Leita í fréttum mbl.is

Blakaðu þér bara.....

það var skemmtilegt innanfélagsmótið okkar Súlumeyja og Hyrnumanna í íþróttahúsinu í gær spilað frá kl.15-18 blandað í liðin og fjöldi liða sex. Ég ætla ekkert að fara tíunda úrslitin hér þeir skilja það sem voru á mótinu:)

Síðan hittumst við Hyrnumenn á efri hæð málaraverkstæðis Bjarna Þorgeirs guðföður okkar blakar og þar var æft söngprógramm sem átti svo að flytja Súlumeyjum í skemmtun okkar um kvöldið. Okkur strákunum fannst alveg nauðsynlegt að koma saman svona aðeins áður en við hittum stelpurnar en það hefur verið hefð hjá okkur að halda svokölluð litlujól en þá er spilað og svo höfum við borðað góðan mat þetta hefur verið gert í tæp þrjátíu ár. En því miður þá var stórt skarð höggvið í okkar góða hóp þegar einn félagi okkar féll frá í Desember síðastliðnum og þess vegna var ákveðið að gera þetta með þessu hætti núna.

Eftir mikla og stranga æfingu á söngatriðinu þá var skundað í Þormóðsbúð en þar var búið að dekka upp og gera huggulegt. Síðan kom maturinn frá Lóu og Halla í Allanum og var hann virkilega góður eins og alltaf hjá þeim. Nú það voru veitt allskonar verðlaun t.d. sterkast blakarinn tilþrif mótsins og margt fleira, eftir að búið var að matast þá fluttu Hyrnumenn sinn söng til Súlumeyja og ekki létu viðbrögð á sér standa allir sælir og glaðir. Svo var sungið og trallað eins og okkar fólki einu er lagið enda með tvo frábæra gítarleikara og texta höfunda í hópnum.

Síðan héldu flestir í Allan þegar leið á nóttina og stöldruðu sumir þar lengur við en aðrir en allavega góðum degi var slúttað með glæsibrag svo ekki sé meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 94498

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband