Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Viku gamall draumur

Smá forsaga, ég vann hjá fyrirtæki í Rvík fyrir fjórum árum sem endaði í gjaldþroti.

Nú dreymdi mig að ég og Jóhanna Sigurðar forsætisráðherra vorum að þjarka um 20% leiðréttinga tillögu Framsóknarflokksins.

rvk_johanna_200

  Jóhann var stödd inni á skrifstofu framkvæmdastjóra þessa fyrirtækis sem fór í þrot og hún sat einnig í hans stól, við áttum orðaskipti og fannst mér hún vera alveg eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri þ.e.a.s. í allri framkomu. það urðu skoðanaskipti og raddir hækkuðu aðeins. 

Og andrúmsloftið var það sama og þegar ég og fyrrnefndur forstjóri áttum  samskipti undir starfslok fyrirtækisins.Ég veit ekki hvort það skiptir máli en forstjóri þessi fór illa með mig og dætur mínar sem tókum að okkur að þrifa í fyrirtækinu á sunnudögum.  

Þetta voru tekjur okkar til að komast saman í frí erlendis. Við áttum þarna inni dágóða upphæð sem við fengum ekki greidda, ég óskaði eftir að fá að taka þessa skuld út í vörum en var hafnað. 

Nú endar draumurinn á þá leið að við náðum ekki niðurstöðu og sat ég ennþá fyrir framan Jóhönnu og ekkert meira gerst við ennþá ósammála. Við þetta vakna ég.  

Mér er þessi draumur ofarlega í huga núna eftir að kosningaúrslit liggja fyrir.

Gaman væri að fá álit ykkar sem teljið ykkur geta ráðið drauminn.

 

Lausnir fyrir okkur öll

 

Vissir þú að...

... 68 ára munur er á yngsta og elsta frambjóðanda framsóknarmanna fyrir kosningarnar í vor.
 
... elsti frambjóðandinn, Tómas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri er 86 ára. Hann skipar 22. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður.
 
... Einar Freyr Elínarson skipar 6. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Auk þess að vera yngsti frambjóðandi Framsóknarflokksins er hann yngsti bóndi landsins, aðeins 18 ára gamall.
 
... meðalaldur nýrrar forystu Framsóknarflokksins er rúm 33 ár. Til samanburðar er meðalaldurinn í framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna u.þ.b. 26 ár.
 
... meðalaldur þingmanna Framsóknar er tæp 42 ár. Næstur í röðinni kemur þingflokkur Samfylkingarinnar en þar er 50 ára meðalaldur. Hjá Sjálfstæðismönnum er meðalaldurinn rúmlega 50 ár og hjá Vinstri grænum er hann rúmlega 54 ár. Hæstur er meðalaldurinn hjá Frjálslynda flokknum eða tæp 59 ár.
 
... konur eru 57% þingmanna framsóknarmanna í dag og er það hæsta hlutfall kvenna í blönduðum þingflokki sem sögur fara af á Íslandi.
 
... síðasta framkvæmdastjórn flokksins var aðeins skipuð konum en þá gegndu konur embættum formanns, ritara, formanns þingflokks, SUF og LFK.
 
... Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sextándi formaður Framsóknarflokksins og jafnframt sá yngsti til þess að gegna því embætti. Hann varð 34 ára 12. mars sl.
 
... í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í ár eru 126 einstaklingar, 60 konur og 66 karlar. Konur eru því 48% af frambjóðendum flokksins.
 
... algengustu nöfn frambjóðenda framsóknarmanna eru Einar, Guðmundur og Magnús. Fjórir frambjóðendur bera hvert þessara nafna.
 
... meðalaldurinn á framboðslista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi er aðeins rétt rúmlega 36 ár.
 
...meðalaldurinn á framboðslista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi er rúm 39 ár, í Suðurkjördæmi er hann rúm 42 ár, í Suðvesturkjördæmi rúm 45 ár, Reykjavík norður rétt rúmlega 45 ár og í Reykjavík suður rúm 49 ár.

 

XB hringur Pantone an skyggingar


Hjól atvinnulífsins rúlla úr landi,,,,

Ef þetta er ekki áhyggjuefni þá veit ég ekki hvað, ég velti líka fyrir mér hvort að við sem þjóð höfum efni á því að vera með fordóma gagnvart ákveðnum atvinnugreinum.

Ég vil að allir möguleikar á atvinnu verði skoðaðir og að sjálfsögðu verðum við að gæta varúðar gagnvart náttúrunni.

tekið af vef pressan.is

Fyrrverandi formaður Viðskiptaráðs:  Mörg íslensk fyrirtæki á leið úr landi

 
Forstjóri Primera Air segir að íslensk fyrirtæki njóti einskis trausts í útlöndum, hvergi sé hægt að fá lánafyrirgreiðslu og helst þurfi að staðgreiða allt. Fyrirtækið hyggist flytja úr landi til Danmerkur og fleiri stór fyrirtæki íhugi að gera slíkt hið sama.


Þetta segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Primera í samtali við RÚV. Hann segir  gjaldeyrishöft, kröfu um fyrirgreiðslu og vantraust í garð Íslendinga gera mörgum fyrirtækjum óbærilegt að starfa hér á landi.  Íslensk fyrirtæki njóti lítils trausts. Primera Air vinni mest á erlendum mörkuðum og fyrirtækið
 sæki sér meira traust með því að flytjast  úr landi og í skjólið sem fáist á stærri markað.
b1ce9a5efa4de25

Jón Karl, sem áður var formaður Viðskiptaráðs Íslands, segir útlendinga gera þá kröfu að Íslendingar greiði allt fyrir fram og traustið sé lítið sem ekkert. Hvergi sé hægt að fá lánafyrirgreiðslu og liggi við að borga þurfi fyrir vélar áður en flogið sé af stað, því menn treysti því ekki lengur að lána peninga til fyrirtækja og hafi illan bifur á íslenskum fyrirtækjum.

Hann segir fleiri stór íslensk fyrirtæki íhuga að flýja land og koma sér í stærra skjól.

Hey Hanna jó Hanna

Getur verið að stjórnarflokkarnir þori ekki að birta skýrsluna? það hefur heyrst að nú þegar liggi fyrir tillögur frá forsætisráðherra að stórkostlegur niðurskurður sé yfirvofandi í ríkisrekstrinum og fara á í hann strax að kosningum loknum.

Af hverju kemur greiðslan ekki frá AGS?

Það þarf að skera (hagræða) í ríkisrekstrinum um 180 MILLJARÐA hvernig verður það gert?

 

 


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ásta Ragnheiður að kaupa sig þarna inn á þing?

Frábær tímasetning hjá Ástu Ragnheiði, eru ekki fleiri ráðherra Samfylkingar að lofa einu og öðru loforðalistinn er langur nú skal splæsa úr ekki svo "gjaldþrota" þjóðarbúi að mati viðskiptaráðherra. Hann getur sennilega ekki sagt annað miðaða við sumargjafirnar hjá samráðherrum félagshyggjuflokksins.
mbl.is Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með og á móti

Þetta útspil Kolbrúnar Harðardóttur er ég ekki að skilja, svo kom stuttu seinna yfirlýsing frá flokknum hennar þar sem hún var endanlega "jörðuð".

Öllum er okkur í fersku mynni aðgerðaleysi fyrri ríkisstjórnar sem var með mikinn meirihluta á þingi, en mjög ólíkar skoðanir á mörgum málum.

Öll munum við líka eftir því hvað mikill tími fór í að sætta ólík sjónarmið og á meðan var klakinn að bráðna, fyrirtæki heimili og þjóðin öll í upplausn.

Ég hef af því áhyggjur ef VG og S mynda hérna ríkisstjórn þá fari alltof mikil orka í að sætta sjónarmið og semja um mikilvæg mál sem þola enga bið.

Áhyggjur þessar hef ég að fenginni reynslu.

tekið af vef visir.is

Minnir að mörgu leiti á fyrri ríkisstjórn þar sem Samfylkingin var við stýrið.

Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær spurðum við Kolbrúnu Halldórsdóttur, umhverfisráðherra, út í fyrirhugaða olíuleit á drekasvæðinu. Svör ráðherrans voru afdráttalaus. Olíuvinnsla er í andstöðu við hugmyndafræði vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu.

„Við þurfum á öllum okkar mannauði að halda til þess að tryggja að við náum að standa upp aftur og reisa okkur við á nýjan leik. Þá er það ekki í mínum huga að fyrstu ákvarðanir séu svona stórar og groddalegar eins olíuvinnsla á Drekasvæðinu óneitanlega er."

Klukkutíma eftir að þessi ummæli fóru í loftið var komin yfirlýsing frá vinstri grænum. Þar segir að Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Flokkurinn setji fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunarvarnir við mögulega olíuleit og olíuvinnslu eins og í öllum öðrum málum, en þingmenn flokksins styðji hugmyndir um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á norðanverðum Austfjörðum.

Skömmu síðar barst einnig yfirlýsing frá Kolbrúnu þar sem hún dró heldur í land. Í yfirlýsingu hennar er það áréttað að þingflokkur Vinstrin grænna hafi ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Efasemdir hennar um málið sé aðallega tilkomnar vegna þess hve illa að því var staðið inn á þingi. Málið hafi verið illa kynnt og mikilvægir aðilar hafi ekki hafðir með í ráðum.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í umræðuþætti á Stöð 2 í gær að ágreiningur um olíuleit hafi ekki komið upp í ríkisstjórninni.

Út af fréttinni með Kolbrúnu Halldórsdóttur höfum við í kreppunni verið að bjóða út fyrstu leyfin á Drekasvæðinu. Ég held að sú ágæta kona hafi ekki skilið málið rétt," sagði

Þá sagði Össur að ekki hafi verið neinn ágreiningur um olíuvinnslu í ríkisstjórninni.

 

 


Tíminn kominn út

Ég fagna þessu framtaki og las ég Tímann með morgunkaffinu í morgun, áhugavert að lesa það sem Steingrímur Hermannsson skrifar og margt fleira.

Slóðin er hérna http://www.framsokn.is/files/Timinn1.pdf

 

Dagblaðið Tíminn var um áratugaskeið gefinn út af Framsóknarflokknum og verður nú gefinn út nokkrum sinnum í aðdraganda kosninga. Fyrsta blaðinu verður dreift með Fréttablaðinu í dag og með pósti til þeirra sem ekki fá Fréttablaðið reglulega. Blaðið verður einnig aðgengilegt hér á heimasíðu flokksins.

Meðal efnis eru upplýsingar um fjármál Framsóknarflokksins og frambjóðenda, fréttaskýringar um 20% leiðréttingu húsnæðislána og stjórnlagaþing, kynning á frambjóðendum, upplýsingar um viðburði framundan, auk greina eftir frambjóðendur, m.a. fyrrverandi formann flokksins, Steingrím Hermannsson.


Loka sprenging í Héðinsfjarðargöngum í dag,,,

Héðinsfjarðargöng loka sprenging.   

Nú, þann 9. Apríl, verður hátíð í Fjallabyggð vegna loka sprengingar  Héðinsfjarðarganga. Þá verður haldið upp á þann áfanga að náðst hefur að sprengja göng í gegn milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar, 6,9 km leið. Búið er að sprengja göng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar 3,7 km og var því verki lokið 3 apríl 2008.Verkið er unnið af Háfelli og tékkneska verktakafyrirtækinu Metrostav. Tugir tékka frá Metrostav hafa unnið við göngin og hafa þeir verið afar vinnusamir og þægilegir á allan máta. Á sínum tíma voru samgöngur til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar torsóttar. Úrbót varð árið 1967 þegar Strákagöng voru opnuð til Siglufjarðar og árið 1990 Þegar göng um Ólafsfjarðarmúla voru tekin í notkun. Nú sér fyrir endann á tengingu þessara tveggja byggðakjarna þegar Héðinsfjarðargöng klárast um mitt ár 2010. Frá þeim tíma munu íbúar Fjallabyggðar ekki þurfa að reiða sig á Lágheiðina sem á það til að vera ófær eða torsótt stórann hluta vetrar.   

Mikilvæg samgöngubót. 

Nýju Héðinsfjarðargöngin munu hafa afgerandi jákvæð áhrif á samfélagið í Fjallabyggð og voru í reynd forsenda þess að  þessi fyrrum sveitarfélög á svæðinu sameinuðust í eitt Fjallabyggð. Sú sameining hefur gengið vel fyrir sig en mun ekki nýtast að fullu fyrr en göngin opna. Jarðgöngin munu einnig efla þéttbýliskjarnana við Eyjafjörð sem eitt atvinnusvæði, hafa jákvæð áhrif uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, en tillögu um slíkan skóla flutti Birkir J. Jónsson, alþingismaður,en eitt af fyrstu verkum núverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur var að skrifa undir samning um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði. Reikna má með að framkvæmdir við uppbyggingu skólans geti hafist nú í vor. Að auki munu göngin hafa mjög góð áhrif á ferðaþjónustuna á Norðurlandi öllu. Nú þegar hefur verið unnið að undirbúa samstarf heilbrigðisstofnana á svæðinu og annarra slíkar þjónustu sem veitt er á Siglufirði og í Ólafsfirði. Ljóst er því að göngin skapa nýtt og langþráð sóknarfæri í byggðamálum Tröllaskagans og Eyjafjarðarsvæðisins.  

Eljusamir frumherjar 

Árið 1990 lagði frumherjinn Sverrir Sveinsson, Framsóknarflokki, fyrst fram þingsályktunartillögu um jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun jarðganga um Ólafsfjarðarmúla. Meðflutningsmenn Sverris að tillögunni voru Halldór Blöndal, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ragnar Arnalds, Árni Gunnarsson og Pálmi Jónsson. Hafa þessir menn alla tíð stutt göngin af eljusemi. Þótt á engan sé hallað skal einnig nefnt að tveir menn, þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, áttu afgerandi þátt í að verkinu var hrundið í framgang. Samgönguráðherrar á hverjum tíma hafa einnig lagt sitt lóð á vogarskálarnar ásamt heimamönnum, nú síðast Kristján L. Möller. Það er að rætast stór draumur og er tilhlökkunin mikil að fá almennilegar samgöngubætur á milli þessara svæða og að Siglufjörður og Ólafsfjörður eru ekki lengur endastöð.    

Hermann Einarsson, bæjarfulltrúi í Fjallabyggð. 


Okurkaup Súrval

því miður þá búum við íbúar Fjallabyggðar og einnig íbúar Dalvíkurbyggðar við það að hafa ekki aðra matvöruverslun en þá er kemur verst út úr þessari könnun.

Verðmunur sem er rúmar sexþúsund krónur á ekki hærri upphæð en rétt um fimmtánþúsund.

Það er nú svo að fólk fer í umvörpum til Akureyrar frá áðurnefndum byggðum til að ná í ódýra matvöru, en um leið þá kaupir fólk aðrar vörur sem er ekkert óeðlilegt en að sama skapi mjög slæmt fyrir þær verslanir í öðrum greinum en matvöru.

En það er nefnilega svo að það eru margar góðar verslanir á þessum stöðum sem bjóða góða vöru á vel samkeppnishæfu verði annað en matvara.

Með komu Héðinsfjarðaganga þá el ég mér þá ósk í brjósti að Krónan nú eða Bónus sjái sér fært að opna verslun á svæðinu við erum að fara að byggja framhaldsskóla í Fjallabyggð Ólafsfirði og það eru ekki nema 18 km frá Dalvík til Ólafsfjarðar og 15 km frá Siglufirði á þessu svæði eru rúm fjögurþúsund íbúar. Svo opnast hringur sem breytir öllum aðstæðum aukning ferðamann á bara eftir að verða osfrv.

 


mbl.is 41% verðmunur á matarkörfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð frétt frá Siglufirði

Tekið af vef www.sksiglo.is

 Þetta er góð frétt í ljósi þess ástands sem herjar á samfélagið í heild, ég sem viðskiptavinur Sparisjóðs Siglufjarðar frá því ég man eftir mér gleðst mikið yfir þessari frétt og tel þetta afar mikilvægt fyrir íbúa og fyrirtæki í Siglufirði að Sparisjóður Siglufjarðar er í góðum málum.

Sparisjóður Siglufjarðar í örugga höfn

Merki Sparisjóðs Siglufjarðar
Merki Sparisjóðs Siglufjarðar

Stjórn AFL – sparisjóðs hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 mkr.  Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf.  Í ljósi þessa hefur stjórn sjóðsins einnig tekið ákvörðun um verulegt varúðarframlag í almennan afskriftareikning útlána.

Þá hefur sjóðurinn möguleika á að styrkja eiginfjárstöðuna enn frekar með því að óska eftir 20% eiginfjárfamlagi  frá hinu opinbera.
Nú þegar hafa stærstu stofnfjáreigendur tryggt sölu á allri stofnfjáraukningunni eða 500 mkr. og hafa þegar greitt inn aukið stofnfé.  Aðrir stofnfjáreigendur geta nýtt heimild sína til að auka stofnfjáreign sína í sama hlutfalli.
Ljóst er að mikilvægi sjóðsins er mjög mikið bæði í Siglufirði og Skagafirði.  Með þessari aðgerð er verið að treysta verulega rekstur, samkeppnisstöðu og tryggja sjálfstæði elstu peningastofnunar landsins til framtíðar.

Nánari upplýsingar veitir oli@sps.is

 


Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 94422

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband