Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Tilkynning frá Fjallabyggð

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í landinu þá er nauðsynlegt að  fólk haldi ró sinni og missi sig ekki í sögusögnum og tilbúningi, vegna þeirrar umræðu sem fór af stað í okkar rólega samfélagi þá telur bæjarstjórn sér skylt að upplýsa íbúana um þau úrræði sem sveitarfélagið hefur uppá að bjóða og eins að skýra stöðu sveitarfélagsins.

Tekið af vef Fjallabyggðart_FB-logo_hatt

Ágætu íbúar Fjallabyggðar Í tilefni frétta af slæmri stöðu íslenskra banka og áhrifa þess á gengi íslensku krónunnar og íslenskt efnahagslíf, vill bæjarstjórn koma eftirfarandi á framfæri. Fjallabyggð er vel statt sveitarfélag. Þær skuldir sem Fjallabyggð á eru að langstærstum hluta hjá Lánsjóði Íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánsjóði á hagstæðum kjörum. Fjallabyggð er með óveruleg lán í erlendri minnt og Fjallbyggð á ekki eignir í hlutafélögum á markaði, né í erlendri starfsemi. 

Eftir sölu Hitaveitu Ólafsfjarðar voru allar óhagstæðar skuldir greiddar upp. Hluti af söluandvirði hitaveitunnar var hins vegar lagður inn á reikning í Sparisjóði Ólafsfjarðar á góðum kjörum, þar sem það var hagstæðara á þeim tíma en að greiða niður skuldir. Það var þó ávallt stefna Fjallabyggðar að nýta þessa peninga til greiðslu lána ef dæmið snerist við, líkt og nú er orðið.

  Bæjarstjórn finnst rétt að árétta að sveitarfélagið stendur vel og er mjög vel í stakk búið til að aðstoða íbúa sína, verði þeir fyrir áföllum.

Félagsmálasvið Fjallabyggðar hefur þegar fundað með aðilum innan heilbrigðisgeirans, grunnskólans, Rauðakrossins, Hjálparstofnunar kirkjunnar og Sparisjóðanna til að leggja á ráðin um hvernig mæta megi hugsanlegri þörf fyrir aðstoð meðal bæjarbúa. Þörf fyrir aðstoð getur birst í mörgum myndum, svo sem þörf á fjárhagslegri aðstoð félagslegri aðstoð, andlegri aðstoð eða ráðgjöf vegna fjármála heimilisins. Á fyrrgreindum fundum var ákveðið að best væri að Félagsþjónusta Fjallabyggðar tæki að sér að vísa fólki rétta leið, þyrfti það á aðstoð að halda. Hægt er að panta tíma hjá starfsfólki félagsþjónustunnar í síma 464-9100 og 464-9200 frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:00.  

Hafi fólk áhyggjur af eigin hag eða annarra er það hvatt til að nýta sér þá þjónustu sem sveitarfélagið bíður uppá. Við viljum einnig benda fólki á sérstaka upplýsingasíðu vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur sett upp. http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar 

Við minnum einnig á að aðgát skal höfð í nærveru viðkvæmra sála í öllum umræðum um ástand þjóðmála. Börn eru sérstaklega næm fyrir tilfinningum hinna fullorðnu og nauðsynlegt að útskýra hlutina fyrir þeim með uppbyggjandi hætti frekar en svartsýni. 

Við teljum sveitarfélagið og íbúa þess almennt vel í stakk búið til að takast á við þá niðursveiflu sem framundan er og með því að vera jákvæð og samtaka verður það auðveldari og styttri róður en ella. Að lokum vill bæjarstjórn hvetja fólk til að horfa jákvætt fram á veginn.

Ýmiss tækifæri liggja fyrir okkur hér í Fjallabyggð. Þar má t.d. nefna að atvinnu og ferðamálanefnd vinnur nú að því að forgangsraða verkefnum vegna starfshóps ríkisstjórnarinnar um atvinnumál Fjallbyggðar.

Auk þess sem fulltrúar sveitarfélagsins eru í viðræðum við aðila sem sjá Fjallabyggð sem hugsanlegan kost fyrir netþjónabú.  

Með von um góða helgi

Bæjarstjórn Fjallabyggðar

 


Ekki lengi verið að semja nýjan texta,,,,

Það er ekki að spyrja að landanum,í öllum látunum þá dettur einhverjum svona texti í hug.....

Þetta er nýr texti við lagið söknuð með Villa Vil


Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.


Einn góður á erlensku :)

Svona mitt í öllu fárinu þá má ekki missa húmorinn.

An American said:
 
*"We have George Bush, Stevie Wonder,
 
   Bob Hope, and Johnny Cash."*
 
 
 
 
 
*And an Icelander replied:
 
*"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope,
 
   and no Cash".


Stoppum sölumenn dauðans strax

Nú streyma tölvupóstar úr dóms og kirkjumálararáðuneytinu en fyrir nokkru síðan þá skráði ég mig á póstlista efnisvaki@stjr.isþað sem vakti sérstaka athygli mína er eftirfarandi fréttatilkynning

Samkomulag um sérstakt lögregluátak í fíkniefnamálum á Norðurlandi

7.8.2008

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lögreglustjórarnir Björn Jósef Arnviðarson á Akureyri, Bjarni Stefánsson á Blönduósi, Halldór Kristinsson á Húsavík og Ríkarður Másson á Sauðárkróki auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra skrifuðu í dag, 7. ágúst, undir samkomulag um sérstakt samstarfsátak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi.

Samkomulagið miðar að stórauknu samstarfi norðlensku lögregluliðanna fjögurra. Komið verður á laggirnar sérstöku teymi þriggja lögreglumanna við rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri ásamt lögreglumanni með fíkniefnahund. Verða tveir lögreglumannanna í teyminu frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Starfsstöð fíkniefnateymisins er í lögreglustöðinni á Akureyri en umboð þess nær til allra lögregluumdæmanna fjögurra á Norðurlandi. Með samstarfinu er stefnt að því að efla styrk og samtakamátt lögregluliðanna fjögurra og herða þannig baráttuna gegn innflutningi, dreifingu og neyslu fíkniefna.


Þetta er að mínu mati gott og löngu þarft verk að ráðast á þá vesælu einstaklinga sem eru að gera börnin okkar að eiturfíklum og vesælum einstaklingum sem festast í neti fíkninar og því miður alltof mörg ná svo ekki að vinna sig út úr.

Til að ná sem mestum árangri þá þurfum við að leggja lögregluyfirvöldum lið og segja frá ef við vitum af þessum vesælu aðilum sem stunda þá iðju að halda eitrinu að börnum okkar.

http://efnisvaki.stjr.is/efnisvaki/vakt-edit?flokkur_id=356


EYÞING Aðalfundur í dag og á morgun

Þá er komið að aðalfundi Eyþings sambandi sveitarfélaga í Eyjarfjarðarsveit og Þingeyjarsýslum. fundurinn er haldinn í litlu Reykjavík(Akureyri).

Mér er engin sérstök tilhlökkun í huga fyrir þennan fund, ástæðan er einföld við Siglfirðingar erum að stíga okkar fyrstu skref í þessu samstarfi og ég verð að segja að móttökurnar hafa ekki verið neitt sérstaklega góðar.

Hún Halldóra amma mín sáluga var gestrisin með eindæmum og öllum þótti gott að heimsækja ömmu hún átti það til að draga bláókunnugt fólk af götunni inn í kaffi og pönnukökur. Þetta kalla ég gestrisni með eindæmum og hef ég oft heyrt að svona hafi Siglfirðingar verið og séu enn.

Átæða þess að ég nefni gestrisni er sú að mér finnst viðtökur við okkar úr Fjallabyggð hafi ekki verið góðar og þá á ég sérstaklega við fulltrúa frá Akureyri sem eru að starfa á vettvangi sveitarstjórnamála.

Tvö dæmi sem að mínu mati segja allt sem segja þarf, ég og bæjarstjóri heimsóttum atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í febrúar sl og má segja að við höfum bakkað þaðan út og hver voru skilaboðin jú þeir eru ekkert að sinna svona smáfyrirtækjum eins og væri svo mikið af í Fjallabyggð þeir væru meira svona í stærri verkefnum eins og álþynnuverksmiðju osfrv. Þess má geta að Fjallabyggð er að borga 1,7milljón á ári í atvinnuþróunarfélagið.

Seinna dæmið er svo samskipti varðandi uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð en ákveðið var á aðalfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar að öll sveitarfélögin tækju þátt í uppbyggingu þess skóla eins og hefur verið með uppbyggingu VMA og MA. En hvað skeður nokkrum mánuðum seinna þá tjá fulltrúar Akureyrar okkur sveitastjórnarmönnum í Fjallabyggð að hlutfallsskiptingin sé ósanngjörn í þeirra garð.

Þessi sama regla hafði gilt við uppbyggingu VMA og MA en núna hentaði hún ekki Akureyringum, hvað veldur vita þeir best sjálfir. Ákveðið var að ganga til sérsamninga við blessaða Akureyringana og tókust þeir samningar fyrir rest. Öll önnur sveitarfélög gengust að sjálfsögðu við þeirri skiptingu eins og verið hefur, ekkert múður þar á ferð. 

Svona móttökur lofa að mínu mati ekki góðu og satt best að segja þá undrast ég þær mikið, vonandi sjá Akureyringar að sér og sýni almenna gestrisnivið nágranna sína því við vitum jú vel að þeir þurfa á okkur að halda eins og við þeim. 


« Fyrri síða

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband