Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Löngum meirihlutafundi loks lokið

Jæja gott fólk þá er lokið löngum meirihlutafundi okkar bæjarfulltrúa í Fjallabyggð. En hann hófst kl 19:30 og lauk um 23:00

Mörg skemmtileg mál voru til umræðu, vorkenni vinum mínum úr Ólafsfirði að eiga eftir að keyra heim 60km yfir Lágheiði góða ferð. En þess má geta að við eigum lang lengstu AÐALGÖTU á landinu.

þá er næst að snú sér að náminu en framundan er vökunótt komin alltof langt á eftir með verkefna skil.

Kæru vinir meðan þið sofið á ykkar græna eyra þá ætla ég að láta fingrafimi mína njóta sína á Think Paddinum LoL


Er valdaskessan ekki heima?

Mjög góður miðstjórnafundur Framsóknarfólks var haldinn á Akureyri í gær.

það er skemmst frá því að segja að mikill einhugur ríkti meðal fundarmanna og baráttuandinn er mjög mikill.

Ég vil benda áhugasömum á að skoða heimasíðu Framsóknar www.framsokn.is en þar má lesa alla stjórnmálaályktunina

Meðal annars var ályktað um eftirfarnandi:

"Miðstjórn lýsir yfir vonbrigðum með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað til að mæta skerðingu aflaheimilda í þorski. Þær eru ómarkvissar og gagnast illa þeim sem harðast verða úti vegna skerðingarinnar. Miðstjórn leggur áherslu á raunhæfar aðgerðir til að mæta þeim samdrætti sem fyrirsjáanlegur er af þessum sökum og telur nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir atgervisflótta úr sjávarbyggðunum. Í því samhengi er sérstaklega vakin athygli á tillögum þingflokks framsóknarmanna þar sem komið er til móts við þá aðila sem verða fyrir beinni tekjuskerðingu vegna samdráttar í fiskveiðum. "
Það er okkur öllum ljóst sem búum við skertar aflaheimildir að stjórnvöld eru ekkert að gera í þessum málum, það er eins og enginn sé heima á stjórnarheimilinu,mörg sveitarfélög hafa komið með tillögur en því miður ekki fengið nein viðbrögð.

Á FÖSTUDAGINN rétt svar

Já það var eins og mig grunaði það var verið að auglýsa opnun byggingavöruverslunar.

BYKO að opna nýja verslun í Garðabæ.

það sem að mér finnst orðið merkilegt í auglýsingum í dag er lita samsetningin nú eru allir komnir í orange litinn gamla TAL litinn t.d. Iceland Express og svo núna BYKO sem hafa verið bláir eins lengi og elstu menn muna.

Af hverju ætli þetta sé?

 


Ertu skarpari en???

Bæjartæknifræðingur óskast STRAX við í Fjallabyggð erum að leita að tæknifræðingi helst ungum og ferskum karli eða konu hressum ekki fýldum.

Ef lýsingin á við þig þá skora ég á þig að hafa samband www.fjallabyggd.is

Það er gott að búa í Kópavogi og ekki er verra að búa í Fjallabyggð, það eru engin RAUÐ ljós og svifryksmengun þekkist ekki það er ekki biðlisti á leikskólunum og svo mætti lengi telja......

Ég skora á þig tæknifræðingur góður að kynna þér málið strax í dag.

 


Halló halló gleymdist fulltrúi landsbyggðarinnar

Hvað er í gangi Geir?

Var ekki hægt að fá neinn af landsbyggðini í nendina?

Í ljósi nýrra ferðamálaáætlunar sem var að koma út núna þá hefði ég haldið að fulltrúi frá samtökum ferðaþjónustu aðila hafi átt að vera í þessari nefnd.

Ferðamálaáætlunin 2006-2015 er hérna.

 


mbl.is Forsætisráðherra skipar nefnd um ímynd Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Halló Halló hvað er í gangi Geir?

Þessi nefndarskipan sýnir svart á hvítu þröngsýni Forsætisráðherra.

Nú var að koma út ferðamálaáætlun 2006-2015 og er nú komið þokkalega inná ímynd Íslands en ég get ekki séð að neinn í nefndinni sé frá ferðamannageiranum af landsbyggðinni.

Maður hefur haft það á  tilfinungunni að forsætisráðherra sjái ekki út fyrir 101 Rvík og staðfestir hann það hér með..

Sjá má ferðamálaáætlunina á þessari slóð http://www.ferdamalastofa.is/


Laun á Norðurlandi dragast saman um MILLJARÐ

" Laun á Norðurlandi dragast saman um   
nærri einn milljarð króna á fyrsta ári
kvótasamdráttar og um hátt í sjöhundruð
milljónir króna á öðru ári. Þetta er  
niðurstaða Hagfræðistofnunar Háskóla  
Íslands. Af einstökum byggðarlögum    
verður samdrátturinn langmestur í     
Grímsey. " tekið af textavarpi 

Ætli stjórnarliðum sé ekki alveg sama þó að Grímseyingar verði fyrir mesta tjóninu "jú þetta eru svo fá atkvæði"

Ég auglýsi eftir ríkistjórninni, loforðunum og mótvægisaðgerðunum það örlar ekkert á þeim.

Það er eins og margt af þessu fólki sem að situr á Alþingi geri sér enga grein fyrir alvöru málsins og kannski ekki að furða þar sem að þenslan á suðvesturhorninu er nú þannig að verslunar og skrifstofuhúsnæði spretta upp eins og ofskynjunarsveppir. En á meðan þá blæðir landsbyggðinni hægt og því miður alltof hljótt út.


Á FÖSTUDAGINN???

Hafið þið tekið eftir auglýsingunni með fólki sem segir eingöngu "á föstudaginn" ?

Í tíma hjá mér í markaðsfræði í dag spunnust miklar umræður um hvað væri verið að auglýsa.

Eftirfarnadi hugmyndir komu fram: Iðnaðarblað, iðnaðarverslun,hin leikfangabúðin,nýr þáttur í sjónvarpi,ný tegund af bíl,jóla /vorflug hjá IE. Eins og sjá má eru margar hugmyndir og mjög ólíkar.

Hvað svo sem verður þá hefur þessi auglýsing vakið umtal og er þá tilganginum náð ekki satt?


Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum

Þetta er fyrirsögn á ræðu formanns samtaka sveitarfélaga en fjármálaráðstefna sveitarfélaganna hófst í dag. Ég tek undir þetta heilshugar, það er mjög mikilvægt að sveitarfélögin séu samstíga í þessum málum.

Sveitarfélögin gegna ábyrgða miklu hlutverki í samfélaginu og ekki síst í vinnuveitendamálum, en á þeim vettvangi eru aðstæður sveitarfélaga mjög misjafnar, sem dæmi má nefna mismun á sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem að þenslan er ógnvænleg og hinsvegar t.d. á norðurlandi vestra þar sem að raunskerðing aflaheimilda í þorski er 32,8%.

En á þessu svæði er ennþá því miður alltof stór hluti atvinnulífsins tengdur sjávarútvegi. Já ég segi því miður en við sjáum að sjávarplássin hringinn í kringum landið eru nánast eins og gamlir gullgrafara bæir.

Annað sem að sveitarstjórnarmenn hafa verið að nefna en það er að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti hvað gerist Árni Matt fjármálaráðherra(dýralæknir) er alveg heyrnalaus þegar kemur að þeirri umræðu, ríkið er ekki að skila nema 30milljarða afgangi. En svo kemur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra (veit ekki menntun) og talar þvert ofaní fjármálaráðherra hvað er að gerast á stjórnarheimilinu?? það er eitthvað mikið að á þeim bænum.

 


Sögur af blautum sjóurum HAFLIÐI SI 2

Ég var að skoða heimsíðu sem ég verð að deila með ykkur.

Þarna eru magnaðar sögur af strákum og köllum sem voru á Hafliða SI 2

Það sem að menn upplifðu er alveg ótrúlegt og að senda stráka 15 ára á sjó með harðsvíruðustu jöxlum landsins, já það þætti ekki til fyrirmyndar í dag. En ég veit ekki betur en þessi drengir séu allt saman sóma borgarar í dag:)

slóðin er http://www.si2.is/frettir/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband