25.9.2008 | 19:51
Auglýsing um lambakjöt "steingeld"
Ég get ekki orða bundist yfir auglýsingu sem ég hef séð á skjánum núna í nokkur skipti. þetta er auglýsing um lambakjöt.
Það kemur karlmaður að kjötborði í verslun og sér þetta fína stykki af lambakjöti og ætlar að fá það, fyrir aftan hann er ung kona og heyrir hún afgreiðslumanninn segja að þetta er restin af lambakjötinu. Nú eru góð ráð dýr (lömb) hún vill fá lambakjöt og til að ná því þá tekur hún það til bragðs að missa alveg óvart smápeninga úr peningaveskinu sínu.
Að sjálfsögðu þá verður maðurinn fyrir framan hana var við þetta og hún brosir sínu blíðasta og spyr hvort að hann geti ekki aðstoðaða? Karlmaðurinn gerir það og á meðan hann er að skríða eftir eyrinum þá tekur hún innpakkaða lambakjötið og hverfur á braut, ekki þarf að taka fram að afgreiðslumaðurinn er líka karlmaður.
Bíðum nú aðeins við hvað er verið að gefa í skin?
1. konur beita kynferði sínum til að ná sínu fram?
2. karlmenn eru kjánar og auðvelt að plata?
3. karlmenn eru kurteisir og aðstoða konur í nauð?
Ég verð að viðurkenna að auglýsingar af þessu tagi eru mér ekki að skapi, ég get nefnt fleiri dæmi en ætla ekki að fjalla nánar um það hér.
Ég trúi ekki öðru en að framleiðendur auglýsinga geti gert betur þetta snýst jú um lambakjöt halló matur er þetta eitthvað flókið?
Þið megið hafa samband auglýsingaframleiðendur ef þið eruð í vandræðum og hafið ekki meira hugmyndaflug en raun ber vitni alla vega varðandi lambakjötið.
24.9.2008 | 22:59
Af hverju sendu þeir ekki Davíð á Times Square?
Hvað vakir fyrir ráðherra forsætis með þessum gjörningi "Ísland var áberandi á Times Square í kvöld" ætli þessi mynd af fána vorum eigi að styrkja gengi krónunnar?
Ég var staddur á "samkomu" um helgina og þar voru meðal annarra nokkrir sjálfgræðis menn og það sem þeir voru ánægðir með upphlaup Davíðs í fjölmiðlum nokkrum dögum fyrr, ég vorkenndi þeim hálfpartinn að því leitinu til að þeir sakna Dabba kóngs ekkert smá. Það er eins og Sjálfgræðisflokkurinn sé foringjalaus þegar maður hlustar á marga flokksfélag, ætli það sé þá að rætast eins og segir í kvæðinu með Villa Vill .. og forsætisráðherrann er gamall IBM"
Já fáum Dabba kóng annan hvern dag í fjölmiðla og skammast útí öll þau fúlmenni sem eru að gambla með krónuna og þá styrkist hún kannski eilítið...
![]() |
Forsætisráðherra á Nasdaq |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2008 | 14:10
Er að sjást til sólar í öllu niðurtalinu?
Þá er það staðfest ráðherra íþrótta og menntamála hefur boðað komu sína til okkar í Fjallabyggð 3. okt og þá verður skrifað undir samning um framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði.
En þennan sama dag erum við með ársþing Eyþings sem haldið verðu að þessu sinni í litlu Reykjavík (Akureyri) gaman verður að fjölmenna með rútu í Ólafsfjörð og skrifa undir við ráðherra.
Með þessari undirritun þá er ljóst að stóriðja okkar íbúa við utanverðan Eyjafjörð fer af stað göngin verða að öllum líkindum opnuð í mars 2010 og þá ætti skólabyggingin að vera klár, en stefnt er á að skólinn hefji starfsemi haustið 2009.
Ég hlakka mikið til þegar tengingin á milli þessara byggðarkjarna verður að veruleika þá kemur margt til með að breytast í okkar daglega lífi og öll samskipti auðveldari.
Þannig að óhætt er að segja að við íbúar Fjallabyggðar förum að sjá ljósið í enda gangnanna og ljósið í öllu niðurtalinu verður að veruleika. Það er nú svo að margt jákvætt er að gerast í okkar litla samfélagi.
Horfum fram á veginn og höfum trú á samfélaginu okkar, tökum höndum saman og verum jákvæð tölum um það sem vel er gert og er að gerast.
22.9.2008 | 23:48
Kaffi sötrandi krútt kynslóð
Ársþing SSNV var haldið á Siglufirði sl föstudag og hófst það kl 09 margt góðra gesta var á þinginu en það var það síðasta sem við Siglfirðingar sækjum. þegar kjördæmaskipanin var gerð og sameinað sveitarfélag Fjallabyggð varð til þá gekk Fjallabyggð í landshlutasamtökin Eyþing.
Ég hef síðastliðin tvö ár setið í stjórn SSNv fyrir hönd sveitarfélagsins og hefur það verið mjög ánægjulegt og lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt, við sátum okkar síðasta stjórnarfund á fimmtudagskvöldið og var hann haldinn á Allanum. Á fundinum samdi stjórnin tillögu þess efnis að Fjallabyggð ætti fulltrúa á stjórnarfundum þegar málefni fatlaðra væru á dagskrá en við ætlum að halda því góða samstarfi áfram og útvíkka samninginn fyrir allt sveitarfélagið, Ólafsfjörður hefur fengið þjónustuna frá Akureyri.
Ljóst er að samningu sá er sveitarfélögin innan SSNV hafa gert við ríkið er mjög góður og óhætt er að segja að vel hafi verið hugsað um skjólstæðinga þessa málflokks.
Skemmst er frá því að segja að tillaga okkar var samþykkt á þinginu og er þungu fargi af manni létt, nú er það okkar í sveitastjórn og starfsfólk félagsmála að koma með tillögur að þeirri þjónustu og framkvæmd sem við viljum sjá.
Á þingið komu nokkrir gestir meðal annarra ráðherra jórturdýra og fiska og einnig ráðherra faratækja og sveitarstjórnarmála, einnig kom Þorvaldur Lúðvík forstjóri Saga Capital og vægast sagt þá hristi sá ágæti maður miklu lífi í umræðurnar en hann fór yfir stöðu peninga mála á landinu kaldi í dag og svo kom hann einnig inná samgöngubætur milli landsbyggðar og höfuðborgar(borg óttans). en Þorvaldur er líka flugmaður og á sína eigin vél sem hann notar mikið hann gagnrýndi ráðmenn þjóðarinnar mikið fyrir að taka ekki hreina afstöðu varðandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.
Hann sagði meðal annars að allt tal um staðsetningu á Hólmsheiði væri útúr kú, talaði sem flugmaður og áhugamaður um veðurfræði sagðist hafa sagt ráðmönnum borgarinnar að þeir þyrftu ekki að vera eyða meiri tíma og peningum að skoða þann möguleika. Hann sagði einnig að það ættu ekki heldur að vera "kaffi sötrandi krútt kynslóð" sem réði því eingöngu hvar flugvöllurinn væri staðsettur þetta er jú ekki einkamál íbúa borgar óttans, hún hefur ákveðnum skyldum að gegna fyrir landið allt.
Nú svo komu áðurnefndi ráðherrar í mýflugumynd og sögðu nokkur orð ráðherra sveitarstjórnarmála kom inná stærð sveitafélaga en eins og flestir vita þá nefndi hann töluna þúsund en aðspurður um þá tölu þá var svarið einfalt þetta er tala sem er svo oft nefnd(hvað svo sem það þýðir) Fiski og jórturdýra ráðherra kom svo inná kvótakerfið sem er svo gott að það er enginn fiskur eftir til að veiða og örfá fyrirtæki eiga kvótann svo að nýliðun í greininni er engin heldur fækkar ef eitthvað er og svo toppaði hann ræðu sína með umræðu um byggðakvótann hversu mikilvægur hann væri sjávarplássunum ja hérna hér.
Eftir nokkrar umræður var svo boðið í óvissuferð og fórum við með gesti okkar í Héðinsfjörð, bæjarstjórinn þurftir að skjótast í austurbæinn að taka á móti Baldri Ólimpíufara og gat því ekki verið með okkur í þeirri ferð, en fólk var mjög ánægt með að koma í Héðinsfjörð og verða vitni að þeirri samgöngubót sem göngin verða.
það var stoppað í nokkra stund í Héðinsfirði og síðan haldið heim á leið komið við í Bátahúsinu en þar tók bæjarstjórinn á móti hópnum allir nema ráðherrarnir þeir voru svo tímabundnir komu og þáðu léttar veitingar og skoðuðu safnið. Við enduðum svo kvöldið í mat á Allanum en það var alveg magnaður matur það ver ég að segja, svo var skemmt sér fammeftir nóttu svona flestir.
Þingið hófst svo á laugardagmorgni kl 09 og lauk kl 11:30. Það kom í minn hlut að kveðja þetta ágæta samstarf sem við höfum átt og óhætt er að segja að eftirsjá var af okkur hjá öllum þeim sem tóku til máls.
Ég fór síðan á Frímúrarafund kl 13 en ég er búin að vera félagi síðan 2005 og var 25 ára afmælisfundur stúku okkar Siglfirðing það var margt um manninn eða 55 gestir á fundinum og síða var veislumáltíð á Allanum. Þetta var reglulega góður fundur og gaman að sjá svona marga gesti hjá okkur. Halldóra yngir geimsteinninn minn hafði komið kvöldið áður norður og við áttum svo góða kvöldstund á laugardagkvöldinu saman.
17.9.2008 | 21:30
Þorsteinn Pálsson málefnaleg skrif.......
Ég rakst á þessa grein á visir.is eftir fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins Þorstein Pálsson. Ég ætla að hrósa Þorsteini fyrir þessi skrif sín í garð Framsóknarflokksins en í grein sinni dregur hann upp ansi góða mynd að þeirri vinnu sem við framsóknarfólk erum að vinna í okkar röðum, svo er að sjá hvort að þessi vinna eigi ekki eftir að skila okkur auknu fylgi í næstu kosningum.
Framsóknarflokkurinn er næst minnstur á Alþingi. Eigi að síður er það svo að hann er eini stjórnmálaflokkurinn sem lagt hefur verulega vinnu í málefnalegar úttektir innan eigin veggja vegna álitaefna sem tengjast hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu.
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur aðild á dagskrá. Hún hefur hins vegar ekki lagt sambærilega innanbúðar vinnu til grundvallar þeirri stefnumörkun.
Spurningar hafa því eðlilega vaknað hvort Samfylkingin er nægjanlega undir það búin að taka á öllum þeim flóknu viðfangsefnum sem upp koma í tengslum við hugsanlega aðild.
Að þessu leyti er sérstaða Framsóknarflokksins talsverð. Hann hefur ekki tekið afstöðu til aðildar. En á hinn bóginn hefur hann undirbúið umræðuna af nokkurri kostgæfni. Ekki fer á milli mála að þar býr flokkurinn að þeirri málefnalegu arfleifð sem Halldór Ásgrímsson skildi eftir sig.
Guðni Ágústsson núverandi formaður Framsóknarflokksins kynnti í gær til sögunnar skýrslu sem unnin hefur verið á vegum flokksins um peningamálastefnuna og möguleikana á að taka upp nýjan gjaldmiðil. Alkunnugt er að formaðurinn hefur verið efasemdarmaður um breytingar á þessu sviði. Því meiri ástæða er til að virða að slík málefnavinna skuli halda áfram undir hans forystu. Það ber hyggindum vitni.
Fyrir rúmum tveimur árum birti Framsóknarflokkurinn skýrslu á grundvelli ítarlegrar málefnavinnu um samningsmarkmið Íslands. Sú skýrsla var unnin í þeim tilgangi að flokkurinn yrði undir það búinn að aðildarspurningin kæmi á dagskrá. Nú er þeirri vinnu fylgt eftir með dýpri skoðun á gjaldmiðilsspurningum og peningastefnunni.
Nýja skýrslan hefur ekki að geyma ákveðnar tillögur. Hún dregur einfaldlega fram þá kosti sem fyrir hendi eru með skýrum og afgerandi hætti. Um leið er hún mikilvægt og þakkarvert pólitískt framlag til þeirrar umræðu sem nú fer fram um þetta stærsta álitaefni í íslenskum stjórnmálum.
Á þessu stigi er hins vegar of snemmt að segja til um hvort skýrslan hefur varanlegt pólitískt gildi eða er líkleg til að breyta vígstöðunni á taflborði stjórnmálanna. Það ræðst vitaskuld mest af því hvaða ályktanir Framsóknarflokkurinn sjálfur kemur til með að draga af henni við eigin stefnumótun.
Við síðustu kosningar gerði Samfylkingin Evrópumálin hvorki að kjarnaatriði í stefnuskrá sinni né úrslitaatriði við stjórnarmyndun. Niðurstaðan varð sú að Samfylkingin féllst á að aðildarspurningin kæmi ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili. Eins og sakir hafa staðið hefur fátt bent til að Samfylkingin væri líkleg til að gera Evrópusambandsaðild að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku við næstu kosningar. Afdráttarlaust skilyrði þar um yrði ugglaust talið þrengja kosti flokksins of mikið.
Í baklandi Sjálfstæðisflokksins er þung krafa um evruna uppi á borðum. Skýr og afdráttarlaus stefnumótun af hálfu Framsóknarflokksins um evru og aðild að Evrópusambandinu gæti í þessu ljósi sett gaffal á báða stjórnarflokkana fyrir næstu kosningar. Velji flokkurinn á hinn bóginn krónukostinn eru minni líkur á að hann geti notað stefnuna í peningamálum til að breyta stöðu sinni á taflborði stjórnmálanna. Þá þarf hann að finna önnur mál til þess.
15.9.2008 | 21:06
Þrátt fyrir fagurgala Geirs og Ingibjargar
"við vorum bara að ræða málin" segir formaður ljósmæðrafélagsins, já en bíddu er það ekki undirstaða þess að ná samningum þ.e.a.s. tala saman?
Ég skil ekki þessa tregðu forsvarsmanna Þessara tveggja ríkisstjórna sem eru í landinu það á að leiðrétta laun ljósmæðra og það strax, það eru að minnsta kosti forsvarsmenn ríkisstjórnanna tveggja sammála um, og hafa ráðherrar úr báðum stjórnum lýst yfir stuðningi við ljósmæður. En hvað er þá að, er þetta bara fagurgali og fuglasöngur og engin alvara mar bara spyr sig?
![]() |
Samningar náðust ekki í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2008 | 10:30
Össur opnaði heimasíðu Midnight Sun Race
Það var glæsileg kynning hjá Sigmari B. Haukssyni í Bátahúsinu á föstudagskvöldinu en eins og áður hefur komið fram þá er Sigmar að vinna í verkefninu "Siglufjörður miðstöð Skútusiglinga við Ísland"
Óhætt er að segja að Sigmar hafi unnið góða vinnu eins og fram kom í kynningunni, svo var rekki leiðinlegt að fá ráðherra byggðarmála til að opna formlega heimsíðu verkefnisins.
Tekið af heimsíðunni
The Iceland Midnight Sun Race is a unique yacht race the only one of its kind in the North Atlantic. The first competition will be held on 20 June 2009, a time when the sun stays aloft around the clock!
The 75-nautical-mile race starts in the town of Siglufjörður in North Iceland, and winds around Grimsey Island, which is traversed by the Arctic Circle. The shortest line from Scotland to Iceland is about 440 nautical miles. The distance Iceland's capital, Reykjavík, to Siglufjörður is 286 nautical miles, a route lined with majestic landscapes and filled with diverse marine life. The competition is divided into three categories:
32 40-foot vessels
40 50-foot vessels
50 foot vessels and bigger
Skoðið www.icesun.is
13.9.2008 | 15:37
Iðnaðar Össur var gestur Fjallabyggðar í gær
Það var góður dagur í Fjallabyggð í gær, Össur og Einar aðstoðarmaður hans komu til móts við okkur á Ketilás í gærmorgun um kl 9. Síðan lá leið til Ólafsfjarðar en Jón ELDING sá reyndi rútubílstjóri sá um að ferja okkur á milli bæjarhluta, það var skemmtileg stemming í rútunni á leiðinni en fyrsti viðkomustaður var á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði og teknir með starfsmenn og gestir síðan lá leiðin á fyrsta viðkomustað en það var í höfuðstöðvar verktaka við gangnagerðina. Þar fengum við góða kynningu hjá Sigurði Oddssyni, Oddi og Guðmundi sem fóru yfir stöðu mála varðandi vatnið og annað sem hefur komið uppá síðan var farin vettvangsferð inní göngin ráðherra var svo áhugasamur og fór alveg í botn gangnanna ég hélt að hann ætlaði um borð í borinn slíkur var ákafinn . Ég fékk þessa mynd frá Oddi Sigurðssyni sem er eftirlitsmaður við verkið en hún sýnir ágætlega landfræðilega stöðu okkar í Fjallabyggð.
Síðan lá leiðin á lóð við grunnskólann en þar ætlum við að reisa nýjan framhaldsskóla og fór Jón Eggert verkefnistjóri yfir málin með ráðherra, eftir það lá leiðin í tvö fyrirtæki fyrst var skoðuð starfsemi hjá Sigurjóni Magnússyni sem er að smíða slökkvi og sjúkrabíla, og síðan lá leiðin í Vélfag til Bjarma og félaga en þar eru menn að smíða fiskvinnsluvélar með fanta góðum árangri, hafa meira að segja fengið fyrirspurnir frá Íran. Þetta eru alveg mögnuð fyrirtæki og mikil mannauður og þekking þar á ferð.
Snæddur var svo hádegismatur í Höllinni og bragðaðist hann mjög vel allir tóku vel til matar síns fiskur að hætti hússins og kaffi á eftir. Nú var kominn tími til að halda í vesturbæinn til Siglufjarðar margar sögur og mikið rætt á leiðinni þegar við komum að Heljartröðinni þá kemur frændi mömmu Hannes Baldvinsson um borð og ætlar að vera með leiðsögn yfir Skarsveginn sem og hann gerði með miklum bravúr, en við sem þekkjum hann vitum að hann er gríðarlega pólitískur og notar hvert tækifæri í þeim efnum og kom nokkrum sögum af fólki frá fyrri tíð skemmtilega að í frásögn sinni um kennileiti og fleira í þeim dúr á ferð yfir Siglufjarðarskarð.
Nú fyrsti vinnustaður sem var heimsóttur heitir Seigur en þar tók Gunnar Júlíusson á móti okkur og sýndi þá plastbáta og sagði okkur af sölumálum fyrirtækisins en þeir eru meðal annars að selja frændum okkar í Noregi. Síðan lá leiðin í fjarvinnslu SPS og þar skoðaðar aðstæður og fengum við kynningu á þeirri starfsemi. Eftir þetta var farið í höfuðstöðvar RARIK en það er stofnun sem heyrir undir iðnaðarráðherra og var vel tekið á móti okkur þar af Birni Jónassyni og öðrum starfsmönnum góðar veitingar í boði og Björn fór ítarlega yfir stöðu mála varðandi það að heitavatnið sé að skornum skammti á Sigló.
Össur meðtók þessar upplýsingar og svo er það bæjaryfirvalda að fylgja þessu eftir. Síðan var skroppið í gegnum göngin til Héðinsfjarðar og staldrað þar við um stund og segja má að margir þeir sem voru að koma þarna í fyrsta skipti urðu hissa þegar þeir sáu hversu stuttur vegurinn verður milli gangnamunna í firðinum en hann er um 600m.
Eftir þetta lá leiðin í höfuðstöðvar SPS og farið yfir stöðu mála varðandi þau verkefni sem SPS menn hafa verið að vinna í að fá til sín, margir tjáðu sig um stöðu mála og var það gott.
Nú eftir þetta allt saman var svo boðið til kvöldverðar í Bátahúsinu og þar héldu menn ræður og ræddu málin sín á milli, ég verð að segja frá því að vinur minn Birkir Jón tók sig til og söng Rósina til ráðherra með miklum sóma en drengurinn syngur helv,,, vel fólk klappaði mikið fyrir þessari uppákomu og ekki hægt að sjá annað en að Össur var glaður með sinn kollega á þinginu.
Óhætt er að segja að heimsóknir sem þessar eru mikilvægar fyrir sveitarfélagið það er gott bæði fyrir ráðherra og sveitarstjórnarmenn að hittast á staðnum þ.e.a.s. þeir komi á staðinn og geti þá séð með eigin augum hvernig ástandið er. Össur hafðu þakkir fyrir að gefa þér tíma með okkur og fyrir góðan dag.
11.9.2008 | 23:45
Flugvöllurinn öryggistæki
Í kvöld kl 20 var blásið til fundar hjá Framsóknarféögunum á Siglufirði, bæjarmálin rædd af miklum eldmóð.
það voru um tuttugu manns á fundinum og er ég nokkuð sáttur með þá mætingu, ég verð að minnast á veitingarnar sem eru alltaf í boði á þessum fundum okkar þær eru alveg "meiriháttar" en konurnar í eldrafélaginu sjá um þær, pönnukökur, kleinur og hnallþórur svo eitthvað sé nefnt.
En eins og áður sagði þá voru mörg mál rædd og óhætt er að segja að mesta hitamálið hafi verið byggðakvótinn, en sú umræða er árleg og margar skoðanir í þeim efnum eins og gefur að skilja.
Ég skautaði yfir framkvæmdir sumarsins í stórum dráttum, Birkir fór yfir einstaka liði en hann er einnig formaður atvinnumálanefndar og kom þar af leiðandi inn á þau mál. Nokkrir nefndar menn gerðu svo grein fyrir hinum ýmsu málum, gott að fara svona yfir hlutina og skiptast á skoðunum gaman að heyra í gömlu refunum úr pólitíkinni hvernig þeir gerðu hlutina hérna áður fyrr og svo fram eftir götunum.
Nú fundurinn kom svo með ályktun í lokin og er hún svohljóðandi.
Framsóknarfélögin á Siglufirði mótmæla því harðlega að Siglufjarðarflugvöllur verði aflagður. Um er að ræða mikilvægt öryggismál fyrir íbúa Fjallabyggðar. Jafnframt veitir flugvöllurinn marga möguleika við uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins. Framsóknarfélögin skora því á samgönguráðherra að standa vörð um Siglufjarðarflugvöll.
Eins og áður sagði þá spunnust miklar umræður um hin ýmsu mál og var flugvallarmálið eitt þeirra, góður fundur sem lauk svo um 23:00
10.9.2008 | 22:51
Stökk 5.42 metra og jafnaði Íslandsmetið
Tekið af vef Fjallabyggðar
hann væri mjög ánægður með árangurinn, enda jafnaði hann núverandi Íslandsmet. Hann sagði alla aðstöðu til fyrirmyndar og ótrúlega upplifun að vera staddur þarna úti. Það hafði þó rignt mikið þegar hann stökk. Hiti væri yfirleitt á bilinu 25-40 gráður. Hann hafði þó varla tíma til að tala við okkur þar sem hann var á leið að fá sér feitan hamborgara.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Birkir Jón Jónsson
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
-
Heiðar Lind Hansson
-
Ketilás
-
Sigurður Árnason
-
Vefritid
-
maddaman
-
Einar Björn Bjarnason
-
FUF í Reykjavík
-
Gestur Guðjónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Rauða Ljónið
-
Samband ungra framsóknarmanna
-
Sigurjón Norberg Kjærnested