúmar 80 þúsund krónur.

Í ákvörðun Kjararáðs er meðal annars vísað til samninga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins - sem gerðir voru í byrjun árs - en þar var áhersla lögð á að bæta lægstu laun á vinnumarkaði.

Þannig hækkaði þingfararkaup úr fimmhundruð fjörtíu og tvö þúsund krónum í 562 þúsund.

Laun ráðherra hækkuðu úr níu hundruð sjötíu og tvö þúsund krónum í níu hundruð nítíu og tvö þúsund.

Laun forseta Ísland hækkuðu úr einni milljón átta hundruð og sjö þúsund krónum í eina milljón áttahundruð tuttugu og sjö þúsund krónur.

Á síðustu vikum hafa um eitt þúsund og fjögur hundruð manns misst vinnuna. Seðlabankinn spáir því að atvinnulausum muni fjölga hratt á næstu mánuðum og að atvinnuleysi verði orðið um tíu prósent í lok næsta árs.

Mörg fyrirtæki hafa einnig boðað launalækkanir til að takast á við yfirstandandi efnahagsþrengingar.

Í lögum um kjararáð segir að ætíð skuli taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.

Guðrún Zoöega, formaður Kjararáðs, sagði - í samtali við fréttastofu - að ekki standi þó til að endurskoða ákvörðun ráðsins frá því í ágúst - að minnsta kosti ekki eins og sakir standa.

Þannig á meðan almenningur í landinu þarf að búa við atvinnumissi og launalækkanir fá æðstu starfsmenn ríkissins sannkallaðan kreppubónus."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 94418

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband