Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Loksins kom snjór

Já það kom að því það snjóaði á Sigló í dag maður var farin að örvænta, nú gleðjast eflaust skíðaiðkendur og snjósleðaeigendur. Hitt einn snjósleða eiganda í morgunkaffinu  og það er óhætt að segja að það tók sig upp gamalt bros þegar snjórinn féll af himni ofan. Maður hélt á tímabili að það þyrfti að ræsa björgunarsveitina og allan pakkann(Grindavíkurviðbrögðin) :) nei nei segi svona en það kyngdi slatta niður á stuttum tíma.

Það er að koma enn ein helgin mikið svakalega æðir tíminn áfram mér finnst svo stutt síðan jól og áramót voru. það er sagt að tíminn æði áfram eftir því sem maður eldist, held að þetta sé bara bull fer það ekki frekar eftir því hvað maður hefur mikið að gera held það.

Jæja allir saman vona að þið hafið góða helgi og gangið hægt um gleðina dyr.

 

 

 


Gerð Héðinsfjarðargangna miðar vel....

Sá á www.sksiglo.is að vel gengur í Héðinsfjarðargöngum, í morgun voru 3217 metrar komnir Siglufjarðarmegin og 2252 metrar Ólafsfjarðarmegin þeir eiga eftir 483 metra Siglufjarðarmegin áður en þeir komast í Héðinsfjörð mér er sagt að þeir verði komnir þangað í lok febrúar.

20080117_120500_052v_120svona rétt í lokin fréttir af veðrinu hérna á norðurhjaranum einnig tekið af síðu Steingríms

SIGLUFJÖRÐUR - Veðurstöðin í Bakka.
Hiti -1,5 °C 
SV
Vindur 1,9 m/s - Meðaltal 10 mínútna heiðskírt -
Loftraki 54 % -Loftvog 975,9 
hratt upp
ég þakka mínu sæla eins og svo margir aðrir hvað veðrirð hefur verið gott hér í vetur eins og ég hef áður nefnt það er með ólíkindum að það skuli vera meiri snjór í Grindavík og höfuðborgasvæðinu heldur en á Sigló.

það er helst skíðafólk sem kvartar og skil ég það vel, vinur minn Rúnar Andrew og kona hans GrímseyjagellanGagga fóru nú í byrjun janúar á skíði til Austurríkis og ekki að sökum að spyrja það var opnað í Bláfjöllum stuttu eftir að þau yfirgáfu Kópavoginn heheheehh.


Málefna þurrð bæjarfulltrúa

Ja hérna hvað er að gerast með Samfylkingarfulltrúa H listans í Fjallabyggð Sigurð Egil Rögnvaldsson það sem ég les í nýju blaði þeirra Samfylkingarfólks í Fjallabyggð er biturð og vanmáttur nema kannski viðtalið við KLM sem er nú orðin frekar sjaldséður í Fjallabyggð.

Málefna þurrð Egils er með ólíkindum það eina sem hann talar um er að meirihlutinn er einvörðungu myndaður utan um völd og hagsmuni, Egill þú þarft að skýra mál þitt miklu betur komdu með lausnir á því sem þér finnst miður t.d. í atvinnumálum þinn flokkur situr nú í ríkisstjórn og nú er aldeilis tækifæri að láta verkin tala það skal ekki standa á mér að vinna með ykkur að þeim lausnum ef þið hafið þær fyrir sveitarfélagið.

Sigurður Egill sagði það í kaffihléi á bæjarstjórnarfundi í gær "að það væri lítið mál að vera í minnihluta bara gaspra nógu mikið og bera enga ábyrgð á orðum sínum," Egill ég vil ekki gera þér það að þetta hafi verið meint í neinni alvöru, en það er alveg rétt að það er töluvert meiri vinna að vera í meirihluta frekar en minnihluta og veit ég að Agli og félögum svíður það mjög að vera í minnihluta.

Hvað er þetta með að bæjarfulltrúar framsóknar séu að mennta sig er það eitthvað neikvætt? Hefur það komið niður á vinnu kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn nei ekki eru rök fyrir því hvað þá?

Ég er með mestu mætingu hvort sem er í bæjarráði eða bæjarstjórnarfundum eingöngu misst úr einn fund í bæjarstjórn af tuttugu og tveimur og tvo bæjarráðsfundi af sjötíu og átta þannig að þó ég hafi tekið ákvörðun um að víkka sjóndeildarhringinn aðeins hefur það ekki bitnað á skyldum mínum og vinnu fyrir sveitarfélagið.

En málflutningur Samfylkingarfólks í Fjallabyggð er alveg steingeldur það þarf ekki nema að skoða nafnið á málgagninu það er einfaldlega Fjallabyggð hahahaa frekar klént eins og góður gagnrýnandi sagði.

 


22. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar í Ráðhúsinu Siglufirði

22. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar var haldinn í dag í Ráðhúsinu á Siglufirði. Fyrir fundinn var kynning á viðskiptahugmynd Sigríðar Gunnarsdóttur, þar fer mikill frumkvöðull hún hélt mjög góða kynningu fyrir bæjarfulltrúum á hugmynd sinni sem hún hefur unnið að og hrint í framkvæmd eftir íbúafundina sem voru haldnir seint á síðasta ári í Fjallabyggð.

Þessi hugmynd Sigríðar er stór og mikil og hlakka ég til að fylgjast með framgangi mála hjá henni, en vegna trúnaðar þá er ekki hægt að greina frá þessu að svo stöddu. Ég hlakka til að vinna með svona frumkvöðli og vonandi eiga þeir eftir að verða fleiri í Fjallabyggð á næstu vikum og mánuðum.

 það var farið yfir fundagerðir bæjarráðs frá 27.desember og 10. janúar einnig yfir fundargerð félagsmálanefndar, húsnæðisnefndar og skipulags og umhverfisnefndar. Og að lokum var fyrri umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun.

Þó nokkrar umræður sköpuðust um fundargerðir bæjarráðs eins og við var að búast og var það kannski einna helst um innheimtumál sveitarfélagsins en bæjarráð fól bæjarstjóra og fjármála og skrifstofustjóra að ræða við forsvarsmenn sparisjóðanna í Fjallabyggð og sýslumann vegna innheimtu fasteignagjalda. Einnig voru umræður um ráðningaferli starfsmanns skíðasvæðis í Skarðinu.

Fulltrúar meirihluta B og D lista lögðu fram tillögu þess efnis að endurskoða álagningu fasteignagjalda en eins og kunnugt er þá hækkaði fasteignamat í Siglufirði einna mest á landinu eða um 20% og það þarf að taka tillit til þess við álögur, málinu vísað til bæjarráðs og var það samþykkt samhljóða. Það voru nokkur önnur mál rædd sem of langt er að telja upp hér.

Ég furða mig oft á því af hverju bæjarbúar mæti ekki á bæjarstjórnarfundi en þeir eru öllum opnir þá geta þeir sem eru hvað duglegastir í gagnrýninni komið og hlustað á bæjarfulltrúana flytja sitt mál og fengið þetta allt saman beint í æð, það eru alltaf nokkrir sem koma á fundina í Ólafsfirði og kann ég því vel það verður öðruvísi andi á fundunum.

Fólk þarf ekkert að vera feimið við að mæta það verður ekkert sett í bann eins og Jón Viðar leikhúsgagnrýnandi (smá grín). Reyndar hafa áhorfendur ekki málfrelsi á fundum heldur sitja og hlusta.

Svona að lokum það er komin vika síðan frumburðurinn fór til Ítalíu til að vinna og ætlar daman að dvelja þar í einhverja mánuði pabbi gamli með hjartað í buxunum af áhyggjum Skype og myndavél sett í tölvuna svo hægt væri að hafa samband og eftirlit:) hehehheee.

Ég velti því oft fyrir mér eftir að hún sagði mér frá sínum plönum að mikið hafa krakkar í dag það gott allir þessir möguleikar heimurinn einn stór sandkassi til að leika sér í, ætli maður hefði ekki tekið svona tækifæri fegins hendi á sínum tíma ef þess hefði verið kostur sannfærður um það.

þeir sem þekkja dömuna og vilja fylgjast með henni á Ítalíu þá er þetta slóðin. www.martabjorg.bloggar.is


Meira að segja er snjórinn kominn suður,,,

Smá einföldun á hlutunum.

Fyrst fór síldin suður svo fór fólkið þar á eftir en snjórinn var alltaf eftir svo fór loðnan suður og fólkið á eftir en snjórinn var eftir svo fór fleira fólk suður og snjórinn var eftir en svo er það núna að snjórinn er farinn suður og fólkið þar kemst ekki á milli húsa.

Til hamingju með snjóinn Grindvíkingar, við viljum samt fá eitthvað af snjónum aftur og fólkið líka.


Vaxtasamningur undirritaður í Verinu.

Ég fór á Sauðárkrók kl.09:30 sem stjórnarmaður í SSNV www.ssnv.isen þar var verið að undirrita vaxtasamning fyrir Norðurland vestra. það var fjölmenni og fremstur í flokki fór Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og fór hann vægast sagt á kostum ég fékk það á tilfinninguna að Össur væri að halda framboðsræðu, hann var eins og ný genginn urriði fullur af orku og áhuga.

Það veit á gott fyrir framtíð svæðisins, samningur þessi hefur verið í burðarliðnum í tæp tvö ár og loksins náðist niðurstaða sem flestir sætta sig við. Össur kom einnig inná það að búið væri að stofna nefnd sem hefur það sama hlutverk og Vestfjarðanefndin en eins og allir vita er staða svæðisins mjög slæm sem dæmi má nefna að frá 1999-2005 var hagvöxtur svæðisins neikvæður um 9% meðan landsmeðaltal var um 40%, þetta er náttúrulega óviðunandi og nú skal sækja fram.

Það voru haldnar stuttar kynningar á þremur verkefnum sem eru í gangi á svæðinu, fyrst var kynning á Verinu sem er staður sem tengist atvinnulífinu og Háskólanum á Hólum, síðan kom kynning frá Bio Pol sem er nýstofnað fyrirtæki á Skagaströnd sem fer með rannsóknir á lífríki sjávar í Húnaflóa og að lokum kom kynning frá Selasetrinu á Hvammstanga.

Allar þessar kynningar voru mjög áhugaverðar set inn heimasíður þeirra hér www.holar.is www.biopol.is  www.selasetur.is

 


Blakaðu þér bara.....

það var skemmtilegt innanfélagsmótið okkar Súlumeyja og Hyrnumanna í íþróttahúsinu í gær spilað frá kl.15-18 blandað í liðin og fjöldi liða sex. Ég ætla ekkert að fara tíunda úrslitin hér þeir skilja það sem voru á mótinu:)

Síðan hittumst við Hyrnumenn á efri hæð málaraverkstæðis Bjarna Þorgeirs guðföður okkar blakar og þar var æft söngprógramm sem átti svo að flytja Súlumeyjum í skemmtun okkar um kvöldið. Okkur strákunum fannst alveg nauðsynlegt að koma saman svona aðeins áður en við hittum stelpurnar en það hefur verið hefð hjá okkur að halda svokölluð litlujól en þá er spilað og svo höfum við borðað góðan mat þetta hefur verið gert í tæp þrjátíu ár. En því miður þá var stórt skarð höggvið í okkar góða hóp þegar einn félagi okkar féll frá í Desember síðastliðnum og þess vegna var ákveðið að gera þetta með þessu hætti núna.

Eftir mikla og stranga æfingu á söngatriðinu þá var skundað í Þormóðsbúð en þar var búið að dekka upp og gera huggulegt. Síðan kom maturinn frá Lóu og Halla í Allanum og var hann virkilega góður eins og alltaf hjá þeim. Nú það voru veitt allskonar verðlaun t.d. sterkast blakarinn tilþrif mótsins og margt fleira, eftir að búið var að matast þá fluttu Hyrnumenn sinn söng til Súlumeyja og ekki létu viðbrögð á sér standa allir sælir og glaðir. Svo var sungið og trallað eins og okkar fólki einu er lagið enda með tvo frábæra gítarleikara og texta höfunda í hópnum.

Síðan héldu flestir í Allan þegar leið á nóttina og stöldruðu sumir þar lengur við en aðrir en allavega góðum degi var slúttað með glæsibrag svo ekki sé meira sagt.


Byggir Búseti á Norðurland í Siglufirði?

Þá er fyrsta skrefið stigið í þessu máli sem ég hef verið að vinna í síðan í október 2007 þetta eru gleðifréttir fyrir Siglfirðinga nær og fjær, síðan verður horft til Ólafsfjarðar með samskonar uppbyggingu.

Mín hugmynd er að byggt verði á gamla malarvellinum, það er á besta stað í bænum engar brekkur og aðkoma mjög auðveld og góð, gaman fyrir gömlu KS ingana að búa þarna í ellinni þar sem þeir voru hér áðurfyrr frá morgni til kvölds.

Ástæða þess að ég fór að vinna í þessu máli er fyrst og fremst sú að í Siglufirði er mikið af fólki sem komið er um og yfir sextugt, það fólk býr margt hvert í stórum einbýlishúsum og vill fara að minnka við sig en hefur ekki  í neitt að fara, svo að þetta gæti verið hagkvæm lausn.

Að sögn Benedikts Sigurðasonar framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi þá er þetta mjög ör þróun þ.e.a.s. fólk er að selja stórar eignir og leigja þá minni íbúðir og þarf ekki að hafa áhyggjur af neiinu viðhaldi og öðru því sem  fylgir að eiga stóra eign.

sjá heimsíðu www.busetiak.is

 

Eftirfarandi er tekið úr fundargerð bæjarráðs Fjallabyggða 10.Janúar 2008

1.      Bygging Búsetaíbúða - möguleikar.
Lagt fram minnisblað um fund með fulltrúa Búseta á Norðurlandi 17. desember s.l.
Bæjarráð samþykkir að láta framkvæma könnun á því hvort áhugasamir kaupendur séu til staðar í sveitarfélaginu, eða annars staðar á landinu, sem hefðu hug á að kaupa eða leigja búseturéttaríbúðir í Fjallabyggð, miðað við þær rekstrar og fjármögnunarforsendur sem leiddar yrðu í ljós.
Stefnt verði að þeirri könnun verði lokið ekki seinna en í febrúar-mars 2008.



Er fólk fífl eða bara gallað?

Árni M. Mathiesen,  settur dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu að dómnefnd, sem fjallaði um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara, hafi misskilið hlutverk sitt og telji sig hafa vald sem hún hafi ekki. Þá hafi umsögn nefndarinnar um umsækjendur verið gölluð.

Hvað er dýralæknirinn að gefa í skin spyr sá er ekki veit? Að mínu mati eru (Össur )kynfræðingur laxa og (Árni) dýralæknirinn að gera ótrúlegar vitleysur í þessum ráðningum sínum, en menn standa fast á sínu berja sér á brjóst og umsagnir nefndarfólks er bara gallað af því að það er ekki sammála þeim kumpánum sem eru útskrifaðir úr dýraríkinu.


Smáborgaraskapur

Orðið smáborgaraskapur kemur sífellt uppí hugann þessa dagana, ég velti því  fyrir mér hvort að þetta sé ekki svona í öllum smærri samfélögum?

Það er nú einu sinni þannig að ef framkvæmdir eru í gangi þá hafa mjög margir "vit" skoðun á því hvernig þetta á að gera og oftar en ekki þá eru hlutirnir vitlaust gerðir. Ég hef líka velt fyrir mér hvernig sögur fara af stað, getur verið að fólk búi til sögur af samborgurum sínum sér til dægrastyttingar og þá með þeim tilgangi að koma einhverjum leiðindum af stað?

Ég man eftir að hafa lesið grein á BB sem fjallaði um sögusagnir grein þessi var skrifuð af aðila sem hafði lent í því að saga var búin til um hann og hans nánustu og hafði mikil áhrif á sálarlíf fjölskyldunnar, ætli þeir sem standa í þessu geri sér grein fyrir hverjar afleiðingar geta orðið?

En svo er oft alveg ótrúleg samkennd meðal þessara sömu samborgara þegar eitthvað bjátar á og það er kannski það sem gerir það að verkum að gott er að búa meðal smáborgara, þrátt fyrir sögusagnirnar og allt sem því viðkemur.

Mín skoðun er sú að betra er að vera persóna í litlu samfélagi en kennitala í stóru.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 94459

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband