Leita í fréttum mbl.is

Tilkynning frá Fjallabyggð

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í landinu þá er nauðsynlegt að  fólk haldi ró sinni og missi sig ekki í sögusögnum og tilbúningi, vegna þeirrar umræðu sem fór af stað í okkar rólega samfélagi þá telur bæjarstjórn sér skylt að upplýsa íbúana um þau úrræði sem sveitarfélagið hefur uppá að bjóða og eins að skýra stöðu sveitarfélagsins.

Tekið af vef Fjallabyggðart_FB-logo_hatt

Ágætu íbúar Fjallabyggðar Í tilefni frétta af slæmri stöðu íslenskra banka og áhrifa þess á gengi íslensku krónunnar og íslenskt efnahagslíf, vill bæjarstjórn koma eftirfarandi á framfæri. Fjallabyggð er vel statt sveitarfélag. Þær skuldir sem Fjallabyggð á eru að langstærstum hluta hjá Lánsjóði Íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánsjóði á hagstæðum kjörum. Fjallabyggð er með óveruleg lán í erlendri minnt og Fjallbyggð á ekki eignir í hlutafélögum á markaði, né í erlendri starfsemi. 

Eftir sölu Hitaveitu Ólafsfjarðar voru allar óhagstæðar skuldir greiddar upp. Hluti af söluandvirði hitaveitunnar var hins vegar lagður inn á reikning í Sparisjóði Ólafsfjarðar á góðum kjörum, þar sem það var hagstæðara á þeim tíma en að greiða niður skuldir. Það var þó ávallt stefna Fjallabyggðar að nýta þessa peninga til greiðslu lána ef dæmið snerist við, líkt og nú er orðið.

  Bæjarstjórn finnst rétt að árétta að sveitarfélagið stendur vel og er mjög vel í stakk búið til að aðstoða íbúa sína, verði þeir fyrir áföllum.

Félagsmálasvið Fjallabyggðar hefur þegar fundað með aðilum innan heilbrigðisgeirans, grunnskólans, Rauðakrossins, Hjálparstofnunar kirkjunnar og Sparisjóðanna til að leggja á ráðin um hvernig mæta megi hugsanlegri þörf fyrir aðstoð meðal bæjarbúa. Þörf fyrir aðstoð getur birst í mörgum myndum, svo sem þörf á fjárhagslegri aðstoð félagslegri aðstoð, andlegri aðstoð eða ráðgjöf vegna fjármála heimilisins. Á fyrrgreindum fundum var ákveðið að best væri að Félagsþjónusta Fjallabyggðar tæki að sér að vísa fólki rétta leið, þyrfti það á aðstoð að halda. Hægt er að panta tíma hjá starfsfólki félagsþjónustunnar í síma 464-9100 og 464-9200 frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:00.  

Hafi fólk áhyggjur af eigin hag eða annarra er það hvatt til að nýta sér þá þjónustu sem sveitarfélagið bíður uppá. Við viljum einnig benda fólki á sérstaka upplýsingasíðu vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur sett upp. http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar 

Við minnum einnig á að aðgát skal höfð í nærveru viðkvæmra sála í öllum umræðum um ástand þjóðmála. Börn eru sérstaklega næm fyrir tilfinningum hinna fullorðnu og nauðsynlegt að útskýra hlutina fyrir þeim með uppbyggjandi hætti frekar en svartsýni. 

Við teljum sveitarfélagið og íbúa þess almennt vel í stakk búið til að takast á við þá niðursveiflu sem framundan er og með því að vera jákvæð og samtaka verður það auðveldari og styttri róður en ella. Að lokum vill bæjarstjórn hvetja fólk til að horfa jákvætt fram á veginn.

Ýmiss tækifæri liggja fyrir okkur hér í Fjallabyggð. Þar má t.d. nefna að atvinnu og ferðamálanefnd vinnur nú að því að forgangsraða verkefnum vegna starfshóps ríkisstjórnarinnar um atvinnumál Fjallbyggðar.

Auk þess sem fulltrúar sveitarfélagsins eru í viðræðum við aðila sem sjá Fjallabyggð sem hugsanlegan kost fyrir netþjónabú.  

Með von um góða helgi

Bæjarstjórn Fjallabyggðar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 94486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband