Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Tært loft í Fjallabyggð

"Svifryk mælist nú hátt yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Umhverfissvið borgarinnar ráðleggur einstaklingum með viðkvæm öndunarfæri eða astma að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum."

Við í Fjallabyggð þekkjum ekki þetta vandamál, sem betur fer þá höfum við ennþá hreint og ómengað loftslag, kyrrðin og nálægðin við náttúruna er alveg við þröskuldinn.

Skora á ungt fólk sem er að hefja búskap og eru með ungabörn að skoða þann möguleika að flytja út á land.

Húsnæðið er ódýrara þú getur haft ungabörnin sofandi úti áhyggjulaust fyrir mengun og óþægindum.

imgp3923x_1000


Sjálfbær þróun.

Sit þessa stundina í tíma hjá Kjartani Bollasyni umhverfisfræðingi, við erum að fjalla um áhrif ferðamanna á lítil samfélög.

Í þessu sambandi þá er ég að skoða það sem að er kölluð sjálfbær ferðamennska.

Mér lýst vel á það sem frændur okkar í Færeyjum eru að gera sjá hér að neðan.

Tekið af vef norden i dag.

"Færeyski lögmaðurinn lagði á það áherslu að í sjálfbærri þróun væri nauðsynlegt að allir í samfélaginu tæku þátt. Hann sagðist vonast til þess að námstefnan yrði til þess að kveikja umræður í þjóðfélaginu setja sjálfbæra þróun í sviðsljósið. .

Ræða Jóannes Eidesgaard: http://www.tinganes.fo/Default.aspx?ID=434&M=News&PID=555&NewsID=1038Sjálfbær þróun á Norðurlöndunum: http://www.norden.org/baeredygtig_udvikling/sk/index.asp?lang=2

Vil einnig benda á www.holar.is

 


Karl Eskill ekki fréttamaður ársins......

Hlustaði í morgun á Rás 1 Morgunvaktina, en það var útvarpað frá Ólafsfirði og voru í viðtali forseti bæjarstjórnar og þróunarstjóri.

Svo til að gæta jafnræðis þá var viðtal(morgunkaffi) við Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúa minnihlutans en Bjarkey er fædd á Siglufirði og er búin að vera búsett í Ólafsfirði í nokkur ár.

Forseti bæjarstjórnar og þróunarstjóri komust vel frá viðtalinu og sama vil ég segja um Bjarkey, en hún var meðal annars spurð hvort að munur væri á Siglfirðingi eða Ólafsfirðingi, ekki er það nú að hennar mati. 

Gott mál þegar fjölmiðlarnir eru ekki alltaf á sömu þúfunni og sýna öðrum stöðum áhuga og tækifæri til að koma sínu á framfæri, en Þar fer Rás 1 fremst í flokki til hamingju með það.

Ég var nú ekkert sérstaklega ánægður með hann Karl Eskil (Siglfirðingur) fyrir ekki svo löngu síðan þegar hann fjallaði um tilboð í fasteignir sem sveitafélagið á. En í þeirri frétt fór Karl Eskill alveg á ókostum og fyrir vikið hefur hann fengið þennan titil ekki fréttamaður ársins  

En með Hildu Jönu sér við hlið þá virkar hann miklu betur.

Skora á ykkur að hlusta á þessar upptöku: og þá sérstaklega brottflutta norðanmenn.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4304648/4


Jólalegt og rjúpan á kirkjugarðsveggnum

Já lesandi góður þá skall hann á með norðan hreti og afleiðingin er sú að smá föl er yfir bænum.

Ég er mjög sáttur við það, allt svo miklu bjartara hreinlegra og jólalegt.

Þegar ég leit út um gluggann þá sé ég rjúpu sitja á gamla kirkjugarðsveggnum og svei mér þá ef hún glotti ekki Joyful

Ég ákvað að skreppa í Skarðið vopnaður kíki og haglabyssu, útsýnið ágætt en engir fuglar, fór reyndar ekki langt því það var orðið ansi hvasst þarna uppi.

Svo þegar ég kem heim eftir þennan skot túr hvað haldið þið, það eru þrjár rjúpur i garðinum og sem ég er að taka dótið úr bílnum þá get ég svarið að ég heyrði þær hlægja....... já já sá hlær sem hlær.

Nú kæmi mér ekki á óvart að fólk færi að setja jólaljósin í gluggana og svei mér þá ef einhverjir eru ekki byrjaðir. Stefnum á að kveikja jólaljósin í byrjun Desember ekki spurning.


BRANDARI

Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið."

 Hún svarar: "Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að ég reiðist ekki."

"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu."

Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því. En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur." Leigubílstjórinn er mjög spenntur og segir: "

Já, ég er einhleypur og kaþólskur." "Ókei", segir nunnan," stoppaðu á næsta stæði."

Nunna uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta. "Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að gráta?"

"Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur." Nunnan segir: "

Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og er að fara í grímuball."


SVN áskorun á þig......

Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Fjallabyggð var samþykkt tillaga mín þess efnis að bæjarstjóra væri falið að skrifa framkvæmdarstjóra Síldarvinnslunnar á Neskaupstað og spyrjast fyrir um af hverju ekki er landað á Siglufirði síld til bræðslu sem nú veiðist við Grundarfjörð. Öllu er siglt til Neskaupstaðar.

Fjörtíu tíma stím til Neskaupstaðar, annars bara 24 tímar til Siglufjarðar.

Ég ákvað svo að fylgja þessu eftir með undirskriftarsöfnun í dag, fór í nokkur fyrirtæki og var mjög vel tekið. Nú liggja frammi undirskriftarlistar í verslunum á Siglufirði og eru undirtektar mjög góðar.

Mér gremst það mjög að ekki skuli vera starfsemi á Siglufirði "SÍLDARSTAÐARINS" eftir að SVN eignaðist þessa fullkomnustu bræðslu á landinu.

Fyrir um tíu árum þá voru starfsmenn þessa vinnustaðar sem þá hét SR MJÖL 75 í dag þá eru þeir 3

Ef svo fer að ekkert gerist þá hef ég hugsað mér að leggja það til að verksmiðjan verði rifin niður, þá skapast tækifæri til annarra starfsemi á þessu stóra svæði við þessa stórkostlegu hafnaraðstöðu sem hérna er.

 


Keyptu einbýli frekar en blokkaríbúð

"Margt fólk á aldrinum 30-39 ára, og ungt fjölskyldufólk, hefur reynt að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn en orðið að hætta við, og meirihluti þeirra sem vilja kaupa sitt fyrsta húsnæði býst við að lenda í greiðsluerfiðleikum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir félagsmálaráðuneytið" mbl.is 15.11 2007

Ég sá í fréttum hjá rúv í kvöld viðtal við námsmann sem var að hugsa um að kaupa sína fyrstu íbúð.

Námsmaðurinn var að velta fyrir sér íbúð á 25milljónir en sökum vaxtahækkana þá var krafan komin í 20milljónir, og ef við skoðum niðurstöðu könnunar hérna að ofan þá er fólk að hætta við.

Ég vil benda þessu ágæta unga fólki á að íbúðarverð er lægra úti á landi og á mörgum stöðum mun lægra.

Sem dæmi má nefna að fermetraverð á blokkaríbúð í Reykjavík er 300-400 þúsund en t.d í Fjalabyggð þá er fermetraverð á gott einbýlishús 150-200 þúsund.

Væri ekki athugandi að skoða þessa möguleika þ.e.a.s. að flytja út á land

Ef þú lesandi góður er að hugsa þinn gang þá skaltu skoða þessa heimasíðu www.fjallabyggd.is


Léttari útgáfa af sköpunarsögunni.

Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel....getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.
Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins. Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa. Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.

Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.


STRÁKAGÖNG 40 ÁRA

40 ár frá opnun STRÁKAGANGA sjá frétt á heimasíðu Steingríms Kristinssonar 

http://www.sksiglo.is/news/strakagong_40_ara/

Gaman að sjá hvað margt hefur breyst á þessum fjörtíu árum......

Á þessari heimasíðu má einnig fylgjast með gangi Héðinsfjarðargangna.


Fundur ,fundur

Já þá er maður komin heim af bæjarstjórnarfundi nr.19 í Fjallabyggð. Fórum af stað frá Sigló kl 16 og var farin styttri leiðin (60km) innanbæjar í austurbæinn Ólafsfjörð.

Fundinum lauk 21 og voru fjörugar umræður um hin ýmsu mál eins og gengur.

það má segja að þetta sé fundavika, en í fyrramálið verður lagt af stað frá Sigló 07:30 og haldið á fund í Héraðsnefndar Eyjafjarðar en þar er meðal annar mála framhaldskóli við utanverðan Eyjafjörð, og hlakka ég mikið til þeirrar umræðu. Fundurinn hefst kl 09:30

Kl 13:00 þurfum ég og bæjarstjórinn að leggja af stað til Ólafsfjarðar en við þurfum að vera í fjarfundarbúnaði og funda í bæjarráði frá kl. 15-16 og verður þá lagt af stað heim, áætluð heimkoma kl 17:30 þá ætti þessum fundarhöldum að vera lokið amk þar til á mánudag.

Námið er því miður ekki í forgangi og mórallinn eftir því, sé fram á að loka mig af frá föstudegi til mánudags og KLÁRA það sem ég á eftir.

jæja lesandi góður þá hefur þú séð eitthvað af minni dagskrá kannski ekkert rosalega spennandi en ég held að við getum verið sammála um að þetta er ansi þétt fundarskrá.LoL já og margir eknir km..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband