Leita í fréttum mbl.is

Keyptu einbýli frekar en blokkaríbúð

"Margt fólk á aldrinum 30-39 ára, og ungt fjölskyldufólk, hefur reynt að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn en orðið að hætta við, og meirihluti þeirra sem vilja kaupa sitt fyrsta húsnæði býst við að lenda í greiðsluerfiðleikum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir félagsmálaráðuneytið" mbl.is 15.11 2007

Ég sá í fréttum hjá rúv í kvöld viðtal við námsmann sem var að hugsa um að kaupa sína fyrstu íbúð.

Námsmaðurinn var að velta fyrir sér íbúð á 25milljónir en sökum vaxtahækkana þá var krafan komin í 20milljónir, og ef við skoðum niðurstöðu könnunar hérna að ofan þá er fólk að hætta við.

Ég vil benda þessu ágæta unga fólki á að íbúðarverð er lægra úti á landi og á mörgum stöðum mun lægra.

Sem dæmi má nefna að fermetraverð á blokkaríbúð í Reykjavík er 300-400 þúsund en t.d í Fjalabyggð þá er fermetraverð á gott einbýlishús 150-200 þúsund.

Væri ekki athugandi að skoða þessa möguleika þ.e.a.s. að flytja út á land

Ef þú lesandi góður er að hugsa þinn gang þá skaltu skoða þessa heimasíðu www.fjallabyggd.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 94451

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband