Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Takk fyrir þetta lærdómsríka ár

Ég vil þakka öllum þeim sem lesið hafa þessi skrif mín á blogginu, ég læt fylgja með pistil sem ég skrifaði í jólablað okkar B lista fólks í Fjallabyggð sem kom út um miðjan mánuðinn.

Kæri lesandi.

Ég vil byrja á því að óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Eins og okkur er öllum kunnugt um þá hefur gengið á með súld og sól í sveitarfélaginu okkar, en ég ætla ekki að fara nánar út í þá sálma heldur vil ég horfa fram á veginn og sjá og nýta þau tækifæri sem eru í kringum okkur.

Nú í ársbyrjun 2008 verður auglýst staða framkvæmdastjóra við framhaldsskólann sem á að byggja í Ólafsfirði og er ráðgert að hann taki til starfa haustið 2009, þarna er að fara stað stóriðja okkar sem búum við utanverðan Eyjafjörð við skulum nýta þetta tækifæri okkar mjög vel, það er búið að leggja mikla vinnu í undirbúning og er það að skila okkur árangri.

 

Eftir íbúafundina í sveitarfélaginu þá er ánægjulegt að segja frá því að nokkrir einstaklingar sendu inn umsóknir í hina ýmsu sjóði og hafa fengið úthlutað fjármunum til að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en þær eru misjafnar og misstórar.

 

Ég geri ráð fyrir að innan skamms tíma fari að örla á breytingum í samfélaginu sem tengjast þessum styrkveitingum. Það er mér sönn ánægja að segja frá einni hugmynd sem var svo stór og að mati einhverja framúrstefnuleg, en hún fékk einmitt Brautargengi.hjá nýsköpunarmiðstöð Íslands og útskrifaðist með viðskiptaáætlun fyrir þessa hugmynd í des 2007

Hugmyndin er að opna SPA þ.e.a.s. heilsulind einnig verður  verslun sem  snyrti og heilsu vörum sem tengjast þessari þjónustu. Þá verður í sama húsi kaffihús með aðstöðu fyrir listsýningar.

 

Já lesandi góður það þarf kannski “framúrstefnulegan” frumkvöðul til að fá slíka hugmynd og þá ekki síður að framkvæma. Eins og staðan er í dag þá er þessi aðili búin að festa sér húsnæði á besta stað og komin með fagfólk til skrafs og ráðagerðar.

 

Þetta er gott dæmi um frumkvöðul sem með þor, elju og trú á samfélagið sitt framkvæmdi slíkt svo þetta er hægt, vona ég að fleiri taki þennan aðila sér til fyrirmyndar.

 

Lesandi góður ég óska þess að þú hafir sömu trú og frumkvöðulinn og sveitarstjórnarmaðurinn á samfélagið þitt, það erum við öll sem byggjum þetta samfélag og það á að vera okkur til sóma, setjum bjartsýnina í forgang og höfum trú á okkur sjálfum og samfélaginu okkar.

 

Við skulum ekki vera að öfundast útí hvert annað heldur snúa bökum saman  með því að byggja upp traust og heilbrigt samfélag.

 

Kæri lesandi spyrjum okkur hvað getum við gert til að gera samfélagið okkar betra öllum íbúum þess til hagsældar og virðingar?  

 


Örn Árna og aðrir sprengjusalar

Ég er nú nánast orðlaus og gerist það mjög sjaldan eða bara aldrei, þessi skrif margra bloggara um hvar var Örn og aðrir sprengjusalar þegar vonda veðrið gengur yfir borg óttans?

Ég vorkenni því fólki sem er svona þröngsýnt og illa upplýst að halda það að þeir sem selja flugelda eigi að standa í einhverjum björgunarstörfum þetta er náttúrulega fásinna. Það er ekkert sem bannar öðrum en björgunarsveitum að selja þetta sprengjudót það er bara staðreynd.

Ég hvet neytendur að skoða það hjá sjálfum sér hvar þeir ætla að kaupa sínar sprengjur og hvern er hann þá að styðja ég er þess fullviss að Örn Árna og aðrir hjálparlausir sprengjusalar lifa það alveg af að ekki er keypt af þeim, þetta er ákveðin áhætta sem menn taka og standa og falla með henni.

Ég vil einnig nefna að ég átti samtal við nokkra vini mína á dögunum um þá þjónustu sem Bónus og aðrir verslunareigendur bjóða neytendum uppá með því að tefla fram vinnuafli sem talar ekki íslensku, það er ekki við fólkið sem vinnur störfin að sakast það hlýtur að vera við eigendur þessara verslana og veitingastaða að sakast þetta á ekki að bitna á fólkinu sem er á gólfinu eða í frontinum.

Við skulum gera kröfur á eigendur fyrirtækjanna að þeir þjálfi sitt fólk þannig að það sé tilbúið að mæta þörfum og kröfum neytendanna.


Flugelda kaup og annar í útskrift

Jæja þá er komið að því að kaupa flugelda og annað sprengjudót, ég og yngri dóttirin sem er alveg sjúk í flugelda og sprengjur förum í dag og verslum við björgunarsveitina á staðnum. Það er fínasta veður hérna á Sigló enda suðaustan áttin okkur hagstæð.

Það er alltaf jafn gaman að heimsækja sölumenn hávað og eldglæringa svona fyrir áramótin enda með eindæmum hressir liðsmenn björgunarsveitarinnar Stráka. Svo býður maður spenntur eftir flugeldasýningu þeirra á gamlárskvöld það er ólýsanleg uplifun þegar flugeldum og tívólíbombum er skotið af brún Hvanneyrarskál með ártalið uppljómað í fjallshlíðinni, svo þegar logn og blíða er eins og reyndar oftast :) þá drynur og nötrar Siglufjörður og nálægðin við þennan sprengjukraft er alveg mögnuð allavega að mínu mati. þekki hundaeigenda sem upplifa þetta ekki alveg svona en hunda greyin eru margir mjög taugaveiklaðir með á þessu stendur.

það var svo annar í útskrift hjá stúdent Mörtu Björg í gær og var vinum og vandamönnum boðið að þiggja veitingar hjá ömmu og afa og er skemmst frá því að segja að veitingarnar voru stórkostlegar enda ekki við öðru að búast amma, Marta og Sigga (mamma Mörtu) gerðu veitingar sem voru svo góðar og allir fengu nóg, svo voru afgangar í aðra veislu enda átti ég ekki von á öðru þegar þessar dömur leggja í púkkið, alveg frábær dagur og allir glaðir og saddir, takk fyrir mig.

Ég fékk skemmtilegt símtal í gær og get ég flutt gleði frétt á síðu minni strax eftir helgina en þetta tengist bæjarmálunum enda sjaldan logn á þeim bænum en það er svo önnur saga læt þetta nægja í bili farið varlega með sprengjur og annað dót yfir áramótin.

 


Fækkun fólks á landsbyggðinni

Enn er fólki að fækka á landsbyggðinni t.d. í Fjallabyggð fækkar á milli ára um 73 í Dalvíkurbyggð fækkar um 15 og í sveitarfélaginu Skagafirði fækkar um 51 í Ísafjarðarbæ fækkar um 135 þetta eru óhugnanlegar tölur og hlýtur maður að spyrja sig af því hvað veldur?

Eru það fá atvinnutækifæri, er það fábreytt afþreying eða menntunarkostir litlir? Hvert ætli svo meirihluti þessa brottfluttu landsbyggðafólks hafi svo farið jú á suðvestur hornið, ætli það sé þá vegna þess að þar er meiri fjölbreytni í atvinnulífinu, fleiri afþreyingarmöguleikar fleiri menntunarkostir, spyr sá er ekki veit?

Er ekki svo komið að nú er fátækara og undirmálsfólkið að flýja höfuðborgarsvæðið og hvert fer það jú væntanlega út á land þannig að þróunin er þá þessi fátækir og undirmálsfólkið fer í litlu sjávarplássin og fólkið sem þaðan flýr fer á suðvestur hornið flott þróun eða hvað?

Er einhver leið að snúa þessari þróun við þ.e.a.s. þeir sem eru að gefast upp á því að búa á landsbyggðini vegna skorts á atvinnutækifærum og fjölbreytni í atvinnulífinu gefist kostur á að búa þar áfram?

Mörg sveitarfélög hafa komið með hugmyndir af lausnum en viðbrögð stjórnarliða eru engin.

Gæti ein leiðin verið sú að hið opinbera fjölgi atvinnutækifærum á landsbyggðinni það ætti að vera hægur vandi nú hefur Sjálfgræðisflokkurinn farið með landsstjórnina í rúm 16 ár, ætti hann ekki að fara að hysja uppum sig buxurnar í þessum efnum og láta verkin tala ekki bara kjálkanna, hann ætti að hafa stuðning Samfylkjukurlsins sem var nú ekki með svo lítinn loforðalista fyrir síðustu kosningar.

Ef þú lesandi hefur einhverjar hugmyndir að lausnum þá endilega sendu þær á stjórnarliðana því þar þarf að opna augu.

 


Útskrift,jól og allt það

Loksins vaknar kallinn af blogg dvalanum, nei svona án gríns þá var ég með bilaða tölvu sem ég tók svo með mér í heimsókn í borg óttans þann 19, fékk vélina úr viðgerð daginn eftir frábær þjónusta það hjá Vodafone verð að segja það.

Aftur að heimsókn í borg óttans en þann 21 þá var eldri demanturinn að útskrifast úr gamla hippaskólanum MH það var stoltur faðir sem fylgdist með og tók fullt af myndum ekki laust við að eitt og eitt tár runnu, þetta var magnað augnablik, snögglega kom upp í huga önnur útskrift fyrir ekki svo mörgum árum síðan en það var á Akureyri 17 júní í MA það var hjá móður demantsins og finnst mér svo svaka stutt síðan, en svona líður nú tíminn hratt.

Laugardaginn 22 var brunað á Sigló ótrúlegt en satt þann dag var meiri snjór og hálka í Kópavogi en á Siglufirði "gott að búa í Kópavogi en betra að búa á SiglóLoL" það var einkar skemmtileg ferð sem ég og demantarnir áttum nýstúdentinn hélt sér vakandi alla leið uppá Kjalarnes en þá tóku við 25 diskar með jólalögum og sungið með af krafti enda aðalsöngkona úr Gréase þ.e.a.s í uppfærslu Snælandsskóla forsöngvari, og pabbinn mjámaði með þetta var alveg frábær ferð.

Svo komu jólin gaman að rölta í miðbænum á Sigló á Þorláksmessukvöld fullt af fólki og bongó blíða nú á aðfangadag var svo snæddur jólamatur hjá mömmu og pabba eins og venja hefur verið í áratugi rjúpa og svín sem klikkar aldrei, síðan var tekið til við að útdeila pökkum og allir fengu eitthvað fallegt það er alveg óhætt að segja það.

Vonandi hafa allir haft það jafn gott og ég og mínir.

 


Ártalið á brún Hvanneyrarskálar 2007 - 2008

Það verður seint af Siglfirðingum tekið að uppátækjasemi þeirra hefur oft verið mikil. Eftirfarandi er á heimasíðu Skíðafélags Siglufjarðar og segir þar allt sem segja þarf um ljósin í Hvanneyrarskálinni.

www.siglo.is/skisigl

Ártalið á brún Hvanneyrarskálar 2007 - 2008
Ártalið og ljósin á brún Hvanneyrarskálar tendruð í 65. sinn Ártalið og ljósin á brún Hvanneyrarskálar voru sett upp og tendruð af félögum í Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg laugardaginn 15. desember 2007 Í ár er það í 65 sinn sem ljósin á brún Hvanneyrarskálar og ártalið neðan skálarinnar eru tendruð og þykir okkur í félaginu það mikil eljusemi og dugnaður af okkar fólki. Stjórn Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg þakkar þeim félögum sem að þessari vinnu koma kærlega fyrir þeirra framlag í þágu félagsins. En aðeins að sögu ljósanna: Saga ljósanna á brún Hvanneyrarskálar og ártalsins. Siglfirðingar eru frægir fyrir ýmislegt og þar með talin er sú uppfinning að lýsa upp fjallið ofan byggðarinnar og hefur sá siður verið tekinn upp á ýmsum stöðum á landinu eftir þeim framtakssömu dugnaðarforkum sem létu sér detta þetta í hug. Sagan ljósanna í Siglufirði er í stuttu máli þessi. Það var um áramótin 1947-1948 að nokkrir starfsmenn Síldarverksmiðja Ríkisins á Siglufirði ákváðu að útbúa olíukyndla og ganga með þá upp á brún Hvanneyrarskálarinnar og ætlunin var að láta loga á þeim fram yfir áramót þetta endurtóku þeir síðan fram til áramóta 1953-1954 en þá tóku félagar úr Skíðafélaginu við og hafa haldið þeim sið fram til dagsins í dag og vonandi um ókomna tíð, það var síðan árið 1953 að sá heiðurslistamaður Ragnar Páll ákvað að útbúa ártal sem myndi skreyta fjallið enn frekar og var það útbúið með olíukyndlum eins og línan á skálarbrúnin og var til að byrja með farið með olíukyndlana upp að Gimbraklettum og ártalið útbúið neðan klettanna. Þetta sá Ragnar Páll um að yrði gert allt til áramóta 1957-1958 en þá tóku Bjarni Þorgeirsson og Arnar ( Eini ) Herbertsson við því hlutverki og Bjarni Þorgeirsson er enn að en hann útbýr ásamt félögum sínum stafina í ártalinu. Eins og fram hefur komið þá báru menn olíuborna kyndla alla þessa leið frá árunum 1947 en það var síðan árið 1963 sem ákveðið var að útbúa rafmagnsseríu og enn þann dag í dag er notast við það.


Listaganga á Sigló

"Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir Listagöngu í gærkveldi, þar sem lagt var upp frá Torginu á Siglufirði og öll listasöfnin í bænum, sem eru fleiri en margan ókunnan grunar."

 Ég var búin að ákveða að fara í þessa göngu en vegna fundarhalda þá komst ég því miður ekki.

Ég er rosa ánægður með þetta framtak ferðafélagsins þetta er hlýlegt og sýnir svo sannarlega hug bæjarbúa til þeirra sem eru að stunda sýna list í bænum, en þeir eru mjög margir það verður að segjast.

Ég hvet forsvarsmenn ferðafélagsins að gera þetta að árlegum viðburði, áfram svona.

Nánar má sjá um þennan viðburð og fleiri á heimsíðu Steingríms www.sksiglo.is


Fjárhagsáætlun seinni umræða, hangikjöt og næs á eftir

Í dag er búin að vera fundarseta frá kl 12:00- 23:00 ég segi nú bara eins og maðurinn sagði "ég verða að segja það" þetta er kannski aðeins of mikið á einum degi að  mínu mati, fyrst var fundur með kjörnum bæjarfulltrúum síðan undirbúningur fyrir bæjarráðsfund sem hófst kl 16 og honum lauk 20:45 þá tók við fundur með mínu fólki í flokknum og stóð hann til 23:00. já nóg komið af fundum í dag.

það er verið að klára fjárhagsáætlun Fjallabyggðar seinni umræða fer fram n.k þriðjudag það verður fundað í Ólafsfirði, en sú hefð hefur skapast að eftir fund er boðið uppá hangikjöt og meðlæti kaffi og konfekt á eftir. Það verður bara gaman en við höfum haft minnihlutann með okkur í fjárhagsáætlunar gerðinni og er það vel.

Ég er að fara í síðasta prófið í fyrramálið en það er í Umhverfisfræði hjá Kjartani Bollasyni. það er skemmtilegt fag svo ekki sé meira sagt.

Við framsóknarfólk í Fjallabyggð erum að gefa út blaðið okkar Bæjarblaðið og kemur það út í næstu viku ég skilaði af mér grein í gær og var mottóið að vera á jákvæðu nótunum enda veitir ekki af svona í skammdeginu,segi nú svona.

Þeir sem að búa utan Fjallabyggðar get fengið blaðið sent í pósti bar að láta mig vita og þeir fá baðið í pósti með það sama, bara senda mér línu (mail)

Hlakka til jólanna kærkomið frí með fjölskyldu og vinum get varla beðið eftir að hitta dætur mínar en ég fer í borg óttans 20 Des og heim aftur 22 og þá koma geimsteinarnir mínir með mér.

 


Vinstri grrrrrrrr

Hvað er að gerast með vinstri græna, þeir hafa verið duglegir að vera á móti flest öllu og öllum?

En núna held ég að þeir hafi farið út,undir og yfir allt með málflutningi sínum í þinginu þessa dagana, það kom fram hjá mjög mörgum þingmönnum að reynt hafi verið að koma til móts við þá en allt kom fyrir ekki, ef hlutirnir eru nákvæmlega eins og Steingrímur J og companí Co vill þá er ekki til nein málamyndun.

"Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn flokksins hafa sett fram málamiðlanir vegna frumvarpsins og að þeir hefðu verið tilbúnir að staðfesta lögin eigi síðar en 8. febrúar en ræða málið betur þangað til. Sagði hann að þetta snerist ekki bara um ræðutíma heldur einnig vinnulag. "

"Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að mörg tækifæri hefðu gefist til að semja um frumvarpið og allir flokkar hefðu tekið þátt í umræðum um það nema vinstri - grænir. Það hafi verið vegna þess að þeir hafi ekki ætlað að vera með frá upphafi. Þegar væri búið að lengja umræðutíma frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir í þingskapafrumvarpinu. Benti Siv því að markmiðið væri að gera Alþingi að fjölskylduvænni og nútímalegri vinnustað. „Ég vorkenni vinstri - grænum í þessu máli, þeir vilja ekki vera með í þessu máli," sagði Siv og sagði flokkinn hafa dæmt sig til einangrunar."

Ætli það sé ekki erfitt að vera alla daga alltaf á móti öllu og öllum?


Aðventukvöld í Siglufjðarðarkirkju

Fór í kirkjuna okkar í Siglufirði í kvöld það var aðventukvöld sem var mjög gott mikið sungið og svo flutti vinur minn Birkir Jón alþingismaður og bæjarfulltrúi góða hugvekju.

Ég hefði viljað sjá fleiri í kirkjunni í kvöld það er áhyggju efni í mínum huga hversu fáir bæjarbúar sækja þá viðburði sem eru í boði.

Skrítið samt með kirkjur eins og okkar í gær var ég í þessari sömu kirkju þá var aðventan eða jólin ekki ofarlega í mínum huga enda málið öllu alvarlega, það var jarðarför. Kirkjan okkar er alltaf á sínum stað og þjónar mjög breiðu sviði allt frá miklum sorgarstundum til mikilla hátíðastunda og allt þar á milli. Það er gott að hafa svona kirkju eins og okkar.

Ég var t.d. á jólafundi hjá frímúrunum í gærkvöldi og það var sama sagan frekar fátt en alveg frábær fundur jólahlaðborð og mökum boðið í mat, svo voru skemmtiatriði það komu stúlkur úr 10 bekk og sýndu okkur afrakstur stílhönnunar sem þær tóku þátt í og lentu í öðru sæti af 52 keppnisliðum frábært það.

Einnig voru flutt nokkur lög og meðal flytjenda var nýi organistinn okkar flutti hann frumsamið lag og söng á móðurmáli sínu sem er Portúgalska en hann kemur frá Braselíu, mjög skemmtilegt, sem dæmi um breytta tíma þá verð ég að segja frá, hann er sköllóttur með tattú í hnakkanum síðasti organisti okkar var ung og glæsileg stúlka frá Ungverjalandi og svo höfðum við  Pál Helgason vel hærðan og skeggjaðan fyrir þrjátíu árum. Það kom uppí hugann að ef Páll hefði verið sköllóttur og með tattú í hnakkanum fyrir þrjátíuárum þá er ég viss að hann hafi ekki verið ráðinn. En svona breytast tímarnir og mennirnir með Woundering

Svona rétt í lokin þá verð ég að útskýra fyrir ykkur af hverju ég hef ekki bloggað undanfarið, tölvan mín bilaði og varð ég að fá aðra vél sem ég er að koma í gagnið í töluðum orðum.


Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband