29.6.2008 | 13:50
Fundur með fulltrúum þriggja ráðuneyta
Ég fór á fund Halldórs Árnasonar skrifstofustjóra forsætisráðuneytis sl. fimmtudag ásamt þóri Kr bæjarstjóra Þorsteini Ásgeirs forseta bæjarstjórnar og Birki J Jónssyni formanni atvinnumálanefndar. Tilefni fundarins var umfjöllun um skýrslu þá sem ég vann fyrir sveitarfélagið vegna atvinnumála í Fjallabyggð.
Ásamt ofantöldum voru einnig á fundinum fulltrúi iðnaðarráðuneytis og menntamálaráðuneytis, Skemmst er frá því að segja að fundurinn var ágætur og farið vítt og breitt yfir sviðið. Stefnt er á að setja á laggirnar fimm manna starfshóp og á Fjallabyggð tvo fulltrúa. Stefnt er að taka til starfa í ágústbyrjun, en eins og er þá er stjórnsýslan komin í sumarfrí og þar af leiðandi gerist lítið á meðan.
Eftir fund fengum við okkur sæti við Austurvöll Café Paris og ræddum málin meðan beðið var eftir flugi aftur norður. Veðrið var alveg magnað og óhætt að segja að "erlendis bragur" hafi verið við kaffiborðin sem voru úti og fólk naut drykkja sinna hvort heldur var kaffi, öl eða léttvín. Ég velti fyrir mér hvort að yfirvöld séu hætt að (agnúast) út í þau veitingahús sem bera áfenga drykki út fyrir dyrnar?
það kom upp í huga minn í fluginu heim hvort að ekki hefði mátt hittast t.d á Akureyri þar sem að fólk ráðuneytanna hefðu komið með flugi norður.
það er nú svo að það þykir alltaf sjálfsagt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi á fundi í borg óttans. Ég nefni annað dæmi sem mér finnst að mætti alveg endurskoða en það er þegar fulltrúar (oft þrír til fjórir) sveitarfélaganna eru boðaðir fyrir fjárlagnefnd Alþingis. En þar fær hvert sveitarfélag tuttugu mínútur til að fara yfir sín mál.
Væri ekki nær að alþingismennirnir kæmu til fundar við sveitarffélögin og þá væri hægt að setja fundi í kjördæmunum og halda þá kannski tvo fundi á sitthvorum staðnum innan kjördæmanna?
En þetta gerist kannski ekki fyrr en flugvöllurinn verður farinn úr Reykjavík, þá fer kannski ríkisvaldið að starfa víðar en í Reykjavík hver veit?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 22:56
Í heimabæ ísbjarna
Ég fór á stjórnarfund SSNV í gær og var hann haldin á Sauðárkróki (heimabæ ísbjarna) óhætt er að segja að landtaka ísbjarna var mikið rædd manna á milli.
Félagið hefur í gegnum tíðina veitt Hvatningarverðlaun og nú var komið að fyrirtæki í Skagafirði og var það Sjávarleður sem fékk þau í þetta sinn. Nú margt annað var fjallað um og má þar nefna óánægju stjórnarmann með þá úthlutun sem svonefnd Norðvesturnefnd fékk í sinin hlut.
En það var lagt til atvinnulífsins 200-230 milljónir og er verið að bæta í þau opinberu störf sem fyrir eru. Óhætt er að segja að væntingar manna voru töluvert meiri, en að sjálfsögðu þakka menn fyrir það sem gert er og vonast jafnframt til að þetta verði upphafið að einhverju meira.
Ég ásamt Birki J formanni atvinnumálanefndar Þorsteini Ásgeirs forseta bæjarstjórnar og Þóri Kr bæjastjóra voru boðaðir á fund í forsætisráðuneytið á morgun og á að fjalla um skýrslu þá sem bæjaryfirvöld skiluðu af sér fyrir mánuði síðan. Ég hlakka til þessa fundar og hef fulla trú á að Fjallabyggð fái góðan stuðning frá hinu opinbera til eflingar atvinnulífsins því ekki veitir okkur af.
Annars var ég að fá ánægjulegar fréttir þess efnis að "passlega stórt" fyrirtæki hafi hug á að flytja starfsemi sína til Siglufjarðar, nóg er af auðu atvinnuhúsnæði, en þá kemur þetta með innvið samfélagsins er til nóg af húsnæði til sölu eða leigu? Nei því miður þá er það nú svo að ekki er um mikið framboð af slíku eða bara ekki neitt.
það kom bakslag í Búseta málið sem ég hef verið að vinna í undanfarið en ástæðan er einfaldlega sú að lánamarkaðir hafa lokað á lántökur eins og er. En við gefumst ekki upp það verður þá að finna aðrar leiðir og er verið að vinna í þeim, því get ég lofað. En auðvitað vildi maður sjá hlutina gerast miklu hraðar, þetta kemur með kalda vatninu eins og segir einhverstaðar.
Tekið af heimasíðu SSNV
Hvatningarverðlaun SSNV atvinnuþróunar til Sjávarleðurs hf á Sauðárkróki | 24. júní 2008 |
Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra.
Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt metnað í þróun á vönduðum vörum og vinnur nú eitt fyrirtækja í Evrópu að sútun fiskroðs með þeim aðferðum sem þar eru notaðar. Ársverk hjá Sjávarleðri hf. eru sjö og vörur félagsins eru seldar um heim allan. Stærsti vöruflokkur félagsins er sútað fiskroð sem selt er til framleiðslu fatnaðar, skóbúnaðar og fylgihluta og hefur sjávarleðrið verið eftirsótt gæðavara. |
24.6.2008 | 00:56
Jónsmessa í Siglufjarðarkirkju
Ég var á báðum áttum með að fara í messuna sem Sr. Sigurður auglýsti með dreifibréfi í öll hús á Sigló í dag. Ég fór að huga að yngri dömunni minni og vinkonu hennar sem er hérna í heimsókn hjá okkur og fann þær á gervigrasvellinum að ganga tólf, já þær voru sko ekkert að fatta það að klukkan væri að ganga tólf enda veðrið alveg eins og best er á kosið logn og blíða. Svo þegar við erum að keyra heim þá spyr ég þær hvort að það væri ekki gaman að fara í miðnætur messuna og fræðast um uppruna Jónsmessu og af hverju hún er nefnd svo, þær voru til í það.
Nú skemmst er frá því að segja að mæting var góð og messan róleg og þægileg í alla staði, meðhjálparinn hringdi svo kirkjuklukkum klukkan tólf og hafði prestur á orði að vonandi yrði hann ekki kærður fyrir að raska ró bæjarbúa. Sr. Sigurður spurði hversu margir vissu um nafngift þessar Jónsmessu, ekki fóru margar hendur á loft. En Jónsmessan er skýrð eftir Jóhannesi Skírara en hann var áður nefndur Jón, svo nú vitum við það.
það var magnað að koma út úr kirkjunni okkar svona seint að kvöldi kvöldsólin skein svo fallega "hinum megin í firðinum" en svona tölum við, það er t.d. talað um að fara yfir um þegar skroppið er hinum megin í fjörðinn nú eða það er komið að handan þegar komið er þeim megin frá.
Ég hef farið á nokkrar kertamessur í vetur og líkar mér það vel róleg og notaleg kvöldstund þar sem mikið er sungið og síðan fá þeir sem Það vilja smurðar hendur sínar, vonandi er þetta komið til að vera svona Jónsmessa í Siglufjarðarkirkju.
19.6.2008 | 21:35
Frítt í sund í Fjallabyggð fyrir grunnskólabörn
Ég var á 96. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar í dag, já þeir eru orðnir 96 omg en þar var þar samþykkt samhljóða að veita öllum grunnskólabörnum frítt í sund, þetta hefur verið gert á nokkrum stöðum á landinu með ágætis árangri. Þeir sem greitt hafa fyrir árskort og önnur kort fá þau endurgreidd, ég vona svo sannarlega að börnin okkar og einnig öll börn á grunnskólaaldri sem heimsækja Siglufjörð og Ólafsfjörð komi til með að "fíla" þetta í botn.
Á fundinn kom Gunnar Smári framkvæmdarstjóri Seyru og fór yfir stöðu mála varðandi sorphirðu og moltugerðarmál, en Seyra hefur sótt um starfsleyfi fyrir flokkunarstöð og von er á svari frá Umhverfisstofnun á næstu dögum. Einnig kom Gunnar með tilboð frá Seyru varðandi sorphirðu og umsjón gámasvæðis. Bæjarráðsmönnum leist vel á tilboðin og verður málið skoðað vel og vandlega og þá ekki síst með tillit við þá starfsmenn sem hafa haft með þessi mál að gera og staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina.
Annars er það helst að frétta að framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í sveitarfélaginu, unglingavinnan á fullu og allt að gerast. Ég hlakka mikið til helgarinnar en þá er mikil Jónsmessuhátíð í Síldarminjasafninu í samvinnu við Fjallabyggð og skora ég á alla sem áhuga hafa á að heimsækja Síldarminjasafnið heim. Ég var að fá af því fréttir að fyrsta siglingakeppnin -Iceland midnight sun race- hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðuraðstæðna og er það miður.
Sigmar B Hauksson verkefnisstjóri sem hefur veg og vanda að þessari einstöku siglingu er fullur bjartsýni um að keppni þessi sem á næsta ári verður alþjóðlegur viðburður eigi eftir að slá í gegn og er ég sammála Sigmari, en Róm var ekki byggð á einum degi og sama gildir um þetta verkefni.
Skoðið vef Fjallabyggðar til að sjá dagskrá Jónsmessuhátíðar......
18.6.2008 | 23:37
Er á lífi annað en ísbirnir sem heimsækja Skagafjörð
Jæja er loksins komin aftur í samband við netheiminn eftir nokkra fjarveru vegna bilunar, sko í tölvunni. Skrítið að vera svona sambandslaus við netheiminn, ég þurfti að skreppa í borg óttans sl föstudag og var í vafa hvort að ég ætti að fara yfir Þverárfjall en eftir nokkra umhugsun var ákveðið að taka með hólkinn og það yrði sko ekkert stoppað til að fá sér ferskt loft eða vökva móður jörð.
Ég átti ágætis helgi í borg óttans fór meðal annars á landsleik í handbolta Ísland-Makedónar góður vinur minn bauð mér og fórum við í VIP stúkuna fyrir leik mikil stemming og góðar snittur, hitti meðal annarra góða vinkonu mína Gurrý handboltahetju núverandi þjálfara kvennaliðs Fyllis. Stemmingin var mögnuð en sárt að tapa það vantaði svo lítið uppá að klára þetta.
Nú síðan var haldið heim á mánudegi yngri geimsteinninn og foreldrar mínir með í för, þegar við erum komin á stað fáum við símtal þess efnis að annar ísbjörn sé komin á land nú á Skagatá nánar í túnfætinum á Hrauni. Ja hérna er þetta það sem koma skal ísbirnir í Skagafirði vikulega eða því sem næst? Eins og áður sagði þá var hólkurinn með í för svo það var látið vaða yfir Þverárfjall á löglegum hraða að sjálfsögðu. Skemmst er frá því að segja að allir komust heim óbitnir.
Ég velti fyrir mér hvort að þessi björgunar aðgerð yfir höfuð eigi rétt á sér? Á að leggja í allan þennan kostnað við að flytja þessar skepnur til sinna heimkynna sem þeir eru svo að flýja í stórum stíl að því er virðist, eða þá að þeir verða skotnir þar sem til þeirra sést? En ég held svo líka að ég hefði haldið til hafs hefði ég séð Þórunni Ísbjarnardóttir umhverfisráðherra birtast fyrir framan mig í þeirri múnderingu sem hún var í.
29.5.2008 | 00:28
Styrkveiting til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009,,,,, 25.250.000 til fyrirtækja í Fjallabyggð
Ég vil byrja á að óska þeim aðilum í Fjallabyggð sem fengu styrk hjartanlega til hamingju.
Alls bárust 253 umsóknir, en úthlutað til 69 verkefna, ég hef sagt áður og segi enn það er verið að vekja upp falsvonir hjá alltof mörgum. það segir sig sjálft þegar 253 umsóknir berast og 69 fá úthlutað, ég tel að ráðuneytin hafi átt að kanna fyrst þörfina og áhugann en það væri hægt í gegnum landshlutasamtökin svo dæmi sé tekið. Þá hafði verið hægt að standa betur að málum.
En eins og segir í textanum þá er verið að skoða nánar fleiri umsóknir og ætla ég að vona að fleiri aðilar í Fjallabyggð fái úthlutað, veit um nokkrar umsóknir sem ekki hafa fengið úthlutun.
Tekið af heimsíðu Fjallabyggðar
Byggðastofnun hefur gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009.
Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir samtals að fjárhæð 1.528. mkr. Alls hlutu 69 verkefni styrk. Nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar.
Hæstu styrkina hlutu Þóroddur ehf. vegna uppbyggingar seiðaeldisstöðvar í Tálknafirði, JE-Vélaverkstæði ehf. Siglufirði, vegna þróunar á nýrri gerð af snekkju og Vélfag ehf. í Ólafsfirði til þróunar og smíði roðvélar, 5 milljónir hvert verkefni.
Alls komu 25.250.000 kr. í hlut fyrirtækja í Fjallabyggð.
Auk JE-vélaverkstæðisins og Vélfags fengu Siglufjarðar - Seigur ehf. 3.000.000 kr. til markaðssetningar erlendis á bátum sínum, Primex ehf. 3.000.000 kr. til vöruþróunar á sára- og brunasmyrsli úr Kítósan, Guðný Róbertsdóttir 750.000 kr. styrk til markaðssetningar Íslenska sæluhússins, Stígandi ehf. 3.000.000 kr. styrk til vöruþróunar fiskisnakks úr marningi og markaðssetningu erlendis. Skiltagerð Norðurlands ehf. 2.000.000 kr. styrk til vöruþróunar á náttúrusteini og Sigurjón Magnússon ehf. 3.500.000 kr. styrk til markaðssetningar slökkvi- og sjúkrabílaframleiðslu sinnar innanlands og erlendis.
28.5.2008 | 23:41
Strandsiglingar ber að skoða
Ég tel eðlilegt að kostir strandsiglinga verði skoðaðir ofan í kjölinn. Ef rétt er að vöruflutningabifreið er að valda öðru eins tjóni á þjóðvegum landsins eins og fjallað hefur verið um í fréttum þá er eðlilegt að mínu mati að skoða kosti strandsiglinga.
það voru strandsiglingar og mikið rétt landflutningar líka fyrir ekki svo ýkja mörgum árum, en svo gerist Það að Eimskip eignast VM og úr verður Flytjandi og svo verður til Eimskip. Þarna var hagræðingin þvílík að það hálfa var nóg að margra mati. En nú er svo komið að landflutningar eru ekki að gera sig og hvað gerist jú þjónustan minnkar.
Ég hvet ráðherra til að láta skoða kosti og galla strandsiglinga vel og vandlega. Það var frétt í dag um afkomu hafna víða um landið og sú frétt er vægast sagt ömurleg tap og aftur tap. Það má örugglega semja við mörg sveitarfélög um lægri hafnargjöld osfrv... það vantar fleiri tekjumöguleika fyrir hafnir við strendur landsins.
Ég hef miklar áhyggjur af stöðu Eimskips á Siglufirði í dag það er nú orðið svo að það tollir ekki nokkur maður í vinnu hjá þeim, og þjónustan er því miður á hraðri niðurleið. Hver er helsta ástæðan jú það þarf að hagræða í rekstri og það er svo lítið að gera á Siglufirði?
En bíðum nú aðeins við í dag eru að detta inn smábátar að sunnan og víðar af landinu og þessir aðilar þurfa topp þjónustu hvort sem er hjá flutningaaðilum eða hafnarstarfsmönnum. Þetta hefur verið í góðu lagi hjá báðum aðilum til þessa, en nú eru óveðurský á lofti og segja má að hvirfilvindur sé komin frá Eimskip Akureyri og sé nánast að leggja þá starfsemi sem var þeim til sóma í rúst. Eins og við vitum þá skilja svona hvirfilvindar eftir slóð eyðileggingar og sárinda sem seint gróa.
Þetta er mikið áhyggjuefni að mínu mati og kemur niður á íbúum og atvinnurekendum á Siglufirði.
![]() |
Strandsiglingar skoðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 23:55
Skólameistari VMA hræddur við samkeppni?
Nú get ég ekki lengur þagað og set því eftirfarandi á alheimsvefinn. Þeir sem starfa með mér í bæjarpólitíkinni hafa heyrt mig já og fleiri sem starfa á þeim vettvangi hneykslast á hvað Hjalti Jón skólameistari VMA og bæjarfulltrúi D-lista á Akureyri geri allt sem í hans valdi stendur til að stöðva uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjarfjörð staðsettan í Ólafsfirði.
Eins og fyrr sagði get ég ekki lengur þagað yfir framferði bæjarfulltrúans og skólastjórans Hjalta Jóns, en fyrrnefndur Hjalti Jón situr í stjórn héraðsnefndar Eyjarfjarðar fyrir hönd Akureyrar. Það er samningur í gangi á vettvangi héraðsnefndar Eyjarfjarðar varðandi þátttöku sveitarfélaganna um uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu. Nú hefur verið byggt upp í gegnum tíðina skólar á Akureyri og Laugum með góðum árangri og kostnaðarskiptingin alltaf þótt sanngjörn, en það sveitarfélag sem skólinn er staðsettur í leggur meira út en hin sveitarfélögin. Síðan skiptist kostnaðurinn á hin sveitarfélögin eftir höfðatölu.
Ég ætla ekki að nefna neinar tölur að svo stöddu í þessu sambandi þar sem ekki er ennþá ljóst hvað skólinn komi til með að kosta.
Nú ber svo einkennilega við að meirihlutafulltrúar Akureyrar telja þessa skiptingu alveg ómögulega þetta kosti íbúa höfuðstaðar Norðurlands (alltaf hljómað hjákátlega í mín eyru) Akureyri alltof mikið?
Með öðrum orðum íbúar og kjósendur á Akureyri geta ekki hugsað sér að greiða eins og samningar gera ráð fyrir kostnað við uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjarfjörð. Það haf staðið yfir samningar við forsvarsmenn stóru systur orð sem bæjarstjóri Akureyrar notaði þegar hún færði íbúum Fjallabyggðar afmæliskveðjur sl laugardag í tilefni 90 ára kaupstaðar afmælis Siglufjarðarkaupstaðara og var komist að samkomulagi.
Það er að mínu mati afskaplega dapurlegt að þurfa að standa í svona deilum við "stóru systir" um úthlutunarskipti sem eru og hafa verið notuð í gegnum tíðina.
Er það svo að einhver önnur vinnubrögð þurfi að viðhafa þegar "stóra systir" á að borga og hver eru rökin?
það sem er svo merkilegt er að öll önnur sveitarfélög telja sig skuldbundin að þeim samningi sem er í gildi og taka með glöðu geði þátt í kostnaði við skólann.
Er þetta viðhorf ráðamanna Akureyrar ekki í hrópandi þversögn við það sem þeir telja sig standa fyrir þ.e.a.s. "stóra systir" í Eyjarfirði styðji við og standi með öðrum sveitarfélögum í Eyjarfirði að uppbyggingu og auknu aðgengi íbúa svæðisins að aukinni menntun. Það hefur ekki staðið á öðrum sveitarfélögum að styðja við uppbyggingu framhaldsskólanna á Akureyri.
Ég hvet Hjalta Jón til að kynna sér sjónarmið rektors HA en hann flutti framsögu á málþingi sem haldið var í Ólafsfirði um þar síðustu helgi. Þar fór Þorsteinn Gunnarsson rektor um kosti þess að byggja framhaldsskóla í Ólafsfirði, getur verið að skólameistari VMA sé hræddur við samkeppni?
Ég hef spurt mig að því hvort að fyrrnefndur Hjalti Jón sem situr í stjórn héraðsnefndar Eyjarfjarðar sé ekki vanhæfur til að fjalla um skólamálin almennt hvort sem er um aukin peningaútlát til VMA eða aðra uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu og mun óska eftir áliti á næsta héraðsnefndarfundi þessa efnis.
Og svona að lokum þá tel ég þetta framferði fulltrúa stóru systir setji allt í uppnám á samstarfsvettvangi Eyþings.
24.5.2008 | 10:20
Ríkisstjórnir tvær á lítilli "sökkvandi" eyju norður í hafi
Eru tvær ríkisstjórnir í landinu, nýr skemmtikraftur og söngvari mikill Geir H gerði að því skóna á Alþingi á dögunum að stjórnarandstæðingar yrðu að gera það upp við sig hvora ríkisstjórnina menn gagnrýndu? Já merkilegt orðalag þetta hjá Geir sem er þá í ríkisstjórn íhaldsins.
Ég sá eftirfarandi á heimasíðu www.framsokn.is
Fátt er jafn eðlilegt og að á milli manna séu skiptar skoðanir, hvað þá að stjórnmálaflokkar séu á öndverðum meiði í stórum og smáum málum. Nú hefur það gerst í stóru og umdeildu máli, ákvörðun sjávarútvegsráðherra um útgefinn hrefnuveiðikvóta, að ríkisstjórnin hefur klofnað og annar ríkisstjórnarflokkurinn segist alls ekki styðja ákvörðun sjávarútvegsráðherra og sendir frá sér yfirlýsingar þar að lútandi.
21.5.2008 | 23:20
Grænfánanum flaggað á Sigló
Í gær var afmælisfundur hjá bæjarstjórn Fjallabyggðar Siglufjarðarkaupstaður átti 90. ára kaupstaðrafmæli eins og áður hefur komið fram á bloggi mínu.
Fundurinn hófst kl. 13 með heimsókn bæjarstjórnar á leikskólann Leikskálar og þar sungu krakkarnir fyrir okkur og svo var skoðuð myndlystasýning, einnig var farið út og lóð og leiktæki skoðuð ég lenti í smá knattspyrnu keppni og náði að skora tvö mörk hjá honum Árna Hauk en Rut skoraði fjögur.
Síðan var farið í neðra skólahús en þar hafði Grænfánanum verið flaggað fyrr um morguninn, frábært framtak hjá starfsfólki og nemendum ég er mjög stoltur af þessu framtaki og óska þeim öllum til hamingju með árangurinn. Síðan lá leiðin á bæjarskrifstofurnar en þar var búið að setja upp málverkasýningu og eiga þau Karitas Neff og Þórarinn Hannesson heiðurinn af því verkefni vel gert og ótrúlegar myndir sem sveitarfélagið á meðal annarra listaverk eftir Kjarval, Nínu Tryggva og fleiri heimsþekkta lístamenn. en þau heiðurshjón Arngrímur og Bergþóra gáfu Siglufjarðarkaupstað árið 1980 um 125 litaverk.
Sýningin verður svo opin á laugardaginn sjá nánari lýsingu á www.fjallabyggd.is áður en fundur var settur þá söng Vorboðinn kór eldriborgara Siglufirði fjögur lög og var það mjög gaman, ég var t.d. að heyra í fyrsta skipti texta um Siglufjörð við lagið Undir Bláhimni.
Síðan setti forseti bæjarstjórna fundinn og voru nokkrar fundargerðir samþykktar. Einnig var samþykktur ársreikningur 2007 fyrsti ársreikningur sameinaðs sveitarfélags. Það er góð afkoma sveitarfélagsins og er það vel. Bæjarstjórn ákvað meðal annars í því tilefni að gefa fimm milljónir til tækjakaupa á sitthvora grunnskólalóðina og einnig var gefin ein milljón til skráningu skíðasögu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Meðfylgjandi er mynd af heimasíðu www.sksiglo.is en þar er meira af viðburðum gærdagsins.
Nemendur og kennarar að flagga Grænfánanum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Birkir Jón Jónsson
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
-
Heiðar Lind Hansson
-
Ketilás
-
Sigurður Árnason
-
Vefritid
-
maddaman
-
Einar Björn Bjarnason
-
FUF í Reykjavík
-
Gestur Guðjónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Rauða Ljónið
-
Samband ungra framsóknarmanna
-
Sigurjón Norberg Kjærnested