Leita í fréttum mbl.is

"Skemmtiferðaskip" góð viðbót við ferðamannaiðnað í Fjallabyggð

ég var að vafra um netið og skoða gjarnan síður frá öðrum bæjum sem ég þekki eitthvað til og núna síðast þá var ég að skoða bb.is.Var svona að tékka á hvort ég sæi Stínu systur bregða fyrir á vefmyndavél þeirra heheheee..

Það sem vakti athygli mína var eftirfarandi

Stefnir í metsumar í komum skemmtiferðaskipa

Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir stefna í met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðarhafnar næsta sumar en nú þegar hafa 27 skip bókað komu sína. Það verður því mikil fjölgun og það er enn verið að bóka. Um 20 skip komu til Ísafjarðar nú í sumar og um tíu þúsund farþegar. „Við erum mjög sáttir við sumarið og það hefur allt gengið vel nema tvö síðustu skipin þurftu að snúa frá vegna veðurs. En við getum ekki gripið inn í það hjá veðurguðunum,“ segir Guðmundur. Unnið hefur verið markvisst að því að auka aðsókn skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar undanfarin ár og er bærinn núna þriðji vinsælasti viðkomustaðurinn á landinu. Þá hefur hafnarstjóri hefur farið reglulega á skemmtiskipasýningar, meðal annars til Hamborgar og Flórída til að kynna Ísafjarðarhöfn sem vænlegan kost fyrir skemmtiskip.

Hápunktur skemmtiferðaskipavertíðarinnar var eflaust þegar hið sögufræga skip Queen Elizabeth 2 heimsótti bæinn í byrjun mánaðar. Var það í annað og síðasta sinn sem skipið heimsækir Ísafjörð og Ísland en áætlað er að leggja því í lok ársins og búið að selja það til fjárfesta í Dubai sem hyggjast gera það upp í upprunalegum stíl frá árinu 1967 og nota sem lúxushótel. Það var einnig stærsta skip sumarsins.

Að vanda var farþegum boðið upp á skoðunarferðir með Vesturferðum auk þess sem ungmennaleikhúsið Morrinn og glímudeild Harðar skemmtu ferðalöngunum í Neðstakaupstað. Þótti samstarfið heppnast afar vel.

Ég hef verið talsmaður þess að stefna skemmtiferðaskipum til Siglufjarðar, við eigum mjög góða höfn og höfum allt til að taka við ferðamönnum af skemmtiferðaskipum, höfnin er í dag og hefur undanfarin ár verið rekin með tapi. Þær tekjur sem höfnin hafði var meðal annars af loðnu og rækjuveiðum en í dag er búið að leggja niður loðnubræðsluna og rækjuvinnsla Ramma er ekki starfandi lengur eins og allir vita.

Þá þarf að finna höfninni aðrar tekjur og er þetta þá einn liður í þeim og það sem meira er það hefur einnig áhrif á samfélagið í heild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband