Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
4.11.2007 | 13:40
Tourismi í stað sjávarfanga?
Í ljósi niðurstöðu skýrslu sem að Fjallabyggð var að fá og er aðgengileg á netinu www.fjallabyggd.is
þá langar mig að birta þessar tölur frá Ferðamálaráði Íslands.
Fjölgun ferðamanna
Titill fréttar: Metsumar í ferðaþjónustu
Ný met voru slegin í sumar í fjölda ferðamanna hingað til lands. Í fyrsta skipti fór fjöldi erlendra ferðamanna yfir 80 þúsund í einum mánuði en það gerðist bæði í júlí og ágúst síðastliðnum. Fyrstu 9 mánuði ársins voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 379 þúsund talsins og fjölgaði um 16,5% miðað við sama tímabil í fyrra.Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs
Ferðamálastofu segir að aldrei fyrr hafi verið jafnmikið framboð af flugsætum og hótelherbergjum fyrir hendi. Við áttum von á þessum fjölda í sumar og það hefur verið góður gangur víðast hvar. Nú er svo að sjá hvernig gengur í vetur að viðhalda vexti síðustu missera. Það má hvergi slaka á í markaðs- og sölumálum á mörkuðum, segir Ársæll.
Sem fyrr segir voru júlí og ágúst sannkallaðir metmánuðir með yfir 80 þúsund ferðamenn í hvorum mánuði. Fram að því var mesti fjöldi í einum mánuði tæplega 70 þúsund ferðmenn, í ágúst 2006.
Í september fóru 39 þúsund ferðamenn um Leifsstöð sem er 1% fækkun miðað við fyrra ár.Sé litið á árið í heild það sem af er má sjá að góð aukning er frá flestum mörkuðum.
|
|
|
| |
| 2006 | 2007 | Mism. | % |
Bandaríkin | 47.801 | 44.572 | -3.229 | -6,8% |
Bretland | 50.936 | 57.445 | 6.509 | 12,8% |
Danmörk | 31.030 | 33.994 | 2.964 | 9,6% |
Finnland | 7.128 | 8.104 | 976 | 13,7% |
Frakkland | 19.360 | 20.636 | 1.276 | 6,6% |
Holland | 9.633 | 12.727 | 3.094 | 32,1% |
Ítalía | 8.161 | 9.835 | 1.674 | 20,5% |
Japan | 4.846 | 4.735 | -111 | -2,3% |
Kanada | 3.334 | 5.360 | 2.026 | 60,8% |
Kína |
| 7.447 |
|
|
Noregur | 22.053 | 28.183 | 6.130 | 27,8% |
Pólland |
| 11.832 |
|
|
Rússland |
| 603 |
|
|
Spánn | 7.348 | 8.915 | 1.567 | 21,3% |
Sviss | 5.571 | 6.514 | 943 | 16,9% |
Svíþjóð | 21.384 | 26.790 | 5.406 | 25,3% |
Þýskaland | 34.935 | 37.129 | 2.194 | 6,3% |
Önnur þjóðerni | 51.699 | 54.107 | 2.408 | 4,7% |
Samtals: | 325.219 | 378.928 | 53.709 | 16,5% |
- Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2007 (uppfært til loka september 2007)
Vefur Ferðamálastofu Smelltu á tengilinn til að skoða tengt efni.
3.11.2007 | 15:10
Forsetinn í flugeldasölu??????
Já gott væri að fá forseta vor í flugeldasölu í mínu sveitafélagi, en björgunarsveitin sér um flugeldasöluna á staðnum. Ég er þess fullviss að salan færi fram úr björtustu vonum.
Nú má ekki skilja mig svo að ég hafi neitt á móti því að forsetinn sé að leggja góðum málum lið, en ég spyr eru einhver mörk?
2.11.2007 | 14:00
Einn léttur á föstudegi
Hvað gerist þegar þú blæst í eyrað á ljósku?
jú það verður gagnaflutningur.......
Marta mín og Maggý frænka ekki illa meint......
2.11.2007 | 13:09
Samkaup/Krónan/Bónus
Ég segi nú ekki annað en það að við sem höfum bara Samkaups verslun og enga aðra þá þurfum við nú ekki að hafa áhyggjur af verðbreytingum á 4sek fresti.
Jú við vitum að "okkar" verslun er alltaf með hæsta verðið það er ekki flókið.
Og með þetta verslunarumhverfi þá gerist það að fólk fer í stríðum straumi til Akureyrar og verslar hjá vini litla mannsins Jóhannesi í Bónus. En fyrrnefndur Jóhannes á einmitt það húsnæði sem að Samkaup er til húsa, já sniðugur kall hann Jóhannes leigir samkeppnisaðilanum húsnæðið og fær svo alla litlu vini sína til að keyra til Akureyrar og versla í Bónus....
Ætli að Krónu menn hugsi sig ekki tvisvar um og opna verslun t.d. í Ólafsfirð en þá er stutt að fara fyrir Dalvíkinga og Siglfirðinga í lágvöruverðsverslun. Eigum við ekki bara að skora á Krónuna að koma á okkar svæði, þó svo að verðbreytingar verði á 4sek fresti er það ekki viðunandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 13:05
Rjúpa á diskinn minn
Sá þetta á heimasíðu ust.is
Brátt haldið skal til veiða
hátt upp til heiða
Í drottins dýrðar ríki
með haglabyssu og kíki
En huga skal að heiðri
og næsta sumars hreiðri
því mán, þri og mið
Rjúpan skal fá frið.
Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar
Hvet alla veiðimenn til hófsemi í rjúpna veiðinni, þetta er jú eini alvöru jólamaturinn og honum má ekki eiða.
1.11.2007 | 00:38
Rækjuiðnaður aflagður í Fjallabyggð
Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Ramma h/f Unnar Már Pétursson og fór yfir stöðu mála. Unnar tjáði bæjarráðsmönnum að ekki hafi náðst áframhaldandi samkomulag starfsfólk Rammi um að vinna hjá Sunnu dótturfyrirtæki þess.
Þetta er sorgar frétt. Já ég segi sorgar frétt en undanfarið er búið að leggja í mikla vinnu til þess að gera það kleyft að iðnaðurinn gangi, en Rammi Fjallabyggð og Byggðastofnun voru tilbúin að koma að stofnun nýs fyrirtækis (Sunnu) sem ætlaði að halda rækjuvinnslu áfram en í smækkaðri mynd.
En af einhverjum óútskýranlegum orsökum þá gekk það ekki eftir. Eftir fund með forsvarsmanni Rammi er ég litlu nær um ástæður þess að ekki náðust samningar milli starfsmanna og stjórnenda. Mörgum spurningum er ósvarað???????
Ég spyr einnig hvað verður um það starfsfólk sem hefur unnið í þessum iðnaði sumir hverjir í áratug og aðrir jafnvel lengur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 00:04
Af hverju ekki!
Sælt veri fólkið þá er mar komin í nútímann.
Já bara byrjaður að blogga ég ætla að leyfa mér að segja mínar skoðanir á málefnum líðandi stundar. ATH skoðanir höfundar eru hans eigin heheee þar sem að þetta er fyrsta færsla þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra.
Sæl að sinni
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested