Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
23.10.2008 | 18:14
Örugglega aðkomumaður
Jeppi rakst á veghefil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 19:18
Einföldun eða hvað?
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann, sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
19.10.2008 | 22:47
Séð og Heyrt 700 bls....
Götubylgjan segir að næsta upplag Slefað og Sleikt (Séð og Heyrt) verði í símaskrá formi vegna allra skilnaða sem nú ríða yfir í milljarðamæringa heiminum. Sorglegt ef satt er....... :(
Ást á milljarðamæringum kulnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 11:56
Mismunur á þenslusvæðum og ekki þenslusvæðum
Í þessari frétt endurspeglast ástandið á milli þeirra sveitarfélaga þar sem þenslan og fólksfjölgun hefur verið hvað mest síðastliðin 10-15 ár. Sveitarfélögin hafa verið að selja lóðir á ótrúlega háu verði meðan önnur sveitarfélög sem hafa ekki búið við fólksfjölgun hafa verið að borga með lóðum ef fólk fengist til að byggja.
Ég hitti bæjarfulltrúa og alþingismann úr Kópavogi á fundi síðastliðin vetur og ræddum við þessa stöðu, þ.e.a.s. lóðarverð og lánsmöguleika fólks frá þessum mismunandi landssvæðum. Hann var ekki að trúa mér þegar ég sagði honum frá því að við í Fjallabyggð borguðum með lóðum ef fólk vildi byggja meðan þeir t.d. í Kópavogi rukkuðu um jafnvel tugi milljóna fyrir sambærilega stærð af lóð.
Og svo tók nú steininn úr þegar ég sagði honum frá því að bankarnir sálugu Landsbankinn og Glitnir vildu helst ekki lána til fasteignakaupa úti á landi. En ég hafði af því fregnir að bankarnir vildu ekki lána á staði eins og Fjallabyggð og setti mig í samband við áðurnefnda banka og fékk það staðfest að áhugi væri enginn til að lána á slíka staði þar sem fólksfækkun væri.
Svona að lokum má geta þess að erfitt er að fá íbúð keypta á Siglufirði í dag og smærri einbýlishús liggja ekki á lausu, það hefur gerst að mikið að fólki hefur keypt sér eign á staðnum sem sína aðra fasteign og á hér athvarf sem það notar svo allt árið.
Ég tek undir með Halldóri formanni og Gunnari bæjarstjóra að reglur þær sem gilda eru barn síns tíma.
Og svona að lokum hvað hefur verið að bakvið það fasteignaverð sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu? Getur verið að bankarnir sálugu hafi keyrt upp fasteignaverðið, ljóst er að verktakar hafa farið hamförum og byggt langt umfram eftirspurn það er staðfest í dag?
Lögunum verður að breyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 12:37
Nýjasti grímubúningurinn
16.10.2008 | 22:21
Stundum.....
Svona mitt í öllu þessu bloggi um dusilmenni, sökudólga og önnur spendýr í þessum hópi þá ákvað ég að eyða ekki orku minni í slíka umfjöllun. En í staðin þá skrifa ég eftirfarandi, njótið vel :)
Stundum
Stundum...
þegar þú grætur.....
sér enginn tárin þín
Stundum.....
þegar þér er illt...
sér enginn að þér sé illt.
Stundum.....
þegar þú hefur áhyggjur...
sér enginn þín áhyggjuefni.
Stundum...
þegar þú ert hamingjusamur....
sér enginn að þú brosir.
-
-
-
En REKTU VIÐ bara EINU sinni
Og allir vita það!!!!
Þarna plataði ég þig!!
Þú hélst að þetta væri ein af öllum þessum sorglegu sögum
ha ha ha
15.10.2008 | 22:31
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2008
Eftir 5 tíma bæjarstjórnarfund í gær þá liggur fyrir endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Fundurinn var haldinn í Ólafsfirði hann hófst kl 17 og lauk kl 22.. ég og Birkir komum svo við hjá þeim ekta framsóknarhjónum Helgu og Jónsa áður en haldið var heim.
það var fallegt að keyra yfir Lágheiðina og út Fljótin heiðskýrt og tunglskin. Við félagar höfðum um margt að spjalla og nýttist tíminn á heimleiðinni vel.
Hér neðanmáls eru helstu tölur tíundaðar en einnig má sjá fundargerðina í heild sér á vef Fjallabyggðar.
Helstu breytingar frá fyrri áætlun voru: Heildartekjur voru áætlaðar 1.559 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.556 milljónir. Lækkun um 3 mkr.
Heildargjöld voru áætluð 1.472 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.540 milljónir. Hækkun upp á 68 mkr.
Fjármagnsliðir voru áætlaðir 16 mkr. nettó í tekjur en verða í endurskoðaðri áætlun neikvæðir um 195 mkr. sem er 211 mkr. viðsnúningur.
Rekstrarniðurstaða sjóða sveitarfélagsins var áætlað 104 mkr. í tekjur umfram gjöld en í endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir 178 mkr. gjöldum umfram tekjur. Viðsnúningurinn er að stærstum hluta vegna verðbótabreytinga.
Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun hækka fjárfestingahreyfingar um tæpar 26 mkr.
Breytingar þessar koma til að ýmsum þáttum, svo sem vegna vanáætlunar og meðvitaðar ákvarðanir bæjarstjórnar um að gefa í á árinu og hafa þetta ár ár framkvæmda. Ákveðið var að fara í umfangsmiklar gatnagerðarframkvæmdir og í viðhald eigna.
Þrátt fyrir þetta þá hefur þessi breyting ekki veruleg áhrif á handbært fé sveitarfélagsins miðað við upphaflega áætlun sem gerði ráð fyrir 366 mkr. í handbær fé í árslok en í endurskoðaðri áætlun sem hér er kynnt er gert ráð fyrir 354 mkr. eða 12 mkr. breyting.
Meirihlutinn lagði fram bókun sjá eftirfarandi.
Meirihluti B- og D-lista óskar að eftirfarandi sé bókað.
"Gríðarlegur niðurskurður á þorskkvóta og staða atvinnumála hefur kallað á mótvægisaðgerðir af hálfu Fjallabyggðar. Þess vegna ákvað meirihlutinn s.l. vor að auka við framkvæmdir og viðhaldsverkefni um 60 m.kr. Árið 2008 var ár framkvæmda.
Verkefni sem boðin voru út voru talsvert dýrari en áætlun gerði ráð fyrir, en ekki þótti ráðlegt að hætta við verkefnin.
Þær framkvæmdir og viðhald sem meirihlutinn hefur farið í eru að skila sér í betri aðstöðu og eignum, fegurri og snyrtilegri bæjum.
Þá hafa verið gerðar aðgerðir bæði þjónustulega og tækjalega til þess að hlúa að barnafjölskyldum m.a. með heitum máltíðum í skólum, viðgerðum og endurbótum á leikskólum og skólum. Þá hafa leiktæki verið keypt á skólalóðir og leikvelli.
Í ljósi mikillar verðbólgu er reiknað með 211 m.kr. hækkun á fjármagnsliðum í áætlun. Hækkun á verðlagi og launahækkanir hafa jafnframt leitt til þess að erfiðara hefur verið fyrir þjónustustofnanir sveitarfélagsins að halda áætlun.
Ytri áhrifaþættir, verðbólga og niðurskurður veiðiheimilda, hafa því að langmestu leyti ráðið þeirri niðurstöðu sem endurskoðuð fjárhagsáætlun sýnir.
Meirihluti B- og D-lista boðar aðhald og ráðdeild í rekstri Fjallabyggðar á árinu 2009. Hins vegar er brýnt að halda áfram framkvæmdum sem miða að fegurri bæjum og eflingu atvinnulífs."
15.10.2008 | 00:25
Netþjónabú í Fjallabyggð staðsett í Héðinsfjarðargöngum?
Síðastliðin mánudag þá komu í heimsókn til okkar aðili frá fyrirtæki sem er að leita að hentugu svæði fyrir netþjónabú á íslandi.
Nokkrir aðilar úr sveitarstjórn tóku á móti fulltrúa fyrirtækisins og kynntu fyrir honum allt það sem Fjallabyggð hefur uppá að bjóða og þá er átt við innviði samfélagsins. En það er nú svo að fyrirtæki sem starfa á heimsvísu horfa til allra þátta samfélagsins.
Fjallabyggð býður uppá góða leikskóla,grunnskóla, bráðlega framhaldsskóla, sundlaugar, skíðasvæði,íþróttahús góðar samgöngur með tilkomu Héðinsfjarðargangna ofl. Menning blómstrar í samfélaginu og samfélagið er mjög fjölskylduvænt svo ekki sé meira sagt.
En þeir kostir sem Fjallabyggð vill bjóða uppá í hýsingu netþjónabús er nýstárlegt en það er að byggja inní fjallinu(Héðinsfjarðargöngum) sal fyrir vélar og tæki, svo væri hægt að byggja fyrir utan fjallið skrifstofu og þjónustuhúsnæði. Það er verið að tala um 100þús m2 svæði og þar af 2000m2 skrifstofu og þjónustuhúsnæði. (Til gamans má geta þess að Ákavíti stóra mjölhúsið á Sigló er 6000m2)
Ástæða þess að við nefnum Héðinsfjarðargöng er sú að það er vistvænn kostur og í göngunum er meðalhiti fjórar gráður og svo er mjög mikið af köldu vatni sem nýtist til kælinga á þeim vélbúnaði sem þarf.
Bara það að hafa þetta kalda vatn við höndina er mikill kostur það þarf ekki að leggja langar leiðslur og ekki er sjónmengun af þessu öllu saman.
Magn það sem hugsanlega þarf að sprengja inní fjallið er ca 1/6 af því magni sem sprengt er fyrir Héðinsfjarðargöngum.
Nú koma fleiri aðilar á fund forsvarsmanna sveitarfélagsins og skoða þetta nánar, þess ber að geta að fleiri staðir eru í skoðun en meðan við erum inní myndinni er möguleiki fyrir hendi og vonum við að þessi sérstaða veki áhuga forsvarsmann fyrirtækisins.
Sjá frétt á vef Fjallabyggðar
Fjallabyggð hefur eins og fleiri sveitarfélög ritað undir viljayfirlýsingu við Greenstone ehf. um byggingu allt að 50.000 fermetra gagnavers á lóð sveitarfélagsins.
Undirritunin felur í sér að tekin hefur verið frá lóð í Fjallabyggð sem nýta megi til uppbyggingu gagnavers. Hlutverk Greenstone ehf. í þessu samkomulagi er að sjá um að kynna lóðina sem vænlegan kost undir netþjónabú fyrir fyrirtækjum erlendis í netþjónastarfsemi.
Eins og flestir vita er kæling netþjónanna orkufrek og því telst Ísland góður kostur með sína vistvænu orku.
Fjallabyggð er þó ekki einungis að bjóða land undir slíka starfsemi. Við gerð ganga frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar kom í ljós að meðalhiti inni í Ósbrekkufjalli er um 4° og því gæti verið góður kostur að staðsetja netþjónabú inni í fjallinu þar sem slíkt mundi minnka þörf á kælingu til muna. Auk þess er um 2° kalt vatn í fjallinu sem gæti einnig nýst til kælingar.
Vænta má, að ef Greenstone ehf. nái samningum við aðila í netþjónastafsemi um uppbyggingu á netþjónabúi í Fjallabyggð, geti hér skapast allt að 20 bein störf og allt að 20 óbein störf bæði í sveitarfélaginu og nágrannasveitarfélögum.
12.10.2008 | 17:21
Steinn Steinarr
Hnoðað saman undir áhrifum Steins Steinarr við ljóðið Hudson Bay
Ég byggði mér banka á sandi
Og ríkið sagði OK
Í dag er hann versti fjandi
Ertu á Djók ey
Ég fjárfesti í útlandi
Og varð ríkur mjög
Þannig er þessi fjandi
Þetta er djöf.........
Hugur minn er ekki á Djók ey
Og fjárfesting er slæm
En ég hef allt mitt Ok
Biddu bæn
Í nótt mun allt kulna
Á landi við Kirkjusand
Byrjaður að gulna
Flýjum land?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 14:15
Rjómapönnukökur fleyta okkur í öryggisráð SÞ?
Er ekki komin tími til að slá þessa hugmynd útaf borðinu og láta staðar numið í eyðslu á almannafé til valdagræðgi.
Einhver tíman var sagt að til að geta stjórnað með aðra þarftu að hafa stjórn á eigin gjörðum og athöfnum. Er ekki sendiherra utanmála að átta sig á ástandinu á klakanum kalda, hún er í ríkisstjórn sem er í stökustu vandræðum með ástandið á eyjunni svo ekki sé meira sagt.
Ráða ekki við það að lægja öldur í eigin ríkisstjórn hvað þá á alþjóðavettvangi.
Og svona í lokin er ekki ástæða til að fækka sendiherrum og öllu sem því fylgir, það er nú einu sinni svo að köld eyja norður í ballarhafi sem telur rétt um 300þús skuli starfrækja öll þessi sendiráð.
Nú er bara eitt í stöðunni veljum íslenskt og verum sjálf okkur nóg, þarf virkilega að eyða gjaldeyri í allar þessar tegundir af hunda og kattarmat eða allar þessar tegundir af klósettpappír svo dæmi séu tekin......
Íslenskar rjómapönnukökur á borðum SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested