Leita í fréttum mbl.is

EYÞING Aðalfundur í dag og á morgun

Þá er komið að aðalfundi Eyþings sambandi sveitarfélaga í Eyjarfjarðarsveit og Þingeyjarsýslum. fundurinn er haldinn í litlu Reykjavík(Akureyri).

Mér er engin sérstök tilhlökkun í huga fyrir þennan fund, ástæðan er einföld við Siglfirðingar erum að stíga okkar fyrstu skref í þessu samstarfi og ég verð að segja að móttökurnar hafa ekki verið neitt sérstaklega góðar.

Hún Halldóra amma mín sáluga var gestrisin með eindæmum og öllum þótti gott að heimsækja ömmu hún átti það til að draga bláókunnugt fólk af götunni inn í kaffi og pönnukökur. Þetta kalla ég gestrisni með eindæmum og hef ég oft heyrt að svona hafi Siglfirðingar verið og séu enn.

Átæða þess að ég nefni gestrisni er sú að mér finnst viðtökur við okkar úr Fjallabyggð hafi ekki verið góðar og þá á ég sérstaklega við fulltrúa frá Akureyri sem eru að starfa á vettvangi sveitarstjórnamála.

Tvö dæmi sem að mínu mati segja allt sem segja þarf, ég og bæjarstjóri heimsóttum atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í febrúar sl og má segja að við höfum bakkað þaðan út og hver voru skilaboðin jú þeir eru ekkert að sinna svona smáfyrirtækjum eins og væri svo mikið af í Fjallabyggð þeir væru meira svona í stærri verkefnum eins og álþynnuverksmiðju osfrv. Þess má geta að Fjallabyggð er að borga 1,7milljón á ári í atvinnuþróunarfélagið.

Seinna dæmið er svo samskipti varðandi uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð en ákveðið var á aðalfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar að öll sveitarfélögin tækju þátt í uppbyggingu þess skóla eins og hefur verið með uppbyggingu VMA og MA. En hvað skeður nokkrum mánuðum seinna þá tjá fulltrúar Akureyrar okkur sveitastjórnarmönnum í Fjallabyggð að hlutfallsskiptingin sé ósanngjörn í þeirra garð.

Þessi sama regla hafði gilt við uppbyggingu VMA og MA en núna hentaði hún ekki Akureyringum, hvað veldur vita þeir best sjálfir. Ákveðið var að ganga til sérsamninga við blessaða Akureyringana og tókust þeir samningar fyrir rest. Öll önnur sveitarfélög gengust að sjálfsögðu við þeirri skiptingu eins og verið hefur, ekkert múður þar á ferð. 

Svona móttökur lofa að mínu mati ekki góðu og satt best að segja þá undrast ég þær mikið, vonandi sjá Akureyringar að sér og sýni almenna gestrisnivið nágranna sína því við vitum jú vel að þeir þurfa á okkur að halda eins og við þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Sigurður Árnason, 3.10.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 94451

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband