Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Tourismi í stað sjávarfanga?

Í ljósi niðurstöðu skýrslu sem að Fjallabyggð var að fá og er aðgengileg á netinu www.fjallabyggd.is

þá langar mig að birta þessar tölur frá Ferðamálaráði Íslands.

Fjölgun ferðamanna
Titill fréttar: Metsumar í ferðaþjónustu

Ný met voru slegin í sumar í fjölda ferðamanna hingað til lands. Í fyrsta skipti fór fjöldi erlendra ferðamanna yfir 80 þúsund í einum mánuði en það gerðist bæði í júlí og ágúst síðastliðnum. Fyrstu 9 mánuði ársins voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 379 þúsund talsins og fjölgaði um 16,5% miðað við sama tímabil í fyrra.Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs

Ferðamálastofu segir að aldrei fyrr hafi verið jafnmikið framboð af flugsætum og hótelherbergjum fyrir hendi. “Við áttum von á þessum fjölda í sumar og það hefur verið góður gangur víðast hvar. Nú er svo að sjá hvernig gengur í vetur að viðhalda vexti síðustu missera. Það má hvergi slaka á í markaðs- og sölumálum á mörkuðum,” segir Ársæll.

Sem fyrr segir voru júlí og ágúst sannkallaðir metmánuðir með yfir 80 þúsund ferðamenn í hvorum mánuði. Fram að því var mesti fjöldi í einum mánuði tæplega 70 þúsund ferðmenn, í ágúst 2006.

Í september fóru 39 þúsund ferðamenn um Leifsstöð sem er 1% fækkun miðað við fyrra ár.Sé litið á árið í heild það sem af er má sjá að góð aukning er frá flestum mörkuðum.

Frá áramótum

 

 

 

 

 

2006

2007

Mism.

%

Bandaríkin                   

47.801

44.572

-3.229

-6,8%

Bretland                     

50.936

57.445

6.509

12,8%

Danmörk                      

31.030

33.994

2.964

9,6%

Finnland                     

7.128

8.104

976

13,7%

Frakkland                    

19.360

20.636

1.276

6,6%

Holland                      

9.633

12.727

3.094

32,1%

Ítalía                        

8.161

9.835

1.674

20,5%

Japan                        

4.846

4.735

-111

-2,3%

Kanada                       

3.334

5.360

2.026

60,8%

Kína                       

 

7.447

 

 

Noregur                      

22.053

28.183

6.130

27,8%

Pólland                      

 

11.832

 

 

Rússland                      

 

603

 

 

Spánn                        

7.348

8.915

1.567

21,3%

Sviss                        

5.571

6.514

943

16,9%

Svíþjóð                      

21.384

26.790

5.406

25,3%

Þýskaland                    

34.935

37.129

2.194

6,3%

Önnur þjóðerni               

51.699

54.107

2.408

4,7%

Samtals:

325.219

378.928

53.709

16,5%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefur Ferðamálastofu Smelltu á tengilinn til að skoða tengt efni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Forsetinn í flugeldasölu??????

Já gott væri að fá forseta vor í flugeldasölu í mínu sveitafélagi, en björgunarsveitin sér um flugeldasöluna á staðnum. Ég er þess fullviss að salan færi fram úr björtustu vonum.

Nú má ekki skilja mig svo að ég hafi neitt á móti því að forsetinn sé að leggja góðum málum lið, en ég spyr eru einhver mörk?

 


Einn léttur á föstudegi

Hvað gerist þegar þú blæst í eyrað á ljósku?

jú það verður gagnaflutningur.......

Marta mín og Maggý frænka ekki illa meint......


Samkaup/Krónan/Bónus

Ég segi nú ekki annað en það að við sem höfum bara Samkaups verslun og enga aðra þá þurfum við nú ekki að hafa áhyggjur af verðbreytingum á 4sek fresti.

Jú við vitum að "okkar" verslun er alltaf með hæsta verðið það er ekki flókið.

Og með þetta verslunarumhverfi þá gerist það að fólk fer í stríðum straumi til Akureyrar og verslar hjá vini litla mannsins Jóhannesi í Bónus. En fyrrnefndur Jóhannes á einmitt það húsnæði sem að Samkaup er til húsa, já sniðugur kall hann Jóhannes leigir samkeppnisaðilanum húsnæðið og fær svo alla litlu vini sína til að keyra til Akureyrar og versla í Bónus....

Ætli að Krónu menn hugsi sig ekki tvisvar um og opna  verslun t.d. í Ólafsfirð en þá er stutt að fara fyrir Dalvíkinga og Siglfirðinga í lágvöruverðsverslun. Eigum við ekki bara að skora á Krónuna að koma á okkar svæði, þó svo að verðbreytingar verði á 4sek fresti er það ekki viðunandi?


Rjúpa á diskinn minn

Sá þetta á heimasíðu ust.is

Brátt haldið skal til veiða

hátt upp til heiða

Í drottins dýrðar ríki

með haglabyssu og kíki

En huga skal að heiðri

og næsta sumars hreiðri

því mán, þri og mið

Rjúpan skal fá frið.

Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar

Hvet alla veiðimenn til hófsemi í rjúpna veiðinni, þetta er jú eini alvöru jólamaturinn og honum má ekki eiða.


Rækjuiðnaður aflagður í Fjallabyggð

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Ramma h/f Unnar Már Pétursson og fór yfir stöðu mála. Unnar tjáði bæjarráðsmönnum að ekki hafi náðst áframhaldandi samkomulag starfsfólk Rammi um að vinna hjá Sunnu dótturfyrirtæki þess.

Þetta er sorgar frétt. Já ég segi sorgar frétt en undanfarið er búið að leggja í mikla vinnu til þess að gera það kleyft að iðnaðurinn gangi, en Rammi Fjallabyggð og Byggðastofnun voru tilbúin að koma að stofnun nýs fyrirtækis (Sunnu) sem ætlaði að halda rækjuvinnslu áfram en í smækkaðri mynd.

 En af einhverjum óútskýranlegum orsökum þá gekk það ekki eftir. Eftir fund með forsvarsmanni Rammi er ég litlu nær um ástæður þess að ekki náðust samningar milli starfsmanna og stjórnenda. Mörgum spurningum er ósvarað???????

Ég spyr einnig hvað verður um það starfsfólk sem hefur unnið í þessum iðnaði sumir hverjir í áratug og aðrir jafnvel lengur?

 


Af hverju ekki!

Sælt veri fólkið þá er mar komin í nútímann.

Já bara byrjaður að blogga ég ætla að leyfa mér að segja mínar skoðanir á málefnum líðandi stundar. ATH skoðanir höfundar eru hans eigin heheeeLoL þar sem að þetta er fyrsta færsla þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra.

Sæl að sinni

 


« Fyrri síða

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband