Leita í fréttum mbl.is

30. fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar

Óhætt er að segja að þessi fundur okkar í bæjarstjórn Fjallabyggðar hafi verið með þeim lengri en hann hófst kl 17 á Siglufirði í dag og lauk rúmlega 22 í kvöld.

Mörg mál voru til afgreiðslu og umræðu en bæjarstjórn fundaði síðast í Júlí og eftir það fór bæjarráð með stjórnsýsluvaldið. ég sit einnig í bæjarráði og er næsti fundur nk fimmtudag og er hann nr 103 ég hef þá setið 102 fundi og er ég mjög ánægður með þann árangur. við ræddum meðal annars um allar þær framkvæmdir sem átt hafa sér stað í sumar t.d. nýbygging við leikskólann í Ólafsfirði gatnaframkvæmdir í Siglufirði og svona mætti lengi vel telja.

það er nú samt svo að alltaf má gera meira og ég tala nú ekki um betur, en það er nú svo með okkar samfélag að þeir eru ófáir "sérfræðingarnir" á öllum sviðum þegar kemur að framkvæmdum. Vonandi verða þeir í framboði til næstu kosninga, þá verður sveitafélagið ekki á flæðiskeri statt.

Pólitíkin er að komast á fullt við ætlum að vera með félagsfund í Framsóknarfélögunum í Fjallabyggð á fimmtudagskvöldið og verða bæjarmálin rædd ofan í kjölinn og maður lifandi veitingarnar þær eru all svakalegar get ég sagt ykkur, nú svo má segja frá því að Össur iðnaðarráðherra og ofurbloggari ætlar ásamt fríðu föruneyti að heimsækja okkur í Fjallabyggð nk föstudag ég hlakka mikið til að hitta Össur skemmtilegur náungi þar á ferð, Birkir Jón hefur nauðað í honum að koma og loksins fann Össur tíma fyrir okkur. Svo nk mánudag á að heimsækja fjárlaganefnd Alþingis og er eins gott að koma vel undirbúin fyrir þann fund, vinna þarf á laugardag og sunnudag að þeirri heimsókn.

Svona rétt í lokin þeim til upplýsinga sem tóku eftir því að nokkrar holur voru grafnar í gamla malarvöllinn þá var verið að taka jarðvegssýni vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda Búseta á svæðinu, en málið er loks að þokast á stað aftur eftir töluverða bið.

 


Sigurjón formaður?

Ja því ekki það sem ég þekki til Sigurjóns þá er hann harðduglegur einstaklingur og hugsjónarmaður, það á ekki að taka það af fólki  sem það á hvar svo sem það er í pólitík. Ég er þess fullviss að Sigurjón væri ekki verri formaður en sá er nú situr í þessum annars slappa og sundurleita flokki sem F-listinn er.
mbl.is Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldsskóli í Fjallabyggð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði

Þá sér loks fyrir endann á því að skólinn verði að veruleika, þessi hugmynd ungs þingmanns okkar og bæjafulltrúa Birkis Jóns framsóknarmanns er loks orðin að veruleika, það var góður fundur með Jóni Eggerti verkefnisstjóra sem fram fór á Ólafsfirði og svo þremur tímum síðar á Siglufirði sl fimmtudag.

Það er ekki svo ósjaldan að ljóðlínurnar "urð og grjót uppí mót ekkert nema urð og grjót" hafi komið ansi oft uppí hugann undan farin misseri, við höfum mætt mikilli andstæðu ansi margra það verður að segjast eins og er og hef ég meðal annars fjallað um það hér áður á bloggi mínu, en til að gera langa sögu stutta þá er staðan núna þannig að héraðsráð Eyjafjarðar fer með málefni skólans. 

Ástæðan er einfaldlega sú að héraðsráð hefur í gegnum tíðina komið að uppbyggingu framhaldsskóla við Eyjarfjörð í gegnum tíðina t.d VMA ogMA og fellur Fjallabyggð undir héraðsnefnd Eyjafjarðar í dag, en þetta nær frá Grenivík í austri og til Siglufjarðar í vestri og er stefnt að því að sveitarfélögin verði búin að skrifa undir samning með þátttöku í byggingarkostnaði fyrir 10 október.

Eins og lagt hefur verið upp þá verður skipuð fagnefnd sem verði verkefnisstjóra til halds og traust m.a. varðandi námsframboð, rekstur og húsnæðismálin. Skólinn verður undir eftirliti héraðsnefndar og eftir að undirskrift hefur farið fram þá verður skipuð byggingarnefnd sem verður skipuð fimm aðilum 2 frá menntamálaráðuneyti 1 frá fjármálaráðuneyti og 2 frá heimamönnum.

Það er gert ráð fyrir 70 milljónum á fjárhagsáætlun ríkisvaldsins árið 2009 40 milljónir í rekstur og 30 milljónir í hönnun og framkvæmdabyrjun.   

Það kom meðal annars fram á fundi verkefnisstjóra á íbúafundunum að ljóst væri að skólahúsnæðið yrði ekki tilbúið haustið 2009 eins og stefnt var að í upphafi, og þá spunnust upp umræður um hvort að hefja ætti skólastarfið engu að síður þ.e.a.s. haustið 2009 og þá með hvaða hætti?

Það er tvennt í stöðunni í fyrsta lagi að fresta skólanum til haustsins 2010 eða að hefja skólastarfið 2009 og þá í fjarfundaformi á þremur stöðum fyrsta starfsárið. Eftir nokkra umræðu þá heyrist manni á að fólk sé tilbúið í að hefja reksturinn haustið 2009 og þá með þeim hætti sem áður sagði.

Ég var fyrst mjög efins með annað en að hefja starfið í fullbúnu húsi, en eftir að hafa hlustað á mörg sjónarmið þá tel ég ekkert vit í öðru en að hefja starfið í fjarfundabúnaði, ein ástæðan er sú að væntingin er mjög mikil að skólinn taki til stafa önnur ástæða er að gerð Héðinsfjarðargangna er eitthvað á eftir áætlun nú tala menn um mars 2010. Svo má ekki gleyma félagslega þættinum en krakkarnir hafa félagsskapinn hvert af öðru sem er mikilvægt.

Ef það verður ofan á að fjarfundarformið verður fyrir valinu þá sé ég þetta þannig fyrir mér að kennt verði í þremur stofum með kennari á einum stað í hvert skipti, það ætti ekki að vera neitt vandamál að finna hentugt húsnæði undir þessa starfsemi.

Við verðum að vera jákvæð í garð þessarar framkvæmdar og styðja hana með ráðum og dáðum og stefnum ótrauð á að fá glæsilegan menntamálaráðherra til að skrifa undir í Ólafsfirði 10 október.

 


Frumburðurinn tvítugur í dag en þá var líka verkfall,,,,

Að hugsa sér að tuttugu ár séu liðin síðan geimsteinninn kom í heiminn, ég man eins og gerst hafi í gær já svei mér þá. Meðgangan gekk ekki vel það á víst að vera svo að konur þyngjast en nei ekki móðir hennar Mörtu minnar hún var meira og minna rúmliggjandi og gubbandi meirihluta meðgöngunnar. Við áttum okkur ákveðna ÆLU staði á leiðinni frá Kópavogi og á Landsann, já þetta var alveg ótrúleg meðganga, svo gerist það að komið er að fæðingu við gerum okkur klár og erum að koma okkur út í bíl þegar nágranni okkar stoppar okkur á bílastæðinu og fer að spjalla hann segir síðan eftir smá stund hvort að hann sé að tefja okkur ja við erum eiginleg á leið á fæðingardeildina og eins og við manninn mælt hann verður eins og ræfill og biður okkur í öllum guðanna bænum að láta hann ekki tefja okkur og koma okkur af stað sem og við gerum.

Þarna var nú svo komið að ÆLU staðirnir voru ekki lengur til staðar og við bæði farin að þyngjast já mar tók nú þátt í þessu með móðurinni, síðan er komið á spítalann og þá er okkur vísað til einhverrar konu í viðtal. Ég var nú ekki alveg að skilja þetta það átti að fæða barna en ekki vera að kjafta eitthvað, nú skemmst er frá því að segja að við vorum ekki búin að vera lengi þarna inni í loflausu herberginu að mér fannst Þegar ég þurfti nauðsynlega að komast út það var að líða yfir kallinn. Já nú er komið að ykkur hetjunum að segja nokkur vel valin orð gerið svo vel,,,,

Jæja eftir að þær hafa spjallað og kallinn komin með lit í andlitið þá er komið að því að koma sér í stellingar og á stofu, eftir nokkurn tíma þá kemur í ljós að ekki er allt með felldu og það þarf að taka röntgen mynd. En viti menn röntgenlæknar eru í VERKFALLI ég trillaði móðurinni í rúminu ásamt hjúkrunarfræðingi í einhverjum undirgöngum og síðan tók við eilífðar bið eftir einhverjum til að lesa úr myndunum en það kom loks læknir frá Garðabæ.

Ég man bara að ég var að fara á límingunum og móðirin sárkvalin en hún stóð sig eins og hetja. Nú loks kemur niðurstaða barnið er sitjandi omg ég ætla ekkert að fara nánar út í fæðinguna en hún gekk vel, það kom drauma prinsessa í heiminn.

Ég gleymi seint þeim degi þegar hjúkrunarkona bauð mér te og brauðsneið með osti þarna í fæðingarherberginu já já nei takk þetta var örugglega vel meint en listin var vægast sagt engin. Mér var sagt að ég hafi staðið mig vel og móðirin stóð sig eins og hetja.

Þegar ég kom heim um kvöldið þá hringdi vinur minn í blokkinni sem tafði okkur þarna á planinu, en þá höfðu þau skötuhjú beðið spennt eftir að ég kæmi heim. Hann sagði mér seinna að kærastan hafði skammað hann all svakalega fyrir að tefja okkur.. :)

En ég verð að segja nú þegar þið sem eruð að eignast sitt fyrsta barn og ljósmæður í verkfalli, farið ekki á taugum það er mjög gott og hæft fólk á spítalanum það er ég alveg viss um.

Marta mín hjartanlega til hamingju með daginn þú ert alger perla.

 


Er Samfylkingin að valta yfir íhaldið?

Ætli það sé ekki farið að fara um einhverja íhaldspúka núna þegar þessi þjóðarpúls er tekinn?

ég þekki nokkra sem eru alveg að ærast yfir þessum "yfirgangi" Samhristingsins og allt það blaður sem einstaka ráðherrar hafa haft gagnvart efnahagslífinu og mörgum stórum málum. Ætli Einar Ben sé nokkuð ánægður með ummæli hæstvirts viðskiptaráðherra gagnvart olíufélogunum en tengist ekki Einar einhverju olíufélaganna?

Ég spáði þessari ríkisstjórn lífi til tveggja ára ætli það verði svo langt frá því, ja hver veit?


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örnefni í Sigluneshreppi

Ég var viðstaddur opnunar á vef sem fjallar um örnefni í Sigluneshreppi en formleg opnun var um verslunarmannahelgina og fór fram í Gránu verksmiðjuhúsi Síldarminjasafnsins.

Það eru þeir öðlingar og áhugamenn um örnefni Hannes Bald, Páll Helga og Örlygur sem hafa haft veg og vanda að þessari miklu vinnu og hafi þeir miklar þakkir fyrir.

Ég set inn vefslóðina á þennan skemmtilega vef og skora á alla þá sem áhuga hafa á örnefnum og einnig þá sem eru eða ætla að ganga á fjöll í og við Siglufjörð.

http://www.snokur.is/hvanndalir.html

 


"Skemmtiferðaskip" góð viðbót við ferðamannaiðnað í Fjallabyggð

ég var að vafra um netið og skoða gjarnan síður frá öðrum bæjum sem ég þekki eitthvað til og núna síðast þá var ég að skoða bb.is.Var svona að tékka á hvort ég sæi Stínu systur bregða fyrir á vefmyndavél þeirra heheheee..

Það sem vakti athygli mína var eftirfarandi

Stefnir í metsumar í komum skemmtiferðaskipa

Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir stefna í met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðarhafnar næsta sumar en nú þegar hafa 27 skip bókað komu sína. Það verður því mikil fjölgun og það er enn verið að bóka. Um 20 skip komu til Ísafjarðar nú í sumar og um tíu þúsund farþegar. „Við erum mjög sáttir við sumarið og það hefur allt gengið vel nema tvö síðustu skipin þurftu að snúa frá vegna veðurs. En við getum ekki gripið inn í það hjá veðurguðunum,“ segir Guðmundur. Unnið hefur verið markvisst að því að auka aðsókn skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar undanfarin ár og er bærinn núna þriðji vinsælasti viðkomustaðurinn á landinu. Þá hefur hafnarstjóri hefur farið reglulega á skemmtiskipasýningar, meðal annars til Hamborgar og Flórída til að kynna Ísafjarðarhöfn sem vænlegan kost fyrir skemmtiskip.

Hápunktur skemmtiferðaskipavertíðarinnar var eflaust þegar hið sögufræga skip Queen Elizabeth 2 heimsótti bæinn í byrjun mánaðar. Var það í annað og síðasta sinn sem skipið heimsækir Ísafjörð og Ísland en áætlað er að leggja því í lok ársins og búið að selja það til fjárfesta í Dubai sem hyggjast gera það upp í upprunalegum stíl frá árinu 1967 og nota sem lúxushótel. Það var einnig stærsta skip sumarsins.

Að vanda var farþegum boðið upp á skoðunarferðir með Vesturferðum auk þess sem ungmennaleikhúsið Morrinn og glímudeild Harðar skemmtu ferðalöngunum í Neðstakaupstað. Þótti samstarfið heppnast afar vel.

Ég hef verið talsmaður þess að stefna skemmtiferðaskipum til Siglufjarðar, við eigum mjög góða höfn og höfum allt til að taka við ferðamönnum af skemmtiferðaskipum, höfnin er í dag og hefur undanfarin ár verið rekin með tapi. Þær tekjur sem höfnin hafði var meðal annars af loðnu og rækjuveiðum en í dag er búið að leggja niður loðnubræðsluna og rækjuvinnsla Ramma er ekki starfandi lengur eins og allir vita.

Þá þarf að finna höfninni aðrar tekjur og er þetta þá einn liður í þeim og það sem meira er það hefur einnig áhrif á samfélagið í heild.


Vaknaður til blogglífsins

Jæja kæru lesendur þessa bloggs, þá er kallinn að rumska eftir þónokkurn tíma frá bloggheimi og má segja tölvunotkun almennt.

Segja má að sumarið hafi verið heilt yfir mjög gott bæði veðurlega og þá ekki síst atburðalega allavega hjá mér svona persónulega án þess að fara neitt nánar út í það.

Ég vil byrja á að lýsa yfir ánægju mína með allar þær hátíðir sem voru í Fjallabyggð þetta sumarið þær eru þeim sem fyrir þeim stóðu til mikils sóma. Síldarævintýrið tókst mjög vel og heyrði ég ekkert nema ánægjuraddir með það.

Ég verð að nefna uppákomuna hjá þeim drengjum sem afhentu líkan af síðutogaranum Hafliða SI2 þetta var mikil gleði og tilfinninga stund og var ekki laust við að margir þessara "togara jaxla" felldu tár og verð ég að viðurkenna að þegar kvikmyndin af Hennesi Beggolín og félögum birtist þá féll eitt(ánægju)tár.

Ég hef verið að vinna með Tuma blikkara í sumar og hefur það verið ansi lærdómsríkt allavega fyrir mig, við vorum nokkra daga í austurbænum í sumar við viðbyggingu nýja leikskólans og var það ansi skemmtilegt hitti þarna marga skemmtilega iðnaðarmenn hélt á tímabili að maður væri staddur í Spaugstofuþætti þið munið iðnaðarmenn í blíðu og stríðu :) segi nú svona.

Það hafa verið miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í sumar og ekki allt búið enn, ég er ánægður með það sem búið er að gera. 

Þetta er orðið gott í kvöld held áfram að færa inn hugrenningar mínar reglulega, var farin að fá athugasemdir við engum skrifum. en svona er þetta nú bara gott að taka sér frí frá þessu eins og öðru annað slagið. Hef frá mörgu að segja og er ekkert að hætta að hamra á takkana næstu vikur og mánuði.


Orður og silfur

Mér var búið að detta þetta í hug þeas að veita þessum afreksmönnum fálkaorðuna, þeir eiga þetta svo sannarlega skilið til hamingju með árangurinn og megi þetta afrek verða okkur öllum hvatning til dáða.

Ég hef eins og svo margir aðrir haft ákveðna skoðun á þessum orðuveitingum og þá helst þegar verið er að veita fólki orður fyrir opinber störf, en þetta eru afreksmenn sem lyft hafa Íslandi á stall með þeim bestu í handboltanum og eiga þetta og margt meira skilið.


mbl.is Orðuveiting á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2. - 6. júlí

Þá er að bresta á þjóðlagahátíð, bærinn ber þess augljós merki. Mikið af ferðafólki eða eins og einhver góður sagði svona "lopapeysu "fólk. Allir hjartanlega velkomnir eins og alltaf.

Yfirskrift dagskráarinnar er

Fjallatónlist og dansar

og er hún glæsileg að vanda og hvet ég alla þá er áhuga hafa að bregða undir sig betrifætinum eða bara báðum fótum og skella sér í blíðuna (sem kemur á morgun) á Sigló.

Meðal flytjenda er Ragnheiður Gröndal, Benni Hemm Hemm ofl ofl

Eftir að hafa skoðað dagskránna þá er ég þess fullviss að ég eigi eftir að skemmta mér og njóta góðrar tónlistar og hver veit nema maður skelli sér á námskeið í ullarþæfingu já eða rímnakveðskap hjá Steindóri Andersen úr nógu er að velja.

 

Dagskráin er hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband