Leita í fréttum mbl.is

Sjáfstæðisflokkurinn klofinn, minnist málgagnið ekki á þetta?

Tekið af vef Vísis

,,Það vekur athygli að tvisvar sinnum á stuttum tíma kemur fram þónokkur mikill áherslumunur hjá Geir og Þorgerði og þá er ég tala um afstöðu þeirra til stýrivaxtahækkunarinnar og í Evrópumálum," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, aðspurður um ólíka afstöðu ráðherra Sjálfstæðisflokksins til stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti í 18%, vera afar óheppilega. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur sagt að ákvörðun Seðlabankans sé viðkvæm en jafnframt nauðsynleg.

Þá hefur Þorgerður sagt að skoða eigi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evrunnar. Geir hefur ekki talað í þá veru.

Ljóst er að mjög skiptar skoðanir eru hjá formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokks, í þessu máli eins og reyndar í fleiri málum minni á stöðu DO í Seðlabankanum.

Ég tek ofan fyrir Þorgerði þessi kraftmikla kona og leiðtogaefni NÝJA Sjálfstæðisflokksins hún stendur uppi í hárinu á þeim gömlu og afturhaldssömu gildum sem eru að stjórna flokknum á bak við tjöldin.

Getur verið að það séu að koma nýir vindar í pólitíkina á klakanum nýtt og yngra (í pólitíkinni) fólk sem hefur aðra sýn á framtíð lands og þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband