Leita í fréttum mbl.is

Sex milljarða $ lánapakki kláraður í dag?

Tekið að vef eyjan.is

nl-radherrar.jpgErlend heildaraðstoð við Ísland vegna bankahrunsins upp á samtals 6 milljarða dala verður hugsanlega kláruð með aðstoð Norðurlandanna eingöngu.

Financial Times segir frá því í frétt í kvöld að vonast sé til þess að Ísland tryggi sér aðstoð grannþjóðanna á Norðurlöndum á fundi norrænu forsætisráðherranna sem haldinn verður við upphaf Norðurlandaráðsþingsins í Helsinki síðdegis á morgun.

Ennfremur segir í frétt FT að lánin frá Norðurlöndunum séu annar hluti áætlunarinnar til að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi eftir að tilkynnt var fyrir helgi að sótt hefði verið um 2 milljarða dala lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þá segir að lánin gætu auk þess hjálpað í því að reisa við pólitíska stöðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem sæti nú vaxandi þrýstingi um að segja af sér og axla þannig ábyrgð á kreppunni.

Sagt er frá mótmælunum í Reykjavík í gær þar sem krafist hafi verið afsagnar Geirs og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, sem hafi verið forsætisráðherra 1991 til 2004. Þeir tveir eru sagðir arkitektar þeirrar frjálsu markaðsstefnu, sem hafi skapað mörgum Íslendingum auðlegð sl. 17 ár, en gjaldi nú pólitískt fyrir umsnúninginn sem endaði með hruni.

Segir ekki máltækið "frændur eru frændum verstir"? Kannski þarf að breyta þessu eftir daginn í dag "frændur eru frændum bestir"

Svona sjá fréttamenn hlutina með misjöfnum augum hvernig ætli hinn nýi varðhundur íhaldsins Agnes Braga sjái þetta?

ps. takið eftir myndinni er ekki Geir alveg frosinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband