Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Áfram er ályktað en dugar það til?

Við í bæjarráði lögðum fram ályktun á bæjarráðsfundi í gær, en það er fyrsti fundur á nýju ári. Það er hörmulegt að byrja árið með slíkum aðgerðum sem boðaðar hafa verið af ráðherra heilbrigðis og heilsu niðurskurður sama hvaða afleiðingar hann hefur.

Það er einnig áhugavert þessi sameining sem sami ráðherra er að boða, og ætla að reyna að telja okkur fólkinu á landsbyggðinni trú um bætta þjónustu og aukið öryggi. Mikil er "fáviska" ráðherra svo ekki sé meira sagt.

Nei boðaður er niðurskurður sama hvað rausar og tautar og fólk á bara að láta þetta yfir sig ganga. Sjálfstæðisflokkurinn er að rústa ekki bara heilbrigðiskerfinu heldur er þessi stefna þeirra að rústa landinu og þegnu sínum.  Það er nöturlegt að horfa uppá forgangsröðun hjá Sjálfstæðisflokknum það á að halda áfram með byggingu tónlista og ráðstefnu hús sem einkaaðili "skeit á sig " með og ráðherra skuldbatt ríkissjóð um rúmar 800 milljónir á ári næstu 35 árin til reksturs þessa frábæra og afar nauðsynlega verkefnis, eða hitt þó heldur.

Það er ekki oft sem ég er sammála þingmanninum Pétri Blöndal en ég tek undir hans orð þegar hann talar um það að láta tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina standa í þeirri mynd sem mynnisvarða um þá óráðsíu sem var hér í gangi. Þarna er gott útsýni og gæti verið áhugaverður ferðamannstaður.

Enn er ályktað í Fjallabyggð um aðgerðir heilbrigðis og heilsumála ráðherra og fylgir hún hér með.

Tekið af vef Fjallabyggðar

Ályktun frá bæjarráði

Ályktun frá 119. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar 8. janúar 2009 um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir vanþóknun sinni á þeim niðurskurði sem yfirvöld hafa boðað á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þær einhliða skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt og óskar eftir viðræðum sem fyrst vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.


Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar niðurskurður um 50 milljónir

það er með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn með fullu samþykki Samfylkingar er hreinlega að rústa því góða heilbrigðiskerfi sem verið hefur við lýði á Íslandi.

Nú á landsbyggðin að spara í heilbrigðisgeiranum 550 milljónir og þar af á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar að spara um 50 milljónir, hverslags eiginlega er þetta?

Með þessum aðgerðum er verið að skerða þá grunnþjónustu sem er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt.

Framsóknarfélögin í  Siglufirði ályktuðu um þetta mál í gærkvöldi og er hún svona

Ályktun 

Framsóknarfélögin í Siglufirði mótmæla harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er hjá Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Einnig eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið hörmuð.

 

Framsóknarfélögin í Siglufirði furða sig á að Samfylkingin, sem kennir sig við jafnrétti og

félagslegt öryggi, skuli standa að slíkri aðför að okkar góða heilbrigðiskerfi.

 

Framsóknarfélögin skora á ríkisstjórnina að endurskoða þessi áform og sína í verki samvinnu og samráð við heimaaðila en ekki taka slíkar einhliða ákvarðanir sem hafa mjög neikvæð áhrif á siglfirskt samfélag.

 
mbl.is Enn ein aðförin að landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur Framsóknarfélaga Siglufjarðar var góður

Fundur var í félögum okkar á Siglufirði og mættu 23 félagar sem er góð mæting. Veitingar að hætti hússins og eins og alltaf alveg hrikalega góðar.

Fundurinn var tvískiptur fórum við fyrst yfir bæjarmálin og að venju voru fjörugar umræður skipts á skoðunum og allur pakkinn.

Svo var komið að umræðu um frambjóðendur til áhrifa innan Framsóknarflokksins, en það er alveg ljóst að við skiptum okkur ekki í fylkingar um frambjóðendur enda voru skiptar skoðanir um það ágæta fólk sem er í framboði til starfanna.

Við göngum hreint og til kosninga og engum bundin það ríkir jú lýðræði og frjáls hugsun hjá okkur í þessum góða félagsskap á Sigló.

Alls hafa Framsóknarfélögin á Siglufirði 12 fulltrúa með atkvæða rétt og eftir því sem næst verður komist mæta þeir allir til þátttöku á flokksþinginu.

Ég ætla að upplýsa það hér að ekki hef ég gert upp hug minn og ástæðan er einföld á fundinum ætla ég að hlusta á frambjóðendur og hvað þeir standa fyrir, ég geri síðan upp hug minn eftir að frambjóðendur hafa selt mér þá hugmynd að kjósa sig frekar en einhvern annan.

þetta verður fjöruggt flokksþing og hlakka ég til að taka þátt í því.


mbl.is Farsæll fundur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóknarfæri og aftur sóknarfæri

Ég rakst á grein eftir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á vísir.is. Ég er ánægður með margt í þeirri grein og það sem mér þykir einna merkast er sú leið sem Össur beitir sér fyrir vegna stofnunar nýrra fyrirtækja og hugmynda að fullnýtingu vöru osfrv.

Ég vil samt nefna það að í dag eru margir frumkvöðlar á mörgum sviðum sem eru að berjast við "reglugerða kerfið" og þau mál þarf að laga, ég nefni sem dæmi fyrirtæki í Ólafsfirði sem er að smíða slökkvi og sjúkrabíla en hann hefur lengi barist við "reglugerða kerfið" en ekki haft árangur sem erfiði. þar getur ráðherra beitt sér meira og þykist ég vita að hann er að skoða þau mál eftir heimsókn í fyrirtækið með bæjarfulltrúum Fjallabyggðar sl haust.

Ég er ánægður með þá leið sem Össur er að skapa með auknu fjármagni inní sprotafyrirtæki og nýsköpun og hvet alla þá sem eru að hugsa á þeim nótum að dusta rykið af gömlu hugmyndinni eða koma nýrri hugmynd í réttan farveg.

það eru til leiðir og eiga þeir sem hafa hugmyndir gamlar eða nýjar að snúa sér til Nýsköpunarmiðstöðvar og leita ráða og aðstoðar.

Ég tala af eigin reynslu þegar ég nefni Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Akureyri en þar er fólk sem er að vinna vinnuna sína mjög vel og er allt af vilja gert til að aðstoða og leiðbeina.

Tekið af www.visir.is

Sókn til nýrra starfa

Össur Skarphéðinsson. skrifar:

Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heimskreppu, og bankahrun á heimaslóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli.

Við þurfum að efla atvinnugreinar sem skapa gjaldeyri, ráðast í stórframkvæmdir og aðrar aðgerðir sem skapa störf meðan dýpsta lægðin gengur yfir. Samhliða vinnum við í iðnaðarráðuneytinu hörðum höndum að því að leggja grunn að nýju og fjölbreyttu atvinnulífi í framtíðinni, þar sem náttúra, þekkingarframleiðsla, afþreying og nýsköpun verða sterkar stoðir í atvinnulífi hinnar dreifðu áhættu.

Sprotar morgundagsins

Bætt umhverfi sprotafyrirtækja er í forgangi í iðnaðarráðuneytinu. Það birtist í að þrátt fyrir erfiðan niðurskurð í ríkisfjármálum er fjármagn til að efla sprota morgundagsins aukið umtalsvert. Tækniþróunarsjóður hefur meira fjármagn en nokkru sinni. Hann verður nú opnaður nýjum greinum einsog ferðaþjónustu og sérstakar markáætlanir unnar til að ryðja nýjum sviðum braut. Nýsköpunarsjóður er á mun traustari grunni en áður. Þýðingarmikil hraðbraut í frumkvöðlafræðum á háskólastigi er tekin til starfa. Fjögur öndvegissetur í völdum framtíðargreinum verða sett á laggir á næstu mánuðum. Mestu skiptir þó, að uppúr bankahruninu var Frumtak, sjóður sem mun hafa á fimmta milljarð til að sinna sóknarfjárfestingum í sprotafyrirtækjum, reistur til nýs lífs.

Varðandi sköpun starfa er þýðingarmikið að iðnaðarráðuneytið náði samkomulagi við atvinnuleysistryggingasjóð, sem mun gera sprotunum kleift að ráða til sín þjálfað starfsfólk úr röðum atvinnulausra. Sprotasamtökin telja að þegar við staðfestingu reglugerðar um málið muni fast að 300 manns þannig fá nýtt starf. Séu afleidd störf talin, þá er mat samtakanna að með þessum hætti verði senn til þúsund ný störf. Ég tel að þessi störf geti orðið miklu fleiri strax á þessu ári.

Ótaldir eru þá möguleikar á að skapa fjölmörg störf strax á næstu misserum fyrir skapandi greinar með því að markaðssetja kvikmyndalandið Ísland, bæði á sviði auglýsingagerðar og listrænnar afþreyingar. Hærri endurgreiðslustyrkir, frjálsara regluverk og lagaákvæði sem láta stafræna eftirvinnslu njóta sama stuðnings og sjálfa framleiðsluna gætu skipt sköpum. Svipaða möguleika þarf að kanna varðandi íslenskan tónlistariðnað.

Sóknarfæri í ferðaþjónustu

Ein fljótvirkasta leiðin til að skapa störf og dýrmætan gjaldeyri er að efla ferðaþjónustu. Iðnaðarráðuneytið er nú á fullum skriði við að bæta innviði greinarinnar með auknu fjármagni til markaðssóknar, bættu aðgengi og uppbyggingu ferðamannastaða, eflingu rannsókna og betra skipulagi á markaðsmálum.

Verulegir fjármunir hafa þannig runnið til að styðja efnilega sprota í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sérstök fjárveiting var jafnframt samþykkt til markaðsmála í landshlutunum. Nýlega ákvað svo iðnaðarráðuneytið að veita nýjum fjármunum til að styrkja innviði fjölsóttra ferðamannastaða á næsta ári, og bæta móttöku ferðamanna. Einnig er nýhafið gæðaátak sem er forsenda tekjuaukningar í greininni. Sérstakt rannsóknarsetur fyrir ferðaþjónustu er í undirbúningi í samvinnu við háskólann á Hólum.

Gagnger uppstokkun á markaðsmálum greinarinnar er líka hafin þar sem ný og náin samvinna utanríkis- og iðnaðarráðuneyta verður sóknarfleygurinn. Sérhvert sendiráð á að verða að markaðsstofu fyrir ferðaþjónustuna. Um leið hafa sérstakar fjárveitingar ráðuneytisins til markaðssóknar erlendis fimmfaldast frá 2008 - þrátt fyrir niðurskurð í ríkisfjármálum.

Stórframkvæmdir

Skjótvirk leið til að draga úr tímabundnu atvinnuleysi er arðsamar stórframkvæmdir sem skapa störf fyrir fjölmarga iðnaðarmenn, byggingaverkafólk, verkfræðinga og arkitekta. Undir lok árs tók ég því ákvörðun um að láta staðfesta fjárfestingarsamning vegna allt að 360 þúsund tonna álvers í Helguvík. Hann er forsenda þess að fimm erlendir bankar veiti lán til framkvæmda þar. Þær munu skapa atvinnu fyrir ríflega 2.500 manns á byggingartíma, sem fellur saman við dýpstu efnahagslægðina, og mesta atvinnuleysið. Í fullreistu veri munu 650 manns starfa, og afleidd störf verða ríflega 1000. Ekki verður þörf á virkjun Neðri-Þjórsár vegna Helguvíkur, og framleiðslan rúmast innan Kýótó-sáttmálans.

Landsvirkjun er jafnframt að ljúka samningum um aukna orkusölu frá Búðarhálsi til Straumsvíkur. Hún tryggir endurbætur á álverinu sem hefjast á næsta ári, og skapa störf fyrir 350-400 iðnaðarmenn, verkfræðinga og arkitekta. Öll leyfi liggja fyrir vegna virkjunar Búðarháls. Um hana gildir hins vegar sama og aðrar virkjanir að lánsfjárlínur eru helfrosnar í bili. Sama gildir um fjármagn til að þróa jarðhitasvæði sunnanlands og norðan.

Skapandi lausnir

Við þurfum því skapandi lausnir til að bægja frá fjármagnsskorti svo hægt sé að halda áfram skynsamlegri og umhverfisvænni orkunýtingu. Í þröngri stöðu verður að skoða allar leiðir. Ein er að freista samninga við eigendur jöklabréfa um að leggja fjármagn í arðvæn orkuvirki, sem myndi jafnhliða létta þrýstingi af gengi krónunnar. Önnur er að fela einkamarkaðnum, eða hreinlega eigendum stóriðjuvera, að taka að sér þróun einstakra orkusvæða, svo fremi þau geti sýnt fram á öflun fjármagns. Þetta er kleift í krafti nýrra orkulaga, sem hið framsýna Viðskiptablað kallaði tæran sósíalisma, en tryggir að orkulindir í eigu hins opinbera fara aldrei úr höndum þess þótt fyrirtæki á markaði fái tímabundinn rétt til orkuvinnslu. Þriðja gæti falist í samvinnu opinberra og einkafyrirtækja um öflun orku. Fleiri en eitt umhverfisvænt hátækniver hefur enn áhuga á að reisa starfsstöðvar á Íslandi fáist orka.

Við eigum ekki að láta víl og bölmóð glepja okkur sýn á þau mörgu og öflugu tækifæri sem við eigum til að vinna okkur út úr erfiðleikunum.

Höfundur er iðnaðarráðherra.

 


Frábær sambúð eða hvað?

Ég verð að segja eins og er að þessar tvær ríkisstjórnir sem nú eru í landinu eru farnar að pirra mig frekar mikið. Þessar yfirlýsingar ráðherra úr báðum ríkisstjórnum eru að mínu mati orðnar þreyttar og minna á lélegt og lúið samband.

Best væri ef þær báðar segðu af sér og gengið yrði til kosninga ekki seinna en á vordögum.

Komið nóg af þessum leiðindum og gremju köstum útí hvort annað slítið sambandinu áður en það endanlega slítur "fjölskyldunni" í frumeindir..... en ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru "fjölskyldumeðlimir" farnir að lúskra hver á öðrum brjóta og bramla rúður og kinnbein svo eitthvað sé nefnt.

Þið talið um að vera góð hvert við annað en sýnið svo enga tilburði í þá áttina, eða eins og segir í kvæðinu "talar og talar og segir ekki neitt"

 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband