Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Stúlka og ruslatunnur fjúkandi á Sigló

Þvílíkt veður sem er að ganga yfir núna, vaknaði um hálffjögur sl nótt við ægileg læti og viti menn ruslatunnan mín sem er svona plasttunna á hjólum hafði tekist á loft og það sem meira var hún keyrði eftir götunni rétt sveigði framhjá bílnum mínum og tók svo forstjórabeygju og endaði niðri í garði við suðurenda hússins. Já þvílíkt ferðalag svona um miðja nótt.

Þá var ekki um annað að ræða en koma sér í larfana og sækja draslið, binda það niður og koma sér svo aftur í rúmmið. En það var erfitt að festa svefn aftur því það var stöðugur barningur í veðrinu og smá adrenalín kikk hjá kallinum.

 Er svo að heyra í frétt á Bylgjunni að ung stúlka hafi tekist á loft í bænum. Ja hérna hér segi nú ekki meira, það er langt síðan svona vont veður hefur verið hérna hjá okkur.

En það stoppar ekki KK og Ellen þau halda tónleika í kvöld í Herhúsinu og hver veit nema svona norðan garri verði kveikjan að smelli frá meistaranum en hann er minn uppálhalds tónlistarmaður.

 

 


Konur eru ???

Bara svona rétt fyrir svefninn

Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna .
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn
: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af. Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi . Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einnig fallegasti maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt , hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni . KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims. Annarri ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú . Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans . KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn : Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir , hver er hún ?
Ella svaraði : Ég vil fá vægt hjartaáfall.

KONUR ERU ???


Útlegð á enda

Þá er komið að því, sjálfskiparði útlegð minni á Hólum er lokið.

það var ekki um neitt annað að ræða en að einbeita sér að náminu þessa vikuna próf hefjast í næstu viku og verkefnaskilin eru búin að vera ærin. Þetta er sérstök tilfinning það verð ég að segja.

Hef slökkt á gemsanum, er í skólanum frá morgni til kvölds og síðast en ekki síst hef ekki rakað mig í heila viku enda orðin eins og jólasveinn (segja sumir) allavega smá litur komin í andlitshárin.

Keyri á Sigló á eftir bæjarráðsfundur kl 16 og svo verkefnaskil á morgun.

Svo verður þessari önn slúttað með jólahlaðborði á Hólum annað kvöld, en nemendafélagið hefur staðið upp fyrir haus i undirbúningi það verða flottir veislustjóra það eitt er öruggt.

Kveð þessa vini í náminu með söknuði en á von á að sjá þau flest eftir áramót.


Kolbrún kynlausa

Er nú ekki nóg komið hjá þingmanninum já ég skrifa þingmanninum Kolbrúnu Halldórsdóttir?

Nú á að banna þeim á fæðingadeildunum að nota bleik og blá teppi einungis skulu skal notast við (kynlausan) lit.

Þolinmæði minni gagnvart þessum málflutningi þingmannsins er nú endanlega lokið.

Aðeins meira um þau mál sem Kolbrún er að tala fyrir á Alþingi eftirlit skal haft með opinberum starfsmönnum á ferðum þeirra erlendis hvaða sjónvarpsefni er í boði á þeim hótelum sem þeir gista á.

Svona væri lengi hægt að telja, mér dettur í hug brandari sem ég heyrði fyrir nokkrum árum og er hann á kostnað Kollu kynlausu....

Tómas Olrich og nokkri þingmenn voru að fara útí Grímsey og sagði frá því að amma hans hafi verið að horfa á hann í sjónvarpinu þar sem að hann var að tala í Þinginu og segir "Tómas minn væri nú nær að tala aðeins minna og framkvæma meira. "Tómasi fannst þetta nokkuð gott en bætti svo við ætli Kolbrún eigi ekki ömmu?

 


Heim að Hólum "útskýring"

Eins og ég lofaði í gærkvöldi þá ætlaði ég að koma með útskýringu á þessu máltæki.

Fann þetta á vef Hóla www.holar.is

"Landnáma

Hóla er ekki getið í Landnámu. Talið er, að þeir hafi byggst um miðja 11. öld úr landnámsjörðinni Hofi, sem er um 2,5 km fyrir framan Hóla, en hana byggði Hjalti Þórðarson. Því heitir dalurinn Hjaltadalur.

Biskupsstóll og stofnun Hólaskóla

Um miðja 11. öld bjó á Hólum Oxi Hjaltason af ætt Hofsverja. Hann lét gera kirkju mikla. Um 1100 átti Illugi Bjarnason jörðina. Þegar ákveðið var að stofna biskupsstól á Norðurlandi, gaf hann Hóla til biskupsseturs.

Fyrsti biskupinn á Hólum var Jón Ögmundsson helgi. Hann tók vígslu árið 1106. Jón hélt skóla á staðnum fyrir prestsefni. Skólinn var kallaður Hólaskóli og má segja að þetta hafi verið háskóli þess tíma. Viðfangsefnin voru fjölbreytt. Fór mikið frægðarorð af skólahaldi hans og kirkjustjórn. Rætur Hólaskóla nútímans teygja sig langt aftur í tímann eða allt til ársins 1106. Frá tíð Jóns Ögmundssonar er orðtakið, sem síðan hefur lifað á vörum Norðlendinga; heim að Hólum. "

Þá er það komið mér til mikils léttis og vonandi ykkur líka.

holar


Heim að Hólum

Þar sem ég sit við skrifborðið mitt hérna í skólanum á Hólum þá komu þessi orð upp í huga mér, af hverju segjum við heim að Hólum?

Ég veit að það er skýring en ég þarf að fá hana staðfesta geri það í fyrramálið, varð að koma þessu frá mér áður en höfuðið leggst á koddann, er að vinna skemmtilegt rannsóknarverkefni sem ég þarf að skila í kynningu á fimmtudag en það er um komu skemmtiferðaskipa til Íslands.

Að vera í námi á ferðamálabraut eru ákveðin forréttindi það er svo margt sem maður er að læra og uppgvöta þó að þessum miðaldri sé náð. LoL

Já það er lengi hægt að bæta við sig þekkingunni ég segi nú ekki meir, jæja kannski maður fari að koma sér í háttinn það er farið að örla á svefngalsa í þessum skrifum, best að hætta áður en maður fær sömu blogg köstin og Össur heheheheeehhee.....


Sveiattan Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis eitthvað

Af hverju þarf forstöðumaður veiðistjórnunarsviða að flytjast frá Akureyri til Reykjavíkur?

Er þetta bara byrjunin hjá þessari ríkisstjórn?

Hafið þið tekið eftir því að ekkert er fjallað um þetta í fjölmiðlum?  Kannski ekki svo merkilegt eitt starf á Akureyri skiptir ekki máli forstöðumaðurinn vill örugglega flytja suður í borg óttans, það er svo gott loftið þar og svo verður maður kannski líka laminn þegar maður fer og kaupir leikföng í dótabúðunum fyrir jólin vá alveg frábært.......

Þið munið kannski umræðuna sem varð þegar þrjú störf voru flutt frá borg óttans á Akranes (Landmælingar ríkisins) það gekk ekki svo lítið á þá.

Sveiattan Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis eitthvað

Gott væri að heyra í þingmönnum og forystumönnum ríkisstjórnarinnar hver er stefnan í þessum málum, við höfum fengið forsætisráðherra í heimsókn og utanríkisráðherra sem var stödd á landinu eitt augnablik var heimsóttur og fólk lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandi mála.

Búið að skera niður þorskvótann rækjuvinnslan hætt og svona mætti áfram telja. Hætti að telja fer bara í þunglyndi með þessu áframhaldi.

Ef á að halda landinu í byggð þá gera menn ekki svona, sveiattan Þórunn og þið hinir ráðherrar.


Framkvæmdastjóri óskast strax

Framkvæmdastjóri sem fer fyrir uppbyggingu og stefnumótun nýs framhaldsskóla sem reistur verður í Ólafsfirði næsta vor.

Ástæð þess að ég set þetta á bloggið er sú að strax í Janúar verður staðan auglýst ég vil sjá stöðuna auglýsta STRAX en þar sem ég er ekki alráðandi þá verður þetta svona.

Ég skora á þá sem áhuga hafa að skoða kosti þess að búa í Fjallabyggð ég hef bloggað um kosti þess og eru upplýsingar að finna hér, en góðir kostir eru ekki of oft nefndir.

Forréttindi að ala upp börn í svona umhverfi, eitt besta skíðasvæði landsins, frábær íþróttaaðstaða engir biðlistar á leikskóla niðurgreiddur leikskóli og svo er ENGIN SVIFRYKSMENGUN. Þetta er bara hluti af kostum þess að búa í Fjallabyggð.

 

 


230 Siglfirðingar skrifuðu undir áskorun á SVN

Ég skrifaði 16 nóvember á bloggið og sagði frá því að bæjarstjóra Fjallabyggðar var falið að skrifa framkvæmdarstjóra SVN bréf og óskað eftir skýringum á því hversvegna síld væri ekki landað á Siglufirði til bræðslu?

Í framhaldi af þessu þá ákvað ég að fara af stað með undirskriftalista þar sem að bæjarbúar skora á SVN að landa síld til bræðslu á Siglufirði frekar en að sigla alla leið austur.

Það er skemmst frá því að segja að 230 Siglfirðingar skrifuðu undir þessa áskorun, og í dag þá afhenti ég verksmiðjustjóra SVN á Siglufirði undirskriftalistann og tók hann það loforð af mér að senda hann austur.

Ég vil þakka öllum þeim sem  tóku þátt í þessu með mér og svo sjáum við til hvort að þetta dugi til að vekja þá fyrir austan af þeim Þyrnirósarsvefni sem þeir hafa sofið á Siglufirði frá því að þeir eignuðust þessa verksmiðju.

 


Talað, hugmyndir, tillögur og allt að gerast.......

 Jæja þá er enn einum fundinum loks lokið, við í meirihlutanum hitumst kl 19 og funduðum til 21.30

Það var margt rætt, mikið af hugmyndum og tillögum allt gott og gyllt.

Nú er ég að verða stressaður  tvær vikur í próf og mér finnst eins og skólinn hafi byrjað fyrir þremur til fjórum vikum, en svona veður tíminn áfram sumir segja að þetta sé aldurstengt Wink

Mín kenning er sú að eftir því sem að maður hefur meira fyrir stafni þá líði tíminn óþarflega hratt.

Góð vinkona mín var að fara í helgarferð í dag og mikið vildi ég að það sama væri að gerast fyrir mig.

Ég segi eins og afinn "ef ég væri kelling þá myndi ég tárast... "heheheheeeh

Það þýðir ekkert að vera að væla nú er bara að skella sér í lærdóminn og ekkert kjaftææææ. Það styttist í jólin og þá verður gaman að vera með fjölskyldu og vinum.

 


Næsta síða »

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband